Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 21
21 Bændablaðið | miðvikudagur 22. apríl 2009 ÞJÓÐ OKKAR hefur byggt frá land- námi á hágæða landbúnaði með einum heilnæmustu landbún- aðarvörum heims. Við höfum lifað og haft af allar kreppur sem dunið hafa á landinu, enda alltaf verið okkur næg um eigin matvæli. Nú í alþjóðavæðingunni og frjálsari flutningum matvæla milli landa og heimsálfa verður sífellt erfiðara að standa gegn innflutn- ingi erlendra matvæla, og hefur á síðustu árum sífellt verið háværari krafa ákveðinna afla um niðurfell- ingu tolla og hafta til þess að hugs- anlega fá ódýrari matvæli, og þau jafnvel verið tilbúin að fórna land- búnaðinum fyrir þann málstað. En nú þegar kreppir að og ekkert sjálfgefið að gjaldeyrir sé til til að kaupa nauðsynjavörur, hefur þjóðin séð að næg matvælaframleiðsla er grunnundirstaða sjálfstæðis hverrar þjóðar. Enginn efast um það í dag. Eitt er víst að þegar mest hefur verið veist að landbúnaðinum hefur Framsóknarflokkurinn ávallt verið í fararbroddi við að verja land- búnaðinn og séð jafnframt um að byggja hann upp í þá stöðu sem hann er í dag. Í dag höfum við mikla mögu- leika til framtíðar á að vera með hágæða landbúnað sem skilar bændum hamingju og raunveruleg- um afkomutekjum. Þó eru mörg óveðursský eftir bankahrunið síðasta haust og höfum við bændur ekki farið var- hluta af því. Bændur eru mjög háðir þolinmóðu og miklu fjár- magni miðað við veltu og því grunnskilyrði, svo að landbúnaður geti þrifist hér með góðu móti, að vextir séu lágir. Raunin er sú að vextir í landbúnaði ættu að geta verið lægri en gengur og gerist á almennum markaði, þar sem bænd- ur hafa hvorki tök á né eru þekktir fyrir að setja bú sín í þrot. Við í Framsóknarflokknum vilj- um að sjálfsögðu að búvörusamn- ingarnir sem ríkið rifti einhliða við okkur bændur taki gildi á ný. Einnig vitum við að nauðsynlegt er fyrir okkur sem stundum land- búnað að gera öll plön til langtíma og ekki er gott að hafa miklar koll- steypur á rekstrarumhverfi bænda. Því viljum við framlengja búvöru- samninga um 2 ár og einnig að farið verði í það sem allir lofa, en við ætlum að framkvæma að lækka raforkuverð til garðyrkjubænda. Við verðum einnig til framtíðar að fara að skoða hvernig við getum hugsanlega breytt núverandi nið- urgreiðslum á matvælum til neyt- enda til þess að auðvelda nýliðun og minnka fjármagnsbindingu, án þess þó að minnka skilvirkni kerf- isins. Við höfum ekki trú á að „taka í nefið“-styrkjaleiðir, eins og vinstri flokkarnir vilja fara í landbúnaði, muni skila okkur árangri til fram- tíðar, en það eru styrkir sem menn fá fyrir að sitja á jörðinni jafnvel óháð framleiðslu. Þær leiðir leiða til skjalatöskubænda eins og víða eru í Evrópu. Fyrst maður er byrjaður að nefna Evrópu er réttast að nefna Evrópusambandið, en ef farið verður í aðildarviðræður tel ég nú hyggilegast fyrir okkur bændur að við Framsóknarmenn komum að þeim samningum. Við höfum skýra stefnu og skilyrði í þeim málum, sem vernda m.a. að fullu íslenskan landbúnað og verður ekkert vikið frá þeim skilyrðum. Ekki kemur til greina að gefa eftir í svo veigamiklum málum, en aftur á móti virðist að Vinstri grænir séu tilbúnir að gefa alla sína andstöðu við ESB eftir ef þeir fá að komast aftur í ríkisstjórn, og ekki treysti ég þeim að fara með samn- ingsumboð fyrir landsins hönd þegar meginhugsjónin er sú að fá að stjórna með Samfylkingunni. En nú er vor í lofti og tækifæri til að hleypa vori inn í þjóðina og inn á Alþingi. Framsóknarflokkurinn hefur endurnýjað sig og mokað flórinn og vona ég að þið kjósendur sýnið okkur traust, svo við getum komið nauðsynlegum efnahagstillögum í gegn til bjargar fjölskyldum lands- ins. Gleðilegt sumar.                                  !!    "         # $ %                       !"!# $$$#!#                      Í STAKSTEINUM Morgunblaðsins 9. apríl sl. gerir Staksteinahöfundur lítið úr fullyrðingum John Perkins um hagkvæmni þess að gera ræktun grænmetis og ávaxta með ylrækt á Íslandi að stóriðju. Vissulega má segja að ýmsar fullyrðingar Perkins orki tvímæl- is. En hugmyndin um eflingu ylræktar er alls ekki út í hött. Með lækkun rafmagnsverðs til ylrækt- arbænda má auka framleiðsluna þannig að við Íslendingar verð- um sjálfum okkur nógir í þeim efnum. Hvað útflutning og samkeppni við ódýrari framleiðslu t.d. í Evrópu varðar er næsta víst að við getum ekki boðið sama verð og þeir, a.m.k. ekki um þessar mundir. En við eigum líka að ein- beita okkur að því að framleiða hér lúxusvöru, helst á lífrænan máta, því það er mikil eftirspurn eftir slíkri framleiðslu og hún verður að sjálfsögðu dýrari en venjuleg framleiðsla matvæla. Ég held að við yrðum ekki í vand- ræðum með að selja slíka vöru í framtíðinni þótt aðstæður í heim- inum í dag séu ekki hagstæðar. Nýlega leituðu Norðmenn svara um hvort við gætum selt þeim grænmeti. Þeir vita að íslenskt grænmeti kostar meira en norskt, meira en evrópskt. En hver er ástæðan? Nýleg rann- sókn bendir til þess að evrópskt grænmeti og ávextir sé meira og minna eitrað vegna mikillar notkunar á eiturefnum erlend- is. Í sumum tilfellum er eitrið svo mikið að mikil neysla þess- ara vara getur valdið heilsutjóni. Þessi vara er flutt inn til Íslands í stórum stíl. Hvað varðar vangaveltur um verð á rafmagni til stóriðju er lítið hægt að fullyrða því upplýsingar um það liggja ekki á lausu. Það væri fróðlegt að fá að vita hvern- ig samningar Landsvirkjunar við álframleiðendur um verð á raf- magni eru. Eitt er þó víst að það verð sem álframleiðendur greiða nú rýrnar ört vegna lækkandi verðs og minni eftirspurnar eftir áli á heimsmarkaði. Því miður er það svo, m.a. af þessum sökum, að hagur Landsvirkjunar fer versnandi og er þó nógu slæmur fyrir. Það ætti að skoða það með jákvæðum huga hvernig við getum aukið framleiðslu á inn- lendu grænmeti og ávöxtum með hagkvæmari rekstri í ylrækt. Vonandi mun ný ríkisstjórn, hvernig sem hún verður sam- ansett, gera það. Hermann Þórðarson Kæru bændur og aðrir Íslendingar Guðni Ragnarsson bóndi á Guðnastöðum, skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi Kosningar Ódýrt rafmagn og grænmetisrækt                                  

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.