Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 15
15 Bændablaðið | miðvikudagur 22. apríl 2009 Kosningar 2009 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 22. APRÍL 2009 Kosningar til Alþingis fara fram 25. apríl næstkomandi við all undarlegar aðstæður. Eftir hrun bankanna síð- astliðið haust hefur umræðan í þjóðfélaginu tekið all miklum stakkaskiptum. Í stað þess að fjölmiðlar séu undirlagðir af fréttum um gengi hlutabréfa, stórveislur viðskiptajöfra og kaup á fasteignum í Danmörku hefur Auðlindin verið endurvakin hjá Ríkisútvarpinu og fjölmiðlar fjalla um prjónaskap og matjurtarækt í viku hverri. Bændur greina velvilja í þjóðfélaginu og krafan um íslenska framleiðslu er hávær. Þrátt fyrir erfiðleika í landbúnaði vegna þröngrar fjárhagsstöðu og hærra verðs á aðföngum er ljóst að ef bændum tekst að kljúfa erfiðleikana gætu verið mikil sóknarfæri falin í auknum áhuga almennings á innlendri búvöru þegar til fram- tíðar er litið. Sömuleiðis virðist áhugi stjórnmálamanna hafa aukist á málaflokknum. Bændablaðið hafði samband við formenn stjórnmála- flokkanna og lagði fyrir þá fjórar spurningar tengdar íslenskum landbúnaði. Hvorki Borgarahreyfingin né Lýð- ræðishreyfingin hafa formenn innan sinna raða og svara þær hreyfingar því ekki að þessu sinni. Spurningarnar voru jafnframt sendar Frjálslynda flokknum og ítrekað ýtt á eftir svörum frá formanni flokksins en þau bárust ekki. Formenn hinna flokkanna fjögurra, Framsóknarflokks, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinsti grænna svöruðu spurningunum svo sem sjá má. Jóhanna ein á báti í ESB málum Ljóst er að velvilja gætir í garð íslensks landbúnaðar hjá for- mönnunum fjórum og greina má samhljóm með þeirra skoð- unum og stefnu Bændasamtaka Íslands í veigamiklum atrið- um. Þó ber að nefna að Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar telur að Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu og er sú skoðun í samræmi við stefnu flokksins. Jóhanna nefnir í svari sínu að íslenskur landbún- aður geti átt margvísleg tækifæri með inngöngu í sambandið og leggur áherslu á að í viðræðum við Evrópusambandið þurfi sérstaklega að gæta að hagsmunum landbúnaðarins. Þessi skoðun Jóhönnu og Samfylkingarinnar er í beinni andstöðu við stefnu Bændasamtakanna sem lagst hafa einörð gegn aðild að Evrópusambandinu. Formenn hinna flokkanna virðast ekki á sama máli og Jóhanna, altént má ekki greina slíkt í svörum þeirra og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins virðist beinlínis vara við slíkum áformum í svari sínu. Formennirnir nefna allir, utan Jóhanna, fæðuöryggi þjóð- arinnar í svörum sínum og ljóst virðist að þeir eru sér meðvit- aðir um mikilvægi þess að búvöruframleiðsla verði tryggð hér á landi til framtíðar í því skyni að tryggja það öryggi. Þá virð- ast formennirnir jafnframt mjög meðvitaðir um mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir byggðir landsins, menningu og sjálfsmynd. Sjá svör formannanna á blaðsíðu 18. Formennirnir jákvæðir í garð íslensks landbúnaðar 18 » Evrópusambandið, ástandið í þjóðfélag- inu, efnahagsástandið, atvinnuleysið, skuldsetning bænda, matvælafrum- varpið, fákeppni í smásölu, jökla- bréf og nýsköpun í landbúnaði var meðal þess sem fundargestum var efst í huga á fjórum kosningafund- um sem Bændasamtök Íslands efndu til fimmtudagskvöldið 16. apríl sl. Fundirnir voru á Selfossi, í Hlégarði í Mosfellsbæ, Borgarnesi og á Akureyri og þá sóttu alls vel á fjórða hundr- að manns. Umræður voru líflegar og stóðu alls staðar fram undir eða fram yfir miðnætti. Skipulag fundanna var með þeim hætti að fyrst hélt fulltrúi Bændasamtakanna stutt erindi um stöðu íslensks landbúnaðar og við- horf samtakanna til kosningabarátt- unnar en síðan héldu fulltrúar þeirra flokka og hreyfinga sem bjóða fram til Alþingis stuttar ræður þar sem þeir gerðu grein fyrir afstöðu sinni til mál- efna landbúnaðarins. Í lokin voru svo fyrirspurnir og almennar umræður. Ef marka má þessa fundi skort- ir ekkert á áhuga bænda og ann- arra íbúa dreifbýlisins á pólitík. Frambjóðendurnir voru spurðir grimmt um afstöðu sína til hagsmunamála bænda og margir gátu ekki hamið sig heldur héldu ræðu þegar þeir áttu að bera fram fyrirspurn. Mál manna var að svona fundir væru af hinu góða, enda sjaldgæft orðið að fulltrúar flokkanna leiði saman hesta sína á almennum fundum í kosningabaráttunni. Niðri í vinstra horni eru myndir frá Selfossi þar fyrir ofan úr Borgarnesi, uppi í hægra horni frá Akureyri og þar fyrir neðan úr Mosfellsbæ. Fjörugir fundir með frambjóðendum

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.