Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | miðvikudagur 22. apríl 2009 Mikil óánægja er meðal garð- yrkjubænda með aðgerðarleysi stjórnvalda í málefnum greinar- innar. Garðyrkjubændur ákváðu að skrifa ekki undir breytingar á aðlögunarsamningi um starfs- skilyrði framleiðenda garðyrkju- afurða 18. apríl síðastliðinn á sama tíma og mjólkurframleið- endur og sauðfjárbændur skrif- uðu undir breytingar á sínum búvörusamningum. Ástæðan er sú að garðyrkjubændur telja til- gagnslaust að endurskoða samn- inginn ef ekki koma til breytingar á raforkuverði. Raforkuverð til grænmetisbænda hefur hækkað um fjórðung frá því í desember en þá var niðurgreiðsla á dreif- ingarkostnaði til þeirra skert. Ef ekkert verður að gert telja garð- yrkjubændur að hækkanirnar muni ganga af greininni dauðri. B j a r n i Jónsson fram- kvæmdastjóri S a m b a n d s g a r ð y r k j u - bænda segir g a r ð y r k j u - bændur veru- lega ósátta við skilningsleysi stjórnvalda á þeirri alvarlegu stöðu sem uppi er. „Garðyrkjubændur sáu engan tilgang í því að skrifa undir breytingar á aðlögunarsamn- ingi sínum vegna þess einfaldlega að ef ekki verður eitthvað að gert varðandi aukinn raforkukostnað þeirra þá er sjálfhætt í greininni. Raforkuverð til garðyrkjubænda hefur hækkað um fjórðung frá desember síðastliðnum og staðan er einfaldlega sú að framlegð þessari fyrirtækja ræður ekki við að kljúfa slíka hækkun. Að óbreyttu er því ljóst að rekstrarskilyrði garðyrkju- bænda eru brostin nema að gripið verði til aðgerða.“ Margir bændur komnir í þrot eftir hálft ár, að óbreyttu Bjarni segir að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hafi lagt til á fjárlögum að skerða niðurgreiðslu á dreifingarkostnaði rafmagns úr 95 prósentum í 66 prósent. „Við höfum reiknað það út að það eru aðeins 38 milljónir sem vantar upp á til að bæta upp þessa skerðingu. Það er ekki há upphæð fyrir ríkið en ómetanleg fyrir garðyrkjubænd- ur. Staðan er einfaldlega sú að þetta er spurning um líf eða dauða fyrir greinina. Ef haldið verður fast við þennan niðurskurð má gera ráð fyrir að margir garðyrkjubændur verði komnir í þrot eftir hálft ár.“ Bjarni segir að stuðningur við garðyrkjubændur sé pólitísk spurn- ing. Ljóst sé að til þess að koma megi til móts við kröfur garð- yrkjubænda þurfi ríkisvaldið að taka ákvörðun um að auka nið- urgreiðslur á flutningskostnaði raf- orku eða að beita sér fyrir því að raforkufyrirtækin lækki gjaldskrá sína. „Það hefur hver frambjóðand- inn á fætur öðrum komið fram að undanförnu og lýst því yfir hversu mikil vaxtarfæri séu í innlendri grænmetisframleiðslu. Þau vaxt- arfæri verða ekki fyrir hendi nema því aðeins að rekstrarskilyrði grein- arinnar verði tryggð. Það verður ekki gert nema með aðkomu rík- isvaldsins eins og ég hef lýst hér.“ Hækkanir og aukin framleiðsla orsökin Einar Kristinn Guðfinnsson fyrr- verandi sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra segir það ekki rétt sem komið hafi fram að hjá talsmönn- um garðyrkjubænda, að raforku- kostnaður hafi aukist um fjórðung í hans ráðherratíð. „Ég held að hér sé verið að misskilja hlutina og slá saman tveimur hlutum. Í minni tíð sem ráðherra voru niðurgreiðslur á raforku til garðyrkjubænda auknar verulega eða um hér um bil helm- ing frá því sem áður hafði verið. Þessar auknu niðurgreiðslur tóku gildi 2007 og hafa verið í gildi síðan. Það sem hefur gert það að verkum að raforkuverð til græn- metisbænda er að hækka er annars vegar það að RARIK hefur verið að hækka sína taxta og það hefur ekk- ert með ákvarðanir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins að gera. Það verða menn að ræða við raforkufyrirtækin og iðnaðarráðu- neytið. Hins vegar er það svo að framleiðsla garðyrkjubænda hefur verið að aukast, sem út af fyrir sig er mjög gleðilegt en inniber auðvit- að meiri rafmagnsnotkun. Í ljósi þeirra hremminga sem urðu í fjár- málum þjóðarinnar í haust tókst því miður ekki að auka framlög til niðurgreiðslna í samræmi við þessa auknu orkunotkun.“ Ákvarðanir frá fyrri tíð hitta garðyrkjuna fyrir Steingrímur J. Sigfússon sjávar- útvegs og landbúnaðarráðherra segir miður að ekki hafi tekist að ná samkomulagi við garðyrkjubændur um breytingar á samningi þeirra. „Auðvitað hefði maður gjarnan viljað klára þeirra samning líka en það náðist því miður ekki. Það hefur verið unnið að því að skoða þessi raforkumál, ég setti þá vinnu í gang mjög fljótlega eftir að ég kom í ráðuneytið. Síðan þá hefur verið unnið að málinu, bæði í sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og í iðnaðarráðuneytinu. Við höfum rætt við raforkufyrirtækin og það vita garðyrkjubændur. Því miður tókst ekki að klára þá vinnu á þessum stutta tíma en við höldum áfram að vinna að málinu. Af okkar hálfu er fullur vilji til að leysa þessi vandamál. Þetta eru auðvitað allt saman ákvarðanir frá fyrri tíð sem eru að koma fram núna og ekki við núverandi ríkisstjórn að sakast um neitt af þessu, það hljóta menn að sjá.“ fr Fréttir Á aðalfundi Sauðfjárræktarfélags Öxfirðinga þann 15. apríl síðastliðinn var Grímur Jónsson bóndi í Klifshaga 1 Öxarfirði gerður að heiðursfélaga. Grímur, sem komin er á 88. aldursár, er elsti sauð- fjárbóndi á Íslandi og eini starfandi bóndinn sem var á stofnfundi félagsins 20 okt. 1951. Hann sat í varastjórn fyrstu átta árin og síðan í aðalstjórn í 16 ár eða til árs- ins 1975. Grímur hefur um árabil verið einn af fremstu sauðfjárræktendum landsins og víðfrægur fyrir sitt for- ustufé. Af þessu tilefni afhent yngsti bóndinn í félaginu, Bjarki F. Karlsson, Grími heiðursfélagaskjal. Heiðursfélaginn ásamt fundarmönnum á aðalfundi Sauðfjárræktarfélags Öxfirðinga, talið frá vinstri: María S. Jónsdóttir ráðunautur, Sigurður Þ. Guðmundsson ráðunautur, Benedikt Kristjánsson Þverá, Halldór S. Olgeirs- son Bjarnastöðum, Stefán Pétursson Klifshaga 2, Þorbergur A. Einarsson Gilsbakka, Anna Englund Sandfelli, Gunnar Björnsson Sandfelli, Rúnar Þórarinsson Sandfellshaga 1, Björn Halldórsson Valþjófsstöðum 1, Sigþór Þórarinsson Sandfellshaga 1, Jón H. Guðmundsson Ærlæk, Grímur Jónsson Klifshaga 1, Stefán L. Rögnvaldsson Leifsstöðum, Bjarki F. Karlsson Hafrafellstungu, Bernharð Grímsson Ærlækjarseli 2. Elsti bóndinn heiðursfélagi Bændasamtök Íslands hafa ákveð- ið að kæra til áfrýjunarnefnd- ar samkeppnismála ákvörðum Samkeppniseftirlitsins frá 6. mars sl. Samkvæmt henni var samtök- unum gert að greiða stjórnvalds- sekt að upphæð 10 milljónir króna og átti greiðslan að fara fram eigi síðar en 6. apríl. Sú greiðsla hefur ekki verið innt af hendi. Lögmenn bændasamtakanna hafa lagt fram kæru til áfrýjunar- nefndarinnar ásamt ítarlegri grein- argerð. Í kærunni er þessi krafist að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli nr. 9/2009 (Brot Bændasam- taka Íslands á banni samkeppn- islaga við verðsamráði) verði felld úr gildi. Til vara er þess krafist að álögð stjórnvaldssekt verði felld niður og að réttaráhrifum ákvörð- unarinnar verði frestað meðan kæran er til meðferðar. Í rökstuðningi með kærunni er það einkum tvennt sem athuga- semdir eru gerðar við. Í fyrsta lagi að úrskurður Samkeppniseftirlitsins um starfsemi Bændasamtakanna sé óskýr. Í honum séu tilmæli til þeirra um að þau breyti hlutverki og starfsemi sinni með þeim hætti sem gerir samtökunum mjög erfitt um vik að sinna starfi sínu. Í öðru lagi er það gagnrýnt að í úrskurðinum sé ekkert tillit tekið til andmæla Bændasamtakanna við upphaflegri álitsgerð Samkeppnis- eftirlitsins. Þar sé að finna ítarlegan rökstuðning og útskýringar á starfi samtakanna sem ekki var tekið tillit til. Við þetta má bæta því að í ljósi atburða nýliðinnar helgar virkar það heldur kaldhæðnislega að á sama tíma og bændur og ríkið séu að ljúka samningsgerð um starfs- skilyrði búgreinanna og hljóti þakkir ráðherra fyrir framlag sitt, þá haldi Samkeppniseftirlitið því fram að bændur vinni neytendum tjón með starfsemi samtaka sinna. –ÞH Bændasamtökin kæra úrskurð Sam- keppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Metaðsókn á leiksýningu Hörgdæla Leiksýningin „Stundum og stundum ekki“, sem Leikfélag Hörgdæla hefur verið að sýna að Melum í Hörgárdal frá því í byrjun mars, mun slá sýninga- og aðsóknarmet hjá leikfélaginu. Gamla sýn- ingametið var 21 sýning á leikritunum „Þrek og tár“ og „Síldin kemur og síldin fer“. Aðsóknarmet verður líka slegið, því nú þegar hafa um 1.800 manns séð sýninguna. Leikritið hefur verið sýnt 20 sinnum og ákveðið hefur verið að sýna það 5 sinnum til viðbótar vegna gríðarlegrar aðsóknar. Svo að segja upp- selt hefur verið á nærri allar sýningar og ljóst er að 2.000 manna múrinn verður rofinn og rúmlega það. Þessar vinsældir hafa ekki ennþá sett strik í reikninginn hjá bændum í Hörgárdal en nú styttist í sauðburð og önnur vorverk þar þannig að síðasta sýning verður laugardaginn 2. maí. Bændasamtökin tilnefna í stjórn Bjargráðasjóðs Bændasamtök Íslands hafa tilnefnt í væntanlega stjórn Bjargráðasjóðs sem tekur við þegar núverandi stjórn hefur lokið uppgjöri á sjóðnum vegna eignarhlutar sveitarfé- laga. Þar eru tilnefndir aðal- menn Jóhannes Sigfússon og Eiríkur Blöndal en til vara Sveinn Ingvarsson og Karl Kristjánsson. Sjá nánar um breytingar á lögum um Bjargráðasjóð á bls. 6. Garðyrkjubændur ósáttir Ef ekki verður tekið á hækkunum á raforkukostnaði stefnir greinin í þrot Sáu ekki tilgang í að samþykkja breytingar á búvörusamningum Þessa mynd tók Sigurður Sigmundsson á dögunum af Reyni Jónssyni Reykási garðyrkjubónda í gróð- urhúsi hans í Götu. Þær eru glæsilegar gúrkurnar hans en lýsingin kostar sitt.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.