Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 10
Bændablaðið | miðvikudagur 22. apríl 200 Bændablaðið | miðvikudagur 22. apríl 2009
Christer Ollqvist sauðfjár-
bóndi og nautakjötsframleið-
andi í Vörå mætir blaðamanni
Bændablaðsins í dyrunum að
fjárhúsunum sínum. Þar er
sauðburður kominn í fullan
gang þrátt fyrir að dagurinn sé
1. apríl. Christer segir að það sé
ekkert undarlegt við það. „Hjá
mér byrjar sauðburður í endað-
an febrúar og stendur yfir fram
í endaðan maí. Finnski neytend-
ur eru ekki ginnkeyptir fyrir því
að borða frosið lambakjöt held-
ur vilja fá ferska vöru. Til þess
að standast samkeppnina þarf
maður að sinna eftirspurninni
yfir sem lengstan tíma.“
Blaðamaður spyr hvort sam-
keppnin hafi harðnað eftir að Finn-
land gekk í Evrópusambandið.
Christer segir að það sé hans til-
finning að svo sé. „Ég er hins vegar
ekki endilega viss um að það sé
bein afleiðing af inngöngunni.
Land búnaður þróast eins og aðrar
at vinnugreinar og hver getur sagt til
um hvernig mál hefðu orðið ef ekki
hefði verið gengið í sambandið?
Þegar allt kemur til alls er ómögu-
legt að segja hvort hlutirnir hefðu
farið á einn veg frekar en annan ef
Finnland hefði ekki gengið inn. Eitt
er ég þó alveg viss um. Það er að
þegar allt kemur til alls þá er það
pólitísk ákvörðun hvernig land-
búnaður er rekinn í Finnlandi. Það
hefði líka verið pólitísk ákvörðun
utan Evrópusambandsins.“
Tekjur sauðfjárbænda lækkuðu
um 70 prósent
Christer segir að hans mat sé að
ekki sé hægt að segja til um hvern-
ig stuðningur við greinin hefði þró-
ast utan Evrópusambandsins. „Það
er hins vegar ekkert launungarmál
að inngangan var sauðfjárbændum
í Finnlandi gríðarlegt högg. Það er
talað um að verðfall á afurðaverði
til finnskra bænda hafi verið á
bilinu 40 til 50 prósent eftir inn-
gönguna. Í tilfelli sauðfjárbænda
var það ennþá meira. Tekjur sauð-
fjárbænda lækkuðu um fast að 70
prósentum eftir inngönguna. Þetta
gerði það að verkum að gríðarmik-
ill fjöldi bænda brá búi á stuttum
tíma. Vissulega stækkuðu búin sem
eftir stóðu en það er mín skoðun að
þarna hafi greinin orðið fyrir áfalli
sem hún er ekki enn búin að jafna
sig á.“
Ekki allt illt frá
Evrópusambandinu
Christer er alls ekki á því að allt
sem kemur frá Evrópusambandinu
„Það var enginn sem talaði um
alla skriffinnskuna sem fylgir
áður en við gengum í Evrópu-
sambandið. Ég reiknaði gróflega
út að í fyrra tók það mig tæplega
tíu heila vinnudaga að fylla út
pappíra og skila inn skýrslum
vegna þeirra styrkja sem ég get
fengið. Ég hef oft hugsað um
að sleppa þessu bara og nýta
dagana í búskapinn því gróf-
lega áætlað eru það ekki nema
tæplega fimmtán prósent af
tekjunum sem koma í gegnum
þessa styrki. Ég veit að ég gæti
unnið mig upp í þá tölu á þess-
um dögum.“ Þetta segir Christer
Finne, grænmetisbóndi í Solf í
Österbotten í Finnlandi.
Fátt sem mælir með
Evrópusambandinu
Christer sér ákaflega fátt sem
mælir með Evrópusambandinu
fyrir útiræktendur á grænmeti eins
og hann sjálfan. „Ég held að það
þurfi enginn að efast um að ástæð-
an fyrir því að Finnar samþykktu
aðild að Evrópusambandinu var
fyrst og fremst tengd öryggis-
málum. Finnar vildu tengja sig
enn frekar við Vesturlönd eftir að
Sovétríkin féllu og allt rótið sem
varð á því svæði rak Finna í faðm
Evrópusambandsins. Það er afar
kúnstugt í ljósi þess að við vorum
og erum í NATO og að mínu viti
hefði sú aðild verið fullkomlega
nægjanleg til að tryggja öryggi
landsins.“
Fjöldi bænda vill að Finnlandi
gangi úr ESB
Christer segist ekki sammála þeim
rökum sem sett hafi verið fram
eftir inngönguna að Evr ópu sam-
bandsaðildin hafi hjálpað Finnum
að sigrast á þeirri efnahagskrísu
sem hitti landið fyrir í upphafi
tíunda áratugarins. „Þegar við
gengum inn var efnahagskrísan
í rénum og efnahagur Finnlands
á uppleið. Tilfellið er það að
Finnland borgar miklu meira til
Evrópusambandsins heldur en
við fáum til baka. Svo undarlegt
sem það er þá eru það í raun ein-
ungis bændur sem njóta stuðn-
ings frá Evrópusambandinu, sá
hópur fólks sem kannski var og er
andvígastur aðildinni. Ég er reynd-
ar raunsær og ég geri mér engar
grillur um að við séum á leið út
úr Evrópusambandinu þannig að
við verðum bara að reyna að gera
það best úr málunum. Hins vegar
er fjöldi bænda, sérstaklega þeir
sem eldri eru sem eru harðir á því
að Finnland eigi hreinlega að segja
sig úr sambandinu.“
Óþolandi breytingar milli ára
Eins og Christer nefnir finnst
honum pappírsvinnan sem fylgir
styrkjakerfi Evrópusambandsins
yfirþyrmandi mikil. Þar í ofanálag
hafi skriffinnska tengd eftirliti með
búsrekstrinum aukist verulega.
Christer segist ekki kvarta undan
því að aukið eftirlit sé með land-
búnaði í Finnlandi. Hins vegar sé
það alveg makalaust hversu smá-
smugulegt sumt af þessu eftirliti
sé. „Ég get nefnt dæmi um það að
á hverju ári þarf að skila inn sömu
gögnunum um stærð jarðar og legu
stykkja. Svo merkilegt sem það
er tekst eftirlitsaðilunum að kom-
ast að mismunandi niðurstöðu á
hverju ári. Ég er búinn að skila inn
sömu gögnum ár eftir ár og síð-
ustu fjögur ár hefur mönnum tekist
að komast að þeirri niðurstöðu að
jörðin mín hafi minnkað frá fyrra
ári. Hvernig þeir finna það út er
mér ómögulegt að skilja.“
Að mati Christers eru allt of
miklar breytingar á styrkjakerfinu
frá ári til árs. Bændur geti aldrei
verið vissir um að sömu styrkir séu
í boði frá ári til árs og oft þurfi að
skila inn nýjum og öðrum gögnum
auk þess sem tímafrestir breytist
iðulega. „Ég veit fjölmörg dæmi
þess að bændur hafi ekki feng-
ið styrki vegna þess að þeir hafi
misskilið hvað það er sem þarf að
skila inn eða misskilið hvenær á að
skila inn umsóknum. Menn gætu
sagt að þetta sé eitthvað sem sé
bændum sjálfum að kenna en til-
fellið er að bændur eru ekki endi-
lega í aðstöðu til að fylgjast með
öllum þeim breytingum sem verða
frá ári til árs. Þetta veldur því að
maður getur aldrei séð langt fram í
tímann vaðrandi þessi mál öll.“
Áhyggjur vegna skertra styrkja
Christer segir að vissulega séu
jákvæðir þættir varðandi aðildina.
Hann nefnir sérstaklega stuðn-
ing vegna náttúru- og umhverfis-
verndar. Sömuleiðis sé það mis-
jafnt hversu mikill stuðningur sé
við búgreinarnar og sumir bænd-
ur geti alls ekki verið án stuðn-
ingsins. „Þess vegna veldur það
mér verulegum áhyggjum hversu
mikið er verið að skerða stuðning
finnska ríkisins, bæði í suðurhluta
landsins og einnig í norðurhlut-
anum. Forsenda þess að Finnland
gengi í sambandið var sögð sú að
það yrði tryggt að landbúnaðurinn
myndi ekki veikjast. Þau loforð er
verið að brjóta.“
Christer segir að hann telji að
Íslandi sé betur borgið utan Evr-
ópusambandsins. „Á Íslandi er
landbúnaður rekinn á svipaðann
hátt og var í Finnlandi fyrir inn-
gönguna. Að mínu mati ættu ís-
lenskir bændur að berjast harka-
lega gegn því að Ísland sæki um
aðild að sambandinu. Þá skoðun
mína byggi ég á reynslu okkar
Finna. Vissulega eru kostir við
Evr ópusambandsaðild, jafnt í
land búnaði sem öðrum greinum.
Ókostirnir vega hins vegar miklu
þyngra að mínu mati.“
Finnskir bændur
litlir aðdáendur
Evrópusambandsins
Blaðamaður Bændablaðsins var í heimsókn hjá finnskum bænd-
um á dögunum og kynnti sér landbúnað þarlendra. Fjórtán ár eru
nú frá því að Finnland gekk í Evrópusambandið og almennt má
segja að finnskir bændur séu litlir aðdáendur félagsskaparins. Þó
eru þeir raunsæir og telja að nauðsynlegt sé að sætta sig við orðinn
hlut. Þeir óttast hins vegar mjög að dregið verði úr stuðningi við
landbúnaðinn og segja að sá niðurskurður sem þegar hafi átt sér
stað ógni greininni í heild. Finnskir bændur hvetja íslenska starfs-
bræður sína til þess að standa vörð um hagsmuni íslensks land-
búnaðar og eru almennt á þeirri skoðun að það verði best gert með
því að Ísland standi áfram utan Evrópusambandsins. fr
Pappírsvinnan yfirgengileg
Finnskur grænmetisbóndi segir það taka heila tíu vinnudaga að fylla út
skýrslur og eyðublöð. Eftirlit með landbúnaðinum smásmugulegt
Finnskir grænmetisræktendur nota margir hverjir gróðurhús til að koma
útiræktuðu grænmeti af stað áður en það er gróðursett. Gróðurhúsið hjá
Christer Finne er kynt með brennslu á trjákurli eins og er algengt víða.
Christer Finne garðyrkjubóndi í Solf í Finnlandi varar Íslendinga við því
að sækja um Evrópusambandsaðild. Hann telur að ókostir aðildar séu
mun meiri en sá ávinningur sem að nást myndi.
Christer Ollqvist, sauðfjárbóndi í Vörå í finnlandi segir að inngangan í Evrópusambandið hafi verið finnskum
sauðfjárbændum mjög erfið. Hann óttast að áframhaldandi skerðing á styrkjum til finnsks landbúnaðar muni
kippa fótunum undan greininni
Landbúnaðarstefnan er pólitísk ákvörðun
!"
Óttast að fótunum verði kippt undan landbúnaðinum ef dregið verður frekar
úr styrkjum
Framhald á bls. 12