Bændablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | fimmtudagur 26. febrúar 2009 Kæri lesandi. Það að rölta með innkaupapokana undir regnhlíf eða heiðum himni áleiðis á bændamarkaðinn er upp- lifun sem við þekkjum mörg hver eftir búsetu á meginlandi Evrópu. Oft er það í bítið á laugardags- morgnum, löngu áður en flest fólk sýpur á kaffinu sínu, sem bændurn- ir og fleira sölufólk stilla upp sölu- vögnum og -básum á þartil skil- greindu markaðssvæði í hverfinu. Svo streymir fólkið að fram eftir morgni og gerir innkaup fyrir vik- una, nýtur útiverunnar og spjallar við náungann. Já, það er ekki bara á góðviðrisdögum sem slíkir mark- aðir fara fram, heldur einnig þegar hellirignir eða frost er úti og kalt. Markaðurinn er allt árið um kring og settur sterkan svip á mannlífið. Það var fyrir rúmum tvöhundr- uð árum sem hann Levetzau stift- amtmaður gekk með þá hugmynd að stofna til markaða á Íslandi. Það var veturinn 1785-86 sem hann skrifaði nokkrum málsmetandi mönnum í landinu bréf þar sem hann taldi að „það mætti verða til að glæða mjög innanlandsviðskifti hér á landi, ef unnt væri að stefna sjávar- og sveitabændum saman á einn stað með afurðir sínar á viss- um tímum ársins“. Levetzau var með það í huga að markaður yrði haldinn tvisvar á ári á Þingvöllum en hvatti einnig til þess að mörk- uðum væri einnig komið á fót á fleiri stöðum á landinu. Á mörkuð- unum sá hann fyrir sér margskonar varning, sem ef til vill getur orðið uppspretta nýrra hugmynda fyrir okkur nútímafólkið: „hross, naut- gripir, sauðfénaður og geitfénaður, vaðmál, einskefta, klæði, prjónles, reiptögl, reiðingsdýnur, hærusekk- ir, skinn, smjör, ull, tólg, kjöt, fisk- ur og annað fleira“. Undirtektir við hugmyndir Levetzau voru hins vegar frekar dræmar og aldrei varð nokkuð úr þessu meira en hugmyndin og var þar helst um að kenna harðindum og fjárfelli, enda erfiðir tímar í sögu landans, Móðuharðindin varla gengin yfir. En hugmyndin lifir enn. Já, og sennilega er það þó mikið til strjábýlinu um að kenna að Íslendingar hafa lítið verið fyrir að koma slíkum mörkuðum á hér á landi en þó gjarnan rómað þá í dvölum erlendis. Þó hafa bænda- markaðir tíðkast í einhvern tíma í Mosfellsbæ, í Eyjafjarðarsveit, í Skagafirði og mögulega einnig á öðrum stöðum á landinu. Sem er frábært. En það má gera enn betur. Vill ekki einhver taka þetta verk- efni að sér? Slíkir markaðir ættu að virka frekar atvinnuhvetjandi og ættu að styðja enn fremur við bændur, þar sem þeir hafa þá meira um verðlagið að segja sjálfir og eru þá ekki eins háðir duttlungum risa- kaupmanna. Stundum virðast mér okkar tímar, hvað þetta atriði varð- ar, ekki svo rosalega fjarri þeim þegar Íslendingar áttu allt sitt undir einokunarkaupmönnum. Á langflestum þeim stöðum þar sem þéttbýlla er og kannski eitt- hvað hlýrra en hér á landi er löng hefð fyrir slíkum mörkuðum. Þarna er fyrst og fremst á boðstólnum alls kyns matvara en oft einnig ýmis annar varningur. Sumir bændurn- ir eða söluaðilarnir eru sérhæfðari og selja kannski bara jarðarber og eru þá jafnvel aðeins á markaðnum yfir jarðarberjauppskerutímann. Aðrir eru allt árið með ostana sína á staðnum. Svo er það kjötsalinn. Og grænmetisræktandinn, sem býður upp á heilmikið úrval af grænmeti og jafnvel ávöxtum, og inn á milli leynast krukkur af heimalagaðri sultu og saft. Burstasalinn er á sínum stað og á sumum mörkuðun- um er seldur alls kyns fatnaður, skór og snyrtivörur, þannig að varla er þörf á að fara annað til innkaupa. Einhvern tímann keypti ég forláta handsmíðaða járnpönnu á slíkum markaði sem enn lifir góðu lífi í eldhúsinu. Kaffistandurinn er á sínum stað á markaðnum og köku- salinn við hliðina. Svo stoppar fólk og ræðir málin. Í rauninni gerist á svona stað margt af því sama og í stórverslunum, nema hvað að það er ólíkt hvernig hlutirnir eru gerðir. Það gerir mögulega gæfumuninn að vera undir berum himni. Ég er ekki frá því að fólk sé þá eitthvað frjáls- legra. Andrúmsloftið er allt annað, stemningin ekki sú sama. Heimild: Jón J. Aðils: Einokunarverzlun Dana á Íslandi 1602-1787. Heims- kringla, Reykjavík, 1971. Bændamarkaðir Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur og garðyrkjunemi kristinkj@gmx.net Gróður og garðmenning Nú er góður tími til þess að skipuleggja matjurta- garðinn fyrir sumarið. Nú er málið að koma sér upp skipt- iræktun. Þá er – eins og orðið gefur til kynna – því svæði sem ætlað er fyrir matjurtirnar skipt upp í fjóra til átta reiti. Betra er að hafa þá átta en það fer líka aðeins eftir því hversu marg- ar tegundir á að rækta. Síðan er tegundunum skipt niður á reitina. Næsta ár eru svo allar tegundirnar færðar til um einn reit, þannig að ár eftir ár er ekki ræktuð sama tegundin í sama reitnum. Skiptiræktun stuðlar að því að halda fjöl- breytni lífvera og næringarefna í jarðveginum í góðu jafnvægi. Með henni er frekar hægt að koma í veg fyrir að sjúkdómar grasseri í moldinni og eins eru minni líkur á miklum skorti á ákveðnum næringarefn- um. Fyrir þau ykkar sem vilja lesa meira og nánar um skipt- iræktun og aðferðir við hana, þá fjallar Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur um hana í Stóru garðabókinni. Eftirspurn eftir timbri úr íslensk- um skógum hefur stóraukist í kjölfar kreppunnar. Veikt gengi íslensku krónunnar og hár flutn- ingskostnaður hefur gert það að verkum að þeir aðilar sem hafa flutt inn óunnið timbur úr skóg- um Skandinavíu sækjast nú í auknum mæli eftir grisjunarviði úr íslenskum skógum. „Raunar má segja að það sé sleg- ist um hverja spýtu. Þetta er gjör- breytt staða frá því sem var fyrir nokkrum mánuðum. Því miður eru eldri skógar á Íslandi, sem þarfn- ast grisjunar, of umfangslitlir til að getað annað innanlandsþörfinni,“ segir Valgerður Jónsdóttir fram- kvæmdastjóri Norðurlandsskóga. „Það hefði komið sér vel núna hefðu menn verið framsýnni fyrir nokkrum áratugum og lagt grunn- inn að umfangsmeiri skógrækt en gert var. Þetta færir okkur sönnur á það sem talsmenn skógræktar hafa haldið á lofti undanfarin ár, að skógurinn á eftir að verða okkur verulega dýrmæt auðlind í fram- tíðinni. Eftir 10-15 ár fer veru- legt magn af timbri að falla til úr íslenskum bændaskógum. Það er mikilvægt að við höldum áfram að gróðursetja skóg til að tryggja jafnt framboð af hráefni fyrir skógariðn- að framtíðarinnar.“ Valgerður segir að það hefði komið sér virkilega vel fyrir íslenska bændur að eiga nokkra hektara af vöxnum skógi til að afla sér tekna með timbursölu, nú þegar sverfur að hefðbundnum landbún- aði. „Það hefur oft verið sagt að skógurinn sé eins og verðtryggðir peningar á bók með örugga ávöxtun og hægt að leita í hann þegar þörf er á. Íslenskur veruleiki staðfestir nú að skógurinn er mun öruggari langtímafjárfesting en flest annað.“ Valgerður bendir á að arðsemi skógarins sé margvísleg. Auk óefnislegra þátta sem felist m.a. í auknum möguleikum til útivistar megi gera ráð fyrir að nettó tekjur af timburhöggi geti numið a.m.k. um 500 þús. kr./ha þegar kemur að lokafellingu skógarins. Einnig segir hún veruleg verðmæti fólgin í því kolefni sem skógurinn bind- ur. Miðað við meðaltalsútreikninga megi áætla að skógurinn bindi sem samsvarar útblæstri eins einkabíls á hvern hektara. Landshlutaverkefnin í skógrækt eru því miður ennþá ung að árum, segir Valgerður og bendir á að Norðurlandsskógaverkefnið hafi til dæmis verið stofnað fyrir 9 árum og því ekki enn komið að grisj- un í þeim skógum. „Hins vegar er mikil þörf á grisjun í eldri skógar- reitum víða um land. Eftirspurnin sem er orðin eftir timbri hefur orðið til þess að aukinn kraftur verður settur í grisjun á næstunni,“ segir Valgerður. Skógrækt ríkisins og Skógræktarfélögin eiga talsvert af skógum sem skila timbri sem notað verður til framleiðslu á eldiviði, kurli, spæni, girðingarstaurum, smíðaviði og hjallaspírum svo fátt eitt sé nefnt. MÞÞ Á undanförnum dögum hefur verið unnið að sögun á timbri á bænum Dagverðareyri, en þar hefur ver ið stunduð skóg- rækt í áratugi. Fjóla Pálsdóttir og Gunnar Kristjánsson hófu þar skógrækt 1950 og Oddur Gunnarsson og Gígja Snædal héldu síðan áfram og hafa stund- að bæði skógrækt og skjól belta- rækt á Dagverðareyri undanfarna áratugi. Oddur, sem lést seint á síðasta ári, var mikill áhugamað- ur um skógrækt og starfaði lengi að málefnum skógræktenda. Dagverðareyri hefur tekið þátt í Norð urlandsskógaverkefninu frá upphafi þess árið 2000. Um 60 hektarar eru nú skógi vaxnir á Dagverðareyri og skjólbelti eru um 2 kílómetrar. Timbrið verður m.a. notað í smíði á sólpalli og í skjólvegg. Um 60 ha af skógi við Dagverðareyri Timbrið notað í sólpall og skjólvegg Aukin eftirspurn eftir timbri úr íslenskum skógum – Skógurinn mun öruggari langtímafjárfesting en flest annað Brynjar Skúlason og Bergsveinn Þórsson saga timbur að Dagverðareyri. Grisjun – Skógurinn er sparifé ungu kynslóðarinnar. Hér er búið að framleiða stafla af borðviði. Timbur dregið úr skógi. Bændamarkaðir, þar sem seldar eru ýmsar matvörur og aðrar nauðsynjar, eru mikilvægur hluti mannlífsflórunnar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.