Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 18
BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 22. APRÍL 2009 18 KOSNINGAR 2009 1. Hvaða reynslu hefur þú af íslenskum landbúnaði? Ég hef því miður ekki mikla beina reynslu af íslenskum land- búnaði en ég hef áhuga á að safna í þann reynslubanka. Ég hef aftur á móti mikið yndi af hvers konar útivist og reyni að fara í göngur og renna fyrir fiski þegar ég get. Við búum í fallegu og mikilfenglegu landi og það eru mikil forréttindi að fá að njóta þess með ferðalögum og útiveru. 2. Hversu miklu máli skipt- ir landbúnaður fyrir íslenskt atvinnu- og þjóðlíf að þínu mati? Það er engin tilviljun að land- búnaður sé flokkaður sem önnur af undirstöðuatvinnugreinum Íslands. Landbúnaður tryggir matvæla- öryggi Íslands og að landið hald- ist í byggð og ef hrunið frá því í fyrra hefur kennt okkur eitthvað, þá er það trúlega sú lexía að sam- hliða allskonar skýjaborgum í fjár- málaheiminum er brýnt að tryggja undirstöðuatvinnugreinar lands- ins. Landbúnaðurinn er þar að auki órjúfanlegur hluti af sjálfs- mynd íslensku þjóðarinnar. 3. Hvaða málefni íslensks landbúnaðar munu skipta mestu máli á komandi árum? Það verður að tryggja að landbúnaður verði áfram öflugur og gróskumikill. Sjálfstæðisflokkurinn vill skapa íslenskum landbúnaði það starfs- umhverfi að hann geti séð íslensk- um neytendum fyrir hollum og öruggum búvörum á hagstæð- um kjörum. Við þær aðstæður sem landbúnaðurinn stendur nú frammi fyrir, þarf að huga að ýmsum möguleikum til að tryggja næga matvælaframleiðslu í land- inu. Létta þarf greiðslubyrði lána og tryggja eðlilega bankafyr- irgreiðslu fyrir landbúnaðinn sem og aðrar atvinnugreinar. Við sjálfstæðismenn hvetj- um til þess að þegar verði hafinn undirbúningur að heildstæðum samningi við bændur um fæðu- og matvælaöryggi þjóðarinnar. Við viljum að kvótakerfið verði lagt af í áföngum og að hugað verið sér- staklega að nýliðun í landbúnaði. 4. Telur þú að íslenskur land- búnaður skipti meira máli í þessum kosningum en í undan- förnum kosningum? Íslenskur landbúnaður skipt- ir miklu máli í öllum kosning- um. Þannig hefur það verið og þannig mun það verða áfram. Vægi atvinnugreina hér á landi hefur hins vegar breyst mikið í kjölfar bankahrunsins í október sl. og ljóst að bæði landbúnaður og sjávarútvegur hafa hlutfalls- ega meira vægi á næstu árum en undanfarin ár. Við viljum hlúa að þessum greinum á meðan það virðist vera stefna stjórnarflokk- anna að setja þessar greinar á hliðina. Samfylkingin vill fara inn í ESB og sér það sem töfra- lausn við okkar vanda en afstaða Bændasamtakanna til þess máls er vel þekkt. Að sama skapi virð- ast stjórnarflokkarnir ákveðnir í að ganga milli bols og höfuðs á sjávar- útveginum, í fyrsta lagi með því að fyrna aflaheimildir með tilheyrandi erfiðleikum fyrir útgerðirnar, sem myndu trúlega fara á hliðina og í öðru lagi með því að afhenda yfir- ráðin yfir auðlindum landsins til ESB, eins og Samfylkingin hefur boðað. 1. Hvaða reynslu hefur þú af íslenskum landbúnaði? Eins og flestir á mínum aldri hafði ég í æsku talsverð tengsl við sveitina enda mörg ættmenni bændur og búalið. Undanfarin ár hefur reynslan hins vegar fyrst og fremst verið reynsla neytandans. Íslenskar landbúnaðarafurðir, ekki síst lambakjötið, eru þær bestu sem ég hef bragðað og hef ég þó ferðast víða. Ég er því afar ánægð sem neytandi íslenskra landbún- aðarvara og trúi ekki öðru en að í gæðum þeirra liggi sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað. 2. Hversu miklu máli skipt- ir landbúnaður fyrir íslenskt atvinnu- og þjóðlíf að þínu mati? Landbúnaðurinn skiptir miklu fyrir bæði atvinnu- og þjóðlíf enda undirstöðuatvinnugrein á stórum landsvæðum og forsenda byggðar. Tengsl landbúnaðarins við bæði umhverfismál og greinar á borð við ferðaþjónustu fara vaxandi. 3. Hvaða málefni íslensks landbúnaðar munu skipta mestu máli á komandi árum? Þau málefni sem verða í deigl- unni varða fyrirkomulag grein- arinnar, samkeppnisstöðu og sóknarfæri vegna þeirra breytinga sem fyrirsjáanlegar eru á starfs- umhverfi hennar, einkum vegna skuldbindinga okkar í tengslum við nýja alþjóðasamninga sem nú eru á lokastigi en líka vegna auk- inna áherslna á græna hagkerfið og umhverfisvitundar neytenda. Allt styrkjakerfi landbúnaðar- ins gæti tekið miklum breytingum. Samfylkingin telur nauðsynlegt að láta á það reyna í aðildarviðræðum við Evrópusambandið hvort ekki takist að tryggja íslenskum land- búnaði betra skjól og sóknarfæri innan sambandsins en utan þegar þessar breytingar verða. Í því sam- bandi höfum við m.a. horft til þeirra ákvæða sem Finnar sömdu um og þess víðtæka og mikla stuðnings við hinar dreifðu byggðir sem ESB hefur lagt áherslu á. Þá getur hagstæður aðildarsamn- ingur líka skapað íslenskum land- búnaði sóknarfæri með sína vist- vænu gæðavöru sem fengi hindr- unarlausan aðgang að risamarkaði Evrópusambandsins. Í því sam- bandi mun græn atvinnustefna og umhverfisvottun skipta miklu máli. En besta leiðin til að meta stöð- una er að ná aðildarsamningi og leggja hann fyrir. 4. Telur þú að íslenskur land- búnaður skipti meira máli í þess- um kosningum en í undanförnum kosningum? Já tvímælalaust vegna þess að í þessum kosningum þarf að svara grundvallarspurningum á borð við umsókn um aðild að ESB og upp- töku evru. Í viðræðunum um aðild- arsamning verður staða og stuðn- ingur við öflugan íslenskan land- búnað afar þýðingarmikið atriði. Samfylkingin hefur lagt áherslu á sóknarstefnu fyrir landbúnaðinn með framþróun og nýsköpun í anda sjálfbærrar þróunar. Sóknarfæri íslensks landbúnaðar felast ekki síst í fullvinnslu afurða og mark- aðssókn innanlands og utan, og í auknu frelsi bænda til heimafram- leiðslu, vöruþróunar og heimasölu án þess að slakað sé á kröfum um gæði afurða. Í allri umræðu um landbúnaðinn má heldur aldrei gleymast að hann er alvöru atvinnugrein og undir- staða matvælaiðnaðarins í landinu. Greinin í heild á því ekki minna undir því en aðrar atvinnugreinar að hér skapist stöðugleiki í geng- ismálum og forsendur fyrir lægri vöxtum og lægri kostnaði vegna allra aðfanga. Skýr framtíðarsýn í peningamálum á borð við upptöku evru er því líka hagsmunamál þess- arar atvinnugreinar vilji menn geta nýtt sóknarfærin, gert áætlanir og byggt upp til framtíðar. 1. Hvaða reynslu hefur þú af íslenskum landbúnaði? Ég var um skeið nokkuð tíður gestur hjá frændfólki mínu á Ósi við Steingrímsfjörð en þar kynnt- ist ég hefðbundnum sveitastörfum eins og þau voru á þeim tíma. 2. Hversu miklu máli skipt- ir landbúnaður fyrir íslenskt atvinnu- og þjóðlíf að þínu mati? Landbúnaðurinn gegnir lyk- ilhlutverki í því að tryggja fæðu- öryggi þjóðarinnar. Því skiptir öllu máli að hann og önnur mat- vælaframleiðsla í landinu eflist. Landbúnaðurinn skiptir auk þess miklu máli fyrir byggðir landsins og mikilvægi hans við að tryggja búsetu og umhirðu lands er gríð- arlegt. 3. Hvaða málefni íslensks landbúnaðar munu skipta mestu máli á komandi árum? Það mun skipta mestu að við náum að festa í sessi, efla og styrkja þá framleiðslu sem fyrir er í landinu til að tryggja fæðuör- yggi, sbr. svör við spurningum tvö og fjögur. Jafnframt að þau 10.000 störf sem tengjast greininni, beint og óbeint, verði áfram í landinu. Með þessu sparast mikill gjaldeyr- ir og má að vissu leyti halda því fram að kreppan hafi sýnt mönn- um að íslenskur landbúnaður er í raun, „gjaldeyrisvarasjóður“. Á síðasta ári fluttum við inn mat- og drykkjarvörur fyrir 40 milljarða króna og ef við getum lækkað þá tölu mun það styrkja efnahaginn og skapa fleiri störf. 4. Telur þú að íslenskur land- búnaður skipti meira máli í þessum kosningum en í undan- förnum kosningum? Já. Áföllin undanfarið hafa opnað augu margra fyrir mik- ilvægi innlendrar matvælafram- leiðslu. Það er ekki gefið mál að við getum alltaf flutt inn allt það sem okkur lystir. Fæðuöryggi þjóðarinnar getur fyrirvaralítið verið ógnað og því þurfum við að gera skipulega úttekt á því hvern- ig við ætlum að bregðast við komi slíkar aðstæður upp. Í raun ætti að vera til sérstök viðbragðsáætl- un ef fæðuöryggi þjóðarinnar er ógnað. Þar mun innlendur land- búnaður skipta miklu máli. 1. Hvaða reynslu hefur þú af íslenskum landbúnaði? Ég er fæddur og uppalinn í sveit og hef unnið og tengst landbúnaði allt mitt líf. Hann er stór hluti af lífi mínu, mínum bakgrunni og mínu menningarlega og félagslega upp- eldi, eins og best sést af því að á góðum degi svara ég því gjarnan, aðspurður um hver ég sé, að ég sé bóndasonur að norðan. 2. Hversu miklu máli skipt- ir landbúnaður fyrir íslenskt atvinnu- og þjóðlíf að þínu mati? Íslenskur landbúnaður og mat- vælaiðnaður og önnur starfsemi honum tengd eru ein af mikilvæg- ustu kjölfestum íslensks atvinnu- lífs og íslensks samfélags. Staða landbúnaðarins nær langt út fyrir þau tíu þúsund ársverk, eða svo, sem honum tengjast, því land- búnaðurinn er stór í þjóðarvitund Íslendinga, í menningararfi þeirra og allri upplifun. Þó að þjóðhags- leg stærð landbúnaðarins hafi farið minnkandi á undanförnum áratugum hefur það ekki breytt þessari stöðu hans að neinu marki. Flestir Íslendingar eiga ættir sínar að rekja til sveitanna, og þær rætur eru enn sterkar. Á síðustu miss- erum má segja að staða landbún- aðarins hafi tekið umtalsverðum breytingum á nýjan leik, og þjóðin er í dag miklu meðvitaðri um gildi þess að eiga sína eigin matvæla- framleiðslu og tryggan aðgang að hollri hágæðavöru á viðsjár- verðum tímum í alþjóðamálum. Hugtök eins og fæðuöryggi hafa öðlast nýtt gildi og umræða um landbúnaðarmál er gjörbreytt á nýjan leik. Á margan hátt hefur landbúnaðurinn styrkt stöðu sína að þessu leyti, og minnir staðan nú sumpart á það sem var eftir að landbúnaðurinn var í lykilhlut- verki við gerð þjóðarsáttasamn- inganna á sínum tíma árið 1990. 3. Hvaða málefni íslensks landbúnaðar munu skipta mestu máli á komandi árum? Að mínu mati munu hlutir eins og fæðuöryggi, gæði, hollusta og heilnæmi framleiðslu, tengsl landbúnaðarins við menningar- og matvælaferðaþjónustu, þróun fæðumála í heiminum og vaxandi meðvitund um algjöra lykilstöðu fæðuöryggis og matvælafram- leiðslu á komandi áratugum hafa umtalsverð áhrif á stöðu íslensks landbúnaðar. Möguleikar landbún- aðarins til að sækja fram í formi aukinnar framleiðslu, í formi þess að vera meira sjálfum sér nægur um eigin aðföng, svo sem eins og korn, mögulegan áburð, og annað, verða einnig mikilvæg mál. Þróun lífræns búskapar og lífrænnar ræktunar á komandi árum skiptir einnig miklu, auknar skógarnytjar og fleira mætti nefna, sem er allt meðal brýnna og mikilvægra mál- efna landbúnaðarins til framtíðar litið. Að sjálfsögðu skiptir sjálf grundvallarstefnan, starfsskil- yrði og umgjörð landbúnaðarins miklu, og þar á meðal og ekki síst, að hann þróist í átt að grundvallar leikreglum sjálfbærrar þróunar og nýliðun í greininni verði tryggð. 4. Telur þú að íslenskur land- búnaður skipti meira máli í þessum kosningum en í undan- förnum kosningum? Já, tvímælalaust hefur land- búnaðurinn komið með auknum þunga inn í stjórnmálaumræðuna á síðustu mánuðum og misserum. Samtök bænda hafa með mynd- ugum hætti komið landbúnaðin- um á framfæri og gæta hagsmuna hans af festu, t.d. í sambandi við Evrópusambandsmál. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að málefni landbúnaðarins hafa verið meira til umfjöllunar en þau hafa verið oft áður, og það á ekki síst við nú, í aðdraganda kosninganna. Á landsfundi Vinstri grænna hefur sennilega enginn einn málaflokk- ur, og alveg örugglega engin ein atvinnugrein jafnoft borið á góma í ræðustóli eins og landbún- aðurinn. Það er til marks um þann áhuga sem er á málefnum hans, að minnsta kosti í okkar röðum. Í það heila tekið er ég því bjartsýnn á framtíð íslensks landbúnaðar, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika sem við er að kljást, bæði innan greinarinn- ar sjálfrar, svo ekki sé nú talað um, hjá okkur Íslendingum almennt. Svör Jóhönnu Sigurðardóttur, formanns Samfylkingarinnar. Svör Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Svör Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar, formanns Fram- sóknarflokksins. Svör Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.