Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 19
19 Bændablaðið | miðvikudagur 22. apríl 2009
GÓÐ KAUP
SP-302B, stærðir 90x90 sm
og 96x96 sm. sturtuklefi
SP-902B, stærð 107x107 sm.
sturtuklefi
SP-609A, stærð 130x130 sm.
sturtuklefi m/baði
SP-20SN, stærð 123x123 sm
Infra rauður saunaklefi
Saunaofnar ýmsar gerðir
GODDI.IS
Auðbrekku 19, 200 Kóp.
S. 5445550
Möguleiki á að taka reykrör
upp úr vél eða aftur úr henni.
Öryggisgler fyrir eldhólfi.
Trekkspjald fylgir.
Kerran er á 12" (30,5cm)
felgum. Burðargeta 530 kg. -
eigin þyngd 66 kg.
Sniðugar plast-
grindur á ýmis
útisvæði
Fyrirtækið Verslunarþjónustan
ehf. hefur um nokkurt skeið flutt
inn svokallaðar ecogrid-plast-
grindur sem eru til margra hluta
nytsamlegar eins og á bílastæði,
göngustíga og í hestagerði, svo
fátt eitt sé nefnt. Kostur grind-
anna er að auðvelt er að leggja
þær og taka upp að nýju og
með þeim helst jarðvegsyfirborð
þurrt og kemur því í veg fyrir
forarsvað.
„Við byrjuðum að flytja þetta
inn fyrir um þremur árum. Við
höfum einbeitt okkur meira að bíla-
stæðum og göngustígum og hafa
ýmis bæjarfélög fjárfest í grindun-
um. Sem dæmi setti Akureyrarbær
ecogrid-grindur fyrir framan
Nonnahús þar í bæ, Álftanesbær
hefur svona grindur í bílastæðunum
fyrir framan bæjarskrifstofurnar hjá
sér og Garðabær hefur sett svona
á strætóstoppistöðvar sínar, því
auðvelt er að taka þær upp og færa
á nýjan stað ef þess þarf. Stærsta
planið er þó fyrir framan gamla
húsnæði B&L uppi á Hálsum í
Reykjavík en það er um þrjú þús-
und fermetrar,“ útskýrir Hringur
Pálsson, sölu- og markaðsstjóri
Verslunarþjónustunnar ehf.
Fyrir framan útihús eða í
hestagerði
Fyrirtækið kynnti grindurnar á
landbúnaðarsýningunni á Hellu
síðastliðið sumar og fékk góð við-
brögð, enda grindurnar sniðugur
valkostur til dæmis fyrir framan
útihús eða í hestagerði.
„Helstu kostirnir fyrir bændur
með grindurnar eru í hestagerði.
Þá heyrir moldardrullan og svaðið
sem myndast í rigningum sögunni
til, því með grindunum mynd-
ast ákveðið dren sem gerir það
að verkum að vatnið fer niður og
moldardrull-
an hverfur.
Það sem er
líka hentugt
er að auðvelt
er að skafa
ofan af grind-
unum sé þess
þörf. Síðan er
hægt að fara
tvær leiðir
með að setja í
grindurnar, til
dæmis fallega
grúsmöl til að
ná góðu dreni
eða moldar- og sandblöndu og sá
fræi í og þá færðu grænt svæði,“
segir Hringur sem bætir því við að
grindurnar eru búnar til úr endur-
unnu plasti og þola allt að 20 tonna
öxulþunga. ehg
Sjá nánar á www.ecogrids.com
Ecogrid-plast-
grindur koma í
stærðinni 330x330
mm en hægt er að
setja möl, sand
eða grasfræ til
að fylla þær og
auðvelt er að saga
þær til.
Hér má sjá hlið áður en grindur eru settar í og svo eftir að grindur eru
komnar ofan á jarðveginn og sandur settur yfir.