Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 7
7 Bændablaðið | miðvikudagur 22. apríl 2009 Sigurður Loftsson formaður Landssambands kúabænda fagn- ar því að samkomulag um breyt- ingar á búvörusamningum hafi náðst. „Ég er mjög sáttur við að þessir samningar hafi náðst og tekist hafi að eyða þessari óvissu sem upp var komin milli ríkisins og bænda varðandi þessa samn- inga. Ég held að það hafi skipt mjög miklu máli að þau sam- skipti hafi ekki lent í einhverri hörku.“ Sigurður segist hafa fullan skiln- ing á þeirri stöðu sem uppi er í rík- isfjármálunum. „Það er nú auðvitað grunnurinn að því að við göngum inn í þessa samninga. Við vitum að staða ríkissjóðs er grafalvarleg og með þessum samningi viljum við bændur leggja okkar af mörk- um til þess að snúa þeirri stöðu við því að til lengri tíma litið skiptir það okkur auðvitað jafn miklu máli eins og alla aðra þjóðfélagsþegna að ríkisfjármálin verði í lagi og stöðugleiki náist í efnahagslífinu. Klárlega mun það skipta okkur mestu máli þegar til framtíðar er litið. Í því ljós held ég að við verð- um að horfa á samkomulagið. Hins vegar má ekki gleyma því að í stað- inn er ríkisvaldið að gefa okkur færi á að horfa lengra inn í framtíð- ina og þar með er vonandi að þegar þarf að endurnýja þessa samninga sé staða ríkissjóðs komin í meira jafnvægi. Þá sé möguleiki á að gera nýjan samning með einhverri fram- tíðarsýn, það er sú von sem auðvit- að býr í þessu.“ Bjartsýnn, en enginn hagspekingur Sigurður segir að ljóst sé að ef samningarnir hefðu staðið óbreyttir hefði þurft að semja að nýju á árinu 2011. Enginn þurfi að ganga að því gruflandi að staða ríkissjóðs á þeim tíma mun vera mjög erfið. „Ég ætla ekki að gera lítið úr því að við erum að taka mjög umtalsverða áhættu með samningnum. Það er kannski árið 2010 sem maður hefur nokk- urn skrekk af ef ekki tekst að koma böndum á verðbólgu hér. Ég er eng- inn hagspekingur, ekki frekar en mér sýnist flestir Íslendingar hafi verið á síðustu árum. Ég er hins vegar bjartsýnn að eðlisfari og trúi því að staða efnahagslífsins styrk- ist hægt og rólega á næstu árum. Það er hins vegar ljóst að það bíður gríðarlega þungt og erfitt verkefni þeirra stjórnvalda sem að taka við að afloknum kosningum. Ég vil líta svo á að við bændur séum að gefa einhvern tón í því að allir verði að leggja sitt af mörkum til að koma þessum málum á rétt ról.“ Trúi því að bændur hafi skilning á stöðunni Sigurður segist vera bjartsýnn á að mjólkurframleiðendur hafi skilning á stöðunni. „Ég held að bændur séu einfaldlega þannig gerðir að þeir hafi skilning á stöðu sem þessari, þetta er ekki óþekkt staða. Það eru auðvitað líka ýmis atriði í þessu samkomulagi sem við getum nýtt okkur. Þá horfi ég ekki síst á bók- unina sem fylgir samningnum um að farið verði í stöðumat og aðstoð við skuldsetta bændur í samráði við bankana. Ég held að það sé mjög þýðingarmikið.“ Gleðilegt sumar, kæru lesendur. Þakka ykkur póstsendingar, upp- hringingar og góða liðveislu á liðnum vetri. Sigrún Haraldsdóttir orti um jafnvægis- og stöðuskyn sitt þessa vísu. Verð þó að taka það fram að Sigrún hefur ekkert til- efni til þessa háttalags: Aldrei fótum styrkum stend, stöðugt hné mín beygi. Haldin minnimáttarkennd mæti ég hverjum degi. Fleiri hafa ort um lítið sjálfsmat sitt og afleiðingar þess. Bjarni Jónsson frá Gröf orti um það svona: „Þessi minnimáttarkend er meiri plágan,“ segir Bjarni, saup einn til og síðan lá´ann. Eitt sinn var að því spurt á hag- yrðingamóti á Blönduósi hvern- ig þær hefðu elst draumadísirnar, sem hagyrðingana hafði dreymt á unga aldrei. Óskar bóndi í Meðalheimi á Ásum svaraði: Nú er af sem áður var á ævi minnar göngu. Allar draumadísirnar dauðar fyrir löngu. Á sama móti var beðið um bundið mál um löggæslu í Húna- vatnssýslum, nánar tiltekið, um „Blönduóslögguna“. Óskar orti: Fáir keyra fullir heim sem fara yfir strikið og löggan flækist fyrir þeim sem flýta sér of mikið. Fyrir nokkrum árum hripaði ég niður vísu, fleyga og færa. Hún mun vera eftir Geir G. Gunnlaugsson, Eskihlíð. Viti góðviljaðir lesendur tildrög væri gott að fá upplýsingar. Annars eru tilefnin næg fyrir vísuna: Illa bítur orðastálið algengast er það: Halda fundi, hugsa málið en hafast ekki að. Á bændafundi um búvörusamn- ing fyrir áratug eða svo heyrðist þetta andvarp þegar fundur hafði staðið lengi dags og enn 15 manns á mælendaskrá: Uppi í pontu bændur blása, bráðum verður kvöld. Ekkert kaffi, engin pása, aðeins ræðuhöld. Ólafur Sigfússon í Forsæludal orti einnig um vöntun á veiting- um og lífsfjöri á sínum slóðum forðum: Dimman flýr en dofnar þjóð dvínar óðum gleðin. Enginn fleygur, ekkert ljóð engin stemma kveðin. Sjálfsagt eru eftirfarandi stef alkunn enda þótt ég komi ekki fyrir mig höfundi eða viti á þeim nokkur deili. Þau henta svo vel tímanum, þ.e. sumarkomunni, að ég set þau hér ófeðruð: Mig langar ennþá að líta vorið það hefur mig ungan í örmum borið og vaggað mér þreyttum í værð og blund og leitt mig glaðan á lífsins fund. Með bestu óskum um sólríkt sumar. Umsjón: Hjálmar Jónsson hjalmar@domkirkjan.is Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAM Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauð- fjárbænda, segir að samkomulag um breytingar á búvörusamning- um eyði þeirri óvissu sem skap- aðist þegar ríkið ákvað einhliða að brjóta þá fyrir áramót. Hann segir að vissulega taki bændur áhættu þar sem þeir treysta á að verðbólga fari lækkandi en samkvæmt samkomulaginu er hámark á verðbótum í samn- ingnum. „Niðurstaðan mun ráðast af því hvert verðbólgustigið verður og við vonum svo sannarlega að það verði lágt. Ef það gengur eftir verð- ur skaðinn minni. Með þessu eru bændur í raun og veru að leggja sitt af mörkum til að bæta stöðu rík- issjóðs. Þannig tökum við þátt í að vinna þjóðina út úr slæmu árferði.“ Aðspurður um tveggja ára fram- lengingu á sauðfjársamningnum segir Sindri það vera mjög gott mál. „Það skapar jákvæð skilyrði og við vitum að hverju við göngum til næstu ára eða til ársins 2015.“ Hann segist vona að viðtökur sauð- fjárbænda verði jákvæðar og þeir sýni þessu skilning. „En ég geri mér grein fyrir því að þær geti verið blendnar“. Í nýja samningnum kemur fram að samningsaðilar eru sammála um að beita sér fyrir könnun á skulda- stöðu sauðfjárbænda í samvinnu við viðskiptabankana. Sindri segir að hugmyndin með þessu sé að fara skipulega í það að kortleggja stöðuna eins og hún er. Í framhaldi af því verði settar fram tillögur til úrbóta „Sérstaða bænda er sú að þeir reka gjarnan heimili og fyr- irtæki undir sömu kennitölu. Það er því mjög mikilvægt að tryggja að reksturinn sé með þeim hætti að menn geti haldið áfram,“ segir Sindri. Einnig er kveðið á um að hefja vinnu við endurskoðun á landbún- aðarstefnunni. Sindri sagðist hafa spurt landbúnaðarráðherra sérstak- lega út í þetta ákvæði í samninga- ferlinu og viljað fá á hreint hvað þarna væri átt við. „Hann sagði að þetta væri einungis viðleitni í þá átt að hefja viðræður um framtíðina í tíma áður og áður en samningstím- anum líkur. Ráðherra sagðist ekki hafa neinar fastmótaðar skoðanir í þessum efnum heldur vildi hann koma á umræðugrundvelli. Að sjálfsögðu skorumst við bændur ekki undan því,“ segir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson. TB Formaður LS: Samkomulagið eyðir óvissu Breytingar á búvörusamningum undirritaðar Samningarnir lengdir um tvö ár Stefnt að könnun á skuldastöðu bænda Skrifað var undir breytingar á gildandi búvörusamningum um starfskilyrði sauðfjárræktar og starfskilyrði mjólkurframleiðslu í Þjóðmenningarhúsinu 18. apríl síðastliðinn. Sem kunnugt er voru samningarnir skertir á fjár- lögum ársins 2009 á þann veg að verðbótaþáttur samninganna var afnuminn að hluta. Síðan þá hafa samskipti ríkisvalds og bænda verið í óvissu enda telja bændur að gjörningurinn hafi verið brot á samningum og þar með ólög- legur. Með samningunum sem nú hafa verið undirritaðir er á nýjan leik komið á eðlilegum samskipt- um milli þessara aðila. Samningnum fylgir jafnframt bókun þar sem kemur fram að stefnt sé að því að unnin verði könnun á skuldastöðu í samvinnu við fjármálafyritæki og leitað verði lausna á þeirri alvarlegu stöðu sem að víða er uppi. Sömuleiðis verði hugað að framtíðarstefnumótun í landbúnaðarmálum en þó án þess að samningasaðilar skuldbindi sig til þess að taka neinar ákvarðanir í þeim efnum. Nýju samningarnir taka mið af gildandi landbúnaðar- stefnu og við henni verði ekki hróflað á samningstímanum. Breytingarnar á samningunum innibera eftirfarandi:  Framlög á árinu 2009 verði samkvæmt fjárlögum.  Framlög ársins 2010 verði 2% hærri en 2009, óháð verð- lagsþróun.  Árið 2011 hækki framlög aftur um 2%, en auk þess bætist við helmingur af því sem upp á vantar til að framlag ársins upp- fylli ákvæði gildandi samnings. Þó verði hækkun milli ára ekki umfram 5%.  Árið 2012 verði greitt sam- kvæmt gildandi samningi, en þó með fyrirvara um 5% hámarks- hækkun eins og árið 2011.  Samningarnir verði framlengdir um tvö ár, að mestu á óbreyttum forsendum. Bændur setja fordæmi Það er mat landbúnaðarráðherra að með samningunum séu bænd- ur að setja fordæmi fyrir viðlíka samkomulag við fleiri hópa í þjóð- félaginu sem miði að því að koma efnahagslífinu aftur á eðlilegt ról. Samkomulagið er undirritað með fyrirvara um nauðsynlegar laga- breytingar Alþingis og samþykki í atkvæðagreiðslu meðal bænda. Stefnt er að því halda kynning- arfundi með bændum um allt land í fyrstu vikunni í maí þar sem breyt- ingarnar verða kynntar. Ekki er enn búið að staðfesta stað- og tímasetn- ingar en greint verður frá þeim á vef Bændablaðsins um leið og þær liggja fyrir. fr Formaður LK: Mikilvægt að samskipti ríkis og bænda séu komin í eðlilegt horf Bændur taki ekki á sig frekari skerðingar Steingrímur J. Sigfússon sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra segir samningana mjög mikil- væga. „Það skiptir gríðarlegu máli að við séum hér búnir að tryggja starfsskilyrði búgreinanna til nán- ustu framtíðar. Vissulega er bænd- ur að taka á sig þungar byrgðar og líka mikla áhættu. Það er mitt mat að með þessu sé verið að stíga mikilvægt skref í átt til þjóðarsátt- ar um nauðsynlegar aðgerðir til að takast á við þá erfiðu tíma sem þjóðin gengur nú í gegnum. Með þessu sýna bændur að þeir bregð- ast ábyrgt við og þeir eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum eins og þeir hafa áður gert, líkt og í þjóðar- sáttinni á sínum tíma, en þar skipti framlag landbúnaðrins mjög miklu máli. Bændur ríða hér á vaðið og ég bind vonir til þess að þetta geti orðið fordæmi fyrir aðra. Það er líka afar mikilvægt að tekist skuli hafa að koma samskiptum milli ríkisvaldsins og bænda í eðlilegt horf eftir þau rof sem urðu með síðustu fjárlagagerð.“ Hagstæð niðurstaða fyrir báða aðila Steingrímur segist telja að niður- staðan sé hagstæð fyrir báða aðila. Ekki sé ljóst hversu mikil skerð- ing verði á greiðslum til bænda frá fyrri samningi, þar skipti verð- bólguþróun höfuð máli. „Í fjárlög- um ársins 2009 var gert ráð fyrir því að skerðingin yrði um 800 milljónir króna en vonir standa þó til að sú upphæð geti orðið nokkru minni. Sama á við um árið 2010 en allt stendur þetta og fellur með því að hér takist að ná tökum á verðbólgu og koma á jafnvægi í ríkisrekstrinum. Við erum með þær spár í höndum núna að verðbólg- an verði orðin mjög lág í lok árs og verði komin niður í viðmið- unarmörk Seðlabankans. Þá erum við að tala um að verðbólgan verði komin niður í tvö til tvö og hálft prósent. Ef að þessar spár ganga eftir eru bændur þokkalega varðir með þessum nýja samningi.“ Steingrímur segir að með þessum samningum séu bændur búnir að taka á sig sínar byrðar í efnahagsuppbyggingunni sem framundan er. „Minn vilji er sá að komið verði á stóru almennu sam- ráði í þjóðfélaginu þar sem að allir komi að borðinu. Þar þurfa bændur auðvitað að koma að líka en þeir munu ekki þurfa að taka á sig frek- ari skerðingar.“ Fjárhagsvandi bænda greindur Samningunum sem undirritaðir voru á dögunum fylgir bókun þar sem því er lýst yfir að farið verði í vinnu til að greina fjárhagsvanda bænda. Steingrímur segir að þar sé horft til þess að vinna svipaðan gagnagrunn og Seðlabanki Íslands hefur unnið fyrir heimilin í land- inu. „Ég held að þetta sé mjög nauðsynlegt því við verðum að átta okkur á hvernig þeirra staða raunverulega er, hversu marg- ir eru í vanda og hvernig hann er samansettur. Það verður auðvitað að horfa til þeirrar sérstöku stöðu bænda að þetta eru hvoru tveggja þeirra heimili og atvinnurekstur. Ég vona að hægt verði að fara í þessa vinnu sem allra fyrst og að hún taki stuttan tíma.“

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.