Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | miðvikudagur 22. apríl 2009 Fréttir úr búrekstri LbhÍ Opið hús á Hesti Eins og svo oft áður tókst vel á opna húsinu á Hesti í byrjun mánaðarins. 15 aðilar kynntu sig og þjónustu sína og tóku gest- ir þessu afar vel. Fjöldi gesta var áþekkur og verið hefur og lék veðrið að þessu sinni við gesti Landbúnaðarháskólans, en svo hefur nú ekki ávallt verið! Við þökkum kærlega öllum fyrirtækj- um og stofnunum sem tóku þátt í þessum góða degi með okkur og síðast en ekki síst öllum þeim fjöl- mörgu gestum sem lögðu lykkju á leið sína til þess að heimsækja búið og skoða þessa óvenjulegu land- búnaðarsýningu. Vorverkin hafin... „Blessuð“ blesgæsin kom 1. apríl sl. – ein sex stykki og daginn eftir 34 í viðbót. Síðan þá hafa þær komið í stórum hópum og nú er það svo að túnin á Hvanneyri eru full af þessum friðaða fugli. Gæsin sér um sín árlegu vorverk hér um slóðir, þ.e. að éta upp allan nýgræðing og tryggja það að túnin verði nú ekki of fljót til sprettu. Ég hef oft sagt það að enginn bóndi myndi nú sætta sig við slíka með- ferð á spildum, en þar sem þess- ar spildur eru í opinberri eigu þá horfir málið öðruvísi við. Á sama tíma fá þó önnur tún okkar, bæði á Hesti, í Mávahlíð og á Miðfossum að vera nokkurnveginn í friði, svo þetta er nú ekki alslæmt. Páskaegg frá Nóa Síríus! Á opna húsinu á Hesti um dag- inn var gestum boðið að taka þátt í nafnaleik búsins, en þessa dag- ana er verið að gefa öllum gim- brum búsins nafn. Nafnareglurnar eru nokkuð skýrar en margir þekkja vafalítið nafnahefð búsins þar sem nöfn afkomenda ákveðinna hrúta eru ávallt dregin af nafni þeirra og/ eða tengd nafni hrútsins. Að þessu sinni voru páskaegg frá Nóa Síríus í vinning og eftirfarandi gestir voru dregnir út og hafa þegar fengið afhent sín páskaegg: Bjarki Fannar Karlsson, Hafrafellstungu, Kristín Gunnarsdóttir, Lundi, Sóley Sig- tryggsdóttir, Göngustaðakoti, Heim- ir Klemenzson frá Dýrastöðum og Guðrún María Björnsdóttir, Ásbrún 6. Við óskum öllum þessum heppnu gestum til hamingju um leið og við þökkum fyrir þau fjölmörgu nöfn sem við fengum til þess að moða úr! Léttikerrur fyrir hross Þessa dagana eru nemendur í Búsmíði að smíða hér í Bútækni- húsinu margs konar tæki og tól sem vafalítið verður gagn að þegar heim verður komið að loknu námi. Smíðisgripirnir eru afar fjölbreyttir, allt frá hnakkastatífum, gripaflutn- ingsgrindum, rúllugjafagrindum, hliðgrindum, sekkjalyftum og allt upp í léttikerrur fyrir hross! Létti- kerrurnar hafa heillað marga nem- endurna á liðnum árum og nú eru fjórar í smíðum í einu, sem er met. Skeifudagurinn framundan Undirbúningur fyrir Skeifudaginn er nú í fullum gangi hjá okkur, en hann verður haldinn á sum- ardaginn fyrsta (fimmtudaginn 23. apríl). Eins og gefur að skilja þarf að huga að mörgu þegar slík hátíð er haldin, en Skeifudagurinn verð- ur haldinn í Hestamiðstöð LbhÍ að Miðfossum. Dagskrá hátíðahald- anna er aðgengileg á vef LbhÍ og við minnum á að allir eru hjart- anlega velkomnir á þessa upp- skeruhátíð hrossaræktarkennslu Landbúnaðarháskólans. Búrekstrarsviði LbhÍ Snorri Sigurðsson Búnaðarþing sem haldið var í vetur fól stjórn Bændasamtaka Íslands að vinna að því í sam- vinnu við Póst- og fjarskipta- stofnun að tryggja fullnægjandi póstþjónustu í dreifbýli. Þeir Eiríkur Blöndal framkvæmda- stjóri BÍ og Karl Kristjánsson annar varaformaður samtak- anna áttu fund nú nýlega með Ingimundi Sigurpálssyni for- stjóra Íslandspóst þar sem farið var yfir málið en að sögn Karls hefur mikillar óánægju gætt víða í hinum dreifðu byggðum þar sem fyrirtækið hefur skert þjón- ustu sína. Búnaðarþing lagðist eindregið gegn þeirri skerðingu sem Íslandspóstur hefur áform- að og víða þegar framkvæmt á landsbyggðinni. Bendir bún- aðarþing á að tryggja þurfi fjár- magn og pólitískan vilja svo veita megi fullnægjandi póstþjónustu í dreifbýli. „Óánægja manna beinst að skertri þjónustu, víða er búið að leggja niður póstafgreiðslur á landsbyggðinni eða áform eru uppi um slíka lokun, þá hefur póstburð- ardögum í strjálbýli verið fækkað úr 5 í 3 á viku og loks má nefna að búið er að setja upp póstkassa við sveitabæi og þurfa bændur nú að sækja póst sinn að næsta stofnvegi eða tengivegi. Gert er ráð fyrir að ekki verði um lengri leið að ræða en 500 metra, en við vitum til þess að þeir sem lengst þurfa að fara til að ná í sinn póst þurfa að aka 6 kílómetra leið,“ segir Karl en hann býr á Kambi II í Reykhólasveit. Þar hafa póstmálin verið nokkuð til umræðu, enda hefur skerðing á þjónustu Íslandspósts komið niður á sveitarfélaginu af fullum þunga. Íbúum landsins mismunað eftir búsetu Hann segir Íslandspóst rekið sem „markaðsdrifið“ fyrirtæki, þó svo að félagið sé í eigu rík- isins. Markaðssjónarmið séu því allsráðandi við stjórnun þess, en ekki hugað að t.d. jafnræðisreglu og því að verið sé að mismuna íbúum landsins eftir búsetu. „Það er öllum öðrum gildum en hinum markaðslegu rutt úr vegi og pen- ingasjónarmiðin virðast allsráð- andi. Niðurstaðan verður sú að íbúar í dreifðum byggðum landsins fá póst sjaldnar en þéttbýlisbúar og þeir þurfa sjálfir að hafa fyrir því að sækja hann, sumir um langan veg,“ segir Karl Hann segir að forsvarsmenn Íslandspósts hafi ekki ljáð á því máls að þjónustunni yrði á ný breytt til fyrra horfs. „Mér skild- ist fremur að allt eins gæti þurft að taka upp þriggja daga þjón- ustu um land allt í nánustu fram- tíð,“ segir Karl, en bætti við að Bændasamtökin myndu áfram berj- ast fyrir bættri þjónustu við lands- byggðarbúa og að hún verði veitt á jafnræðisgrundvelli og án mismun- unar eftir búsetu. Við þetta er því að bæta að Bændablaðið leitaði eftir sjónvar- miðum Íslandspóst við vinnslu þessarar fréttar en án árangurs. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir svar- aði Ingimundur Sigurpálsson for- stjóri fyrirtækisins ekki skilaboðum blaðamanns. Vonandi verður hægt að birt hans hlið á málinu þótt síðar verði. MÞÞ Bændasamtökin munu berjast fyrir bættri póstþjónustu í dreifbýli Dæmi um að bændur þurfi að aka sex km eftir pósti sínum Karl Kristjánsson á Kambi II í Reyk- hólasveit og annar varaformaður Bændasamtaka Íslands. Sandvíkur- Skrudda Páls Lýðssonar Í byrjun júní kemur út bókin Sandvíkur-Skrudda Páls Lýðs- sonar, gamansögur úr Árnes- þingi. Um er að ræða sögur sem Páll heitinn, sem lést í umferð- arslysi 8. apríl 2008, safnaði árum saman af mönnum og málefnum sem tengjast á einn eða annan hátt Árnessýslu. Það er bókaútgáfan Hólar sem gefur bókina út. Í bókinni verður að finna tabula memorialis, eða minning- aráritun, þar sem áskrifendur að bókinni geta vottað Páli heitnum virðingu sína. Hægt er að gerast áskrifandi í gegnum símanúmerið 587-2619 eða í gegnum netfang- ið holar@simnet.is. Þá má geta þess að Fræðslunet Suðurlands og Fjölbrautaskóli Suðurlands standa fyrir málþingi um Pál laugardag- inn 2. maí. MHH Nýlega var undirritaður samning- ur um útgáfu bókarinnar í Litlu-Sandvík. Hér er ritnefnd bókarinnar og ekkja Páls. Frá vinstri: Lýður Pálsson, Elínborg Guðmundsdóttir, Sigurður Krist- inn Hermundarson og Guðjón Ingi Eiríksson, eigandi bókaútgáfunn- ar Hóla. Hátíðarmessa á sumardaginn fyrsta Prestsbakkakirkja á Síðu 150 ára Prestsbakkakirkja, sem var vígð á sumardaginn fyrsta 21. apríl 1859, á 150 ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni fer fram hátíð- ar- og afmælismessa sumardag- inn fyrsta 23. apríl nk. kl.14. Biskup Íslands herra Karl Sigur- björnsson prédikar. Séra Sigurður Sigurðsson vígslubiskup, séra Haraldur M. Kristjánsson prófast- ur, séra Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari, séra Bryndís Malla Elídóttir, fyrrverandi sóknarprest- ur í Prestsbakkasókn og núver- andi sóknarprestur séra Ingólf- ur Hartvigsson þjóna til altaris, lesa ritningarorð og leiða bæn- ir. Prestsbakkakirkjukór leið- ir almennan safnaðarsöng undir stjórn Brians Røgers C. Harolds- sonar organista Prestsbakkasóknar. Eftir messuna verður boðið til kirkju- og afmæliskaffis á Hótel Klaustri. Huppa eins árs Föstudaginn 3. apríl sl. var efnt til nettrar afmælisveislu í tilefni af eins árs afmæli nýja skýrslu- haldskerfisins í nautgriparækt; HUPPU. Afmælisteitið fór fram í nýju Nautgriparæktarstöðinni á Hesti. Þann fyrsta apríl 2008 var skýrsluhaldskerfið formlega opn- að og fyrsta afurðaskýrslan skráð rafrænt í gegnum internetið. Fyrst til þess varð Skólabú Landbúnað- arháskóla Íslands á Hvanneyri og í tilefni af því fékk það afhenta við- urkenningu (blóm og páskaegg). Við það tækifæri nefndi Ágúst Sig- urðsson rektor LbhÍ að merkiskýrin Huppa 12 á Kluftum, sem var fædd í Skollagróf í Hrunamannahreppi 3. nóvember 1926, væri óvenju- lega stór ættmóðir íslenskra naut- gripa. Hennar hlutdeild í erfða- efni kúastofnsins væri um 6% og 80-90% lifandi nautgripa í landinu gætu rakið ætt sína til Huppu. Til eru fornar frásagnir (Skýrt og skorinort – ritgerðasafn Helga Haraldssonar á Hrafnkelsstöðum) um að Huppa hafi verið einskon- ar ,,huldukýr“ eða í stuttu máli að langamma hennar, sem hét Murta og var tvíburi á móti nautkálfi (kvígan talin ófrjó og kölluð viðr- ini), hafi verið getin í þreifandi útsynningséli undir kletti af huldu- nauti. Af því tilefni var í veislunni kastað fram vísufyrriparti sem Sigurður Kristjánsson, starfsmaður BÍ, botnaði: Huppa var forðum huldukýr hún er nú kerfi í tölvu. Lífshjólið áfram leyndin knýr lít ég til spásagna völvu. Mads Stub Jörgensen, fjósameist- ari á Hvanneyri, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, nautgriparæktar- ráðunautur BÍ og Ágúst Sigurðs- son, rektor LbhÍ, í afmælisveisl- unni.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.