Bændablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 1
8
Blaðauki:
Byggingar í
landbúnaði
3. tölublað 2010 Fimmtudagur 11. febrúar Blað nr. 320 Upplag 20.800
10
Ráðast ætti í lagningu
Svínavatnsleiðar
Matís tekur
nýtt húsnæði
í notkun
Íslenskir bændur eru vissulega blómleg stétt en sennilega komast þeir þó fæstir í fötin hans Emils Gunnlaugssonar hvað það varðar. Emil starfrækir
blómaræktarstöðina Land og syni á Flúðum og er eflaust þegar byrjaður að huga að konudeginum sem er ekki langt undan. Mynd | Sigurður Sigmundsson
Blómlegur bóndi
Mun minna ræktunarland er
til staðar hér á landi en talið
hefur verið fram að þessu. Þetta
kemur fram í rannsókn þeirra
Þórodds Sveinssonar og Jónatans
Hermannsonar lektora við
Landbúnaðarháskóla Íslands um
ræktun orkujurta á bújörðum.
Í erindi þeirra sem flutt verð-
ur á Fræðaþingi landbúnaðar-
ins fimmtudaginn 18. febrúar
næstkomandi munu þeir gera
grein fyrir niðurstöðum rann-
sóknar sinnar. Í rannsókninni
eru kynntir möguleikar fram-
leiðslu lífmassa til eldsneyt-
isframleiðslu sem að hluta kæmi
þá í stað innflutts jarðefnaelds-
neytis. Þar er gerð tilraun til að
meta hvaða tegundir orkujurta
koma til greina til ræktunar
hérlendis, uppskeruhorfur og
stærð landnæðis sem hægt væri
að nýta til slíkrar ræktunar með
viðunandi stofnkostnaði og í sátt
við umhverfissjónarmið.
Ekki nema 42.000 hektarar lands
ræktanlegir
Mikið ræktunarland er nauðsyn-
legt til ræktunar á lífmassa í mikl-
um mæli. Til að hagkvæmt sé að
hefja framleiðslu af þessu tagi þarf
landnæði að vera víðáttumikið,
auðræktanlegt og samfellt. Í rann-
sókn þeirra Þórodds og Jónatans
kemur í ljós að land sem hentar til
stórræktunar af því tagi er umtals-
vert minna en áður hafði verið talið
og svigrúm til aukinnar ræktunar
er ekki nema brot af því sem áður
hefur verið talið. Svigrúm til auk-
innar ræktunar er ekki nema um
42.000 hektarar lands sem er um 36
prósent aukning umfram það land
sem þegar er í ræktun, en í ræktun
eru nú alls 115.770 hektarar þegar
allt er talið. Þóroddur og Jónatan
benda reyndar á að möguleg skýr-
ing þess að ræktarland sé minna en
áður hefur verið talið geti skýrst af
kröfum um samfellu lands og gæði
þess.
Séu horft til framleiðslugetu þess
lands sem hægt væri að rækta og
taka undir lífmassaframleiðslu má
sjá að í allra mesta lagi er hægt að
ná 100.000 tonnum af díselolíugildi
út úr þeirri framleiðslu. Samkvæmt
upplýsingum frá Hagstofu Íslands
eru það í mesta lagi um 15 prósent
af olíu- og bensínnotkun hérlend-
is eins og nú háttar. Þá benda þeir
Þóroddur og Jónatan á að hluti af
mögulegu ræktunarlandi verði ekki
nýtanlegur til lífmassaframleiðslu
vegna mikils flutningskostnaðar.
Niðurstaðan kemur á óvart
Hvergi hafa verið til upplýsingar
um ræktunarland af þessu tagi fram
að þessu og fengu skýrsluhöfundar
héraðsráðunauta búnaðarsamband-
anna í lið með sér til að meta land
í sínu umdæmi sem hentað gæti
til stórræktunar og væri enn ónot-
að. Þóroddur benti, í samtali við
Bændablaðið, á að ekki væri tekið
tillit til landgræðslusvæða í þessari
úttekt enda uppfylltu þau ekki skil-
yrði sem sett yrðu um ræktanleika
hvað sem síðar yrði. Hann lagði
jafnframt áherslu á að um væri að
ræða mat sem væri að einhverju
leyti umdeilanlegt enda væri það
skoðun hans og Jónatans að þörf
væri á að fara í enn frekari rann-
sókn á umfangi og gæðum rækt-
anlegs lands hérlendis. Eftir stend-
ur að ræktanlegt land er umtalsvert
minna en búist hafði verið við og
kom sú niðurstaða á óvart. fr
Næsta Bændablað
kemur út 11. febrúar
Athyglisverðar niðurstöður rannsóknar á möguleikum til ræktunar orkujurta
Ræktunarland hérlendis mun minna en talið var
Niðurstöðurnar kynntar á Fræðaþingi landbúnaðarins
Vinna við undirbúning að hugs-
anlegri sameiningu tveggja
sveitarfélaga, Arnarneshrepps
og Hörgárbyggðar, er í full-
um gangi að sögn Axels
Grettissonar formanns samein-
ingarnefndar.
Axel segir að nú sé verið að
fjalla um álit samstarfsnefndar-
innar í hreppsnefndum, en nefnd-
in er búin að skila því af sér. „Um
miðja næstu viku verður þetta allt
saman endanlega ljóst, en eins og
staðan er núna stefnum við að því
að kjósa um málið 20. mars næst-
komandi,“ segir hann. Áður en
til kosninga kemur verða kynn-
ingarfundir haldnir og gefið út
kynningarrit sem dreift verður
á öll heimili í sveitarfélögunum
tveimur.
Kosningin í Eyjafirði er dæmi
um vaxandi áhuga á samein-
ingu sveitarfélaga sem nú verð-
ur vart. Ráðherra sveitarstjórn-
armála fundar nú um landið og
boðar að nú standi til að fækka
sveitarfélögum úr 77 niður í 17.
Bændablaðið var á fundi með
honum í Borgarnesi. Sjá bls. 7
Stefnt að kosningu
20. mars nk.
SFR bíður
úrskurðar um
rekstrar breytingar
á Hvanneyri
SFR, stéttarfélag í almannaþágu,
bíður nú eftir úrskurði umboðs-
manns Alþingis um lögmæti breyt-
inga á rekstrar formi búrekstrar
Land búnaðar háskólans Íslands
á Hvanneyri sem tók gildi um
síðustu áramót. Þá var allur
búrekstur á Hvanneyri og á
Hesti færður undan skólanum
og í sérstakt rekstrarfélag,
Grímshaga ehf. Við þessa breyt-
ingu var ellefu starfsmönnum
skólans sagt upp störfum.
Að sögn Þórarins Eyfjörð fram-
kvæmdastjóra SFR sendi stétt-
arfélagið inn erindi til umboðs-
manns Alþingis þar sem færð voru
fram rök fyrir því að sú aðgerð
stjórnar Landbúnaðarháskólans
að einkavæða hluta af ríkistofn-
un væri ólögleg og fyrir henni
væri ekki heimild. „Við þá aðgerð
voru starfsmenn fluttir til milli
rekstrareininga án þess að styð-
jast við aðilaskiptalög og það
teljum við klárt lögbrot. Þetta
voru okkar meginathugasemd-
ir. Umboðsmaður Alþingis sendi
síðan Landbúnaðarháskólanum
bréf 18. desember síðastliðinn þar
sem að málið er rakið og óskar
eftir upplýsingum. Skólanum var
veittur frestur til 1. febrúar en ég
hef ekki fregnað neitt um hvort að
þar hafi verið svarað. Þegar það
hefur verið gert munum við svara
því erindi og umboðsmaður vænt-
anlega úrskurða um málið.“
Að sögn Þórarins veltur
framhald málsins á niðurstöðu
umboðsmanns. Komist hann að
því að um löglegan gerning hafi
verið að ræða mun málið verða
látið niður falla. Ef niðurstaða
umboðsmanns verður sú að ekki
hafi verið löglega að málum
staðið verði send erindi bæði til
menntamálaráðuneytisins og fjár-
málaráðuneytisins og óskað skýr-
inga. Jafnframt verði sóttar bætur
til handa félagsmönnum sem sagt
var upp eða færðir til í starfi. „Við
lítum þetta alvarlegum augum. Ef
að forstöðumenn eða stjórnir ein-
stakra stofnana hafa leyfi til að
einkavæða hluta af sínum stofn-
unum þá hljóta þeir líka að hafa
leyfi til að einkavæða alla stofn-
unina. Það má að okkar mati ekki
breyta rekstri stofnana sem ákv-
arðaður er með lögum, það er í
okkar huga bara lögbrot.“
fr
15-18