Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 1
Skrifað var undir breytingar á gildandi búvörusamningum um starfskilyrði sauðfjárræktar og starfskilyrði mjólkurframleiðslu í Þjóðmenningarhúsinu 18. apríl síðastliðinn. Sem kunnugt er voru samningarnir skertir á fjár- lögum ársins 2009 á þann veg að verðbótaþáttur samninganna var afnuminn að hluta. Síðan þá hafa samskipti ríkisvalds og bænda verið í óvissu enda telja bændur að gjörningurinn hafi verið brot á samningum og þar með ólög- legur. Með samningunum sem nú hafa verið undirritaðir er á nýjan leik komið á eðlilegum samskipt- um milli þessara aðila. Garðyrkjubændur skrifuðu ekki undir Ekki verða gerðar breytingar á að- lögunarsamningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða eins og stefnt var að því ekki náðist samkomulag um þær breytingar í þessari atrennu. Garðyrkjubændur ákváðu að skrifa ekki undir breyt- ingar á samningunum vegna þeirr- ar óvissu sem ríkir um breytingar á rekstrarskilyrðum þeirra nú um stundir sem hækkun á raforkuverði veldur. Eins og fram kemur í viðtali við Bjarna Jónsson framkvæmda- stjóra Sambands garðyrkjubænda á bls. 2 telja garðyrkjubændur þýð- ingarlaust að skrifa undir breyting- ar á samningnum nema áður verði tryggt að komið verði til móts við kröfur þeirra um að rekstrarskilyrði í greininni verði tryggð. Steingrímur J. Sigfússon sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra undirritaði samningana fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og Haraldur Bene- diktsson formaður Bændasamtaka Íslands, Sigurður Loftsson for- maður Landssambands kúabænda og Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Landssamtaka sauðfjár- bænda skrifuðu undir þá fyrir hönd bænda. Samningarnir lengdir um tvö ár á móti skerðingum Í fjárlögum ársins 2009 var ákveð- ið að skerða samningsbundnar greiðslur samkvæmt búvörusamn- ingum vegna fyrirséðra erfiðleika í ríkisfjármálum í kjölfar banka- hrunsins. Bændasamtök Íslands og búgreinafélögin mótmæltu strax þeim gjörningi og hafa haldið því fram að þar hafi verið um samn- ingsrof að ræða. Aðilar hafa síðan kannað nánar réttarstöðu gildandi samninga og er niðurstaðan sú að veruleg réttaróvissa ríki um ofan- greindar skerðingar gagnvart rétti einstakra bænda. Af þessum sökum hafa að undanförnu farið fram samningaviðræður milli ríkisvalds- ins og bænda og hefur náðst sátt um svofelldar breytingar á gildandi búvörusamningum:  Framlög á árinu 2009 verði sam- kvæmt fjárlögum.  Framlög ársins 2010 verði 2% hærri en 2009, óháð verðlags- þróun.  Árið 2011 hækki framlög aftur um 2%, en auk þess bætist við helmingur af því sem upp á vantar til að framlag ársins upp- fylli ákvæði gildandi samnings. Þó verði hækkun milli ára ekki umfram 5%.  Árið 2012 verði greitt sam- kvæmt gildandi samningi, en þó með fyrirvara um 5% hámarks- hækkun eins og árið 2011.  Samningarnir verði framlengdir um tvö ár, að mestu á óbreyttum forsendum. Með samningunum hefur þeirri óvissu sem ríkti um stöðu sauðfjár- og mjólkurframleiðenda að nokkru verið eytt. Engu að síður er ljóst að bændur taka allmikla áhættu með breytingunum. Ef ekki tekst að ná niður verðbólgu hér á landi munu bændur verða fyrir verulegri kjaraskerðingu vegna aftengingar verðbótaþáttar samninganna. Hins vegar eru bændur að ganga á undan með góðu fordæmi enda má ljóst vera að verulegs samdráttar er að vænta í ríkisfjármálunum næstu árin. Samkomulagið er undirritað með fyrirvara um nauðsynlegar lagabreytingar Alþingis og sam- þykki í tekjum ríkisins meðal bænda. fr 24 Brunavarnir þarf að efla í landbúnaðar- byggingum 26 Bóluefnið þarf að vera klárt fyrir sauðburð 8. tölublað 2009 Miðvikudagur 22. apríl Blað nr. 303 Upplag 20.200 10, 12 Finnskir bændur lítt hrifnir af Evrópu- sambandinu Skerðingum til lengri tíma afstýrt Búvörusamningar framlengdir um tvö ár Ekki náðust samningar við garðyrkjubændur Frá undirritun nýrra búvörusamninga. Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra undirritar samningana að viðstöddum forystumönnum bænda, frá vinstri: Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands og Sigurður Loftsson formaður Landssambands kúabænda. 10.000 störf tengd landbúnaði og spænskt matarverð! Að lágmarki 10.000 störf á Íslandi tengdust landbún- aði á einn eða annan hátt árið 2007 sem er á bilinu 5-6% af heildarvinnuafli landsins. Af þessum störf- um eru nálægt 4.400 sem flokkast sem störf í land- búnaði en afgangurinn, rúmlega 5.600 störf, eru unnin í tengslum við landbúnað og afleidda starf- semi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir Bændasamtökin um fjölda starfa og afleiddra starfa í landbúnaði og fjallað er um á bls. 4 hér í Bændablaðinu. Á sömu síðu er greint frá verðkönnun á matvörum sem blaðið gerði í síðustu viku í nokkrum borgum Evrópu. Eins og alþjóð veit hafa þær raddir þagnað sem tala um hvað allt sé ódýrt í útlöndum. Íslenska krónan er veik um þessar mundir og það endurspegl- ast m.a. í því að kíló af smjöri á Spáni en 135% dýr- ara en íslenskt smjör. Mjólkurlítrinn í Barcelona kostar að sama skapi 0,96 evrur sem reiknast sem 161 íslensk króna. Aðeins munaði 88 krónum á vöru- körfu með 5 búvörum á Spáni og Íslandi. Meira á bls. 4 Bændablaðið óskar lesendum sínum gleðilegs sumars Næsta blað kemur út 14. maí Bændur að leggja sitt af mörkum með samningunum Haraldur Benediktsson sagði við undirritunina að samningurinn sé gerður ekki síst fyrir atvinnu- lífið og byggðirnar í landinu. „Það eru tíu þúsund manns í landinu sem hafa atvinnu sína af landbúnaði með einum eða öðrum hætti og stærstur hluti þeirra er í þessum búgreinum. Fyrir þetta fólk erum við að gera þennan samning og ekki síst að tryggja það að búvöruframleiðsla stöðvist ekki eða dragist verulega saman. Slíkt myndi ógna verulega fæðuöryggi þjóðarinnar. Við bændur erum líka með þessu að leggja okkar af mörkum til að byggja hér upp sam- félagið á nýjan leik og takast á við þá miklu erfiðleika sem að steðja, ekki síst í ríkisfjármálum. Við telj- um að við séum að slá tóninn í því og það er kannski athyglisvert að það skuli vera bændur sem ríða þar fyrstir á vaðið.“ Umtalsverð áhætta Haraldur segir bændur vera að taka umtalsverða áhættu með breyting- unum. „Óvissa í ríkisfjármálum gerir það að verkum að það er erfitt að spá fyrir um hver þróun næstu ára verður. Kostnaður bænda af þessum breytingum mun ráðast af verðlagsþróun, einkum á næstu tveimur arum. Það er hins vegar ljóst að stakkurinn verður þröngt sniðin á næstu árum og þessar breytingar veita nokkurn stöð- ugleika til framtíðar.“ Blaðauki um kosningar til Alþingis bls. 15-18 Kílóverð á smjöri í fimm löndum, í ísl. kr. Ísland Danmörk Noregur Spánn Þýskaland

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.