Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | miðvikudagur 22. apríl 2009 Á Tilraunastöðinni að Keldum hefur allt frá upphafi verið fram- leitt bóluefni og mótefnasermi til varnar sjúkdómum í sauðfé. Hér verður í stuttu máli gerð grein fyrir varnarefnum gegn Clostridium-sjúkdómum, þ.e. lambablóðsótt, flosnýrnaveiki (garnapest) og bráðapest og hvernig þau eru notuð. Clostridium-sjúkdómar í sauðfé Clostridium-bakteríur valda þrenns lags sjúkdómum í sauðfé: lamba- blóðsótt, flosnýrnaveiki (einnig nefnd garnapest) og bráðapest. Sýklarnir finnast víða í jarðvegi og kindasaur. Fullorðnar kindur eru smitberar og menga hús og beiti- land. Lambablóðsótt er sjúkdómur af völdum Clostridium perfringens B og víða landlægur. Sjúkdómurinn kemur fram í nýfæddum og upp í nokkurra daga gömlum lömb- um. Verja má nýfædd lömb gegn lambablóðsótt með því að bólusetja ærnar á meðgöngu, þannig að þær framleiði mótefni gegn lambablóð- sóttinni sem þær skila síðan í lömb- in með broddmjólkinni. Einnig má verja lömbin gegn þessum sjúkdómi með því að sprauta þau nýfædd með mótefnasermi. Sermið er framleitt í hrossum með því að sprauta þau síendurtekið með eitur- efnum sýklanna sem valda lamba- blóðsótt. Flosnýrnaveiki (garnapest). Sjúkdómur af völdum Clostridium perfringens D hefur tvö birtingar- form. Annars vegar flosnýrnaveiki í lömbum snemma á vorin eða sumr- in (sjaldnast í alveg nýfæddum lömbum) og hins vegar garnapest (garnaeitrun) í yngra fé, einkum á haustin. Til þess að verja lömb- in gegn flosnýrnaveiki eru ærnar bólusettar á meðgöngu. Sú vörn dugar þó ekki nema í u.þ.b. hálfan mánuð. Þess vegna getur þurft að bólusetja lömbin nokkurra vikna gömul og allt niður í viku – 10 daga gömul, þar sem mikil brögð eru að þvi að menn missi hálfstálpuð lömb úr þessum sjúkdómi. Bráðapestar af völdum Clos- tridium septicum verður helst vart á haustin og snemma vetrar. Það er helst yngra féð sem veikist. Mjög er misjafnt hversu pestarhætt er eftir bæjum og landshlutum. Til þess að verjast bráðapestinni er mælt með því að bólusetja yngra féð á haust- in um leið og það kemur af fjalli. Ein bólusetning nægir yfirleitt, en á bæjum þar sem mjög pestarhætt er, getur þurft að bólusetja tvisvar og er þá heppilegt að láta líða viku á milli, aldrei skemur en fjóra daga. Bóluefni gegn Clostridium- sjúkdómum Bóluefnin eru blanda af sýklum og eiturefnum bakteríanna sem valda sjúkdómunum. Hvoru tveggja hefur verið gert óvirkt með formal- ínmeðferð. Bóluefni gegn bráðapest. Framleitt er sérstakt bóluefni gegn bráðapest. Bólusett er einu sinni til tvisvar sinnum eftir því hversu pestarhætt er á bænum. Skammtur- inn er hálfur ml. undir húð. Bólu- efnið er einnig framleitt sem hluti af blönduðu bóluefni og er heldur mælt með notkun þess til þess að fá jafnframt vörn gegn garnapest- inni sem getur gert vart við sig á þessum árstíma. Jafnframt fæst þá grunnbólusetning gegn lambablóð- sótt en það getur sparað mönnum eina bólusetningu á vorin. Blandað bóluefni gegn lamba- blóðsótt, flosnýrnaveiki og bráðapest. Um nokkurra ára skeið hefur verið framleitt á Keldum svokallað blandað bóluefni gegn lambablóðsótt, flosnýrnaveiki og bráðapest. Bóluefnið inniheld- ur sömu sýkla og eiturefni og bóluefni gegn hverjum þessara sjúkdóma fyrir sig. Farið var út í að blanda þessum bóluefnum saman til hagræðis fyrir bændur. Bóluefnið er fyrst og fremst ætlað til nota í ær með fangi á vorin en einnig á haustin til varnar bráða- pest og garnapest. Þar sem er pest- arhætt er mælt er með að yngra fé sé bólusett einu sinni til tvisvar á haustin, allt eftir því hversu pest- arhætt er á bænum. Síðan eru allar lambfullar ær bólusettar einu sinni á vori u.þ.b. hálfum manuði fyrir burð. Í flestum tilvikum gefur þetta nægjanlega vörn. Þar sem sjúkdómahætta er mikil er þó mælt með því að ærnar séu sprautaðar tvisvar, mánuði áður en sauðburður hefst og aftur 10–14 dögum síðar. Við bólusetninguna mynda ærnar mótefni gegn áðurnefnd- um sýklum og eiturefnum þeirra og skila þeim til lambanna með broddmjólkinni. Uppsog mótefna frá görnum verður einkum fyrstu 36 klukkustundirnar eftir burð þannig að mikilvægt er að lömb- in fái brodd sem fyrst eftir að þau koma í heiminn. Mikilvægt er að menn geri sér grein fyrir að mót- efnin veita aðeins vörn fyrstu vik- urnar eftir burð og þá einkum gegn lambablóðsótt sem mest hætta er á að lömbin fái á þessum tíma. Bólusetning veitir nokkra vörn gegn flosnýrnaveiki sem hrjáir einkum eldri lömb en enga gegn bráðapest, sem yngra fé er hætt við á haustin. Þar sem mikil brögð eru að því að bændur missi hálf- stálpuð lömb úr flosnýrnaveiki hafa sumir brugðið á það ráð að bólusetja lömbin nokkurra vikna gömul. Ekki þýðir að bólusetja þau mikið yngri en þriggja vikna þar sem mótefni frá móður hindra verkun bóluefnisins. Menn hafa þó í einhverjum tilvikum bólusett allt niður í viku til 10 daga gömul lömb. Nota skal hálfan skammt af bóluefninu (1 ml) þegar það er notað í ung lömb. Mótefnasermi Önnur aðferð til þess að vernda nýfædd lömb gegn lambablóð- sótt er að sprauta þau með mót- efnasermi. Sermið er framleitt í hrossum með því að sprauta þau síendurtekið með eiturefnum sýkl- anna sem valda lambablóðsótt. Sýklarnir framleiða líka í nokkrum mæli eiturefnin sem valda flos- nýrnaveiki þannig að sermið inni- heldur einnig mótefni gegn þeim. Yfirleitt er sprautað einu sinni í viku með allt að 100 ml af toxíni í hvert sinn. Þegar hrossin eru farin að mynda nægjanlegt magn mót- efna er þeim tekið blóð (allt að 5 lítrar í hvert sinn úr hverju hrossi), blóðið látið storkna, sermið (blóð- vatnið) hirt og tappað á glös og notað í lömbin til þess að verja þau gegn sjúkdómnum. Sprauta þarf lömbin strax eða mjög stuttu eftir burð. Hér áður fyrr var sermi mjög mikið notað sem varnarlyf en þró- unin hefur orðið sú að nota frekar bóluefni í ærnar. Víðast hvar er því hætt að framleiða mótefnasermi í hrossum. Þetta er mjög dýr og fyr- irhafnarsöm framleiðsla. Út frá dýraverndunarsjónarmiðum þykir ekki ásættanlegt að nota hross í þessu skyni ef til eru aðrar aðferð- ir sem skila sama árangri. Í þessu tilviki skilar bólusetning ánna mótefnum til lambanna á miklu eðlilegri hátt en sprautun með hrossasermi. Framleiðsla á sermi á Keldum hefur dregist mjög saman undanfarin ár. Henni verður þó framhaldið í einhver ár en í mjög takmörkuðu magni. Mælt er með því að sermi sé eingöngu notað í neyðartilvikum. Undir slík tilvik heyra fyrirmálslömb (ærnar hafa ekki verið bólusettar fyrir burð), ef bólusetning hefur misfarist, menn gleymt að bólusetja eða ef lamba- blóðsótt kemur upp á bæjum þar sem menn hafa alveg sleppt því að bólusetja vegna þess að þeir hafa haldið að sjúkdómurinn væri ekki til staðar í hjörðinni. Bóluefni frá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum Eggert Gunnarsson dýralæknir á Tilraunastöð Háskóla Ís- lands að Keldum eggun@hi.is/s. 585-5100 Dýralækningar

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.