Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | miðvikudagur 22. apríl 2009 Í öllum atvinnugreinum öðrum en landbúnaði, þar með talin skógrækt, eru gróðurhúsaloft- tegundir einungis til óþurftar. Í landbúnaði og skógrækt er bind- ing koltvísýrings (CO2), þ.e. ljós- tillífun, það ferli sem allt snýst um. Þetta efnaferli, þegar gróðurinn bindur CO2 í andrúmsloftinu og skilar því síðan aftur til náttúrunn- ar, er með ýmsu móti eftir tegund- um jurta og notkun þeirra. Í Noregi, jafnt og á Íslandi, er grasrækt eða nýting úthagagróðurs ímynd land- búnaðarins. Akuryrkja er einnig umfangsmikil í Noregi og vaxandi hér á landi. Hvað varðar bindingu kolefnis er þó mikill munur á gras- rækt (túnrækt) og akuryrkju. Í graslendi fer fram ljóstillífun ef lofthiti leyfir eða snjór hylur ekki jörð. Sprettutími grastegunda er þar opin stærð. Mælingar í Danmörku sýna þannig að kolefnabinding grassins fer fram allt árið. Á ökrum er þetta öðruvísi. Þar líður töluverður tími frá sáningu uns akurinn er orðinn grænn yfir að líta og þegar kornið nálgast þroska og er orðið gult losnar kolefni í akrinum og hverfur burt sem kol- tvísýringur. Mælingar í Noregi sýna að kol- efni í akurlöndum minnkar jafnt og þétt með tímanum. Í túnum og úthaga brotna lífræn efni í jarðvegi hins vegar hægt niður en safnast þar aftur fyrir. Frá hnattrænu sjónarhorni er graslendi þannig kolefnisgeymsla, en áætlað er að um 10% af kol- efni í lífkerfi jarðar séu bundin í graslendi. Ókosturinn við gras sem fóður er að það eru eingöngu jórturdýr sem geta nýtt það. Í vömb þeirra verður til metan við meltinguna, sem veldur enn meiri gróðurhúsaá- hrifum en koltvísýringur miðað við magn. Ásamt hláturgasi er metan notað við útreikninga á því hve mikilli hlýnun miðað við þungaein- ingu hver tegund matvæla veldur á lofthjúpnum. Við þessa útreikninga er losun búfjár á CO2 við öndun og melt- ingu ekki talin með þar sem hún er talin jafna sig út með þeim kol- tvísýringi sem binst í rótarkerfi gróðursins. Jafnvel þó að Kyoto- bókunin leyfi slíka útreikninga þá er lítið um að þeir séu notaðir. Kjöt einmaga dýra, svo sem svína- og kjúklingakjöt, kemur þannig miklu betur út við þessa útreikninga en nauta- og kindakjöt. Áðurnefnd rannsókn á vegum ESB, sem fór fram í níu lönd- um sambandsins, allt frá Ítalíu til Skotlands, gaf þá niðurstöðu að framleiðsla nautgripakjöts af grip- um, sem gengju á beit, yki ekki hlýnun lofthjúpsins og jafnvel drægi úr henni. Þetta gefur tilefni til að bera saman umhverfisáhrif grasbíta ann- ars vegar og kjúklinga, sem éta korn, hins vegar. Þann samanburð þarf að gera á breiðum grunni þar sem taka þarf með þætti eins og veðurfar, jarðveg, einstakar tegund- ir nytjajurta, tegundir búfjár, rækt- unaraðferðir og notkun hjálparefna við ræktun. Aðferðin við þetta mat nefnist Beneficial Management Practises (BMPs), þar sem leitað er að þeirri framleiðsluaðferð sem veldur minnstum gróðurhúsaáhrif- um. Norska rannsóknastofnunin NILF (Norsk institutt for land- bruksökonomisk forskning) hefur tekið að sér að vinna þetta verk- efni fyrir Noreg í því skyni að nota niðurstöðurnar við stefnumótun í norskum landbúnaði. Nationen/Helge Bonesmo, sérfræðingur við NILF Utan úr heimi Á sama tíma og efnahagur fólks hefur batnað undanfarna ára- tugi og úrval af góðum mat auk- ist, hefur framboð einnig aukist af unnum matvælum sem í hefur verið bætt ýmsum aukaefnum, bæði til að auka bragðgæðin og ná niður verðinu. Þessi efni gefa matnum m.a. tilbúinn lit, sterk- ara bragð eða gera hann þykk- ari. Vísast er að einungis um þriðj- ungur af fiskbúðingnum í kæli- borði verslunarinnar sé fiskur, afgangurinn er ódýrt fylliefni. Sultan er að stærri hluta sykur en ber. Saftin, sem boðin er sem hrein vara, er aðallega sykur og vatn. Hreint mjöl í pokahorninu Í gömlu orðtaki er talað um að hafa ekki hreint mjöl í pokahorn- inu. Það hefur nefnilega gerst iðulega í tímans rás að einhverju hafi verið blandað í matinn til að drýgja hann. Þá var ekki leng- ur hreint mjöl í pokahorninu og þannig gat það t.d. verið bland- að krít. Við því voru hörð við- urlög. Nú á tímum er alkunna að aukaefnum sé blandað í matvæli. Listinn yfir þessi aukaefni er lang- ur. Í Frakklandi hafa menn búið til eigið orð yfir slíkar vörur, „ocni“ (object comestible non identifié), þ.e. „ógreind efni í mat“. Efnin eru ógreind í þeim skilningi að lítið er vitað hvaða áhrif þau hafa við langvarandi neyslu eða hvernig þau virka sameiginlega. Sú vinnu- regla er viðhöfð að efnið er reynt á rottum í 90 daga. Meðalmannsævi er meira en 300 sinnum lengri, þannig að draga má í efa hvort slík prófun sé nógu ítarleg. Ein gerð af rjómavanilluís inni- heldur t.d. gervistífelsi E-1442, þétti (stabilisator) E-401, 407 og 450 og bragð- og litarefni E-160. Hlutfall rjómans er þar með komið niður í 71%. Ein tegund af kartöflusalati, beint úr kæliborðinu, inniheldur 56% kartöflur, en kartöflur eru líka ódýrt hráefni. Af öðrum efnum í salatinu má nefna tvær tegundir af rotvarnarefnum, tvö efni til að hindra kekkjamyndun og þrjár tegundir af þéttiefnum (stabil- isatorer). Það er því ekki að furða að salatið líkist meira matarlími en heimagerðu kartöflusalati. Sænskur blaðamaður að nafni Mats-Eric Nilsson hefur fjallað um þetta mál í bók sinni Den hemme- lige kokken (Leynikokkurinn). Kokkurinn eins og við þekkjum hann úr auglýsingum, búlduleit- ur með háan kokkahatt, girnileg hráefni og ketil fyrir framan sig, er auðvitað auglýsingabrella. Hinn raunverulegi kokkur er vel geymd- ur á efnarannsóknastofu sinni, þar sem hann leitar að sífellt ódýrari efnum fyrir raunverulegan mat. Það eru, eftir því sem lengra líður, lítil mörk fyrir því hversu mikið kjöt, fisk, ávexti eða ber er hægt að spara sér með þykkviefnum, gervisætuefnum og bragð- og lykt- arefnum. Mats-Eric Nilsson skrifar: Dansk-sænska vínarpylsan nú á tímum þarf einungis að innihalda 40% kjöt, og þar með er talin fita og bandvefur. Afgangurinn er að mestu kranavatn og sterkja. Frá haga til maga Leiðin frá haga til maga er orðin löng nú á tímum. Og það eru skrefin frá haga til maga sem bera ábyrgð á þeim blekkingum sem beitt er, bæði hvað varðar næring- argildi og framleiðslukostnaðinn. Því minni sem hlutur gæðahráefna er í vörunni, því meiri er hagnaður matvælaiðnaðarins og annarra milliliða. Hin langa leið frá haga til maga veldur því einnig að neytandinn veit sífellt minna um uppruna hrá- efnanna sem og meðferð þeirra við framleiðslu matvælanna. Öflug markaðsfærsla gagnvart börnum og unglingum (t.d. af hálfu Nestlé og McDonald's) leiðir til þess að þessir hópar eru vandir við bragð og lykt af einhæfum, tilbúnum réttum. En á móti kemur fjöldi rot- varnarefna sem eiga að sjá um að maturinn virðist vera nýr á hinni löngu leið á matborðið. „Nýpressaður“ appelsínusafi getur verið allt upp í eins árs gam- all, segir Mats-Eric Nilsson. Hann bendir einnig á að mörg dæmi séu um efni, sem leyfð hafi verið til nota í matvælaiðnaði árum saman en síðan verið bönnuð, sem og efni sem sum lönd leyfa en önnur ekki. Neytandinn hefur mesta mögu- leika á að kynnast uppruna mat- arins, sem hann neytir, þegar hann er framleiddur á heimaslóðum. Þar getur hann einnig haft beint sam- band við bóndann. Almennt séð er styttra milli framleiðandans (bóndans) og neytandans hér á landi heldur en meðal milljónaþjóða, en í þessum efnum sem öðrum fylgjum við eftir hinni alþjóðlegu þróun. Bonde og Småbruker/ Ole Jacob Christensen, stytt Samskipti fólks, ef þau eiga að takast vel, byggjast á samhug, trausti, umhyggju, samstarfi og gjafmildi. Ef vinir og sam- starfsfólk fer að keppa hvert við annað brotna samskiptin niður. Hið sama á sér stað í náttúrunni, þar er samlífi tegundanna grunn- reglan í farsælu vistkerfi. Hvers vegna skyldum við því halda að eigingirni og gróði á kostnað annarra eigi við á afmörk- uðu sviði, þ.e. í hagstjórninni? Christian Felber, austurrískur rit- höfundur og fyrirlesari, veltir þeirri spurningu fyrir sér í nýrri bók sinni, Neue Werte für die Wirtschaft (Ný gildi í hagfræðinni). Bókin kom út á sl. ári og vakti töluverða athygli á hinu þýskumælandi málsvæði. Fyrir ári þótti spurningin hins vegar bæði óviðeigandi og barna- leg. Að vísu töldu flestir að auð- hyggjan væri slæm, en á hinn bóg- inn var hún mælikvarðinn á vel- gengni. Að éta eða vera étinn var álitið eins konar náttúrulögmál og forsenda þess að hagkerfið virkaði. Núna vitum við betur. Hagkerfi, byggt á eigingirni og arðráni, hefur hrunið algjörlega. Kerfið virkar ekki. Þjóðarleiðtogar og stjórnend- ur atvinnulífsins ræða nú um þörf- ina á nýjum gildum í hagstjórn. Sem einn af stofnendum deild- ar alþjóðasamtakanna ATTAC í Austurríki hefur Christian Felber verið gagnrýninn á alþjóðavæðingu fjármálakerfa heimsins. Atburðir undanfarinna mánaða hafa stutt þann málstað. Alþjóðahyggjan grefur undan sjálfri sér. Þar sem bókin var skrifuð áður en fjármálakreppan náði til Vestur- landa, þá notar höfundurinn fjár- málakreppuna í Asíu sem dæmi um það, til hvers frjálst flæði fjár- magns getur leitt, þ.e. fjöldaat- vinnuleysis og fátæktar. Á þeim tíma var fjármálakreppan fyrir Vesturlandabúum eitthvað sem ein- ungis aðrir urðu fyrir. Við trúðum sem fyrr á jólasveininn; himinháan hagnað og eilífan vöxt. Annars eru það aðeins börnin sem trúa á jólasveininn. Minnstu börnin hrína og vilja fá fleiri gjaf- ir. Christian Felber heldur því fram að kapítalisminn skipi okkur stöðu í barnasamfélagi þar sem sérhvert barn kvartar fyrir sig án þess að vera fært um að hugsa um aðra. En fulltrúar þessa samfélags eru jakkafataklæddir menn með digra bankareikninga. Hugur þeirra er bundinn við það að flytja fyrirtæki sín þangað sem launin eru lægst og hagnaðarvonin mest. Christian Felber fjallar um svið eftir svið þar sem mannlegum gildum hefur verið snúið á haus. Frelsi er t.d. það sem allir óska sér. En þegar fjármagnið hefur for- gang gufar allur annar réttur upp. Nýfrjálst frelsi valtar yfir réttinn til frelsis undan fátækt. Fríverslun með búvörur hefur t.d., að áliti Christians Felber, gert milljónir smábænda um víða veröld að ör- eigum. Græðgi var ein af dauðasynd- unum sjö þangað til fyrir þremur öldum síðan, þá fékk hún viður- kenningu, m.a. eftir landnám hvíta mannsins í Ameríku. Bændur hafa öldum og árþús- undum saman lagt áherslu á fjöl- breytni erfðaeiginleika í ræktun sinni. Þeir hafa ekki verið reknir áfram af hagnaðarvon eða vilja til að slá út keppinauta sína, heldur þvert á móti deilt með öðrum sáð- korni sínu og unnið saman til að afla nægs matar. Einkavæðing er þar óþekkt fyrirbæri. Nú eru aðrir tímar upprunnir. Erfðatæknifyrirtækið Monsanto setur nú á markað fræ sem það hefur einkaleyfi á. Markmið þess og annarra slíkra fyrirtækja er að einoka þekkinguna og gera bændur háða sér um fræviðskipti. Þessi fyr- irtæki leitast þannig við að endur- reisa lénsskipulag fyrri tíma, að sögn Christians Felber. Hann trúir á þriðju leiðina, leið samstarfs og samhjálpar. Nú þegar spilaborg kapítalism- ans er hrunin vitum við að hann hefur á réttu að standa. Leiðtogar heims hafa viðurkennt það með því að setja reglur um stjórn peninga- mála á heimsvísu. Nationen/Kari Gåsvatn, stytt Salmonelluviðvörun í Danmörku Dönsk yfirvöld hafa staðfest að mikið sé um salmonellu í dönsku svínakjöti. Danska þingið hefur krafið landbúnaðar- og matvæla- ráðherrann um aðgerðaáætlun til að berjast gegn sjúkdómnum. Stutt skýrsla til innanhúss- nota hjá danska Matvælaeftirlitinu hefur komist á kreik og kostað stórar fyrirsagnir í dagblöðum. Þar kemur fram að 12,9% af sýnum af dönsku svínakjöti séu salmonellu- smituð. Af innfluttu svínakjöti til Danmerkur er hlutfallið 9,8%. Yfirvöld hafa ekki gert frek- ari ráðstafanir þar sem stofn veik- innar í Danmörku er af gerðinni U228, sem er ekki fjölónæmur. Á hinn bóginn fá Danir ekki að flytja út svínakjöt til Svíþjóðar þar sem Svíar leyfa ekkert smit í innfluttu svínakjöti. Almenningur í Danmörku furð- ar sig á að ekki skuli vera tekið harðar á þessu þar sem staðfest er að U228-sýkingin hefur að hluta til verið völd að dauða fjögurra ein- staklinga og að 30 manns veiktust af medisterpylsu sem bar smitið. Það eru tvö sláturhús, eitt á Jótlandi og annað á Sjálandi, þar sem salmonella af stofnunum U228 og U312 hefur verið staðfest. Fjöldi skráðra sýkingartilfella í fólki tvöfaldaðist á sl. ári og var þá alls um 3.600. Á hinn bóginn er ástand kjúk- linga gott að þessu leyti. Aðeins eitt sýkt tilfelli fannst í þeim árið 2008. Á hinn bóginn hefur greinin varið um 800 milljónum danskra króna sl. 15 ár í varnir gegn sjúkdómnum. Jyllandsposten Þegar samstaðan bregst Matur og ómeti Eru áhrif jórturdýra á hlýnunina ofmetin?

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.