Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 13
13 Bændablaðið | miðvikudagur 22. apríl 2009 Vestfirska forlagið ákvað á dög- unum að leggja sitt af mörkum til að freista þess að létta lund landsmanna, ekki veitti nú af eftir allar hremmingarnar. Hermann Gunnarsson var því ráðinn til að setjast niður með allar ellefu bæk- urnar sem forlagið hefur gefið út með þjóðsögum og gamanmálum að vestan. Útkoman úr því varð bók þar sem birt er úrval vest- firskrar fyndni. Sögurnar eru flestar af sprelllif- andi nútímafólki, bæði þjóðþekkt- um mönnum á borð við Matthías Bjarnason, Össur Skarphéðinsson og séra Baldur í Vatnsfirði sem og minna þekktu sómafólki þar vestra. Sumar eru nýlegar, aðrar eldri. Hér fer á eftir ein í eldri kantinum og ber heitið „Hver hefur sinn djöful að draga“: Eitt sinn sem oftar kom Björn Ólafsson, bóndi í Dufansdal við Arnarfjörð, í kaupfélagið á Bíldudal að finna Pétur Þorsteinsson kaup- félagsstjóra, en Björn var snilld- ar hagyrðingur. Pétur var þá niðri á bryggju að huga að báti sem kaupfé- lagið gerði út. Vélstjórinn á bátnum, sem hafði verið að rífa vélina, kom gangandi á eftir Pétri upp bryggj- una og sagði honum hvað þyrfti að kaupa af varahlutum. Vélstjórinn var vaðandi í smurolíu upp fyrir haus en Pétur vel uppábúinn. Björn stóð í kaupfélagsglugg- anum og horfði á þá félaga nálgast. Einhver sem inni var vék sér þá að Birni og sagði líkt og Pétur gerði oft: Það mætti nú yrkja eitthvað um þessa tvo. Björn kastaði fram þess- ari vísu: Kemur Pétur kjagandi, kotroskinn og vagandi, með sinn djöful dragandi, drullugan og klagandi.                        NÚ ÞARF AÐ SPARA. Við núverandi aðstæður er nauðsynlegt að trassa ekki viðhaldið Við sérpöntum varahluti í vinnuvélar og vörubíla. Leitið ávallt tilboða áður en dýrir hlutir eru keyptir BMB KAUP Símar: 564-3220 894-3836 894-3933 – fyrir alla sem elda – www.ms.is/gottimatinn nýr vefur tímaritið gott í matinn Ekki láta tímaritið Gott í matinn, sem dreift er á öll heimili, fram hjá þér fara. Tímaritið er sneisafullt af girnilegum og gómsætum réttum sem allir geta eldað. taktu persónu-leikaprófið hvernig eldar þú ? www.ms.is/gottimatinn Finndu uppskriftir að gómsætum réttum með Gott í matinn vörunum á www.ms.is/gottimatinn. í matargerð þjóðarinnar undirstaðan H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -0 1 9 2 Jarðvegur er undirstaða meginhluta fæðuöflunar í heiminum. Í mörgum löndum gengur hins vegar hratt á þessa dýrmætustu náttúruauðlind jarðarbúa. Orsökin er yfirleitt rán- yrkja lands vegna mistaka við skipulag landnýtingar, einkum akuryrkju, beitar og skógarhöggs. Í lok síð- asta árs birtu stjórnvöld í Kína niðurstöður rann- sókna á útbreiðslu jarðvegseyðingar, sem unnið hafði verið að í þrjú ár og náðu til alls landsins. Í ljós kom að alvarleg jarðvegseyðing á sér stað á þriðjungi lands í Kína. Á hverju ári glatast um 4,5 milljarðar tonna af jarðvegi og þessi stórfellda landhnignun hefur alvarleg áhrif á uppskeru og vatnsöflun. Ef slíkt tap á jarðvegi heldur áfram er talin hætta á að upp- skera í Norðaustur-Kína, frjósömustu héruðunum, gæti fallið um 40% á næstu 50 árum. Fæðuöryggi fjölmennustu þjóðar veraldar er ógnað. Alvarleg eyð- ing frjómoldar á sér einnig stað í ýmsum héruðum Indlands, næstfjölmennasta ríki heims, og fjölmörg- um öðrum löndum. Að mati margra er jarðvegseyð- ingin „hin þögla kreppa heimsins“ og mun hafa vax- andi áhrif á möguleika margra þjóða til að afla nægra matvæla. Frjósamt land og öflugur gróður mun skipta Íslendinga æ meira máli í framtíðinni. Svo undarlega bregður hins vegar við að það virðist afar sjaldan minnst á þessar undirstöður matvælaframleiðslunnar í umfjöllun bændastéttarinnar og ráðamanna þjóð- arinnar um skipulag, stöðu og vaxtarmöguleika meg- inbúgreina landbúnaðarins hér á landi. Andrés Arnalds Heimild m.a. fréttablað Alþjóðlegu jarðvegs- verndarsamtakanna,WASWC, apríl 2009 Jarðvegseyðing ógnar matvælaframleiðslu Þú færð límmiðana hjá okkur Íslensk framleiðsla! Á fr am Ís la nd - Ve lju m ís le ns kt ! Hafðu samband við sölumann í 567 88 88 Plast, miðar og tæki - www.pmt.is Vestfirskur húmor í úrvali

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.