Bændablaðið - 11.02.2010, Síða 22

Bændablaðið - 11.02.2010, Síða 22
22 Bændablaðið | fimmtudagur 11. febrúar 2010 Á markaði Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Verðlagsmál Innflutt kjöt Tímabil janúar - desember Árið 2009 Árið 2008 Alifuglakjöt 338.733 530.398 Nautakjöt 154.057 339.788 Kindakjöt 61 0 Svínakjöt 181.675 279.760 Aðrar kjötvörur af áðurtöldu 25.384 22.267 Samtals 699.910 1.172.613 Kjötneysla að breytast Eins og fram kom í síðasta Bænda- blaði var 6,4% samdráttur í kjöt- neyslu milli áranna 2008 og 2009. Heildar kjötneysla á íbúa nam 75,9 kg árið 2009. Þegar litið er 10 ár aftur í tímann hefur kjötneysla hins vegar aukist um 8,3 kg á íbúa. Neysluaukninguna má fyrst og fremst rekja til aukinnar neyslu á alifuglakjöti (11,8 kg/íbúa) og svínakjöti (3,1 kg/íbúa). Á móti hefur orðið samdráttur í neyslu kindakjöts (5,2 kg/íbúa) og lít- ilsháttar samdráttur í nautakjöts- neyslu sem flest ár liggur á milli 12 og 13 kg/íbúa en þessi tvö ár liggja þar rétt fyrir utan. Grafið sýnir breytinguna í neyslu ein- stakra kjöttegunda. Hitt grafið sýnir síðan breytingar á hlutfalls- legri skiptingu kjötmarkaðarins og endurspeglar ofangreint. Hlutdeild kindakjöts í markaðnum hefur skroppið mest saman eða um 11% stig, en alifuglakjöts aukist mest, um 13,8% stig. Síðastliðin 15 ár hefur framleiðsla mjólkur aukist um 23%. Á sama tíma hefur sala aukist um 15% á fitugrunni en 17% á próteingrunni. Línuritið sýnir þróun heildar fram- leiðslu og sölu frá 1995 – 2009. Eins og sést dróst fitusala nokk- uð aftur úr próteinsölu á tímabili en verulega hefur dregið saman á ný. Á samatíma hefur landsmönn- um fjölgað um tæp 20%. Neysla á íbúa mælt í lítrum mjólkur (sem síðan er neytt í mismunandi formi s.s. drykkjarmjólkur, skyrs osta o.s.frv.) er síðan sýnd í öðru grafi. EB Innflutningur ýmissa búvara árið 2009 Árið 2009 voru flutt inn 59,4 tonn af jógúrt, aðallega frá Spáni. Af ostum voru flutt inn 157,7 tonn að verðmæti 189 millj. Króna. Einnig voru flutt inn 2.236 tonn af kartöflum fyrir 160 milljónir króna, 692 tonn af tómötum fyrir 140 millj. kr., 159 tonn af gúrkum fyrir 34 millj. Króna, og 1.084 tonn af papriku fyrir 270 milljónir kr. EB – heimild Hagstofa Íslands Samkvæmt verslunarskýrslum voru flutt út 2.546 tonn af kinda og lambakjöti árið 2009 að verð- mæti 1.404 milljónir króna. Mest var flutt út til Noregs, 533 tonn, til Bretlands fóru 489 tonn, til Færeyja fóru 325 tonn og Japans 263 tonn. Eins og sést eru 3 af 4 mikilvægustu viðskiptalönd okkar í magni, utan ESB og toll- kvóti Íslands á ESB markað (1800 tonn) því langt frá að vera fullnýttur. Af smjöri voru flutt út 452 tonn, mest til Bretlands og Hollands, 138 tonn til hvors lands. Af skyri voru flutt út 115,6 tonn nánast allt til Bandaríkjanna, að verð mæti 56,4 millj. Kr. (fob). Út flutn ings- verðmæti æðardúns nam 186 millj. Króna en flutt voru út 1.928 kg og meðalverð því tæp 97 þús kr/ kg. Verðmæti minkaskinna nam tæplega 918 millj. Króna og með- alverð 155.255 skinna var 5.910 kr/skinn. Samkvæmt útflutnings- skýrslum voru svo flutt út 1.496 hross af öllum stærðum og gerð- um að verðmæti alls rösklega 922 millj. Kr. Meðalverð á hross var því rösklega 663 þús. Kr. Hæsts meðalverð fékkst fyrir hross sem seld voru til Sviss (alls 100 hross) rösklega ein milljón króna á hross. Flest hross fóru hins vegar til Þýskalands, alls 442. EB – heimild Hagstofa Íslands Innflutningur á kjöti Nú liggja fyrir bráðabirgðatölur um innflutning á kjöti á árinu 2009. Alls voru flutt inn tæplega 700 tonn, mest af alifuglakjöti 339 tonn, 182 tonn af svínakjöti og 154 tonn af nautakjöti. Stór hluti innflutnings eru hreinir vöðvar, kjúklingabringur og nautavöðvar og því svarar þetta magn til tals- vert meira magns reiknað í skrokkum með beinum eins og íslenska fram- leiðslan og salan er reiknuð (sjá annarsstaðar á síðunni). Árið 2008 voru flutt inn 1.173 tonn (nánast allt fyrstu 9 mánuði ársins) og samdráttinn má fyrst og fremst rekja til gengisfalls krónunnar. EB Framleiðsla og sala mjólkur síðastliðin 15 ár Útflutningur búvara árið 2009 Framleiðsla og sala mjólkur sl. 15 ár. Sala mjólkur, lítrar á íbúa á árunum 1994-2009. Neysla kjöts 1999 og 2009, kg á íbúa. Markaðshlutdeild kjöttegunda 1999 og 2009. Frá borg að býli Það er með sannri gleði að við til- kynnum hér að nú geta bændur nálgast vörur Kemi á mjög auð- veldan hátt. Sendibíllinn okkar verður notaður í þágu bænda sem geta pantað hreinsiefni í mjaltakerf- ið og mjaltaþjóninn ásamt olíum, glussa og smurfeiti fyrir vinnu- vél arnar. E i n n i g er um við með allar al mennar r eks t r a r- vör ur til venju legra heimilisnota.. Nú þegar eru mjög margir bændur komnir í bein viðskipti við Kemi og þeim fjölgar hratt sem vilja vandaða vöru á sanngjörnu verði beint heim í hlað án aukakostnaðar. Enn sem komið er þá getum við þó einung- is boðið þessa þjónustu í sveitum sunnanlands en við stefnum á að fara sem víðast og bæta þjónustuna þannig að sem flestir bændur njóti góðs af heilbrigðri samkeppni. Vöruúrval Kemi er orðið mjög fjöl- breitt eins og sjá má á heimasíðu okkar www.kemi.is . Hvort sem þarf að þrífa eða smyrja vélar, bíla eða önnur tæki þá eigum við og getum útvegað allt sem til þarf. (Fréttatilkynning)

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.