Bændablaðið - 11.02.2010, Qupperneq 18

Bændablaðið - 11.02.2010, Qupperneq 18
Bændablaðið | fimmtudagur 11. febrúar 201018 Byggingar í landbúnaði Mýranaut rekur nautaeldi á Leirulæk Stærsta hús sinnar tegundar á Íslandi Þann 5. mars á síðasta ári var nýtt hús tekið í notkun á Leirulæk á Mýrum sem sér- staklega er hannað til nautaeldis. Húsið er 720 fermetrar og verð- ur að teljast einstakt á Íslandi af þessari stærðargráðu. Í húsinu rúmast 200 gripir og er nú sá fjöldi þar til staðar. Sigurbjörn Jóhann Garðarsson, bóndi á Leirulæk, segir að aldurssam- setning gripanna sé í yngra lag- inu og því sé kjötfram leiðslan ekki komin á fullan skrið. Alls eru 320 gripir á fóðrum á Leirulæk og munu 90 holdakýr bera í vor að sögn Sigurbjörns. Hann segir að reksturinn verði kominn í eðlilegan farveg í haust. „Ég reikna með að þá verðum við komin í full afköst í fram- leiðsluferlinu. Við munum senda 10-12 gripi til slátrunar í hverj- um mánuði,“ segir Sigurbjörn. Nautakjöt sitt selur hann undir merkjum Mýranauts, sem þau Guðrún kona hans reka í samstarfi við Hönnu Sigríði Kjartansdóttur, systurdóttur Guðrúnar, og mann hennar Anders Larsen, búvéla- virkja, en þau búa í Borgarnesi. „Hann kemur alltaf eftir vinnu á virkum dögum og um helgar og vinnur á búinu. Stefnan er sú að hann minnki vinnuna í Borgarnesi þegar reksturinn er kominn í fullan gang hér hjá okkur.“ Bygghratið sótt í brugghús í Stykkishólmi „Núna gefum við eina rúllu fyrir hverja stíu og það dugar hátt í vikuna. Við ætlum svo að fá okkur fóðurvagn og þá getum við blandað hratinu sem við notum – og bygginu – í hann, sem skil- ar sér svo aftur í betri nýtingu á fóðrinu. Hratið er bygghrat sem við fáum úr brugghúsi Mjaðar í Stykkishólmi sem framleiðir t.a.m. bjórinn Jökul, en við notum allt að 2,5 tonn af því á viku. Það er þó sveiflukennt og fer eftir hvernig stendur á í bruggframleiðsluferl- inu hverju sinni en við sækjum allt sem við komumst yfir. Sjálf erum við með um 8-10 hektara undir byggræktun.“ Horfur ágætar í markaðsmálum Sigurbjörn segir að markaðshorfur séu ágætar fyrir Mýranaut. „Það gekk vel hjá okkur á síðasta ári. Við höfum látið slátra fyrir okkur á Hellu og seldum allt sjálf, beint frá býli, til áramóta. Núna höfum við verið að leggja aðeins inn. Þannig að það er bara eðlilegt að það minnki salan á þessum tíma; fólk þarf að jafna sig á jólavertíð- inni. Við verðum þó vör við það núna að fólk er byrjað að spyrja um kjöt hjá okkur aftur. Þróunin hefur orðið sú að fólk kaupir mest ¼ úr skrokki frekar en að kaupa hálft eða jafnvel heilt naut og kúnn- inn vill vita hvaðan kjötið kemur – við höfum fundið fyrir því.“ -smh myndir | smh Sigurbjörn og Guðrún glaðbeitt í nýbyggingunni. Aldurssamsetning gripanna í húsinu er enn í yngra lagi. Stjörnugrís – Melum Framkvæmdir við uppbygginu Svínabúsins á Melum hófust árið 2000 og þeim lauk í bili árið 2008 með nýbyggingu. Búið hefur leyfi fyrir 8.000 stæðum fyrir grísi yfir 30 kg og fermetrafjöldinn að öllu meðtöldu þ.e. fóðurstöð og fleiru er 12.500 fermetrar. Þetta er stærsta einstaka eldisstöð lands- ins. Að sögn Geirs Gunnars Geirssonar, eins af eigendunum, eru á Melum einungis grísir frá 7-100 kg en engar gyltur. „Þetta er í eign fjölskyldnanna á Vallá á Kjalarnesi. Félagið rekur auk þess 4 gyltubú. Þá er sláturhús í Saltvík í eigu félagsins. Það starfa 5 menn á Melum og 30 í heildina hjá Stjörnugrís. Reksturinn hefur verið mjög þung- ur undanfarið enda kostnaðarhækk- anir gríðarlegar og verð á afurðum mjög lágt. Horfur til framtíðar eru vægast sagt óljósar í þessu efna- hagsástandi og svo ekki sé talað um hugmyndir stjórnvalda um að ganga í ESB,“ segir Geir og bætir því við að til standi að klára að mála húsin við tækifæri. -smh Að ofan er nýbyggingin að utan. Hér til hægri horfum við inn í eitt hólfið, en öll eru þau svipaðrar gerðar. Framhliðin og Skarðsheiðin í bakgrunni. myndir | smh

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.