Bændablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | fimmtudagur 11. febrúar 2010 Sigbjörn Nökkvi Björnsson útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík 23. janúar með BS gráðu í byggingartæknifræði en lokaverkefni hans snerist um arðsemi vegstyttinga á hring- veginum milli Reykjavíkur og Akureyrar. Í lokaverkefninu leggur Nökkvi mat á arðsemi fimm vegstyttinga á Norðurlandi vestra. Þrjár leiðanna snúast um vegstyttingu við Svínavatn í Austur-Húnavatnssýslu, ein er vegstytting í Skagafirði þar sem svokölluð Vindheimaleið er lögð til grundvallar og þriðja leið- in er vegstytting í Hrútafirði. Reiknast Sigbirni til að arðsemi Svínavatnsleiðar 1, sem svo er nefnd í verkefninu, sé 20,8 pró- sent til 25 ára. Fáar framkvæmd- ir á landinu myndu skila viðlíka arðsemi og er það persónulegt mat Nökkva að ráðast eigi í þá framkvæmd sem allra fyrst. Þó leggur hann áherslu á að sú vegagerð verði að vera í sátt við heimamenn, eins og reyndar allar aðrar framkvæmdir. Nökkvi er fæddur á Egilsstöðum en bjó fyrstu fimmtán ár ævi sinnar í Jökulsárhlíð, á bænum Surtsstöðum. Fimmtán ára flutti hann síðan á Egilsstaði með for- eldrum sínum. Nökkvi hefur starfað við vegagerð hjá verktaka- fyrirtækjum, meðal annars vann hann við lagningu nýs vegar í Norðurárdal í Skagafirði. Því var bakgrunnur hans ein af ástæðunum fyrir því að hann ákvað að taka vegstyttingar fyrir í lokaverkefni sínu. „Svínavatnsleið og sú stytting sem hún hefur í för með sér hefur verið í umræðunni töluvert lengi. Sömuleiðis er Vindheimaleið þekkt en Hrútafjarðarleiðin er nú fyrst og fremst mín skoðun, og að baki henni liggja ekki neinar verulegar rannsóknir. Mesta umferð á landinu er á þessari leið, milli Reykjavíkur og Akureyrar, ef stórhöfuðborgar- svæðið er undanskilið. Þess vegna er auðvitað mikið unnið ef hægt væri að stytta þá leið. Styðja þarf atvinnu uppbyggingu á Blönduósi Nökkvi segir að vissulega séu talsvert margar aðrar mögulegar vegstyttingar á landinu og full- komin ástæða til að kanna þær. Mesta arðsemin við leiðastytt- ingar sé hins vegar á þjóðvegi 1, á Hringveginum og þá ekki síst á milli Reykjavíkur og Akureyrar. „Hvað varðar Svínavatnsleið kanna ég þrjár útfærslur þar. Annars vegar leið sem Vegagerðin hefur látið teikna upp fyrir sig og er stysta leiðin. Hins vegar tvær leiðir sem teiknaðar voru upp fyrir Leið ehf. Þær eru báðar að stórum hluta eins og vegur í kringum Svínavatn í dag.“ Það sem lagt er til grundvall- ar arðsemisútreikningum í verk- efni Nökkva er vegalengdarstytt- ing, ferðatímastytting miðað við 85 kílómetra meðalhraða milli Akureyrar og Reykjavíkur, kostn- aður við byggingu vegarins og við- hald, kostnaður við viðhald eldri vega sem ekki er hægt að leggja af og tjónatíðni. Í meðfylgjandi töflu má sjá kostnaðaráætlanir, styttingu vega- lengda og arðsemi leiðanna fimm sem Nökkvi skoðar í verkefni sínu. Þegar horft er á tölurnar um arð- semi án þess að kafa dýpra mætti segja að það gæfi auga leið að ráð- asti ætti í lagningu Svínavatnsleiðar, veglínu 1 í ljósi þeirrar miklu arð- semi sem verkefnið ber. Það er þó fleira sem taka þarf tillit til. Það sem hefur helst staðið í vegi fyrir því að ráðist væri í Svínavatnsleið er and- staða íbúa Blönduósbæjar. Í verk- efninu tæpir Nökkvi á byggðasjón- armiðunum. Ljóst sé að á Blönduósi óttist menn mjög að missa ferða- mannaþjónustu ef hringvegurinn yrði færður frá Blönduósi. „Það er vitað að ferðamenn stoppa tals- vert á Blönduósi eins og staðan er núna. Heimamenn eru í fullum rétti að halda þessum sjónarmið- um fram. Hins vegar er gríðarlegur sparnaður af framkvæmdinni og þarna takast því á tvö sterk sjón- armið. Mín skoðun er að það eigi að nýta að einhverjum hluta þann sparnað sem fengist með lagningu Svínavatnsleiðar til að styðja við atvinnuuppbyggingu á Blönduósi og í nágrenni. Það er pólitísk aðgerð alveg eins og ákvörðun um lagningu vegar á þessum stað. Það má velta fyrir sér hvort ríkið gæti greitt götu þess að á Blönduósi risi gagnaver til að mynda, eins og hefur verið í umræðunni. Um allar svona fram- kvæmdir þarf að nást ákveðin sátt að mínu viti. Ekki síður verður að ná sátt við landeigendur á svæðinu því það boðar ekkert gott að fara fram með offorsi í þeim málum.“ Hvert slys sem komið er í veg fyrir er ómetanlegt Fækkun slysa er ein forsenda þeirra útreikninga sem standa að baki arðsemismatinu í verkefni Nökkva. Með lagningu Svínavatnsleiðar færðist umferð að líkindum að veru- legu leyti úr Langadal. Í Langadal eru tveir svokallaðir „svartblettir“ en það eru kaflar þar sem fjögur slys eða fleiri verða á innan við 250 metra kafla. Með lagningu Svínavatnsleiðar myndi annar þess- ara bletta detta út af Hringveginum. Gert er ráð fyrir því að á vegum sem uppfylla allar kröfur sem settar eru er reiknað með að slysatíðni sé eitt slys á milljón ekna kílómetra. Á Hringveginum í nágrenni Blönduós er sú tíðni umtalsvert hærri að meðaltali. Ekki síst á þetta við um Hringveginn innan bæjarmark- anna og þó þær tölur séu ekki alveg marktækar sökum þess að þar á innanbæjar umferð hlut að máli má ætla að með því að færa gegn- umstreymisumferð frá Blönduósi myndi slysatíðni lækka verulega. Umferðarslys eru þjóðfélaginu gríðarlega kostnaðarsöm. Nökkvi bendir á að banaslys í umferðinni kosti þjóðarbúið vel yfir hálfan milljarð króna. „Þessar tölur er ekki mjög stór þáttur í arðsemismat- inu en nauðsynlegt að hafa þær með, þó kannski sé kaldranalegt að leggja fjárhagslegt mat á slys. Sum slys eru líka einfaldlega þannig að þau fást aldrei bætt og hvert slys sem tekst að koma í veg fyrir með betri vegum er í raun ómetanlegt.“ Innspýting í atvinnulífið Í verkefninu bendir Nökkvi á mjög bága verkefnastöðu verktakafyr- irtækja og aðila í byggingargeiran- um. Ef farið væri af stað með þær vegstyttingar sem Nökkvi bend- ir á í verkefni sínu væri það því vítamínsprauta fyrir þá geira en á leiðunum eru stórar og miklar brýr sem þarf að byggja og bygginga- verktakar þyrftu að koma að. „Þetta eru þær tvær greinar sem hafa farið hvað verst út úr kreppunni. Ef ég man rétt þá er búið að reikna út að við lagningu Svínavatnsleiðar yrðu til tæplega sextíu ársverk“ segir Nökkvi. Þá bendir hann jafnframt á að í ljósi þess árferðis sem nú er í þessum geirum atvinnulífsins væri ekki ólíklegt að hagstæð verktilboð bærust sem gætu lækkað stofn- kostnað veganna. „Stofnkostnaður við Svínavatnsleið eitt er ríflega átjánhundruð milljónir króna. Ef svo vildi til að tilboð sem bærust yrðu um áttatíu prósent af kostn- aðaráætlun myndi arðsemin aukast enn meir. Ég prófaði að reikna það út og komst að því að þá myndi verkið skila 25 prósent arðsemi.“ Vindheimaleið ekki jafn arðsöm Vindheimaleið í Skagafirði er ekki óþekkt hugmynd þó hún hafi ekki verið jafn áberandi í umræðu og lagning nýs vegar um Svínavatnsleið. Að sumu leyti er um að ræða svipaðar aðstæður á báðum stöðum, þ.e. umferð myndi færast frá Varmahlíð við lagningu Vindheimaleiðar líkt og myndi gerast á Blönduósi við lagningu Svínavatnsleiðar. Nökkvi telur að tilfærslan í Skagafirði myndi ekki hafa jafn mikil áhrif og á Blönduósi. „Samt sem áður gefur auga leið að bíll sem ekki keyrir í gegnum Varmahlíð er ekki líkleg- ur til að stoppa þar. Í Varmahlíð er vissulega þjónusta við ferðamenn, verslun og ferðaþjónusta til að mynda. Við færslu vegarins myndu ferðamenn þurfa að leggja á sig krók til að koma þar við. Það er hins vegar rétt að taka fram að þessi framkvæmd er ekki eins arðsöm og veglagning í Húnavatnssýslunni. Vindheimaleið skilar ekki nema 8,4 prósentum í arðsemi en almennt er talað um að framkvæmdir sem bera arðsemi sem er hærri en sex prósent séu þess verðar að athuga þær. Á móti kemur að þar sem framkvæmdin ber ekki meiri arð- semi en þetta eru vart forsendur til að fara í miklar mótvægisaðgerðir fyrir byggðina í Varmahlíð. Þessi veglagning er mjög atvinnuskap- andi rétt eins og Svínavatnsleið og rétt að halda því til haga.“ Varðandi styttingu Hringvegarins í Hrútafirði segir Nökkvi að ekki liggi að baki þeim útreikningum nákvæmt kostnaðar- mat. Ekki hafi verið skoðuð veg- tæknileg atriði eða kannað hvort framkvæmdin sé yfirhöfuð gerleg. Í stað þess séu notaðar reynslutöl- ur og útreikningar á styttingu og slysatíðni. „Það sýnir sig að sú leið nær ekki upp í sex prósenta arð- semi. Það má þó taka fram að þessi veglagning hefur tiltölulega lítil áhrif á þéttbýliskjarna á svæðinu. Það er hins vegar að mínu mati full ástæða til að kanna möguleika og arðsemi styttingar á þessu svæði. Það má vel vera að ef af því yrði þá yrði farin önnur leið sem gæfi meiri arðsemi.“ Sátt við íbúa svæðanna nauðsynleg Nökkvi segir það sína skoðun að mikil þörf sé á því að kanna með kerfisbundnum hætti möguleika á vegstyttingum á Hringveginum öllum, sem og víðar um land. „Það þarf að skoða staði þar sem vegir eru farnir að úreldast og einnig þar sem styttingar eru nokkuð aug- ljósar. Það þarf að fara að gera for- athuganir á þessu og þá er hægt að raða þessum framkvæmdum niður eftir arðsemi. Það má þó ekki ein- göngu horfa til arðsemi þegar tekn- ar eru ákvarðanir um framkvæmdir, það eru svæði víða um land sem hafa setið eftir í vegagerð á síðustu árum og eiga að mínu mati heimt- ingu á bót sinna mála. Ég nefni Vestfirði sem dæmi.“ Nökkvi segist persónulega telja að ráðast eigi í lagningu Svínavatnsleiðar hið fyrsta. „Það er mín skoðun. Hvað varðar lagn- ingu Vindheimaleiðar þá er ég í nokkrum vafa með það. Ég tel alla vega að rétt sé að athuga með önnur verk á landinu og sjá hvort þau beri meiri arðsemi. Mér finnst hins vegar nauðsynlegt að sátt náist við íbúa svæðanna áður en farið er af stað í þessar framkvæmdir. Ég er auðvit- að landsbyggðarmaður og ég vil að byggðirnar haldist. Ég vil að það verði komið til móts við sveitar- félögin og ég tel að það sé fyllilega gerlegt. Á móti kemur að þetta eru hagkvæmar framkvæmdir og því hagsmunamál fyrir landsmenn alla. Þarna er verið að stytta flutnings- leiðir og það ætti að lækka flutn- ingskostnað svo dæmi sé tekið.“ fr Lengd nýs vegar Áætluð stytting Áætlaður kostnaður Áætluð arðsemi Hrútafjarðarleið 34,0 km 6,0 km 3.740 m.kr. 5,1% Svínavatnsleið (leið 1) 16,7 km 12,6 km 1.888 m.kr. 20,8% Svínavatnsleið (leið 2) 26,8 km 14,6 km 2.770 m.kr. 16,4% Svínavatnsleið (leið 3) 26,8 km 14,6 km 2.870 m.kr. 15,9% Vindheimaleið 13,3 km 6,3 km 2.200 m.kr. 8,4% >   #   *#      Ráðast ætti í lagningu Svínavatnsleiðar sem fyrst Ekki margar framkvæmdir á landinu sem gefa viðlíka arðsemi Sigbjörn Nökkvi Björnsson. WorldFengur tekur stöðugum framförum og er nú orðinn gagn- virkur að hluta, með tilkomu Heimaréttarinnar. Hér fyrir neðan má finna upplýsingar fyrir notendur, sem eru um leið svör við algengustu spurningunum sem upp koma meðal notenda. Heimaréttin. Aðgangur að gagnvirka hluta WorldFengs, Heimaréttinni, er háður kennitölu þess sem er með aðganginn að kerfinu. Til að sameina fleiri en eina kennitölu í sömu Heimarétt, skal fylla út „Umboð Heimaréttar“ sem er að finna undir Eyðublöð í WorldFeng og skila inn til BÍ. Umboðið skal fyllt út eins og segir til um og undirritast af öllum aðil- um, umboðsgjöfum og umboðs- hafa. Foreldrar undirriti f.h. barna sinna sem ekki hafa náð 18 ára aldri. Í Heimaréttinni er hægt að hafa eigendaskipti, skrá afdrif, grunnskrá folöld o.fl. Örmerkingar. Samkvæmt reglugerð nr. 289/2005 um merk- ingar búfjár með síðari breyting- um, skulu ásett folöld örmerkt fyrir 10 mánaða aldur og skal því árétta það að dagsetning verður að koma fram á merkingablöðunum, þ.e. hvenær hrossið sé örmerkt. Ef engin er dagsetningin er heldur ekki hægt að sýna fram á að hross- ið hafi verið örmerkt innan settra marka. Öll hross skulu vera ein- staklingsmerkt óháð aldri og eru eldri „frímörk“ þar um ekki lengur í gildi. Grunnskráningar. Við grunn- skráningu folalda fæddra árið 2009 og síðar, skal geta til um fæðingardag folalda. Þetta er hluti ferlis um örmerkingu fyrir 10 mánaða aldur og verður því að vera uppgefið hvenær hrossið er fætt og hvaða dag það er örmerkt. Hrossaræktendur eru hvattir til að skoða sín hross fædd 2009, sem þegar eru skráð í WorldFeng og yfirfara fæðingardaga. Stóðhestaskýrslur. Til að skýrsluhaldarar geti grunnskráð sjálfir sín folöld í Heimaréttinni verða stóðhestaumsjónarmenn að skila inn stóðhestaskýrslum fyrir þá stóðhesta sem not- aðir eru á þeirra vegum, eða fylj- unarvottorðum. Það er brýnt að fram komi á skýrslunni réttar dagsetningar og svo auðvitað árið sem hryssurnar voru hjá hestinum. Hryssueigendur geta einnig fyllt út fyljunarvottorð og látið umsjónarmenn stóðhestanna undirrita þau. Sónarupplýsingar eru ekki skráðar inn í WorldFeng nema að undirritun dýralæknis sé á stóðhestaskýrslu eða fyljunar- vottorði. Athugið að hryssur sem eru t.d. sónaðar geldar frá stóð- hestum (eða ekki sónaðar) skulu líka koma fram á stóðhestaskýrsl- unni. Að öðrum kosti geta eigend- ur þeirra ekki skráð þær geldar í fangskráningunni í Heimaréttinni. A-vottun. Til að hross fái A-vottun þarf það að vera örmerkt og með sannað ætterni með DNA- greiningu. Til að hægt sé að sanna ætternið þarf að vera til DNA úr hrossinu sjálfu, sem og úr for- eldrum þess. Fyrir þá sem vilja passa upp á þetta er gott að hafa í huga að taka DNA úr eldri stóð- hryssum og þá einnig heimastóð- hestum, áður en gripir eru felldir, til að eiga möguleika á A-vottun afkvæma þeirra. WorldFengur Orðinn gagnvirkur með tilkomu Heimaréttarinnar

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.