Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | miðvikudagur 22. apríl 2009
4 8 5
7 9
9 2 4
3 7
6 8 4 2
6 7
8 4 6
2 3
1 3 5
3
5 4 6 7
9 8
9 2 3
8 2
7 5 1
5 2
7 9 6 4
3
8 1 2
3
7 4 6
5 6 4
9 1
8 2 7
1 2 3
6
3 9 7
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er
að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn-
ar. Sama talan má ekki koma fyrir
tvisvar í línu lárétt og lóðrétt og
heldur ekki innan hvers reits sem
afmarkaður er af sverari línum.
Þrautirnar eru miserfiðar, sú
sem er lengst til vinstri er léttust og
sú til hægri þyngst en sú í miðjunni
þar á milli.
Hægt er að fræðast nánar um
Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni
www.sudoku.com og þar er einn-
ig að finna fleiri þrautir ef þessi
skammtur nægir ekki.
Líf og lyst
Sumri fagnað með böku og bombu!
Uppskriftaþátturinn fær aftur
notið liðsinnis Ásdísar Hjálm-
týsdóttur matsveins, líkt og í síð-
asta blaði, sem töfrar nú fram
rosalega girnilega marensbombu
fyrir lesendur Bændablaðsins.
Hvað er betra en að byrja sum-
arið með glæsibrag og bjóða
vinum og vandamönnum upp á
eina bombu eða svo og kannski
pönnuböku upp á franska vísu
með?
Marensbomba
Einföld uppskrift
4-5 eggjahvítur (munurinn er á
stórum eða meðalstórum eggjum)
180 g sykur
2 bollar rice krispies
Á milli botnanna er:
¾ l rjómi, stífþeyttur
6 kókosbollur
6 kíví
½ kg jarðarber
Aðferð:
Þeytið saman egg og sykur þar til
allur sykur er uppleystur og krem-
ið er orðið þykkt. Bætið þá rice
krispies út í og bakið við 130°C í
90 mínútur. Skerið niður kíví og
jarðarber í hæfilega stóra bita.
Stífþeytið rjómann og setjið á
annan botninn, merjið kókosboll-
ur og tyllið ofan á rjómann ásamt
ávöxtunum. Setjið hinn botninn
yfir.
Ofan á tertuna er sett brætt súkkul-
aði, rauð, blá og græn vínber,
blæjuber, kíví, jarðarber, bláber,
rifsber eða bara það sem ykkur
langar í.
Pönnubaka með perum og valhnet-
um
4 perur (skornar í bita)
3 msk. smjör
50 g valhnetur (brotnar gróft)
3 msk. sykur
1 msk. hunang
1 tsk. kanill
2 blöð af frosnu smjördeigi
hrært egg til að pensla með
Aðferð:
Látið smjördeigsblöðin þiðna í um
20 mínútur og fletjið þau út svo
hvort blað verði nægilega stórt
til að þekja rúmlega helming af
yfirborði eldunarpönnu. Setjið
deigið til hliðar. Hitið pönnu og
setjið sykurinn á hana, þegar syk-
urinn tekur að bráðna er smjör-
inu blandað saman við. Hrærið
í og látið malla þar til gullin og
ilmandi karamella er orðin til á
pönnunni. Setjið perubátana og
valhnetubitana út í og veltið þeim
saman við. Látið malla á lágum
hita nokkra stund. Takið pönnuna
af hitanum. Hrærið kanil saman
við hunangið og hellið því svo
jafnt yfir perublönduna. Leggið
smjördeigsblöðin yfir perufyll-
inguna í pönnunni og ýtið jöðr-
um deigsins niður með hliðunum
allan hringinn. Deigið myndar
botn bökunnar. Stingið pönnunni
inn í 200°C heitan ofn og bakið
í 35 mínútur. Setjið álpappír yfir
ef botninn tekur að dökkna um
of. Takið pönnuna út úr ofninum
og látið hana standa í 5 mínútur
áður en kökudiski er hvolft yfir.
Síðan er öllu snúið við og pönn-
unni lyft varlega upp þannig að
bakan sitji eftir á diskinum, falleg
og freistandi. Borðið bökuna volga
með vanilluís eða þeyttum rjóma.
(Úr bókinni Hollt og fljótlegt)
ehg
MATUR
Í marensköku eins og er á þessari mynd þarf þrefalda uppskrift, í venjulega ofnskúffu þarf tvöfalda uppskrift en í
hringlaga tertu þarf einfalda uppskrift.
Frá Núpi á Berufjarðarströnd
höldum við í Reykhólasveitina,
að Árbæ. Þar búa þau Þórður
Jónsson, Ása Björg Stefánsdóttir
og Guðlaug systir Þórðar. Þau
búa blönduðu búi með sauðfé,
geldneyti og æðarvarp.
Býli?
Árbær Reykhólasveit.
Staðsett í sveit?
Yst á Reykjanesi,10 km frá
Reykhólum.
Ábúendur?
Þórður Jónsson, Ása Björg
Stefánsdóttir og Guðlaug systir
Þórðar.
Fjölskyldustærð (og gæludýra)?
Þórður og Ása eiga tvö börn;
Ólöfu Elísabetu og Jón Hjalta,
sem eru flutt að heiman og búa
á Reykjavíkursvæðinu. Þau eru
dugleg að koma heim og hjálpa
til í búskapnum þegar þarf.
Gæludýrið er ofvirki hundurinn
Þorri sem er búinn að reyna
hressilega á þolrif eigenda sinna.
Stærð jarðar?
Um 400 ha.
Tegund býlis?
Blandað bú. Sauðfé, kýr, geld-
neyti og æðarvarp.
Fjöldi búfjár og tegundir?
Við erum með 310 kindur, 10
mjólkurkýr, 25 geldneyti og kálf-
ar, 5 hestar og 15 íslenskar hænur.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Yfir vetrartímann byrja allir dagar
á því að fara í fjósið og síðan í
fjárhús. Útihús eru sambyggð og
því mjög þægileg. Þórður gerir
við vélar og tæki sem mest sjálfur,
það er mikill sparnaður í því. Þá
tekur hann einnig af fénu sjálfur.
Guðlaug og Ása sjá um að fjað-
ratína dúninn, en það er yfirleitt
gert í janúar og febrúar.
Í vetur hefur Ása unnið í
mötuneyti Reykhólaskóla, mætir
kl.10 svo það passar ágætlega
með fjósverkunum og tvo daga í
viku er hún líka með föndur fyrir
eldriborgara í Dvalarheimilinu
Barmahlíð.
Guðlaug sér um að hygla kúm
og kálfum um miðjan daginn,
síðan líkur deginum með fjárhús-
og fjósverkum.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin?
Dúnleitir í góðu veðri eru tví-
mælalaust skemmtilegustu störfin
og smalamennskur sömuleiðis í
góðu veðri eru toppurinn, ann-
ars er flest skemmtilegt ef allt er
í lagi.
Leiðinlegasta starfið er að tína
grjót úr flögum.
Hvernig sjáið þið búskapinn
fyrir ykkur á jörðinni eftir 5
ár?
Vonandi með svipuðu sniði.
Hvaða skoðun hafið þið á
félagsmálum bænda?
Verðum við treystum því fólki
sem kosið er til starfa að vinna
stéttinni til heilla.
Hvernig mun íslenskum land-
búnaði vegna í framtíðinni?
Það hefur komið berlega í ljós í
kreppunni hve íslenskur landbún-
aður er mikilvægur þjóðinni. Ef
bændastéttinni tekst að halda vel á
málum og ef unga fólkinu verður
gert kleift að koma inn í stéttina
þá á landbúnaðurinn bjarta fram-
mtíð fyrir sér.
Hvar teljið þið að helstu tæki-
færin séu í útflutningi íslenskra
búvara?
Að tryggja áframhaldandi gæði og
sérstöðu íslenskra afurða.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Ostur og ekta smjör vantar aldrei
og svo auðvitað mjólk.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu?
Ef húsbóndinn fengi að ráða þá
væri kjötsúpa flesta daga !!
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin?
Þegar ný flatgryfja var tekin í
notkun árið 1977 eftir mörg óþurr-
kasumur.
Árbær, Reykhólasveit
Bærinn okkar
Frá Árbæ Ása og Þórður í Árbæ með
barnabarnið Ástu Katrínu.
Þórður að skjótast út í Skáleyjar á
Breiðafirði.