Bændablaðið - 22.04.2009, Síða 24

Bændablaðið - 22.04.2009, Síða 24
24 Bændablaðið | miðvikudagur 22. apríl 2009 Líf og starf Búnaðarþing 2009 fjallaði m.a. um brunavarnir í landbún- aðarbyggingum. Því var beint til stjórnar BÍ að beita sér fyrir fræðslu þar að lútandi. Svohljóðandi erindi barst frá Búnaðarsambandi Austurlands: Erindi Búnaðarsambands Aust- urlands um brunavarnir í sveit- um Búnaðarsamband Austurlands beinir því til búnaðarþings að það hlutist til um að gerðar verði úrbæt- ur á brunavörnum í sveitum, bæði í gripahúsum, íbúðarhúsnæði og ekki síður hvað varðar sinuelda- hættu. Greinargerð Alvarlegir brunar í gripahús- um, flestum nýjum eða nýlegum, vekja spurningar um brunavarnir og frágang rafmagns. Ennfremur kallar stóraukin skógrækt og frið- un lands á bættar brunavarnir í náttúrunni og vekur þá spurningu hvort tekið sé tillit til brunavarna við skipulag skógræktar. Mikilvægt er að bændur eigi aðgang að ráð- gjöf til að bæta brunavarnir án þess að með því verði bætt á hið þunga eftirlitskerfi sem landbúnaður sem atvinnugrein býr við. Afgreiðsla búnaðarþings á er- indinu var svohljóðandi: Markmið Búnaðarþing 2009 beinir því til stjórnar BÍ að beita sér fyrir úttekt og úrbótum á brunavörnum í dreif- býli. Leiðir Það er eðlilegt að BÍ beiti sér fyrir markvissri fræðslu um brunavarnir með áherslu á þau atriði sem oftast skapa hættu. Í kjölfar fræðsluher- ferðar þarf að virkja brunavarnir viðkomandi svæða til að gera úttekt og tillögur um úrbætur. Nauðsynlegt er að kanna ástand raflagna með reglubundnum hætti, einkum í úti- húsum. Landssamtök skógarbænda hafa þegar beitt sér fyrir átaki í brunavörnum í skógrækt. Framgangur Lagt er til að fræðsluefni verði birt reglulega í Bændablaðinu. Brunavarnir eru á ábyrgð sveit- arstjórna og því er eðlilegt að þær tryggi nauðsynlegt eftirlit. Hver er mesta íkveikjuhættan í landbúnaðarbyggingum? Í langflestum tilfellum er það raf- magn og rafmagnsbúnaður sem veldur íkveikju. Þess vegna er það mjög mikilvægt að frágangur raf- magnsbúnaðar sé óaðfinnanlegur og búnaðurinn allur ryk- og raka- þéttur. Rafmagnstöflur eiga að vera í stálskápum og staðsettar á vegg úr óbrennanlegum efnum. Mikilvægt er að allt raflagnaefni sem notað er í landbúnaðarbygg- ingum sé sérstaklega viðurkennt til nota við slíkar aðstæður. Gæta þarf þess að laustengd vinnuljós (ljósa- hundar) séu ekki nálægt heyi eða öðru auðbrennanlegu efni. Einnig þarf að fylgjast vel með ástandi á rafmagnssnúrum og tenglum. Í skýrslu sem Löggildingarstofa – nú Neytendastofa – gaf út í des- ember 2002 um ástand raflagna á sveitabýlum segir svo í formála: Á undanförnum árum hefur raf- magnsöryggisdeild Löggildingar- stofu látið skoða raflagnir á fjórða hundrað sveitabýla víðsvegar um landið. Markmiðið með skoðunun- um var að fá sem gleggsta mynd af ástandi raflagna og rafbúnaðar á sveitabýlum og koma ábend- ingum á framfæri við eigendur og umráðamenn þeirra um það sem betur má fara. Þessi umfangsmikla skoðun, sem tekur til stærstu sem smæstu þátta varðandi rafmagnstöflur, raf- lagnir og rafbúnað, leiðir í ljós að raflögnum og rafbúnaði íslenskra sveitabýla er víða ábótavant. Athygli vekur að gerðar voru athugasemdir við merkingu töflu- búnaðar á nær öllum sveitabýlum sem skoðuð voru, eða í 92% til- vika. Þá var gerð athugasemd við frágang tengla í 85% skoðana og töflutauga í 79% tilvika. Einnig vekur athygli að gerðar voru athugasemdir við sjö af hverjum tíu lömpum. Í niðurlagi skýrslunnar er að finna þessi orð: Niðurstöður skoðana gefa til kynna að ástand rafmagnstaflna sé mjög slæmt. Þetta er mikið áhyggjuefni þar sem það getur haft í för með sér mikla slysa- og brunahættu. Þá var rafbúnaður,svo sem tenglar og lampar, víða í ólagi en rétt er að hafa í huga að marga bruna af völdum rafmagns í gegnum tíðina má einmitt rekja til þeirra hluta. Aðgæsluleysi er, ásamt göml- um og biluðum rafbúnaði, helsta ástæða rafmagnsbruna og því er afar mikilvægt að sá rafbúnaður sem notaður er sé ávallt valinn með tilliti til staðsetningar og notkunar. Úr sumum ágöllum getur notand- inn bætt með betri umgengni en flestar athugasemdirnar kalla á úrlausn fagmanns. Skýrsluna, „Ástand raflagna á sveitabýlum“, má nálgast á heima- síðu Neytendastofu, http://www. neytendastofa.is undir flokknum fræðsla. Þar er einnig að finna skýrslu um ástand raflagna í hest- húsum. Vonandi hefur ástand raflagna á sveitabýlum batnað verulega frá því að umrædd könnun var gerð. Það er þó full ástæða til að hvetja bændur til þess að láta löggiltan rafvirkja yfirfara raflagnir og raf- búnað, sérstaklega í gripahúsum, til þess að koma í veg fyrir brunatjón og stuðla að bættu öryggi manna og búfjár. Allan rafbúnað skal umgangast af varfærni. Sýna þarf aðgæslu við notkun laustengdra rafmagnstækja. Eigendur og umráðamenn sveitabýla bera ábyrgð á ástandi raflagna og rafbúnaðar sem þar er notaður. Brunahólfun landbúnaðarbygginga Reglur um brunahólfun gripahúsa er að finna í grein 116.6 í bygging- arreglugerð. Þar stendur: „Gripahús skal vera sérstakt brunahólf EI60 með EI-CS30 hurð að öðrum rýmum. Sé gripahús stærra en 200 m2 skal það aðskilið frá hlöðu með eldvarnarvegg REI- M120. Hurð skal vera EI-C60.“ Í grein 116.8 stendur: „Vélageymslu og verkstæði skal aðskilja frá hlöðu og gripahúsi með eldvarnarvegg REI-M120.“ Þetta þýðir einfald- lega að það rými byggingarinn- ar, sem búfénu er ætlað, skal vera sérstakt brunahólf með a.m.k. 60 mínútna brunaþoli og sjálflokandi, reykþéttum hurðum með a.m.k. 30 mínútna brunamótstöðu. Með þess- ari kröfu er reynt að tryggja að það gefist nokkur tími til þess að bjarga gripunum út ef eldur kemur upp í nærliggjandi rými byggingarinnar. Þetta ákvæði á t.d. við um skilveggi milli fjóss og mjólkurhúss og fjóss og fóðuraðstöðu. Hvernig er þá EI60 veggur gerður? Í leiðbeiningarblaði frá Brunamálastofnun, „Dæmi um brunahólfandi veggi og hæðaskil“, er að finna nokkur dæmi um slík- an vegg. Nefna má t.d. eftirfarandi útfærslur léttra innveggja: Byggingarefni gripahúsa Í gripahúsum þarf að nota loft- og veggjaklæðningu sem þolir raka. Klæðning léttra veggja þarf einnig að vera nægilega höggþolin. EI60 brunahólfandi innveggi má þá t.d. klæða með svokölluðu útigifsi og utan á það með bárustáli. Í sumum tilfellum getur komið til greina að nota stálklæddar samlokueiningar með steinullareinangrun. Í sam- ræmi við grein 116.9 í byggingar- reglugerð má loft- og veggjaklæðn- ing vera í flokki 2 í gripahúsum sem eru minni en 200 m2 en í stærri gripahúsum þarf klæðningin að vera í flokki 1. Samkvæmt ákvæðum í 135. grein byggingarreglugerðarinnar er bannað að nota óvarið plast- efni sem einangrun. Þetta gildir að sjálfsögðu líka um gripahús. Plastefnin uppfylla ekki kröfur um takmarkaða reykmyndun og eldút- breiðslu. Þau bráðna við bruna og séu þau notuð í þaki geta logandi flygsur fallið eða lekið niður á allt það sem fyrir neðan er, bæði búféð og björgunarmenn. Þetta á ekki bara við um hvíta einangrunarplast- ið sem algengt var að nota óvarið neðan í þök gripahúsa í „gamla daga“ heldur líka um svokallað loftbóluplast, þunna einangrun sem hefur verið á markaði hér undan- farin ár. Samkvæmt upplýsingum Brunamálastofnunar er bannað að nota það óvarið neðan í þök og innan á veggi gripahúsa. Hvítt, óvarið einangrunarplast er einkum að finna neðan í þökum gripahúsa sem byggð voru á 6. og 7. áratug síðustu aldar. Ef vel ætti að vera þarf að skipta því út fyrir óbrenn- anlega einangrun. Öryggi búfjárins Í öllum gripahúsum þurfa rýming- arleiðir að vera greiðar og hindrun- arlausar. Svo enn sé vitnað í bygg- ingarreglugerðina, grein 116.10: „Gripahús skulu þannig gerð að auðvelt sé að koma dýrum út ef eldur verður laus.“ Lágmarksbreidd dyra (ljósmál) skal vera 80 cm og a.m.k. tvennar útgöngudyr á gripa- rýminu. Í stórum gripahúsum er þó sjálfsagt að hafa aðalútgöngudyrn- ar tvöfalt breiðari en þetta. Nauðsynlegt er að geta opnað útgöngudyrnar á auðveldan og fljótlegan hátt bæði innan og utan frá. Í nýlegum gripahúsum er algengt að nota hurðir sem rennt er upp í brautum. Mjög varasamt er að loka þessum hurðum með krækju að innanverðu og útiloka þar með möguleikann til að opna þær utanfrá ef eldur verður laus í húsinu. Einnig þarf að vera auðvelt og fljótlegt að opna viðeigandi hlið á lausgöngustíum þannig að grip- irnir komist þaðan greiðlega að útgöngudyrum. Brunaviðvörunarkerfi Til að tryggja öryggi búfjárins er auðvitað best að hafa fullkomið brunaviðvörunarkerfi í húsinu. Ein gerð viðvörunarkerfa hefur sér- staklega reynst vel í gripahúsum. Hér er um að ræða svokölluð reyk- sogskerfi. Þau eru þannig gerð að einföld röralögn er lögð um húsið. Göt eru boruð á rörin samkvæmt forsögn og þau tengd við dælu sem sogar loftsýni stöðugt inn í rörin, gegnum rakagildru og síu, að reykskynjara í stjórnstöð kerfisins. Verði vart við reyk í loftsýninu gerir stjórnstöðin viðvart, annað hvort með því að setja sírenu í gang eða með því að hringja í ákveðin símanúmer. Nokkur kerfi af þessari gerð hafa nýlega verið sett í fjós hér á landi. Það eru norsk kerfi, fram- leidd af fyrirtækinu Drengen A/S. Fyrsta kerfið var sett upp í fjós- inu á Glitstöðum í Borgarbyggð og geta má þess að slíkt kerfi var sett í nýja nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti. Söluaðili kerfanna er Öryggismiðstöðin. Í Noregi er orðið skylt að setja brunaviðvörunarkerfi í gripahús ef fjöldi gripa í húsinu er meiri en hér segir: Nautgripir 30, sauðfé/geitur 29, hestar 10, fiðurfé 200. Heimild: http://www.regelhjelp.no Brunavarnir í landbúnaðarbyggingum Magnús Sigsteinsson forstöðumaður Byggingaþjónustu Bændasamtaka Íslands ms@bondi.is Brunavarnir Dæmi um reyksogskerfi í gripahúsi og fóðuraðstöðu. Rör frá báðum hlut- um byggingarinnar tengjast stjórnstöðinni.    –   – !  #   &  –   –' +;<+< <!  #  =<>>#? QWQ<?  $  XYZ[\' #><<>#? #]+ ?^!# >#?<$ $$   ]_ #]+W<!^! <$ $$  $ Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður HEYRT Í SVEITINNI Vorið er að koma með blóm í haga og kætist þá mör- landinn eftir heldur leiðinlegan vetur. Ætla að minna mjólkurframleiðendur á vorverkin, þau sem snúa að mjólkurgæðunum og snyrtimennsk- unni, ef einhverjir skyldu vera búnir að gleyma fyrri pistlum um þau málefni. Mjólkurtankurinn lengir kælitímann til muna þegar hlýnar í veðri og það hefur hækkandi áhrif á líftölu, þ.e. kuldakærum gerlum fjölgar hraðar en ella. Þess vegna þarf að hreinsa kæliristina (kondensinn) og loftræsta eins vel og unnt er að tanknum. Bilanir á mjólkurtönkum eru tíðastar á vorin þegar hlýnar og skýrist það að lang mestu leyti af þessum atriðum. Þarna eru þó undanþegnir nýir tankar með vatns- kældri kælivél, sem er hið mesta þarfaþing. Stóru gerlaskotin og verðskerðingarnar sem því fylgja eru líklega 90% slakri kælingu um að kenna, þ.e. bilunum í mjólkurtanknum, eða gleymsku mjalta- mannsins, þ.e.a.s. gleymist að setja mjólkurtankinn í gang við fyrsta mál. Þá að öðru vorverki en það er að malbera hlaðið fram- an við mjólkurhúsið ef það er ekki steypt eða lagt slit- lagi (nota perlumöl eða meðalgrófa, þvegna möl). Þetta er alveg bráðnauðsynlegt, í fyrsta lagi berst þá minni drulla inn í mjólkurhúsið og í öðru lagi minnkar það hættu á hugsanlegu smitferli milli bæja, t.d. með mjólkurbílnum og bílstjóranum, s.s. drullupestir og þess háttar uppákomur. Og í þriðja lagi, þetta á að vera í lagi samkvæmt ákvæðum mjólkurreglugerðar. Það er skiljanlega mjög hvimleitt fyrir mjólkurbíl- stjórann að þurfa að vaða drullu og bera hana inn í bíl- inn og mjólkurhúsin. Sumsstaðar þarf hreinlega að skipta um jarðveg við mjólkurhúsið því þó malborið sé árlega gleypir leir- drullan fljólega mölina. Og endilega sjáið til þess að skepnur, s.s. kýr, kálf- ar og geldneyti, komist ekki inn á hlaðið fyrir framan mjólkurhúsið og drulli þar eða leki mjólk. Og til að allir verði ánægðir þarf að þrífa og hefla heimreiðina og tína rusl úr skurðum meðfram eftir vet- urinn. Er ég farinn að hljóma eins og Ragnar Reykás? Vonandi eiga bændur góða tíð framundan svo hægt sé að bera snemma á og ég minni enn og aftur á að kornbændur hirði hálminn og þurrki sem kostur er, því hann er sívaxandi sem undirburður í kálfa og sjúkrastí- ur, enda ekki nokkurt undirlag betra fyrir smákálfana. Ef þið notið hann ekki allan sjálfir er mikil eftirspurn eftir honum og auðvelt að selja hann öðrum sem ekki eiga hálm. Með ósk um gleðilegt sumar og góðan heyskap.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.