Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | miðvikudagur 22. apríl 2009 Á markaði Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Verðlagsmál Weckman sturtuvagnar 6,5 tonn. 10 tonn. 12 tonn. 14 tonn. 17 tonn. 12 tonna flatvagnar Grjót- malarvagnar með föstum skjólborðum 12 tonn. - 16 tonn. H. Hauksson ehf Suðurlandsbraut 48 Sími: 588 1130 Fax: 588 1131 Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir mars 2009 Framleiðsla mar.09 2009 jan.09 mar.09 apr.08 mar.09 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % m.v. 12 mán.mars '08 3 mán. 12 mán. Alifuglakjöt 659.510 1.781.510 7.235.642 8,7 -8,5 -6,3 26,2% Hrossakjöt 48.422 280.632 1.040.814 40,0 14,5 7,6 3,8% Nautakjöt 318.294 956.715 3.657.525 27,4 5,6 1,1 13,2% Sauðfé * 36.894 36.894 8.895.817 -48,2 -48,2 2,9 32,2% Svínakjöt 639.702 1.666.073 6.807.210 28,3 10,8 12,0 24,6% Samtals kjöt 1.702.822 4.721.824 27.637.008 16,6 1,0 2,2 Innvegin mjólk Sala innanlands Alifuglakjöt 638.669 1.742.917 7.200.527 6,6 -11,0 -5,4 28,3% Hrossakjöt 42.815 187.100 696.676 15,3 11,7 7,9 2,7% Nautakjöt 322.853 951.885 3.676.182 19,1 7,1 1,8 14,4% Sauðfé ** 512.597 1.287.518 7.060.678 31,4 -24,6 2,6 27,7% Svínakjöt 644.001 1.666.539 6.827.885 33,6 12,0 12,5 26,8% Samtals kjöt 2.160.935 5.835.959 25.461.948 21,4 -6,0 2,6 Sala á próteingrunni Sala á fitugrunni * Sauðfé lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. ** Sala á sauðfé p.r. mánuð er sala frá afurðastöðum til kjötvinnsla og verslana. Afkoma danskra bænda breyttist mjög til hins verra á síðari hluta ársins 2008. Afurðaverð, einkum á korni og mjólk, lækkaði gríðarlega frá því sem gerðist í árslok 2007. Aðfangaverð hefur hins vegar ekki lækkað að sama skapi og afkoma bænda því versnað stórlega eins og kemur fram á mynd 1. Mikil kornuppskera og óvissa á fjármálamörkuðum stuðlaði að mikilli lækkun kornverðs sl. haust. Í maí 2008 var verð á hveiti á Kaupmanna- hafnarmarkaði 175 DKK/100 kg en í mars 2009 var það 80 DKK/100 kg. Nýjustu spár Dansk landbrug áætla að verð á fóðurkorni verði á milli 90 og 100 DKK/100 kg árin 2009 og 2010. Spáð er minni uppskeru haustið 2009 innan ESB og á heimsvísu, sem mun væntanlega leiða til eitthvað hærra kornverðs. Mikill þrýstingur á mjólkurverð 2009 Heimsmarkaðsverð á mjólk lækkaði mikið á árinu 2008, sjá meðfylgjandi mynd. Áætlað er að verðlækkun til framleiðenda í Danmörku muni nema 66 aurum og verðið verði 2,09 DKK/kg. Efnahagskreppan í heiminum hefur dregið verulega úr eftirspurn eftir mjólkurvörum og neysla fylgir ekki aukinni framleiðslu eftir, sem er afleiðing fyrri verðhækkana. Búist er við að meiri jafnvægi komist á milli framleiðslu og eftirspurnar á síðari hluta ársins 2009 og efnahagsstaðan leiði líka til samdráttar í framboði. Því er búist við að mjólkurverð hækki á ný á árinu 2010. Svínakjötsverð hækkar vart fyrr en á árinu 2010 Efnahagskreppan í heiminum hefur haft áhrif á eftirspurn eftir svínakjöti líkt og mjólk. Lágt gegni sænsku krónunnar og breska pundsins heldur einnig niðri kjötverði til danskra svínabænda. Samdráttur er í svínakjöts- framleiðslu víða í heiminum en því er spáð að áhrifa þessa í verði til fram- leiðenda taki ekki að gæta verulega fyrr en á árinu 2010. Aðfangaverð Dansk landbrug spáir í þróun verðs á helstu aðföngum árin 2009 og 2010: Í ljósi framangreinds spáir Dansk landbrug að taprekstur verði á mjólk- urframleiðslu í Danmörku árið 2009 en viðsnúningur verði á rekstri svína- búa eftir mikinn taprekstur árið 2008 og reyndar undanfarin ár. Unnið upp úr Landbrugets økonomi 2009-2010, útg. Dansk landbrug: http://www. dansklandbrug.dk/Publikationer/Statistik_Okonomi/Statistik_okonomi.htm Áætlaðar verðbreytingar 2008-2010, 2008 = 100, verðþróun í dönskum krónum 2008 2009 2010 Tilbúinn áburður 100 97 64 Úðunarefni 100 100 100 Eldsneyti 100 69 73 Rafmagnskostnaður 100 98 96 Verð pr. 100 kg, danskar krónur C-blanda fyrir mjólkurkýr 215 180 154 Heilfóður fyrir svín 207 163 146 Staða og horfur í dönskum landbúnaði 2009-2010 Aðfangaverð Afurðaverð Raungengi landbúnaðarins Mynd 1. Bláa línan sýnir þróun aðfangaverðs í dönskum landbúnaði sl. 9 ár sem vísitölu þar sem aðfangaverð í janúar 2000 er jafnt og 100. Línan sýnir að aðfangaverð hefur hækkað um 40% á tímabilinu. Græna línan sýnir á sama hátt þróun afurðaverðs, sem er mun sveiflukenndara og hefur jafnframt lækkað mun meira en aðfangaverð sl. 6-8 mánuði. Fjólubláa línan sýnir síðan verðlag framleiðsluvara landbúnaðarins sem hlutfall af verði aðfanga, m.ö.o. einskonar raungengi landbúnaðar. Af myndinni má þannig lesa samfellda þróun versnandi afkomu í dönskum landbúnaði frá miðju ári 2002. Undanrennuduft Ostur Smjör Mynd 2. Heimsmarkaðsverð á mjólkurafurðum, DKR/kg. Myndin sýnir þróun heimsmarkaðsverðs á osti (bláa línan), smjöri (fjólubláa línan) og undanrennu- dufti (græna línan), frá janúar 2005 til janúar 2009. Eftir miklar verðhækkanir um mitt ár 2007 hefur verð lækkað hratt á ný. Í janúar 2009 var heimsmarkaðsverð á öllum þrem vörutegundunum lægra, í dönskum krónum, en það var í janúar 2005. Innflutt kjöt Tímabil janúar - febrúar Árið 2009 Árið 2008 Alifuglakjöt 52.320 112.607 Nautakjöt 22.046 30.630 Svínakjöt 7.102 68.362 Aðrar kjötvörur af áðurtöldu 10.413 1.540 Samtals 91.881 213.139 Framleiðsla og sala búvara í mars Framleiðsla á kjöti í mars var 16,6% meiri en í mars 2008. Í magni talið jókst framleiðsla svínakjöts mest, um 28,3% eða 141 tonn. Framleiðsla nautakjöts jókst um 27,4% og hrossakjöts um 40%. Síðastliðna tólf mánuði hefur fram- leiðsla á kjöti aukist um 2,2% Sala á kjöti í mars var mun meiri en á sama tíma í fyrra eða 21,4% aukning. Sala jókst á öllum kjöt- tegundum. Síðustu 12 mánuði hefur sala á kjöti aukist um 2,6%.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.