Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 17
17 KOSNINGAR 2009 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 22. APRÍL 2009 Frjálslyndi flokkurinn Í kosningastefnuskrá flokksins er lögð áhersla á að íslenskum bænd- um verði frjálst að framleiða og selja afurðir sínar beint til neytenda. Á síðasta landsfundi flokksins var samþykkt eftirfarandi ályktun um landbúnaðarmál: „Landbúnaðurinn gegnir því mikilvæga hlutverki að tryggja mat- vælaöryggi þjóðarinnar og hann er mikilvægur grundvöllur atvinnulífs og byggðar í landinu. Því ber að standa vörð um íslenskan landbún- að og gera sérstakar ráðstafanir til þess að gera bændum kleift að mæta þeim alvarlega fjárhagsvanda sem þeir standa nú frammi fyrir.“ Niðurgreiðslur í landbúnaði hafi skapað neikvæða ímynd. Í grundvallarstefnu flokksins sem finna má í málefnahandbók hans er ítarlegur kafli um landbún- að. Í honum kemur meðal annars fram að: @ Landbúnaður er og verður grundvöllur byggðar í sveit- um landsins. @ Breyta þarf núverandi for- sendum landbúnaðar svo nýir möguleikar skapist í greininni. @ Einstaklingsfrelsi til athafna þarf að fá að njóta sín í þess- ari atvinnugrein sem öðrum. @ Gefa þarf íslenskum land- búnaði tækifæri til að sanna sig í samkeppni við erlenda framleiðslu. @ Stuðla þarf að aukinni markaðssetningu erlendis. @ Snúa þarf neikvæðri þróun við með því að taka á þátt- um sem eru atvinnugrein- inni fjötur um fót. Gera skal öllum greinum landbúnaðar sem byggja á landnytjum jafn hátt undir höfði. Jafnframt er greint frá því hvað það er sem Frjálslyndi flokkurinn telur að hafi orsakað vanda íslensks land- búnaðar. Meðal þess eru framselj- anleg framleiðsluréttindi sem sett hafi fjárfestingar í sveitum landsins í uppnám, niðurgreiðslur í landbún- aði hafi skapað neikvæða ímynd af íslenskum landbúnaði og athafna- frelsi bænda sé flækt í viðjur laga og reglna sem standist á engan hátt. Í stefnu Frjálslynda flokksins kemur fram að flokkurinn vilji efla trú og traust þjóðarinnar á íslenskan landbúnað sem keppt geti í fram- tíðinni á alþjóðlegum samkeppn- ismarkaði. Til þess þurfi að stefna að fjölskylduvænum landbúnaði með byggða- og búsetustyrkjum. Það verði best gert með eftirfarandi aðgerðum: Sett verði lög sem heimila rík- isstjórn að leggja fjármuni til bænda til að styrkja byggð. Styrkir verði veittir til einyrkja (fjölskyldna), en samyrkjubú og hlutafélög verði skilgreind sem ígildi fjölda einyrkja. Aðeins þeir njóti styrkja sem eiga lögheimili á styrktri jörð og hafa aðsetur þar. Styrkt verði framleiðsla sem tilkomin er vegna landnýtingar. Hirðing hlunninda verði undanskil- in styrkveitingum, enda er viðhald þeirra án útgjalda af hálfu notanda, þó svo kostnaður sé af nýtingu. Styrkir verði annarsvegar búsetustyrkir sem taki mið af fjöl- skyldustærð og búsetustað, og hins- vegar framleiðslustyrkir sem taki mið af árangri framleiðenda við að framleiða markaðshæfa vöru. Tekið verði tillit til þess hvað milliríkja- samningar leyfa og sett verði þak á mögulegan heildarstyrk bús. Fyrirkomulag skógræktar þarf að endurskoða og þá samninga sem gerðir eru við bændur. M ikill munur er á vægi landbúnaðar í stefnu flokkanna sem bjóða fram til Alþingis 25. apríl næstkomandi. Til að mynda er ekkert að finna um land- búnað í stefnu nýju framboðanna tveggja, Borgarahreyfingarinnar og Lýðræðishreyfingarinnar. Samfylkingin leggur áherslu á að tryggja stöðu landbún- aðarins í aðildarviðræðum við Evrópusambandið og að ný sóknarstefna verði mótuð í landbúnaði. Frjálslyndi flokkurinn fer ekki mörgum orðum um landbúnað í kosn- ingastefnuskrá sinni en í grundvallarstefnu flokksins er fjallað þeim mun ítarlegar um landbúnað á Íslandi. Í kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins kemur fram að hlúa verði að matvælaframleiðslu í landbúnaði og auk þess samþykkti flokkurinn mjög ítarlega ályktun um landbúnaðarmál á síðasta flokksþingi sínu sem mótar stefnu flokksins í málaflokknum. Sama má segja um Vinstri græn. Á landsfundi flokksins var samþykkt viðamikil landbúnaðarstefna og auk þess er sérstakur kafli í kosningastefnuskrá flokksins um íslenskan landbúnað. Sjálfstæðisflokkurinn nefnir ekki landbúnað sérstaklega í kosningastefnuskrá sinni en vísar í allumfangsmikla ályktun um landbúnaðarmál sem samþykkt var á landsfundi flokksins og unnið er eftir þegar kemur að málaflokknum. Bændablaðið rýndi í áherslur flokkanna varðandi landbúnaðarmál. Vinstrihreyfingin grænt framboð Í kosningastefnuskrá Vinstri grænna er sérstakur kafli um málefni land- búnaðarins undir yfirskriftinni Öflugur landbúnaður. Þar kemur fram að Vinstri græn vilja blása til sóknar í landbúnaði og matvæla- framleiðslu með bættu rekstrarum- hverfi, markaðsátaki og stuðningi við nýjungar á borð við uppruna- merkingar, heimaframleiðslu og lífræna ræktun. Áfram skuli standa vörð um matvælaöryggi og störf í matvælaiðnaði. Leggja á áherslu á að auðvelda nýliðun í landbúnaði með sérstökum stuðningi við þá sem hefja búskap. Enn fremur kemur fram í kosningaáherslunum að Vinstri græn vilja efla heimafram- leiðslu, upprunamerkingar, hönn- un og markaðsetningu á íslenskum landbúnaðarvörum. Kraftmikill landbúnaður nauð- synlegur til að tryggja fæðuöryggi Á síðasta landsfundi Vinstri grænna var landbúnaðarstefna flokks- ins undir fyrisögninni Kraftmikill landbúnaður jafnframt endurskoð- uð og er hún all viðamikil. Upphaf stefnunnar er á þennan veg: Vinstrihreyfingin – grænt framboð lítur svo á að kraftmik- ill landbúnaður sé nauðsynlegur til að tryggja fæðuöryggi þjóð- arinnar. Einnig er landbúnaður- inn brýnt samfélags- og umhverf- ismál. Framtíð þessa atvinnuvegar á Íslandi veltur á því að víðtæk sátt ríki um starfsskilyrði landbúnaðar- ins og það fjölþætta hlutverk sem hann gegnir í landinu, þar á meðal að framleiða holl matvæli á viðráð- anlegu verði, treysta búsetu í dreif- býli, viðhalda umhverfisgæðum, tryggja fæðu- og matvælaöryggi, styðja ferðaþjónustu og aðrar atvinnugreinar. Í stefnunni kemur sömuleiðis fram að stefna skal að sjálfbærni landbúnaðar á Íslandi. Vinstri græn vilja stefna að því að fæðuöryggi þjóðarinnar verði með þeim hætti að framleitt verði það mikið af mat- vöru í landinu að sú framleiðsla nægi til þess að sjá landinu farborða hvað fæðu varðar. Flokkurinn telur mikilvægt að landbúnaðurinn og öll önnur landnýting þróist í sátt við umhverfið og á grundvelli við- horfa um sjálfbæra þróun þannig að vistvænir búskaparhættir og góður aðbúnaður búfjár verði ávallt í önd- vegi. Fjölskyldubúið verði áfram sú framleiðslueining sem halda skal í heiðri og stuðningskerfi landbún- aðarins verði skipulagt út frá þeirri einingu. Ræktarland fari ekki undir aðra starfsemi en landbúnaðarframleiðslu Vinstri græn lýsa eindregnum vilja til að auðvelda kynslóðaskipti í landbúnaði, meðal annars með lánasjóði til handa nýliðum í grein- inni til jarðakaupa, og hindra að verslun með bújarðir hnekki byggð í sveitum landsins. Brýnt er að endur- skoða jarðalög með þetta í huga og tryggja að eignarhaldi á jörð- um fylgi bæði réttindi og skyldur gagnvart umhverfi og samfélagi. Flokkurinn vill að hugað verði að landnýtingu og reynt að tryggja í almennu skipulagi að ræktarland fari ekki undir aðra starfsemi en landbúnaðarframleiðslu. Flokkurinn vill beita sér fyrir lagasetningu um hámarkshlut ein- stakra aðila af heildarframleiðslu- rétti eða -magni innan hverrar búgreinar. Í sauðfjárrækt og mjólk- urframleiðslu verði miðað við 1% af heildargreiðslumarki. Jafnframt verði réttur til framleiðslustuðn- ings bundinn við búsetu á lögbýlum en ekki aðeins eignarhald. Vinstri græn vilja auka korn- birgðir landsins og stefnt skal að byggingu birgðastöðva fyrir korn. Jafnframt skuli efla rannsóknir og þróun á hveitirækt á Íslandi og stefna að því að landið verði sjálf- bært hvað hveiti varðar eins skjótt og auðið er. Varðandi orkumál vilja Vinstri græn að raforkukostnaður í dreifbýli verði lækkaður til jafns við það sem gerist í þéttbýli og tryggja verði afendingaröryggi rafmagns um allt land. Efla skuli rannsóknir á sjálf- bærum orkugjöfum til landbún- aðarnotkunar og stefna að nýtingu þeirra hið fyrsta. Vinstri græn vilja að allar land- búnaðarafurðir verði uppruna- merktar og auðkenndar með tilliti til framleiðslulands, bæði íslensk- ar og innfluttar. Jafnframt þarf að gera reglur um fullvinnslu afurða þannig úr garði að heimaunnin matvæli verði raunhæfur kostur þeirra bænda sem kjósa að selja sína vöru sjálfir. Efla þurfi stuðn- ing við lífrænan búskap og styrkja rannsóknir á því sviði. „Það eru efnahagsmálin, það er ekki spurning,“ segir Anna S. Jónsdóttir, bóndi á Svalbarði á Svalbarðsströnd, en hún sótti fund Bændasamtakanna á Hótel KEA á Akureyri. Hún var spurð hvaða málefni hún setti í öndvegi fyrir komandi kosningar. „Hlutirnir verða að fara að virka, nú eru margir mánuðir liðnir frá hruninu en mér finnst seinagangurinn of mikill. Það virðist enginn vita hvar hann stendur, mér finnst of mikil óvissa ríkjandi ennþá og menn fá ekki skýr svör,“ segir Anna. „Og þau svör sem okkar berast eru allt- of loðin.“ Anna kveðst einnig hafa á tilfinningunni að margt varðandi bankahrunið eigi eftir að koma upp á yfirborðið, „og allt eins gæti ég trúað að við værum í enn verri stöðu en við höldum núna,“ segir hún. Stefna stjórnmálaflokkanna og aðgerðir í efnahagsmálum segir hún að muni ráða því hvaða flokk hún kýs á laugardaginn. Stefna flokkanna í landbúnaðarmálum mun einnig hafa áhrif á val Önnu. „Mér finnst líka skipta máli hvaða einstaklingar eru á listanum og það ræður mínu vali að töluverðu leyti. Ég vil að frambjóðendur séu heiðarlegir og samkvæmir sjálfum sér, segi ekki eitt í dag og annað á morgun, en á því hefur mér stund- um fundist bera hjá sumum. Ég er alfarið á móti Evrópusambandinu þannig að ég útiloka strax þá flokka sem vilja fara þá leið,“ segir Anna. Hvað er það mikilvægasta fyrir landbúnaðinn í þessari kosninga- baráttu? „Það er að tryggja afkomu greinarinnar í náinni fram- tíð. Gengið fer mjög illa með okkur t.d. í áburð- arkaupum. Nú er áburðarverð skráð í erlend- um gjaldmiðli og bændur verða að sæta því hvaða gengi er á krónunni þegar hann er borgaður. Við fáum ekki greitt fyrir afurðir okkar í erlendum gjaldmiðli.“ Hvað ræður þínu atkvæði? „Ég treysti Framsóknarflokknum best til að sjá um hag okkar bænda. Hann hefur staðið sig vel í gegnum tíðina með það. Við nutum starfs- krafta Guðna Ágústssonar lengi og hann lyfti grettistaki í íslenskum landbúnaði.“ Spurt á bændafundi á Selfossi Guðmundur Sig- urðsson bóndi á Reykhóli. Hvað er það mikilvægasta fyrir landbúnaðinn í þessari kosninga- baráttu? „Það er mikilvægast fyrir okkur að ganga ekki í Evrópusambandið. Mér finnst það skipta öllu máli.“ Hvað ræður þínu atkvæði? „Ég er búin að vera mjög óákveðin hvað ég ætla að kjósa. Afstaða f l o k k a n n a til Evrópu- s a m b a n d s - aðildar ræður miklu þar um og almenn stefna í land- búnaðarmálum. Mér finnst skipta miklu máli að hvert land geti fætt sína þjóð og spyr hversu ofarlega stjórnmála- flokkarnir setja þau viðhorf.“ Guðný S. Sig urðardótt ir, bóndi á Selalæk. Anna S. Jónsdóttir á Svalbarði: „Stefna og aðgerðir í efnahagsmálum“ mynd | smh

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.