Bændablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | fimmtudagur 11. febrúar 2010 7 1 8 5 6 4 3 6 8 2 7 4 3 1 5 1 7 2 9 4 6 5 8 1 7 6 3 9 2 7 4 7 3 1 7 5 6 2 9 5 2 4 8 3 8 6 2 4 3 2 5 1 6 7 5 1 7 9 6 8 5 1 6 8 7 2 9 4 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn- ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn- ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Líf og lyst Bærinn okkar Fátt er betra en góður ís sama á hvaða árstíma er og ekki er verra ef hægt er að borða hann með góðri samvisku. Til eru margar uppskriftir að hollum ístegund- um og hér fylgja tvær góðar og girnilegar með að þessu sinni, annarsvegar bananís og hins vegar ís búin til úr súkkulaði. Bananaís án eggja- og rjóma f. 4 3 bananar 1 msk. hnetusmjör mynta, til skrauts Aðferð: Skerið banana í sneiðar og frystið. Takið banana út úr frysti og látið standa á borði í nokkrar mínútur. Setjið því næst í matvinnsluvél ásamt hnetusmjöri og hrærið þar til hráefnið hefur fengið ísáferð. Setjið í skálar og skreytið með myntu. Eggja- og rjómalaus súkkulaðisæla f. 4 3 plötur suðusúkkulaði, t.d. 70% örlítið vatn ísmolar Aðferð: Bræðið súkkulaði og vatn saman í skál yfir vatnsbaði, hrærið í með handþeytara. Notið um 1/3 af vatni á móti 2/3 af súkkulaði. Fyllið stærri skál af ísmolum og köldu vatni. Setjið skálina með súkkul- aðiblöndunni ofan í ísmolaskálina og hrærið mjög vel í dálitla stund þar til blandan líkist súkkulaðimús eða súkkulaðiís. Einnig er tilvalið að bræða súk- kulaðið með ávaxtasafa í stað vatns og þá kemur góður ávaxtakeimur saman við súkkulaðið. ehg Ískaldur og tiltölulega hollur ís Andrés Hjaltason er fæddur á Snotrunesi 1955. Hóf sinn sauð- fjárbúskap þar, en flutti til Njarðvíkur 1983 og hefur búið þar síðan. Hann hefur alla tíð verið með sauðfjárbúskap þar. Býli? Njarðvík. Staðsett í sveit? Njarðvík er landnámsjörð Þorkells Fullspaka yngri, hún er staðsett norðan við Borgarfjörð eystri og þar á milli eru Njarðvíkurskriður en þar sat forðum óvætturinn Naddi og kom ferðamönnum fyrir kattar- nef. Þar til að Jón Sigurðsson kom honum fyrir björg og þar var reistur kross sem stendur þar enn. Ábúendur? Andrés Hjaltason. Hann á 4 upp- komin börn Heiða Sigrún, Bergvin Snær, Stefán Bragi og Íris Dröfn. Koma þau stundum í bústörfin þá helst um vor og haust, fyrir utan Bergvin sem vinnur á Fáskrúðsfirði og kemur oftast heim um helgar. Fjölskyldustærð (og gæludýr)? 1 x ? 1 fjártík er á bænum og heitir hún Pink. Stærð jarðar? Jörðin sem ég hef afnot af er ¼ af Njarðvíkinni í eigu Borgarfjarðarhrepps en ég er leigu- liði á þeirri jörð. Ræktuð tún 12 hektara, en land óskipt þar fyrir utan. Ábúandinn hefur einnig gras- nyt á Snotrunesi 1 og 2, 30 hektarar túns. Tegund býlis? Sauðfjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir? 400 fjár og 3 hross. Ætluð til reiða. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Er ekki til á þessu býli. Yfir vetr- artímann er reynt að vakna fyrir 10 eta graut, drekka kaffi og taka skeytin. Gegningar fyrir mat því sem inni er. En í seinni tíð hefur það færst í vöxt að gefa ánum úti í gjafagrindur 2-3 sinnum í viku, og er það mikil búbót. Alla virka daga er reynt að amla eitthvað úti við fram að Leiðarljósi. Eftir það hefst kvöldmatargerð og eftir það er gengið út til seinni gjafa. Reynt er að ljúka henni fyrir miðnætti. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er gaman á sauðburði þegar vel gengur. Það sama má segja um heyskap þegar vel viðrar. En fátt er skemmtilegra en að fara í göngur og réttir með góðum vinum, sem nóg er af hér um slóðir. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Hann er óskrifað blað, það sem á að gerast mun gerast. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Ég hef aðeins beitt mér fyrir því að við hér stöndum saman að fóð- uröflun og þjónustu, höfum átt gott samstarf við bústólpa um korn- kaup. Við eigum að standa betur saman í því að láta bjóða í alla þjónustu, áburð, plast og fleira. Mikil hagræðing og sparnaður getur náðst með þessu móti. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Hef ekki pælt mikið í því. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Hef heldur ekki verið að velta því fyrir mér. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Það er alltaf til heimatilbúin rab- arbarasulta í mínum ísskáp (800 gr sykur á móti 1 kíló rabarbari) mjólk, AB mjólk og ostur. Ásamt mörgu fleiru því hann er alltaf full- ur. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Það er ekki gott að segja, mér finnst allur matur góður nema Doritos ostaflögur. Hún móðir mín sagði að synir mínir væru ekki miklir matmenn en þeir vilja góðan mat. Jólarjúpurnar eru alltaf í 1. sæti, en líka má nefna villigæs, selkjöt,saltað sauðakjöt og ekki má gleyma steiktum lærum og hryggjum. Eftirminnilegasta atvikið úr búskapnum? Það er svo margt að minnast á. Árið 1983 voru tekin í notkun ný fjárhús fyrir 320 fjár og keypt lömb frá Mjóafirði. Aftur var svo byrjað með nýjan stofn árið 1990, eftir riðuniðurskurð 1988, þá voru keypt lömb vestan af Ströndum og frá Hörglandshreppi. Það var mér ógleymanlegt að fara á þessa staði til að velja lömb og hitta bændur að máli. Eina menningarferð fóru bændur héðan norður í Þistilfjörð og Axarfjörð til að skoða búfénað og fólk. Kom þar margt spánskt fyrir sjónir – einna helst fólkið. En það var samt gestrisið og gott upp til hópa. Þetta var okkur öllum ógleymanleg ferð og mun hún lifa lengi í okkar minnum. Njarðvík Tilbúinn bananaís sem inniheldur eingöngu banana og örlítið hnetusmjör. MATARKRÓKURINN Gott er að skera banana í sneiðar og frysta þannig að auðveldara sé fyrir matvinnsluvélina að vinna á frosnu bitunum. Heiða Sigrún. Bergvin Snær. Andrés Hjaltason. Stefán Bragi og Íris Dröfn Bærinn okkar

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.