Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | miðvikudagur 22. apríl 2009 SJÁLFSTÆÐISSTEFNAN HEFUR ávallt átt mikinn hljómgrunn meðal bænda enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherslu á að skapa íslensk- um landbúnaði öruggt starfsum- hverfi. Sjálfstæðisflokkurinn legg- ur áherslu á að stundaður sé fjöl- breyttur landbúnaður á Íslandi á grundvelli einkaframtaks og frelsis til athafna. Landsfundur Sjálfstæð- isflokksins, sem haldinn var í lok mars, ítrekaði þá afstöðu flokks- ins að aðild að Evrópusambandinu þjóni ekki hagsmunum íslensku þjóðarinnar. Innganga í ESB myndi hafa þær afleiðingar að bænd- um myndi fækka og afleiddum störfum einnig, sem myndi bitna með afgerandi neikvæðum hætti á landsbyggðinni. Stærsta verkefni komandi missera er að eyða þeirri óvissu sem ríkir um framtíðina og end- urreisa efnahag landsins. Í þeirri vinnu er mikilvægt að líta til þess að samfélagið okkar byggir á sterkum stoðum sem við getum byggt á til framtíðar. Íslenskur landbúnaður er ein af þessum grunnstoðum og er ljóst að létta þarf greiðslubyrði lána og tryggja eðlilega bankafyrirgreiðslu fyrir allar atvinnugreinar. Íslensk þjóð samanstendur af kraftmiklum og duglegum ein- staklingum sem vilja standa sig og hafa löngun til að sjá hag sínum og fjölskyldu sinnar borgið. Við þurf- um að virkja þann kraft sem býr í Íslendingum til þess að endur- reisa efnahag landsins. Það er ekki vænlegt til árangurs að ríkið taki yfir rekstur fyrirtækja, en mörg þeirra eru nú á forræði bankanna. Ríkisvæðing atvinnulífsins er því raunverulegur möguleiki sem er hættuleg staða fyrir íslenska þjóð. Hlutverk stjórnmálamanna er að skapa atvinnulífinu þau skilyrði að fyrirtækin nái að styrkjast, blómstra og skapa meiri gjaldeyr- istekjur. Ég trúi á fólkið í landinu. Ég trúi því að ef við byggjum á framtaki og hugmyndaauðgi ein- staklingsins þá sé framtíðin björt. Með bjartsýni, dugnað og fram- tak að vopni munu einstakling- arnir endurreisa Ísland. EINS OG öllum ætti að vera ljóst er íslenskur landbúnaður gríðarlega mikilvægur fyrir íslenskt þjóðarbú. Talsmenn bænda síðustu ár hafa nú unnið sigur gagnvart frjálshyggju- og kratasjónarmiðum sem hafa viljað veikja landbúnaðinn, stefnur sem því miður hafa notið ákveðins stuðnings í samfélaginu. Að landbúnaði starfa í dag um 5.000 manns og afleidd störf eru 5.000 til viðbótar samkvæmt úttekt Hagfræðistofnunar HÍ frá því í febrúar 2009. Landbúnaðurinn er hryggsúlan í hinum dreifðu byggðum og mikilvægi hans við að tryggja búsetu og umhirðu lands er gríðarlegt. Allt eru þetta liðir í því að skapa menningarlandslag sem styður við ferðaþjónustu og ímynd landsins í heild. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að styðja við íslensk- an landbúnað og auka eftir föng- um verðmætasköpun í greininni. Landbúnaðurinn gegnir lykilhlut- verki í því að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Sumar vörur eru vissu- lega ekki framleiddar hér, eins og t.d. ávextir, en í annarri framleiðslu eru miklir vaxtarmöguleikar, svo sem í kornrækt. Samkvæmt nýrri skýrslu um úttekt á möguleikum í þeirri grein er markaðslega raun- hæft að þrefalda þá framleiðslu innan 5-6 ára en nú annar hún innan við 20% af markaðnum. Að þeirri þróun þarf að vinna ásamt því að skjóta styrkari stoðum undir þá framleiðslu sem fyrir er, til dæmis með því að efla Framleiðnisjóð og gera garðyrkjubændum kleift að kaupa orku á hagstæðara verði. Þá þarf að leita leiða til að auðvelda nýliðun í greininni og auðvelda fagmenntuðum bændum að hefja búskap. Ekki hefur verið gerð skipu- leg úttekt á því hversu lengi inn- lendar matvælabirgðir duga ef til þess kæmi að landið lokaðist. Nauðsynlegt er að gera það hið fyrsta, eins og lagt er til í nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins um áhættumat fyrir Ísland. Í dag er um helmingur þeirrar orku sem við neytum framleidd innan- lands. Þetta hlutfall þarf að hækka. Innflutningur á mat- og drykkjar- vörum nam tæpum 40 milljörðum króna á árinu 2008. Gera má ráð fyrir að ef flytja þyrfti einnig inn það sem nú er framleitt hér, myndi það þýða að afla þyrfti gjaldeyris að minnsta kosti fyrir þeirri upp- hæð. Þeir sem vilja aukinn inn- flutning erlendra búvara þurfa að svara því hvaðan þær tekjur eiga að koma. Gera verður sömu kröfur til innfluttra matvæla og gerðar eru til íslenskrar framleiðslu. Tryggja þarf að ef ný matvælalöggjöf verð- ur samþykkt, opni það ekki fyrir frjálst flæði ótryggra matvæla til landsins. Um leið þarf að uppruna- merkja allar búvörur þar sem því verður við komið þannig að neyt- andinn viti alltaf hvaðan sú vara er sem hann kaupir. Semja þarf við samtök bænda um hvernig efna eigi aftur búvöru- samningana sem ríkisvaldið rifti einhliða í lok síðasta árs. Bændur hafa þegar orðið fyrir tjóni vegna þessa og nauðsynlegt er að koma því á hreint hvenær og hvernig samningarnir taka að fullu gildi að nýju. Lög um þjóðlendur þarf að taka til rækilegrar endurskoðunar og krefjast þess að ríkið lýsi ekki kröf- um á nýjum svæðum þar til lögin hafa verið endurskoðuð. Ekki þarf að fjölyrða um þær deilur sem þjóðlendumálin hafa valdið á síð- ustu árum. Það á ekki að hreyfa meira við því fyrr en settur hefur verið skýrari rammi um framgöngu ríkisins í endurskoðuðum lögum. Sigurður Ingi Jónsson 1. sæti Framsóknarflokks í Suðurlandskjördæmi Birkir Jón Jónsson 1. sæti Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi Gunnar Bragi Sveinsson 1. sæti Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi Eflum íslenska matvælaframleiðslu REGLULEGA KEMUR upp umræða um mögulega aðild Íslands að ESB og aðildarsinnar láta í það skína að slíkt myndi ekki hafa neikvæð áhrif á landbúnað og sjávarútveg. Ýmis atvinnutengd hagsmunasamtök hafa farið ítarlega yfir þessi mál og bent á að aðild myndi koma mjög illa við íslenskan landbúnað og sjávarútveg. Undirritaður vill að við stöndum áfram utan ESB og er sammála þeim sem telja þetta mikla ógn fyrir íslenskan landbúnað og hinar dreifðu byggðir landsins. Höldum yfirráðum yfir auðlindum okkar Hvað sjávarútveg varðar er mik- ilvægt að stýring á nýtingu auðlind- arinnar verði í auknum mæli í þágu fólksins og hinna dreifðu byggða. Í því samhengi er grundvallaratriði að halda auðlindum okkar í sjó og ekki má skerða umráða- eða nýt- ingarrétt þjóðarinnar á þessum auðlindum, hvorki til skemmri eða lengri tíma. Gangi Ísland í ESB þýddi það 14% stækkun efnahags- lögsögunnar á hvern íbúa á ESB- svæðinu en á móti kæmi 99,3% minnkun á hvern Íslending. Erfiðleikar nýrra ESB-ríkja munu koma niður á okkur ESB hefur stækkað mikið á undan- förnum árum og mörg þessara nýju aðildarríkja glíma við mikla erf- iðleika. Sú krafa er komin upp að ESB styðji þau og jafni þannig lífsgæði innan sambandsins. Stóra spurningin er hvort vilji sé til þess að koma að lausn vandans með þessum hætti, sem myndi augljós- lega draga úr lífsgæðum Íslendinga ef við værum innnan ESB. Krafa bænda í nýju aðildarríkj- um ESB til jöfnuðar þegar kemur að stuðningi við landbúnað er einn liður í þeim innri átökum sem eiga sér stað innan sambandsins. Bændur nýju aðildarríkjanna njóta mun lægri stuðnings heldur en bændur í gömlu aðildarríkjunum. Ef gengist verður við þessum kröf- um þarf annað hvort að skera niður stuðning í gömlu og betur stæðu ESB-ríkjunum eða stórauka fjár- stuðning til landbúnaðar, sem ólík- legt er að yrði. Þessi jöfnuður yrði ávallt á kostnað bænda á öðrum svæðum og myndi hafa gríðarlega neikvæð áhrif hér á landi. Sérstaða íslensks landbúnaðar og fæðuöryggi Íslenskur landbúnaður er ekki eins fjölbreyttur og í öðrum löndum auk þess sem framleiðsluaðstæður hérna gera það að verkum að styrk- ir eru nauðsynlegir. Landbúnaður veitir fjölda fólks atvinnu víðsvegar um landið og er auk þess lykilatriði til að tryggja fæðuöryggi þjóðar- innar. Mjög góð rök hafa verið færð fyrir því að Evrópusambandsaðild myndi veikja innlenda landbún- aðarframleiðslu og þar með veikja fæðuöryggi þjóðarinnar og draga úr styrk hinna dreifðu byggða lands- ins. Til framtíðar þarf að leita allra leiða til að efla fæðuöryggi og þar gegnir landbúnaður lykilhlutverki. Vinna þarf áætlun um það hvernig þjóðin getur tryggt fæðuöryggi til jafn langs tíma og best gerist hjá öðrum þjóðum. Gera þarf kröfu til þess að fá undanþágur fyrir ákvæð- um sem stefna fæðuöryggi þjóð- arinnar í hættu en þar má nefna innflutning á hráu kjöti og lækkun tolla. Í framhaldinu þarf að efla inn- lenda framleiðslu en þar má nefna frekari þróun kjötframleiðslu, korn- framleiðslu, garðyrkju o.fl. Sé vilji til að vinna eftir þessum markmið- um, standa vörð um landbúnað, efla hinar dreifðu byggðir landsins og tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar er mikilvægt að við stöndum áfram utan ESB. VG stendur vörð um íslenskan landbúnað og sjálfstæði þjóðarinnar Þeir stjórnmálamenn og stjórn- málaflokkar sem vilja byggja upp öflugan landbúnað á Íslandi munu á næstu árum þurfa að sýna kraft sinn í verki og vera tilbúnir að tala máli landbúnaðarins. Stærsta málið er möguleg ESB-aðild, sem yrði gríðarlegt áfall fyrir íslenskan land- búnað, sjávarútveg og hinar dreifðu byggðir. Það er engin lausn á vanda þjóðarinnar að ganga í ESB og við eigum á næstu árum að einbeita okkur að þeim vandamálum sem við þurfum að takast á við hér heima. Gömlu stjórnarflokkarnir, Sjálf- stæðisflokkur og Framsókn, eru ístöðulitlir þegar Evrópusambands- aðild er annars vegar. Skemmst er að minnast þess að Sjálfstæðis- flokkurinn ætlaði að halda auka- landsfund fyrr í vetur til að greiða fyrir aðildarumsókn að Evrópu- sambandinu og láta þannig undan Samfylkingunni, en þá ríkisstjórn þraut örendið áður en til þess kæmi. Þá lýsti landsfundur Fram- sóknarflokksins nýverið vilja til að hefja aðildarviðræður við Evrópu- sambandið. Stefna VG er skýr, við teljum Íslendingum betur borgið utan ESB. Stöndum utan ESB RÍKISSTJÓRN SAMFYLKINGAR og Sjálfstæðisflokks lagði í mars 2008 fram frumvarp til að innleiða mat- vælalöggjöf ESB. Frumvarpið var stutt af fulltrúa Framsóknar- flokksins í sjávarútvegs- og land- búnaðarnefnd. Um innleiðinguna var samið við ESB af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks og leiddu ráðherrar Fram- sóknarflokksins viðræðurnar. Frumvarpið var meingallað og hrein ógn við matvælaöryggi, fæðuöryggi og störf í matvælaiðn- aði og gekk einnig gegn neytenda- vernd, sanngjörnum viðskiptahátt- um og umhverfisvernd. Íslendingar eru í fararbroddi og til fyrirmyndar í Evrópu á sviði matvælaöryggis. Hér hefur tekist að halda salmonellu- og kamfýló- baktersmitum í lágmarki og er tíðni þeirra mun lægri en í löndum ESB. Þessum árangri höfum við náð með þrotlausri vinnu og fjárfestingum undanfarin ár og byggt er á eftir- litskerfum og heilbrigðisstöðlum sem eru með því allra besta sem þekkist í heiminum. Fagaðilar telja að árangri okkar og matvælaöryggi sé stefnt í hættu með óheftum inn- flutningi á hráu kjöti, fóðri og öðrum landbúnaðarvörum. Búast megi við, verði frumvarpið að lögum, að markaðshlutdeild inn- flutts kjöts aukist verulega og muni starfsmönnum í matvælafram- leiðslu þá líklega fækka um nokk- ur hundruð. Þessum breytingum myndi auk þess fylgja verulegur kostnaður, meira skrifræði og fyr- irhöfn. Tvær stórar verslunarkeðjur eru með um 80% markaðshlutdeild í smávöruverslun. Að óbreyttu frum- varpi er hætt við að þær nái enn meira valdi yfir íslenskum búvöru- framleiðendum og fákeppni aukist, allt á kostnað neytenda. Hætt er við að innlendu vörunni verði ýtt aft- ast í hillurnar vegna þess að henni geti verslunarkeðjurnar skilað aftur til búvöruframleiðanda en ekki inn- flutta kjötinu. Þennan skilarétt vilj- um við í VG feigan. Auknir flutningar matvæla milli landa auka brennslu jarðefnaelds- neytis og þar með útblástur gróð- urhúsalofttegunda og aðra mengun. Slíkt brýtur gegn markmiðum sjálf- bærrar þróunar og vinnur á end- anum gegn fæðuöryggi. VG lagðist einn flokka einarð- lega gegn frumvarpinu á Alþingi og það varð ekki að lögum á síð- asta þingi. Frumvarpið var lagt fram aftur á þessu þingi, endurbætt, en tryggir enn ekki matvælaöryggi landsmanna. Eftir stjórnarskiptin í febrúar fór Atli Gíslason, sem for- maður sjávarútvegs- og landbún- aðarnefndar, vandlega yfir málið og forsögu þess og leitaði jafn- framt til ýmissa sérfræðinga, m.a. ráðuneytisstarfsmanna og til full- trúa hagsmunaaðila. Í ljós kom að fyrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafði orðið á alvarleg samningsmistök. Hún gerði ekki fyrirvara um salmonellusmit- un, eins og allar Norðurlandaþjóðir hafa náð fram og samdi ekki um aðrar varnir, m.a. gagnvart kamfýló- baktersmitun. Innleiðing matvæla- tilskipunar ESB má aldrei stefna lýðheilsu í hættu og vera ógn við íslenska búfjárstofna. Athugun á málinu og forsögu þess hefur sannfært okkur um að lögfræðilega og faglega er unnt að innleiða nýja matvælalöggjöf þannig að matvæla- og fæðuöryggi sé tryggt sem og störf í matvæla- iðnaði, neytendavernd, sanngjarnir viðskiptahættir og umhverfisvernd. VG mun sem fyrr standa öflugan vörð um íslenskan landbúnað. Atli Gíslason formaður sjávarútvegs- og land- búnaðarnefndar Alþingis Jón Bjarnason alþingismaður Arndís Soffía Sigurðardóttir ferðaþjónustubóndi sem skipar 2. sæti VG í Suðurkjördæmi Eflum íslenskan landbúnað og matvælaöryggi Ásmundur Einar Daðason bóndi Lambeyrum, Dalabyggð, skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi Landbúnaðarmál Sjálfstæðisstefnan og landbúnaðurinn Unnur Brá Konráðsdóttir skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Suðurkjördæmi kosningar Bændur og búalið! NÚ STYTTIST óðum í kosningar og þá kemur ýmislegt upp í hugann. En það brennur svolítið á mér í hverju við í sveitum landsins erum að pæla. Eins og allir vita er þjóð- in okkar illilega á hliðinni eftir allt peningaþvættið og vitleysuna sem hefur tröllriðið öllu að undanförnu, en það verður að halda sig við það að endurreisa þjóðina. Til þess þarf sannarlega fólk sem hefur mennt- un og þor til þeirra verka. Við sem búum í sveitum landsins og erum komin yfir miðjan aldur vitum hvað kal í túnum, köld vor, vond sumur, aðrir tímar við heyöflun og slíkt þýðir, þetta var oft mikill krepputími og misjafn eftir lands- hlutum, en öll stóðum við endan- lega í lappirnar samt. Ég tek þetta svona sem smá dæmi sem var oft stórt þegar til kom. En við skulum huga aðeins að kosningunum: Hvað viljum við eftir kosningar? Viljum við vinstri stjórn? Já, segi ég, það væri mjög æskilegt, en hún verður að vera rétt sett saman. Hún er vonlaus nema Framsóknarflokkurinn taki virkan þátt. Til þess þarf að veita Framsókn öruggt brautargengi, við getum ekki ætlast til að flokk- urinn taki þátt í slíkri stjórn nema veita honum öruggt gengi í kosn- ingunum. Eins og við vitum flest hefur enginn flokkur stað- ið betur vörð um landbúnaðinn. Framsóknarflokkurinn hefur stað- ið vörð um að ekki verði fluttar inn landbúnaðarafurðir eins og hrátt kjöt og fleira óæti sem hefur stundum borið á góma. En kæra sveitafólk og aðrir sem þetta lesa, það er mikil ábyrgð að ganga í kjörklefann og hefur líklega aldrei verið erfiðara, en látum ekki deig- an síga. Við framsóknarfólk höfum glæsilegan, gáfaðan, nýkjörinn formann, Sigmund Davíð Gunn- laugsson. Hann er heillaður af ís- lenskum landbúnaði, það hefur komið fram í máli hans. Ég skora á ykkur sveitafólk, stöndum vörð um Framsóknarflokkinn. Munum XB fyrir fólkið. Með innilegum baráttukveðjum í allar sveitir landsins. Guðjón Einarsson Mýnesi

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.