Bændablaðið - 26.02.2009, Qupperneq 20

Bændablaðið - 26.02.2009, Qupperneq 20
20 Bændablaðið | fimmtudagur 26. febrúar 2009 Utan úr heimi Via Campesina eru alþjóða- samtök smábænda með yfir 300 milljónir félagsmanna í fjörutíu og einum samtökum. Þau héldu heimsráðstefnu sína í Mapútó í Mósambik í október sl. Via Campesina eru í sókn víða um heim og samtökunum er öðrum fremur þakkaður sá árangur sem náðst hefur í baráttu þjóða fyrir rétti sínum til að ráða yfir mat- vælaöflun til eigin þarfa. Nú er svo komið að um 50 alþjóðleg stórfyrirtæki ráða yfir helmingi heimsviðskipta með mat- væli. Á hinn bóginn gerist það að ræktanlegt land tapast í stórum stíl vegna jarðvegseyðingar, breytts veðurfars, eignarhalds á landi og einhliða ræktunar á nytjagróðri. Í kjölfarið yfirgefur fólk jarðir sínar og flytur til borganna. Jarðirnar safnast á æ færri hendur og þræla- hald á 19. öld heitir nú ódýrt vinnuafl, sagði Carlos Marente frá Mexíkó á ráðstefnunni. Það er ekki unnt að fara burt með landið en það er unnt að flytja vinnuaflið og mikið af hinu alþjóðlega hag- kerfi byggist á ódýru vinnuafli. Grasrótarsamtök, sem reyna að veita viðnám, eru ofsótt og félagar þeirra fangelsaðir þar sem barist er um yfirráð yfir jarðnæðinu og mat- vælaframleiðslunni. Vonir og trú á framtíðina En þrátt fyrir neikvæða mynd, sem dregin var upp af ástandinu, þá ríkti bjartsýni og trú á framtíðina á ráðstefnunni. Landbúnaður er lyk- ilatriði í lausn margra vandamála, svo sem veðurfars-, orku- og efna- hagsmála. Þá hafna bændur öllum hugmyndum um að þeir láti af hendi yfirráð yfir jarðnæði sínu og matvælaframleiðslunni. Um þessar mundir virðist mun mikilvægara að leysa fjármála- kreppuna en veðurfars- og matvæ- lakreppuna. Miklum fjármunum er varið til að halda óbreyttri stefnu, sem þó eykur aðeins á vandamálin. Stóru verkefnin um þessar mundir eru verndun jarðvegs og öflun hreins vatns. Hvað varðar hlýnun lofthjúpsins er áríðandi að benda á að það eru ræktunar- aðferðir smábændanna sem draga úr hlýnunni. Í því sambandi er reynsla frumbyggjanna mikilvæg og henni ber að miðla öðrum. Matur, jarðvegur og vatn eru sameiginlegar auðlindir sem gæta þarf vel og verja fyrir stórfyr- irtækjum. Við göngum nú gegnum kreppur af ýmsu tagi, og landbún- aðurinn gegnir miklu hlutverki í því að leysa þær. Tími eigin mat- vælaöflunar hverrar þjóðar er runninn upp og jafnframt sjálfbærs búskapar smábænda. Tveir dagar á ráðstefnunni í Mapútó voru helgaðir málefnum kvenna og ungs fólks. Ungt fólk var virkt í störfum ráðstefnunn- ar, með vel mótaða stefnu, góðar hugmyndir og eðlilegar kröfur. Þessi hópur bað um aukna áherslu á hagnýta fræðslu og þátttöku í búrekstri. Þá var hlutfall kvenna af þátttakendum hátt, eða 45%. Af öðrum dagskrárliðum má nefna kúgun kvenna en valdbeiting gegn konum er alþjóðlegt vandamál. Konur í samtökunum hafa stofnað tengslanet til að hjálpa konum sem eru í nauðum staddar. Það eykur vægi þess styrks þegar hann kemur beint frá grasrótinni. Via Campesino skipar sér fremst í flokk félagslegra hreyfinga í þeirri baráttu. Forsetar og stuðningsyfirlýsingar Forseti Mósambik, Guebuza, ávarpaði ráðstefnuna og bauð gesti velkomna. Með honum voru land- búnaðarráðherrann og héraðsstjór- inn þar sem ráðstefnan fór fram og fjölmiðlar sýndu henni mik- inn áhuga. Forseti Bólivíu, Evo Morales, sendi kveðjur sínar en hann var áður leiðtogi innan sam- takanna. Í Nepal hafa smábænda- samtökin ANPFA fengið full- trúa í ríkisstjórninni og þeir sátu ráðstefnuna. Þar, eins og í Malí, Bólivíu, Ekvador, Venezúela og á Kúbu, leggja yfirvöld þunga áherslu á rétt þjóða til að framleiða mat til eigin þarfa. Stofnun samstarfshópa Þó að helmingur íbúa jarðar lifi á því að framleiða mat þá dugar það ekki til að verja rétt þeirra til þess. Mikið af tíma ráðstefnunnar fór því í að stofna til samstarfshópa. Tveir síðustu dagar hennar fóru í skipulag slíks samstarfs; um verk efni á borð við hagsmunamál kvenna, verkalýðsfélög, þróunar- hjálp, umhverfisverndarsamtök, mál efni frum byggja og fiski manna og mann rétt inda sam tök. Lagður var grunn ur að fjölda verkefna í því sam bandi. Þróunarsjóðurinn í Nor- egi (Ut viklingsfondet) tók þátt í því starfi. Boðskapur Afríku Mósambik hefur allt það sem eitt land þarf til að brauðfæða þjóð sína, sagði Renaldo Chingore, fulltrúi smábændahreyfingarinnar UNAC: „Við þurfum enga „græna byltingu“. Að sögn fulltrúa frá Indlandi og Indónesíu hefur græna byltingin einungis leitt til auk- inna skulda, fleiri fátæklinga, lægri tekna og verri stöðu kvenna í bændastétt, auk þess sem líf- fræðilegum fjölbreytileika gróðurs hefur hrakað með einhæfri ræktun. Forgangsverkefni okkar er að hefja til vegs afrískt gildismat og losna við stórfyrirtækin sem standa á bak við grænu byltinguna. Við viljum vera sjálfum okkur nóg um undir- stöðufæðu á sjálfbæran hátt og í sátt við menningu okkar. Við eigum langa sögu sem ný- lendur, lánastefna Alþjóða bank ans var ekki hliðholl okkur, en sök afr- ískra þjóðarleiðtoga, sem fylgdu í fótspor nýlenduherranna, er jafn mikil fyrir það. Nú þörfnumst við á hinn bóg- inn leiðtoga með hjartað á réttum stað. Það á ekki að nota matinn okkar í dýrafóður eða til að knýja vélar í ríkum löndum heims og við biðjum Ban Ki Moon, Bill Gates og Rockefellerstofnunina um að jarða allar hugmyndir um græna byltingu.“ Bonde og Småbruker/Ingeborg Tangeraas, stytt Via Campesina – alþjóðasamtök smábænda Nýlega lét Erling Fimland, for- stöðumaður Norræna gena- bankans fyrir búfé, af störfum. Í tímariti genabankans, Husdyr nytt, desemberhefti 2008, skrifar hann grein um starfsemi bank- ans. Greinin fer hér á eftir, nokk- uð stytt: Á síðari árum hafa menn gert sér æ betur grein fyrir því hve fjöl- breyttir erfðaeiginleikar og erfða- breytileiki búfjár eru mikilvægir þættir í búfjárrækt og matvæla- framleiðslu. Jafnt efnahagslegir sem menningarlegir og sögulegir þættir eru nátengdir hinum fjöl- breyttu erfðum búfjár. Hér er annars vegnar um að ræða þætti sem tengjast beint hagkvæm- um búskap og auknum afköstum búfjár, en einnig óbeint sem örygg- isþættir og þættir til að velja á milli. Þessir þættir eða eiginleikar geta orðið mikilvægir í framtíðinni við breytt veðurfar, annað fram- boð á hráefni í fóður eða í baráttu við smitsjúkdóma. Jafnframt vilj- um við vernda menningarleg og söguleg verðmæti landbúnaðarins. Varðveisla þessara verðmæta er háð opinberri stefnu og stjórnsýslu á hverjum tíma, jafnt innanlands sem og á alþjóðavettvangi. Stjórnmálastefnur með áherslu á iðnvæðingu og frjálsa markaði í krafti alþjóðasamninga leiða til stöðlunar búfjárstofna, einokun- ar á mörkuðum og samþjöppunar framleiðsluþátta og viðskipta á eina hendi (no. vertikal integration). Þessi viðhorf hafa breiðst út hröð- um skrefum á síðustu árum. Þau hafa leitt til stóraukinnar framleiðni en óbeinir fylgifiskar þeirrar þróun- ar eru minni erfðabreytileiki og aukið álag á umhverfið, þar með taldar breytingar á veðurfari. Langt er frá því að þessir þættir hafi verið metnir raunsætt, hvað þá hve mikið þeir hafa kostað. Þar við bætist aukin hætta á dreifingu sjúkdóma, með langflutningum á aðföngum og afurðum sem og aukinni sam- þjöppun í búfjárrækt, með mikinn fjölda gripa og mikinn úrgang frá þeim á hverjum stað. Erfðafjölbreytni er og verður forsenda sífelldrar endurnýjunar í landbúnaði. Þróun undanfarinna ára hefur verið henni óhagstæð. Nú er þörf á að gera fyrirbyggj- andi ráðstafanir til að verja þennan fjölbreytileika þar sem erfðamengi búfjár sé jafnframt nýtt á sjálfbær- an hátt. Ætla má að 30-50% af næringu fólks, mælt í hitaeiningum, komi frá búfjárrækt. Til að viðhalda hlut búfjárræktar í fæðuöflun er nauð- synlegt að tryggja meðferð á erfða- fjölbreytni búfjárstofna um allan heim. Til að það gerist þarf að huga að því að: ● afla þekkingar um búfjárkyn og nýta hana ● setja alþjóðlegar reglur og lög um vernd búfjárkynja ● koma á auknu samstarfi milli bænda, rannsóknastarfseminn- ar og stjórnvalda bæði í hverju landi og alþjóðlega ● gera áætlanir til lengri tíma um nýtingu erfðaauðlinda búfjár. Norðurlöndin og Norræni gena- bankinn, NordGen, eiga að hafa frumkvæði um að innleiða sjálf- bæra búfjárrækt og koma á við- skiptum með erfðaefni búfjár, sem standist öll siðferðileg viðmið. Norræni genabankinn fyrir búfé hefur náð góðum árangri við að hagnýta erfðaeiginleika búfjár á sjálfbæran hátt. Mörg verkefni bíða þó úrlausnar. Þar má nefna við- brögð við breytingum á veðurfari, við samningum innan WTO og við fjármálakreppunni. E.t.v. getum við þó gert okkur vonir um að auknir möguleikar þjóða heims á að hafa stjórn á þjóðfélaginu hafi hér áhrif eftir að yfirstandandi fjármála- kreppa skall á. Husdyr nytt Erfðafjölbreytni búfjár er mikilvæg Vatnsskortur verður orðinn alvarlegur hemill á búvöru- framleiðslu þegar eftir 20 ár. Hefðbundin viðhorf til nýtingar á vatni standast ekki til lengdar, sögðu sérfræðingar á árlegum fundi helstu stórvelda heims í Davos í Sviss fyrr á þessu ári. Í skýrslu, sem lögð var fram á fundinum, eru boðuð erfið vanda- mál á næstu áratugum víða um heim. Innan 20 ára getur skortur á vatni leitt til samdráttar í upp- skeru helstu nytjajurta sem sam- svarar núverandi uppskeru á Indlandi eða í Bandaríkjunum, segir í skýrslunni. Víða um heim er vatni enn sóað. Verð á drykkjarvatni er enn alltof lágt, segir í skýrslunni. Án breytinga á nýtingu vatns er hag- kerfi heims ógnað. Í skýrslunni er það m.a. gagn- rýnt að um 40% af því vatni sem Bandaríkin nota fari til fram- leiðslu á raforku. Þetta hlutfall er hins vegar 31% í löndum ESB. Áætlað er að vatnsnotkun í Bandaríkjunum aukist um 165% á næstu 20 árum en um 130% í löndum ESB. Það mun auka verulega samkeppni um vatn á alþjóðavettvangi. Ástandið mun einnig versna við það að um 70 vatnsföll um víða veröld geta þornað upp á þessum tíma. Á sama tíma vex eftirspurn eftir mat í heiminum, sem og neysluvatni. Árið 2030 munu um fjórir milljarðar manna búa á svæðum þar sem hörgull er á vatni. Vanabundin viðhorf til vatns munu því þarfnast endur- skoðunar. Landsbygdens Folk Vatnsskortur, ógn við landbúnaðinn Landbúnaðarnefnd Evrópu- þings ins hefur áhyggjur af því að býflugnastofninn í Evrópu minnki nú ört og lýsir eftir að- gerð um af hálfu framkvæmda- stjórnarinnar. Nefndin telur að fækkun býflugna ógni ræktun nytjajurta í löndum ESB. Það var einn af fulltrúum Skot- lands á þinginu, Alyn Smith, sem vakti athygli á málinu á þinginu, en þingið ályktaði um að hvetja bændur til að rækta blómgróður á jörðum sínum. Með því væri unnt að brjóta upp hina einhæfu ræktun, sem auðsýnilega gerði býflugum erfitt fyrir. Þá telur hann að ástand- ið versni enn við það að ESB hefur ákveðið að hafa akra í tröð, þ.e. hvíla þá frá ræktun. Sú hvíld hefur stuðlað að vexti villts gróðurs sem er býflug- unum hagkvæmur. Góð lífsskilyrði fyrir býflugur eru forsenda fyrir öflugum land- búnaði. Samtök býflugnaræktenda upplýsa að þriðjungur matvæla, sem neytt er í Evrópu, sé háður því að býflugur beri frjó á milli jurta. Án þjónustu býflugna á býflugnabúum eru lönd í ESB ófær um að rækta það korn, ávexti og grænmeti sem þau gera nú. Fækkun býflugna er jafnframt skaðleg erfðafjölbreytni jurtaríkisins yfir höfuð, segir Alyn Smith. Aðgangur í náttúrunni að frjói og hunangi (nektar) hefur minnkað verulega, að hluta til vegna rækt- unar á nýjum tegundum nytjajurta og ræktunaraðferða. Afleiðingin er sú að ónæmiskerfi býflugnanna hefur veikst og mótstaða þeirra gegn veirum, sýklum og ýmsum sjúkdómum hefur minnkað. Landbúnaðarnefnd Evrópu- þings ins beinir því til Framkvæmda- stjórnar ESB að rannsóknir á sjúk- dómum, sem hrjá býflugnastofninn, verði auknar sem og fyrirbyggjandi aðgerðir gegn þeim. Þá ætti að koma upp ræktunarbeltum í dreif- býli með gróðri ríkum af frjókorn- um og hunangi, svo sem meðfram vegum. Landsbygdens Folk Býflugum fækkar í Evrópu

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.