Bændablaðið - 26.02.2009, Qupperneq 18
BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 26. FEBRÚAR 200918 Nautgriparækt
Einn af eiginleikum NorFor er
að finna næringar- og orkugildi
heildar fóðurskammtsins, ekki
einungis einstakra fóðurtegunda.
Orku og próteineiginleikar (AAT
og PBV) fóðursins eru ekki fastar
stærðir, heldur þarf að taka tillit
til mikilvægra samspilsáhrifa.
Magn og samsetning fóður-
skammtsins, þ.e. hlutfall gróffóð-
urs og kjarnfóðurs, skiptir máli
þegar finna á heildar næringar-
og framleiðslulegt gildi fóðursins.
Þar sem við getum ekki vitað
næringarlegt og framleiðslulegt
gildi fóðursins fyrr en við erum
búin að setja saman þær fóðurteg-
undir sem við ætlum að nota kallar
NorFor á mikla og flókna útreikn-
inga. Það er ekki mögulegt að
reikna út næringargildi fóðursins
eða áætla fóðurát með hugarreikn-
ingi eða einfaldri vasareiknivél.
En til þess að geta gert fóðuráætl-
un hratt og örugglega hafa aðild-
arlönd NorFor (Noregur, Svíþjóð
og Danmörk) þróað hugbúnað sem
vinnur á Internetinu. Þessi hug-
búnaður hefur bæði samnorrænan
hluta og hluta sem vinnur í hverju
landi fyrir sig. Samnorræni hlut-
inn samanstendur af fóðurtöflum,
útreikningum fóðuráætlana og
samskiptapakka við rannsókna-
stofur sem senda inn niðurstöður
efnagreininga. Hugbúnaður hvers
lands notar svo upplýsingar í sínu
landi frá skýrsluhaldi og upplýsing-
ar sem liggja á samnorræna svæð-
inu til þess að vinna áætlanir. Þá
opnar notandi hugbúnaðinn í sinni
tölvu, tengist kerfinu og sækir þar
með upplýsingar inn í skýrsluhald-
ið um búið. Því næst tengist hann
fóðurtöflunum, sem geyma upplýs-
ingar um fóðrið sem var efnagreint
frá búinu, staðlaðar fóðurtegundir
og upplýsingar um kjarnfóður sem
er til sölu. Þá getur forritið reiknað
fóðuráætlun byggða á öllum þess-
um upplýsingum.
Kosturinn við að láta hugbún-
aðinn vera nettengdan er að þá hafa
allir aðgang að sömu reikniaðferð-
um og nýjar uppfærslur ná til allra
notenda á sama tíma. Ísland kemur
til með að nota norska hugbúnaðinn
Tine Optifôr. Þar er hægt að vinna
fóðuráætlanir á mismunandi hátt:
1. Fóðrun eftir raunverulegri nyt.
2. Fóðrun eftir meðal mjaltakúrf-
um.
3. Heilfóður þar sem öllu er bland-
að saman eða þar sem kjarnfóð-
ur er gefið sérstaklega, að hluta
eða að öllu leyti.
9.1 Gerð fóðuráætlana
Við gerð fóðuráætlana finnum við
út samsetningu fóðurs sem upp-
fyllir næringarþörf dýrsins. Þegar
við vinnum fóðuráætlanir viljum
við taka tillit til fleiri en eins þátt-
ar í einu. Til þess að það sé hægt
þurfum við að notast við sjálfvirka
útreikninga á samsetningu. Það
þýðir að hugbúnaðurinn reiknar út
og finnur samsetningu sem pass-
ar við þær kröfur sem við höfum
sett fram. Við getum t.d. sett fram
kröfur um orku, AAT og PBV. Auk
þess að vilja næringarfræðilega
góða fóðursamsetningu viljum við
einnig fá hagkvæma samsetningu.
Það þýðir að við viljum fóðursam-
setningu sem uppfyllir þau skilyrði
sem við höfum sett en kostar sem
minnst. NorFor finnur hagkvæm-
ustu lausnina og í töflu 1 er hægt að
sjá þá næringarfræðilegu þætti sem
við viljum gera kröfu til við áætl-
anagerð.
Til þess að geta tekið tillit til
margra þátta þurfum við að setja
lágmarks og hámarks gildi fyrir þá
fóðursamsetningu sem við ætlum
að fá. Það þýðir að áætlunin sem
við fáum út úr kerfinu liggur innan
þessara gilda. Í töflu 1 sjáum við að
orkujafnvægið skal liggja á bilinu
99,5 og 100,5 % og AAT-jafnvægið
á milli 97 og 103%. Orkujafnvægi
upp á 100% þýðir að orkan sem
fæst úr fóðrinu er jafn mikil og
orkuþörfin. Fóðurátið reiknast út
frá fylligildi fóðursins og getur
ekki farið yfir mögulegt át kýr-
innar. Það er þess vegna sett sem
hámarksgildi. Við áætlanagerð-
ina er líka sett krafa um PBV og
við 20 kg mjólkurframleiðslu skal
það ekki vera undir 15 g/kg þe.
Innihald fitusýra í fóðursamsetn-
ingunni skal ekki vera hærra en 45
g/kg þe. vegna þess að of hátt fitu-
sýruinnihald hefur neikvæð áhrif
á meltanleika NDF í vömb, einnig
getur of mikil fita í fóðri haft nei-
kvæð áhrif á át. Í NorFor er einn-
ig til hugtakið vambarjafnvægi.
Það segir til um hlutfallið á milli
auðleysanlegra kolvetna (sykurs og
sterkju) og NDF (trénis). Til þess
að koma í veg fyrir að vambarum-
hverfið verði of súrt, sem veldur
lægri meltingu á NDF, er sett krafa
um að þetta hlutfall fari ekki yfir
0,6. Auk þessara krafna sem við
setjum í útreikningunum finnur
NorFor út fleiri viðmið.
Áætlanagerð felur í sér að hug-
búnaðurinn reynir að finna hag-
kvæmustu fóðursamsetninguna
(innan skilgreindra gilda) með því
að prufa sig áfram með samsetn-
ingar. Dæmi um svona útreikn-
inga eru í töflu 2, þar sem unnið
er með gróffóður og tvær mismun-
andi kjarnfóðurblöndur. Áætlunin
er gerð fyrir eina kýr sem mjólkar
30 kg OLM, er 600 kg og er komin
100 daga frá burði.
Í fyrstu tilraun uppfyllir bland-
an aðeins kröfuna um fitusýrur, en
liggur rétt fyrir ofan mögulegt át
og fyrir neðan í orku, AAT og PBV.
Þar sem þetta inniheldur hæsta
hlutfall gróffóðurs er þetta ódýrasta
leiðin. En þar sem þessi lausn er
ekki sú besta heldur hugbúnaðurinn
áfram. Í fimmtu tilraun er fylligild-
ið orðið rétt og þar með hámarks
mögulegt át, en orku og AAT-gildin
eru hærri en það sem við miðum
við. Þessi leið er einnig dýrust. Í
níundu tilraun eru bæði fylligildið
og orkujafnvægið til friðs, en þar
sem þarna er einungis notast við
kjarnfóðurblöndu A verða AAT og
PBV undir lágmarki. Þegar þetta
gerist reynir forritið að taka inn
kjarnfóðurblöndu sem hefur hærra
AAT og lausnin við því kemur fram
í tilraun 13. Þá eru AAT, PBV og
fylligildið á réttu róli en orkujafn-
vægið er aðeins of hátt. Í tilraun
15 eru allar kröfur uppfylltar og
kostnaðurinn er 28,58 no.kr. En við
viljum hagkvæmustu lausnina og í
tilraun 16 hefur forritið fundið þá
lausn sem bæði liggur allsstaðar
innan skilgreindra marka og er eins
ódýr og mögulegt er. Hversu lang-
an tíma þetta tekur og hversu oft
þarf að reikna fer eftir því hversu
margar gerðir af fóðri á að nota og
hversu ströng við erum á kröfunum.
Í þessu dæmi prufar hugbúnaðurinn
16 sinnum, það tekur u.þ.b. 0,6 sek-
úndur og við fáum einungis síðustu
útgáfuna upp á skjáinn hjá okkur.
En hvað gerist þegar við höfum
eitthvert tiltekið gróffóður í hönd-
unum og eina kjarnfóðurblöndu,
sem við höfum nú þegar keypt? Þá
verðum við kannski að losa aðeins
um kröfurnar sem við miðum ann-
ars við til þess að fá lausn sem
hægt er að nota. Eins og í tilraun 9
í dæminu í töflu 2, þar sem aðeins
önnur kjarnfóðurblandan er notuð.
Samsetningin getur hins vegar ekki
orðið við kröfum um AAT og PBV
og því getur verið nauðsynlegt að
lækka þær kröfur sem við setjum
um AAT og PBV og prufa aftur, vit-
andi að það sé ekki besta mögulega
lausnin næringarlega séð. Ef við
setjum AAT-lágmarkið í 96% og
PBV í 0 g/kg þe. getum við fundið
kostnaðarlega hagkvæmustu lausn-
ina innan þessara nýju krafna. Þetta
gefur gróffóðurát uppá 11,1 kg þe.
og kjarnfóðurþörfin verður 10,2 kg.
Ef við berum það saman við útkom-
una í tilraun 16 þurfum við að sætta
okkur við meiri kjarnfóðurnotkun
og þar af leiðandi hærri kostnað,
eða 29,25 no.kr. á móti 28,47 no.kr.
í tilraun 16, þar sem við notuðum
tvær gerðir af kjarnfóðri. Það er
hægt að vinna áætlanir með fleiri
en eina gerð af gróffóðri og láta for-
ritið velja þá kjarnfóðurtegund sem
passar best, einnig er hægt að setja
inn í kerfið bygg og grænfóður sem
nota á við fóðrunina. Tafla 2 sýnir
okkur hvernig þetta fer fram fyrir
eina kýr. Tine Optifôr getur hins-
vegar unnið áætlanir fyrir margar
kýr í einu. Þannig getum við unnið
áætlun hratt og vel. Þetta getum við
einnig notað til þess að skoða ýmsar
samsetningar gróffóðurs og kjarn-
fóðurs. Að vinna fóðuráætlanir með
Tine Optifôr er ný aðferð til fóður-
áætlana og krefst þess að þeir sem
ætla að vinna áætlun læri á hugbún-
aðinn. Núna fer fram undirbúnings-
vinna á Íslandi þar sem ráðunautar
prufa sig áfram með hugbúnaðinn
við íslenskar aðstæður. Í framtíð-
inni getum við boðið bændum upp
á námskeið þar sem þeir geta lært
að vinna sínar fóðuráætlanir með
aðstoð hugbúnaðarins.
BÓÓ
Fóðuráætlanagerð
með NorFor plan
Tafla 1 Lágmarks og hámarks gildi fyrir þá þætti sem tekið er tillit til við
áætlanagerð.
Þáttur/breyta Lágmarks gildi Hámarks gildi
Fylligildi fóðurs Mögulegt át x 0,97 Mögulegt át
Orkujafnvægi, %* 99,5 100,5
AAT-jafnvægi, % 97 103
AAT/NOM, g/MJ 15
PBV, g/kg þe. 15** 40
Tyggitími, min/kg þe 32
Vambarjafnvægi 0,6
Fitusýrur, g/kg þe. 25*** 45
Dæmi um fleiri breytur sem mögulegt er að bæta við
* Fóðrun sem mætir orkukröfum til mjólkurframleiðslu, vaxtar og fósturþroska
** lágmarks gildi fyrir PBV, miðað við nyt 15 g/kg þe við 20 kg mjólkur
*** lágmarks gildi fyrir fitusýrur, miðað við nyt 25 g/kg þe við 20 kg mjólkur
Gróffóður át, kg þe/dag
Kjarnfóður kg þe/dag
Kjarnfóður prósenta
NDF, g/kg þe
Sterkja, g/kg þe
Hráprótein, g/kg þe
NOM, MJ/dag
AAT, g/dag
PBV, g/dag
Kalsíum, g/kg þe
Magnesíum, g/kg þe
Áætlun
nr
Gróffóður
kg/þe.
Kjarnfóður A
kg
Kjarnfóður B
kg
Fylligildi
(7,1-7,3)
Orkujafnvægi
(99,5-100,5)
AAT-jafnvægi
(97-103)
PBV
(15-)
Fitusýrur
(25-45)
Kostnaður
NKR
1 13,8 2,2 3,4 7,5 93,3 93,4 13 31 21,55
5 10,0 4,5 8,0 7,3 108 104 15 38 35,29
9 11,1 10,2 0 7,2 100 96 0 35 29,25
13 11,5 2,8 6,8 7,3 102 101 16 36 29,68
15 11,7 2,6 6,5 7,3 100 99,4 16 35 28,58
16 11,8 2,8 6,2 7,3 100 99,5 15 35 28,47
Tafla 2. Dæmi um áætlangerð með eina gerð af gróffóðri og tvær kjarnfóðurblöndur. Nyt: 30 kg OLM. Tölunar í sviganum er lágmarks og hámarks gildi.
Í lok síðasta árs var ákveðið að verja hluta af
óframleiðslutengdum og minna markaðstrufl-
andi stuðningi við mjólkurframleiðslu til eflingar
skýrsluhaldsins og ræktunarstarfsins og voru í
framhaldi kynntar til sögunnar reglur um gæða-
stýringu í nautgriparækt. Reglurnar tóku gildi
um síðastliðin áramót og gilda um framleiðsluár-
ið 2008/2009. Helsta markmið með gæðastýringu
í nautgriparækt er að efla skýrsluhaldið og þar
með alla gagnasöfnun sem liggur til grundvallar
sameiginlegu ræktunarstarfi.
Afurðamat gripa byggist á mjólkurmagni og pró-
teininnihaldi mjólkur og stendur afurðamat ásamt
frumutölumælingum bak við 52% af heildarkynbóta-
einkunn gripa. Athugun á sýnatöku árið 2007 leiddi
í ljós að ekki höfðu verið tekin nein kýrsýni úr um
30% af öllum kúm sem verið höfðu á skýrslu það ár
og talsverður hluti kúnna sem einhverjar mælingar
höfðu verið gerðar á voru aðeins með 1-2 sýni, sem
ekki getur talist marktækt til mats á efnahlutföllum
mjólkur eða frumutölu. Jafnframt hefur verið við-
tekin venja að um 25% af búum í skýrsluhaldi skili
mjólkurskýrslum seinna en mánuði eftir mæling-
armánuð, sem verður að teljast óviðunandi.
Það er því eðlilegt að þær reglur sem gilda yfir-
standandi verðlagsár miði fyrst og fremst að því að
bæta skýrsluskil og efla kýrsýnatöku en jafnframt
hefur verið reynt að gera ráð fyrir því að þetta fyrsta
verðlagsár geti nýst til aðlögunar fyrir þá sem ekki
hafa tekið fullan þátt í skýrsluhaldinu fram til þessa.
Samkvæmt reglugerð nr. 670/2008 um greiðslu-
mark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda
verðlagsárið 2008-2009 eru til ráðstöfunar á þessu
verðlagsári 25 milljónir króna. Ákveðið var að greiða
20% flatt á þá skýrsluhaldara sem stand ast kröfur
um gæðastýringu en 80% upphæðarinnar greiðist út
miðað við árskúafjölda búsins. Gert verður upp þrisv-
ar á ári út frá desember-, apríl- og ágústuppgjörum.
Þar sem reglur um gæðastýringu voru ekki til-
kynntar fyrr en í lok síðasta árs voru einungis sett
þau skilyrði fyrir hlutdeild í fyrstu greiðslu, að við-
komandi bú hefði skilað skýrslum ársins 2008 fyrir
21. janúar 2009. Skilyrði fyrir næstu seinni greiðsl-
unum tveimur eru þau að skila þarf skýrslum inn til
uppgjörs (inn í HUPPU) fyrir 11. næsta mánaðar eftir
skýrslutöku og taka eitt kýrsýni á hvorum af fyrri
ársfjórðungum ársins 2009. 599 bú náðu inn í fyrsta
hluta gæðastýringar og voru þar af 17 bú sem skráðu
sig ný í skýrsluhaldið og er ánægjulegt að fá þessa
viðbót í hóp skýrsluhaldara.
Þeir bændur sem taka virkan þátt í skýrsluhaldinu
veita okkur ómetanlegar upplýsingar í ræktunarstarf-
inu og viljum við sýna að við metum framlag þeirra
mikils. Mikilvægt skref hefur nú verið tekið í þá
átt. Einnig vonumst við til að tilkoma gæðastýring-
ar í nautgriparækt muni hvetja fleiri til dáða svo að
virkum þátttakendum í sameiginlegu ræktunarstarfi
fjölgi. Með því aukum við möguleika okkar á að ná
betri árangri í ræktun á íslensku mjólkurkúnni.
GEH
Gæðastýring í nautgriparækt
Í öllu okkar sameiginlega ræktun-
arstarfi eru réttar ætternisfærslur
mikilvægar, ekki síst hvað varð-
ar sameiginlega ræktunargripi,
en það eru gripir sem hafa oft á
tíðum umtalsverð áhrif á stofn-
inn í heild sinni. Erfðatækni hefur
fleygt fram síðastliðinn áratug og
hafa staðfestingar á ætterni, með
aðstoð DNA-greiningar, rutt sér
til rúms og eru víða orðnar við-
tekin venja. Má geta þess að slíkt
hefur verið stundað í hrossarækt
hér á landi um árabil. Það er mik-
ilvægt að 100% vissa sé um ætt-
erni þeirra gripa sem valdir eru
sem sameiginlegir ræktunargripir
og að öll vinna í kringum hið sam-
eiginlega ræktunarstarf sé fag-
mannleg og framsækin.
Í bígerð er samningur milli
Nautastöðvar Bændasamtaka
Íslands og Matís, sem felur í sér að
Matís taki að sér ætternisprófanir
á íslenskum nautgripum, en Matís
annast nú þegar ætternisprófanir
á hrossum og arfgerðagreiningu
á næmi fyrir riðusmiti í sauðfé.
Prófuð verða 11 sæti með þekktum
örtunglum sem hefur sýnt sig að
gefa greinargóðar niðurstöður um
íslenskar kýr.
Verður nú tekin upp sú stefna að
allir nautkálfar, sem teknir verða
inn á nýja nautastöð, verði ættern-
isprófaðir m.t.t. til faðernis kálfs-
ins og nautsmóðurinnar. Jafnframt
verður unnið að því að byggja upp
gagnabanka sem byggir á þeim lífs-
ýnum sem til eru, úr þeim nautum
sem tekin hafa verið til notkunar
á nautastöð BÍ. Slíkur gagnabanki
opnar mikla möguleika á því að
hægt sé að skera úr um ætterni
óættfærðra gripa eða þeirra sem
vafi leikur á um faðerni. GEH/MBJ
Ætternisgreiningar á nautum