Bændablaðið - 22.04.2009, Qupperneq 29

Bændablaðið - 22.04.2009, Qupperneq 29
29 Bændablaðið | miðvikudagur 22. apríl 2009 Fólkið sem erfir landið Aðalfundur Búnaðarsambands Kjalarnesþings 2009 Áðurboðaður aðalfundur Búnaðarsambands Kjalarnesþings verður haldinn þann 27. apríl n.k. kl.20.00. að Þverholti 3, 3.h Mosfellsbæ. Dagskrá : 1. Skýrsla stjórnar 2. Reikningar lagðir fram 3. Skýrsla framkvæmdarstjóra BV 4. Hnitsetning landamerkja, Óðinn Sigþórsson verkefnis- stjóri 5. Kosningar 6. Kosning fulltrúa til Búnaðarþings (vegna næsta kjörtímabils, 2010-2012 7. Búnaðarþing 200 9 , helstu mál 8. Önnur mál Stjórn Búnaðarsambands Kjalarnesþings. Sauðfjárbændur athugið! Loðskinn hf óskar eftir að fá til vinnslu skinn af unglömbum sem fæðast dauð eða drepast á sauðburði. Greiddar verða 1.250 kr. til bænda fyrir hvert vinnsluhæft skinn sem fyrirtækinu berst. Flá má annaðhvort með hefðbundinni fyrirristu (eins og á W< `  q#<w!z#${<]# #<] <#< salta skinnin áður en þau eru send til Loðskinns og skal það # >|w^; # <## <<< $ {!<++}< !<! W^!~|zz <  5910  #<< ^<!< <<>### }  ] !€<!z<^! $ Loðskinn hf., Borgarmýri 5, 550 Sauðárkrókur. Guðmundur Óli Scheving Meindýraeyðir Húsfluguúðun Það fer að koma að þessu ... Ég er ódýrari en ... Fagmennska - Árangur Skordýraúðun - Meindýraeyðing Geymdu þessa auglýsingu Pantaðu úðun í síma 857-7200 gudmunduroli@simnet.is Maríus Máni býr í Grafarvogi, en á ættir að rekja á Akranes og í Borgarfjörðinn, á bæinn Hurðarbak. Hann æfir tækvondó og hlakkar til sumarsins, en þá vonast hann til að fá margar afmælisgjafir og þá ætlar hann líka að ganga á fjöll. Nafn: Maríus Máni Sigurðarson. Aldur: 6 ára. Stjörnumerki: Krabbi. Búseta: Reykjavík. Skóli: Engjaskóli. Hvað finnst þér skemmtileg- ast í skólanum? Lesa og frímín- útur (nema þegar það er rok og vont veður). Hvað er uppáhalds dýrið þitt? Hundurinn Sámur og hvolpurinn Töggur, (þeir eru í sveitinni á Hurðarbaki í Borgarfirði), gull- fiskurinn Maríus sem er heima hjá mér. Hestar eru líka í uppáhaldi og kanínur eru ágætar. Uppáhaldsmatur: Núðlur og lasagna. Uppáhaldshljómsveit: Engin sér- stök. Uppáhaldstónlistin er rokk. Uppáhaldskvikmynd: Það eru margar í uppáhaldi. Til dæmis Skjaldbakan og hérinn og Grísirnir þrír. Fyrsta minningin þín? Þegar ég fékk tjöld og göng í afmælisgjöf þegar ég var tveggja ára. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi tækvondó. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Mér finnst skemmtilegast að fara í leiki. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða lögga. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Það er líklega þegar ég spreyjaði á skólann. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Alls konar í stærðfræði. Ætlar þú að gera eitthvað sér- stakt í sumar? Fá afmælisgjafir og ganga á fjöll. Tækvondó og rokktónlist Það klikkaðasta sem Maríus hefur gert er að spreyja á skólann. Hann sér mikið eftir þeim gjörningi og ætlar að verða lögga þegar hann verður stór og standa vörð um lög og reglur í samfélaginu.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.