Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 23
23 Bændablaðið | miðvikudagur 22. apríl 2009 Lesið í náttúruna – nám í skógfræði og landgræðslu Í skógfræði og landgræðslu tengjast náttúruvísindi, skóg- fræði, landgræðsla, landslagsfræði og rekstrar-fræði. Námið veitir traustan vísindalegan grunn og undirbúning fyrir marg- vísleg störf. Hluti náms byggist á valgreinum þar sem hægt er að efl a þekkingu á þeim sviðum sem þykja áhugaverðust. LbhÍ býður háskólamenntun til BS- og MS-gráðu. Kynntu þér nám í skógfræði og landgræðslu á heimasíðu skólans: www.lbhi.is U M H V E R F IS D E IL D P L Á N E T A N Laugardaginn 11. apríl sl. dró til tíðinda í Kjósinni þegar bændurn- ir að Hálsi hófu verslunarrekstur á bænum þar sem ætlunin er að selja afurðir beint til neytenda. Að Hálsi er rekið félagsbú þar sem nautgriparækt er í fyrirrúmi en að auki er stunduð verktaka, jarð- vegssala og ýmiss konar heima- framleiðsla. Á búinu eru eingöngu holdakýr og allir gripir flokkast því í úrvalsflokk. Góðar upplýsingar Kýrnar eru flestar af Galloway- kyni en einnig eru nokkrar bland- aðar Aberdeen Angus. Kjöt frá nágrannabænum Sogni er einnig til sölu í versluninni, en þar eru sams- konar nautgripir. Verslunin að Hálsi verður að telj- ast afar neytendavæn. Nákvæmar upplýsingar um kjötið og framleiðsl- una eru aðgengilegar í versluninni, í bæklingum og á upplýsingaspjaldi, sem auðveldar neytendum að átta sig á mismunandi eiginleikum kjötsins á nautaskrokknum. Er enda geng- ið alla leið í vöruframboði þar sem nánast allar afurðir nautaskrokksins verða í boði; vöðvarnir og beinas- teikur, gúllas og hakk, auk þess sem séróskum um nautatungu, uxahala og mergbein er mætt með svolitlum afgreiðslufresti. Úr mjólkurframleiðslu í kjötframleiðslu Tvær fjölskyldur standa að félags- búinu að Hálsi; Jón Gíslason og Sólrún Þórarinsdóttir annars vegar og sonur þeirra Þórarinn Jónsson og kona hans Lisa Boije hins vegar. Þórarinn segir að árið 1998 hafi faðir hans fært sig úr mjólkurfram- leiðslu yfir í kjötframleiðslu. „Strax upp úr því fór hann að selja nauta- kjöt beint frá bænum en það var svo fyrir þremur árum sem við fórum að markaðssetja þessa sölu undir yfir- skriftinni „Beint frá bónda“ – tals- vert löngu áður en Nóatún fór að nota það slagorð,“ segir Þórarinn og brosir. „Við höfum áður verið að selja kjötið frá okkur á sveitamörk- uðum hér í Kjósinni og það var eig- inlega vegna þeirra viðbragða sem við höfum fengið við því, að við ákváðum að ganga lengra í vöru- framboði og bjóða upp á smærri einingar. Áður var ekki hægt að kaupa af okkur nema að lágmarki ¼ skrokk og þetta er því í raun skref í þá átt að nálgast óskir neytenda. Þá höfum við komið okkur upp kjöt- vinnslu, innan við verslunina, og þar eru möguleikar sem við munum geta nýtt okkur í framtíðinni til vinnslu á ýmsum vörum. Enn sem komið er höfum við þó lítið notað hana til að úrbeina eða í slíkri vinnslu, einfald- lega vegna þess að SS hefur boðið það gott verð fyrir þá vinnu. Ég hef aðallega verið að nýta aðstöð- una til að skera niður í sneiðar og pakka kjötinu, en ég sé þó fyrir mér í framtíðinni að við munum nýta hana betur til að fullvinna afurðirnar sjálf,“ segir Þórarinn. Heimagerðar árstíðabundnar vöru Lisa, kona Þórarins, leggur heima- gerðar, árstíðabundnar vörur til verslunarinnar. Hefur hún þróað ýmsar sultur, hlaup, chutney, kæfur, terrine, kryddolíu og edik, piparrótarsinnep og fleira kræsi- legt sem þykir hæfa með nauta- kjöti. Verslunin að Hálsi fór vel af stað og mættu um 30 manns á fyrsta degi. Hún er opin föstudaga 16-20 og laugardaga og sunnu- daga 14-20. -smh Sveitabúðin Matarbúrið að Hálsi í kjós Nautatunga, uxahali og mergbein – og ýmsar aðrar krásir í boði Kristall frá Litlalandi Kristall er glæsilegur 3 vetra foli undan Töfra frá Kjartansstöðum og Stjörnu frá Litlalandi. Kristall varð í þriðja sæti 2 vetra fola 2008 á ungfolasýnin- gunni á Ingólfshvoli. Hann tekur á móti hryssum í girðingu á Litlalandi í sumar og er verð á tollinu 20.000 kr. fyrir utan girðingargjald og sónar, auk vsk. Áhugasamir geta haft samband við Gústav í síma 660-1773. Matarbúrið er einkar snoturt Þórarinn og Lisa í gættinni t.v. og innanbúðar t.h. myndir | smh Bændur / Búnaðarfélög. SKOÐIÐ ÞETTA í ljósi þurrkanna sem voru undanfarin tvö sumur. Getum útvegað fær- anlegan vökvunar- búnað frá ítalska fyr- irtækinu OCMIS fyrir allar stærðir og gerðir af ræktunarsvæðum. Einfaldur í notkun og fljótlegt að færa á milli svæða. Um er að ræða kefli á beislisvögnum frá 50m/m x120m upp í 150m/m x 750m langar slöngur. Vatn fyrir búnaðinn er tekið úr nærliggjandi tjörn eða læk. Ekkert rafmagn, vatnsþrýstingurinn fer að hluta til í gegnum túrbínu sem snýr tromlunni til baka og er stillanlegt fyrir regn- fall frá 5 m/m upp í 40 m/m á hverri vél. Tilvalið fyrir 2-3 aðila að eiga saman eða fyrir búnaðarfélög til útleigu. Afgreiðslutími er um 2 mánuðir. Við getum einnig útvegað öflugan dælubúnað af mörgum gerðum. Nánari upplýsingar s: 8924163, netfang: jonsihh@ internet.is Hákonarson ehf. Hrossabændur -Ný tækifæri- Ísteka ehf. óskar eftir samstarfi við hrossabændur um blóðtökur úr fylfullum hryssum í ágúst og september. Blóðið er nýtt sem hráefni til lyfjagerðar og fullunnið lyf flutt út. Verðið er vel sam- keppnishæft og hefur hækkað síðustu þrjú árin u.þ.b.í samræmi við gengisvísitölu. Hafið samband strax. Upplýsingapakki bíður ykkar. Kynningarfundir verða á eftirtöldum stöðum: í Austur-Húna- vatnssýslu í félagsheimilinu Dalsmynni (við þjóðveg 726) þann 27.apríl, í Þingeyjarsýslu á Stórulaugum þann 28.apríl og á Suðurlandi í Gunnarshólma í Landeyjum þann 30. apríl. Allir fundirnir hefjast klukkan 20. Ísteka ehf., Grensásvegur 8, 108 Reykjavík s. 581-4138, netfang: holmfridur@isteka.com

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.