Bændablaðið - 22.04.2009, Side 4

Bændablaðið - 22.04.2009, Side 4
4 Bændablaðið | miðvikudagur 22. apríl 2009 Vikuna 13. til 17. apríl gerði Bændablaðið verðkönnun í milli- vöruverðsverslunum í fimm löndum á fimm vöruflokkum landbúnaðarvara. Margt áhuga- vert kom í ljós í könnuninni og er sem dæmi mikill verðmunur á nýmjólk, smjöri og gúrku á Íslandi og í nágrannalöndunum. Nýmjólkurlítrinn er til að mynda 174 prósent dýrari í Noregi en hér. Sé tekið mið af Spáni, þar sem evran er gjaldmiðill, er kílóverð á smjöri rúmlega helm- ingi hærra en hérlendis. Að sama skapi var verð á gúrkum, eggjum og kjúklingabringum mun lægra á Spáni og í Þýskalandi, þar sem evra er gjaldmiðill, en hérlendis. Löndin sem um ræðir í könn- uninni eru Ísland, Noregur, Dan- mörk, Spánn og Þýskaland og vörurnar sem valdar voru eru ný- mjólk (lítraverð), gúrkur (eininga- verð), kjúklingabringur (kílóverð), egg (einingaverð) og smjör (kíló- verð). Miðað var við gengi gjald- miðla föstudaginn 17. apríl en þá stóð danska krónan í 22,5, evran í 168 og norska krónan í 19. Hér- lendis var farið í Krónuverslun, í Þýskalandi í Plus, í Danmörku í Fakta, í Noregi í REMA 1000 og á Spáni í Caprabo. Landbúnaðarvörur hvers lands Vörurnar sem kannaðar voru eru allar framleiddar í þeim löndum sem könnunin var gerð í. Kannaðar voru ferskar kjúklingabring- ur en athygli skal vakin á því að hérlend- is var kílóverð á lausfrystum kjúklingabring- um 1.598 krón- ur en á ferskum kjúklingabring- um 2.798 krónur og því mikill verðmunur þar á. Taka verður til viðmiðunar að fersku kjúklinga- bringurnar voru seldar með 40% afslætti sem reiknaður var frá og verð með afslætti því notað. Engin varanna sem kannaðar voru flokk- uðust undir lífræna ræktun. Tekið skal fram að í Noregi var kílóverð á kjúklingabringum mjög misjafnt eftir stærð pakkninga eða á bilinu rúmlega 1.800 krónur íslenskar og upp í rúmlega þrjú þúsund krónur en í könnuninni er notast við lægsta verðið. Í Danmörku var gúrkan á 158 krónur stykkið en áhugavert er að einnig fengust þar erlendar gúrkur í sömu verslun sem kostuðu aðeins 68 krónur stykkið. Á Spáni eru margir framleiðendur mjólkurvara og það getur verið mikill verðmun- ur milli tegunda en algengt er að hver stórmarkaður einblíni á eitt mjólkurmerki og var því notast við þá tegund sem Caprabo-verslunin leggur áherslu á. Einnig var hægt að fá bætiefnabættar mjólkurtegundir en þær eru yfirleitt helmingi dýrari en þær venjulegu. Í Þýskalandi var tekið mið af eggjapakkningu frá framleiðanda þar sem hænur ganga lausar því í Plus er ekki hægt að kaupa egg sem koma frá hænum í búrum en það virðist vera krafa frá þýskum neytendum. ehg Að lágmarki 10.000 störf á Íslandi tengdust landbúnaði á einn eða annan hátt árið 2007 sem er á bilinu 5-6% af heildar- vinnuafli landsins. Af þessum störfum eru nálægt 4.400 sem flokkast sem störf í landbúnaði en afgangurinn, rúmlega 5.600 störf, eru unnin í tengslum við landbúnað og afleidda starf- semi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir Bændasamtökin um fjölda starfa og afleiddra starfa í landbúnaði. Innlend matvælaframleiðsla sparar gjaldeyri Bændur eru oft spurðir að því hvað margir starfi við greinina og stundum vafist tunga um tönn. Með skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ fæst staðfesting á því að land- búnaðurinn er undirstöðuatvinnu- grein sem skiptir verulegu máli í efnahagslegu tilliti. Forystumenn bænda hafa bent á að á tímum aukins atvinnuleysis og óróa í efnahagslífinu sé það sjaldan mik- ilvægara en nú að treysta á inn- lenda framleiðslu. Að auki sé það gjaldeyrissparandi að flytja ekki inn matvæli frá útlöndum sem við getum framleitt hér heima. Þá er það engum vafa undirorpið að traustur landbúnaður er meginstoð undir fjölmörgum byggðarlög- um því víða tengist honum fjöldi starfa í þéttbýli, t.d. við matvæla- iðnað og ýmsa þjónustu. Flest landbúnaðarstörf á Suðurlandi Þegar rýnt er í tölur Hagfræði- stofnunar um skiptingu landbúnaðarstarfa eftir landshlut- um kemur í ljós að á Suðurlandi vinna flestir sem starfa í land- búnaði eða 28%. Athygli vekur að 12% landbúnaðarstarfa eru á höfuðborgarsvæðinu sem er einu prósenti meira en á Vesturlandi. Á Norðurlandi eystra eru 17% og Norðurlandi vestra 14% land- búnaðarstarfa. Á Austurlandi eru 10% allra landbúnaðarstarfa og á Vestfjörðum 5%. Þessar tölur eru raunar síðan 2005 en þá voru rúm- lega 4.000 manns í störfum innan landbúnaðarins. Það ár var hlutfall heildaratvinnu hæst á Suðurlandi og Norðurlandi vestra, nálægt 10% á báðum þessum svæðum. 75% starfa í landbúnaði á kúa- og sauðfjárbúum Samkvæmt upplýsingum Hag- fræðistofnunar virðist sem að árið 2006 hafi hátt í 75% starfa í landbúnaði verið á kúa- og sauð- fjárbúum. Tæp 30% starfa eru á kúabúum, tæp 40% á sauðfjárbú- um og um 5% eru í blönduðum búskap. Fjórðungur vinnur síðan í garðyrkju og blómarækt, svína- rækt, á kjúklinga- og eggjabúum og öðrum búskap. Íslenskur landbúnaður skiptir máli Í nýútkomnum bæklingi frá Bændasamtökunum sem ber heit- ið Íslenskur landbúnaður skiptir máli er m.a. fjallað um þau fjöl- mörgu störf sem landbúnaðinum tengjast. Bæklingurinn kom út í síðustu viku og var m.a. dreift á fundum með frambjóðendum og á kosningaskrifstofum um allt land. Hægt er að nálgast ritið á pdf-sniði á vefnum bondi.is en einnig er hægt að fá hann send- an með því að hafa samband við Bændasamtökin. TB Ný skýrsla Hagfræðistofnunar 10.000 störf tengd landbúnaði Um 5.600 störf eru unnin í tengslum við landbúnað og tengda starfsemi. Bændasamtökin gáfu á dögunum út bæklinginn „Landbúnaður skiptir máli“ þar sem m.a. má nálgast upplýsingar um fjölda starfa í landbúnaði. Meðal þeirra forsendna sem bændur horfðu til við undirrit- un breytinga á búvörusamning- um er yfirlýsing ráðherra um að búvörulög verði styrkt og gildi þeirra umfram almenna löggjöf verði virt. Frumvarp um breyt- ingar á búvörulögum varð ekki að lögum áður en síðasta þingi var slitið en sú vinna var langt komin. Þær breytingar eru nauð- synlegar til að tryggja að bændur starfi allir eftir sömu löggjöf, hafi sömu réttindi og sömu skyldur. Sameiginlegur skilningur á nauðsyn þess að skerpa lögin Steingrímur J. Sigfússon sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra segir að hann hafi stutt það að þær breytingar næðu fram að ganga en það hafi því miður ekki tekist. Hann hafi þó fullan hug á því að koma því máli áfram eftir kosn- ingar. „Við ræddum þrjú tengd mál í samhengi við breytingarnar á búvörusamningunum og það er sameiginlegur skilningur minn og bænda að skerpa þurfi búvörulög. Ég lýsti því yfir að ég hefði fullan hug á að halda áfram að vinna að því að koma fyrirkomulagi bein- greiðslna í mjólk í það horf að tryggt væri að mjólk sem framleidd væri innan greiðslumarkaðskerf- isins hefði forgang á innanlands- markað. Í annan stað ræddum við leiðir til að viðhalda jafnvægi á innlendum kjötmarkaði í ljósi þess að nú hefur útflutningsskylda á lambakjöti verið felld niður. Við höfum skilning á þeim aðstæðum sem þar geta komið upp og ætlum að leita leiða til að tryggja að þar ríki stöðugleiki. Það eru ekki nein- ar handfastar tillögur um hvernig það verður tryggt en við munum vinna að því að útfæra leiðir í þeim efnum. Í þriðja lagi fórum við yfir stöðu Lífeyrissjóðs bænda. Þar hefur auðvitað ekki verið neinn samningur í gildi heldur hefur bara verið almenn samstaða um að séð verði fyrir málefnum lífeyrissjóðs- ins. Það voru ekki forsendur til að binda þau mál neitt frekar en það er minn vilji að við tryggjum áfram eðlilegan rekstur sjóðsins.“ Steingrímur segir að ekki hafi verið bókað sérstaklega um þessi málefni en samstaða sé um hvernig unnið skuli að þeim. Ráðherra vill styrkja búvörulög Frumvarp um breytingar líklega lagt fram aftur Verslun Nýmjólk Smjör, kg Gúrka, stk. Kjúklinga- bringur, kg Egg, 6 stk. Samtals Reykjavík Krónan 97 kr. 514 kr. 119 kr. 1.679 kr. 298 kr. 2.707 kr. Kaupmannahöfn Fakta 179 kr. 1.305 kr. 158 kr. 1.508 kr. 349 kr. 3.499 kr. Osló REMA 1000 266 kr. 969 kr. 171 kr. 1.862 kr. 266 kr. 3.534 kr. Barcelona Caprabo 161 kr. 1.210 kr. 84 kr. 1.000 kr. 164 kr. 2.619 kr. Berlín Plus 92 kr. 1.747 kr. 82 kr. 1.336 kr. 84 kr. 3.341 kr. Reykjavík Kaupmanna- höfn Osló Barcelona Berlín Reykjavík Kaupmanna- höfn Osló Barcelona Berlín Mjólkurlítrinn 174% dýrari í Noregi en á Íslandi Smjör, kílóverð í ísl. krónum Mjólk 1 lítri, verð í ísl. krónum Taflan sýnir niðurstöður könnunarinnar. Allt verð í íslenskum krónum. Rauðar tölur sýna hæsta verð og grænar lægsta verð.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.