Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 25
25 Bændablaðið | miðvikudagur 22. apríl 2009
Í síðasta tölublaði Bænda-
blaðsins greindum við frá því að
fagráð í sauðfjárrækt hefði sam-
þykkt að veita Loðskinni ehf. á
Sauðárkróki og Eggerti feld-
skera í Reykjavík styrk vegna
áforma þeirra um nýtingu
skinna af lömbum sem drep-
ast á sauðburði. Verð á þessum
skinnum er afar hátt miðað við
önnur lambskinn enda þykja
þau einstaklega létt og hafa auk
þess sérstakt og eftirsóknarvert
útlit. Styrkurinn verður í formi
hráefniskaupa; fagráðið greið-
ir þannig 1000 kr. fyrir hvert
skinn og fyrirtækin 250 kr. á
móti, þannig að hlutur bænda
nemi 1250 kr. á skinn.
Kunnáttan nú fyrir hendi
til að súta skinnin
Gunnsteinn Björnsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Loðskinni á
Sauðárkróki, segir að hugmyndin
hafi verið að gerjast í þeim lengi
og tilraunir með sútun á þessum
skinnum hafi verið gerðar í litlum
mæli á undanförnum misserum.
Hann segir að ennþá sé ýmislegt
ólært varðandi söfnun og vinnslu á
þessum skinnum þannig að næsta
skref sé að fara í „alvöru prufur“
– eins og Gunnsteinn orðar það.
„Í grundvallaratriðum kunnum
við nú að súta skinnin en undan-
farin tvö ár höfum við í samstarfi
við Karl Bjarnason aðeins verið
að prófa okkur áfram með þetta.
Vinnsla á þessum skinnum er
mjög vel þekkt í heiminum; sér-
staklega á Nýja-Sjálandi og í
Ástralíu þar sem þessum skinn-
um er safnað með reglubundnum
hætti enda er þetta mjög verðmæt
vara. Skinnin eru einstaklega létt
og þessar lambakrullur eru nátt-
úrulega mjög sérstakar þannig að
þarna liggja ákveðin verðmæti
sem hafa farið í súginn.“
Nauðsynlegt að bregðast hratt
við ef nýta á skinn af dauðu
lambi
Gunnsteinn segir mikilvægt fyrir
bændur að bregðast hratt við ef
nýta eigi skinn af dauðu lambi.
„Það er nauðsynlegt að lambið
sé flegið sem fyrst og skinninu
komið í salt eða frost. Fláningin er
í rauninni bara hefðbundin; þetta
er sama fyrirrista og á lömbunum
á haustin. Það er líka allt í lagi
að flá þetta í belg eins og margir
bændur hafa gert, t.d. þegar þeir
hafa verið að venja undir. Rotnun
fer tiltölulega fljótt af stað og það
fyrsta sem gerist í því ferli er að
það verður ullarlos sem hefur
svo aftur í för með sér svolitla
skemmd á skinnunum. Við hvetj-
um bændur til að hafa samband
við okkur þegar kemur að því að
senda skinnin til okkar, til að kom-
ast hjá tjóni í flutningunum,“ segir
Gunnsteinn. Síminn hjá Loðskinni
á Sauðárkróki er 435-5910.
Gunnsteinn segir að líklega
hafi aldrei verið mikilvægara að
nýta þau verðmæti sem við eigum
og eru ónýtt. „Ég hlakka bara til
að fara að fá skinn. Við höfum
gert okkur vonir um að fá nokkra
tugi þúsunda en það er alveg
óljóst hvernig nýtingin verður á
hráefninu.“
Eggert feldskeri fær skinnin
til frekar framleiðslu
Sem fyrr segir mun styrkurinn fel-
ast í niðurgreiðslu á hráefniskaup-
um. Hugmyndin er síðan sú að
Eggert feldskeri Jóhannsson geti
keypt skinnin af Loðskinni á hag-
stæðu verði til frekari framleiðslu.
Þar verða skinnin unnin frekar og
flokkuð til framleiðslu á fatnaði.
Það sem ekki nýtist til framleiðslu
á fatnaði verður hugsanlega nýti-
legt handverksfólki.
-smh
VILTU VERA ÖRUGGUR UM
HÚSDÝRIN OG AÐRAR EIGNIR
Í NÁTTÚRUHAMFÖRUM ?
KYNNTU ÞÉR FJÖLNOTABYGGINGAR
FRÁ SPRUNG Í KANADA.
Þær eru þurrar og bjartar, ryðga ekki
eða fúna, standast mestu jarðskjálfta og
ofsaveður, geta ekki brunnið, viðhaldsfríar
og koma með verksmiðjuábyrgð í 20 - 30 ár.
Stuttur byggingartími tryggir lægra verð
www.sprung.com
ÞÆR ER EINNIG HÆGT AÐ FLYTJA EF ÞÖRF
KREFUR Á STUTTUM TÍMA
BMB KAUP ehf
Smiðjuveg 4 A 200 Kópavogur
Símar: 564-3220 894-3836 894-3933
Loðskinn tekur á móti lambaskinnum
Einstaklega
viðkvæm og
verðmæt vara
Mikilvægt að bændur bregðist hratt við
ef nýta á skinnin Gunnsteinn Björnsson hjá Loðskinni heldur hér á lambskinni. Móttaka skinna vegna verkefnisins er komin gang.