Bændablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 15
15 Bændablaðið | fimmtudagur 11. febrúar 2010 Byggingar í landbúnaði BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 11. FEBRÚAR 2010 Á bænum Stærra-Árskógi í Dal- víkurbyggð hafa verið byggð upp ný og glæsileg útihús og hafa framkvæmdir staðið yfir undan- farin misseri. Útihús sem fyrir voru á jörðinni brunnu til kaldra kola í miklum eldsvoða sem varð 17. nóvember 2007 og fórust um 200 nautgripir. Ábúendur í Stærra-Árskógi, þau Freydís Inga Bóasdóttir og Guðmundur Geir Jónsson, tóku þá ákvörðun fljótlega eftir brunann að halda búskap á jörðinni áfram og byggja upp að nýju. Eldurinn kom upp í vonskuveðri síðdegis á laugardegi, þá vant- aði einn dag upp á að ár væri liðið síðan nýr mjaltaþjónn var tekinn í notkun í endurbættu fjósi þeirra Guðmundar og Ingu. Guðmundur er frá Litlu-Hámundarstöðum, nokkru norðar í sveitarfélag- inu. Hann tók jörðina að Stærra- Árskógi á leigu árið 1993 og keypti hana svo árið 1999. Guðmundur og Inga kynntust á árinu 2006 og flutti hún að Stærra-Árskógi það ár. Guðmundur hafði árið 2000 byrjað á endurbótum á húsakosti á jörðinni en þar var gamalt 30 kúa fjós og hlaða. Þeim var lokið þegar Inga flutti þangað, en í sameiningu ákváðu þau að ráðast í stækkun fjóssins, þau byggðu við og tóku í notkun mjaltaþjón. „Nýja fjósið og mjaltaþjónninn voru tekin í notk- un 18. nóvember 2006, nákvæm- lega ári fyrir eldsvoðann,“ segir Guðmundur. Hann segir að við fyrri endurbætur hafi hann unnið eins mikið sjálfur og kostur var, „enda alla tíð blundað í manni smiður,“ eins og hann orðar það. Fjósið var um 450 fermetrar að stærð, með 52 legubásum, sjúkra- og kálfastíum. „Það var gríðarlegt áfall að horfa upp á byggingar og nautgripi brenna fyrir augum manns. Allt það starf sem unnið hafði verið hvarf í einu vetfangi, það var ekkert eftir nema einn 40 feta gámur. Þetta fylgir manni alltaf, stundum vakna ég upp á næturnar og er ekki í rónni fyrr en ég hef farið út í glugga og séð að allt er í lagi. Áfall af þessu tagi hverfur ekki, það er alltaf til staðar og það eina sem hægt er að gera er að læra að lifa með því,“ segir Guðmundur. Hann bætir við að þau hafi ævinlega verið heppin i sínum búskap, utan þennan eina dag og vissulega hafi áfallið sem þá dundi yfir verið stórt. Að byggja upp aftur eða gera eitthvað annað? Guðmundur segir að strax dag- inn eftir brunann hafi þau hjónin rætt málið, farið yfir stöðuna og þá kosti sem í boði voru. Áttu þau að byggja upp enn á ný eða snúa sér að einhverju öðru? „Við veltum því fyrir okkur hvort við hefðum þrek til að byggja upp á ný, dóttir okkar var nýlega fædd, við höfðum til þess að gera nýlokið við að byggja upp, þannig að það var að ýmsu að hyggja,“ segir Guðmundur. „Inga var gallhörð á því að við ættum að bretta upp ermar og hefjast handa á nýjan leik við uppbyggingu á jörðinni og það varð úr.“ Eftir á að hyggja telur hann það hafa verið rétta ákvörðun. „Maður hefði örugglega nagað sig í handarbökin alla ævi ef við hefðum ekki reynt, og með því að byggja upp höfum við líka tryggt að hér á jörðinni verður áfram kúabúskapur.“ Þau voru því ekki að tvínóna við hlutina, heldur gengu frá pönt- un á nýju fjósi strax eftir helgina. Fyrir valinu varð stálgrindarhús úr yleiningum frá H. Hardemann í Hollandi, samskonar og það hús sem áður hafði verið byggt á jörð- inni. Þar sem húsið var eins urðu ekki tafir í tengslum við hönn- unarvinnu og annað slíkt og því gekk uppsetning hratt fyrir sig. Landstólpi flytur húsin inn og sáu starfsmenn á vegum fyrirtækisins um uppsetninguna. „Við tókum strax þá stefnu að eyða ekki í neinn óþarfa, hafa hlutina einfalda og reyna að gera sem mest sjálf, þann- ig ætluðum við að spara eins og kostur væri. Sú stefna kom sér vel þegar efnahagshrunið reið yfir ári síðar,“ segir Guðmundur. Áður en hafist var handa við fyrri uppbyggingu árið 2006 hafði Guðmundur kynnt sér málin vel og rækilega, m.a. með því að heim- sækja kúabú víða um land. „Það voru mjög gagnlegar ferðir og gott að sjá hvað aðrir hafa gert. Margt af því nýttist okkur, þannig að óneitan- lega græðir maður á því að kynna sér hlutina gaumgæfilega áður en fram- kvæmdir hefjast,“ segir Guðmundur. Ómetanlegur stuðningur og aðstoð Tæpir tveir mánuðir liðu frá eldsvoð- anum þar til vinna við uppsetningu nýja fjóssins hófst. Land stólpamenn komu norður með byggingarefn- ið 8. janúar 2008 og reistu húsið á nokkrum dögum. Það hús var tekið í notkun í febrúar, fyrsta mjólkin var sótt heim að Stærra-Árskógi rúmum mánuði eftir að uppsetning hússins hófst. Í því húsi eru um 50 básar. Síðar var bætt við öðru húsi og mun stærra, það er um 1300 fermetrar að stærð, með 115 legubásum fyrir mjólkurkýr og 95 básum að auki fyrir kvígur. Þá er þar einnig mjólk- urhús, skrifstofu- og starfsmanna- aðstaða. Einingar í stærra húsið voru á leið til landsins í vikunni fyrir hrun haustið 2008. Búið var að steypa sökkulinn og allt tilbúið, en hrunið varð þess valdandi að margar vikur tók að leysa sendinguna út. „Það var allt frosið og ekkert gekk, það var ekki síður erfitt við að eiga en brun- ann árið áður,“ rifjar Guðmundur upp. Óbeint fékk hann þau skilaboð að þetta þýddi ekki neitt lengur. Það var svo loks undir mánaðamótin nóvember-desember sem hægt var að leysa húsið út og var uppsetningu lokið fyrir jólin. Á liðnu hausti hófst Guðmundur síðan handa við að reisa nýtt 170 fermetra hús þar sem hann hyggst í fyllingu tímans hafa geldneyti. Sökkullinn var til staðar og mikið til af efniviði á bænum, „en ég hef verið heldur latur við smíðarnar síð- ustu mánuði, enda liggur í sjálfu sér ekki á að koma þessu húsi upp,“ segir hann. Guðmundur segir að mikill vel- vilji sveitunga og stuðningur víða að hafi verið ómetanlegur. Fjölmargir hafi lagt hönd á plóg og hjálpað til. „Án þeirrar aðstoðar allrar hefðum við ekki komist í gegnum þetta,“ segir hann. 230 hausar í fjósi Ríflega 30 kýr komust lífs af úr elds- voðanum. Þá söfnuðu Norðlendingar bústofni handa hjónunum á Stærra- Árskógi, allt að 40 kýr voru gefnar þangað víða af svæðinu. Einnig keyptu þau kýr frá Reykjarhóli í Skagafirði eftir að búskap þar var hætt og nú síðastliðið sumar keyptu þau bæði kýr og kvóta frá Víðiholti í Suður-Þingeyjarsýslu. Nú hefur búið yfir að ráða um 506 þúsund lítra mjólkurkvóta og eru um 130 mjólkurkýr í fjósi, auk þess sem um 100 kvígur eru í uppeldi. Enn er fjósið ekki fullskipað. Þegar uppbygging hófst stefndu þau á að hafa tvo mjólkurþjóna. Guðmundur segir það í biðstöðu sem stend- ur, en leysir málið til bráðabirgða með brautarkerfi sem búið festi kaup á. „Við björgum okkur á því núna og verðum bara að sjá hvenær birtir til í efnahagslífinu, en stefn- an er enn sú sama, að hafa a.m.k. tvo mjaltaþjóna hér á búinu,“ segir Guðmundur, sem nágranni hans einn kallaði iðulega Guðmund Gorgeir frá Langstórastaskógi. MÞÞ Nýtt og glæsilegt fjós byggt upp eftir bruna að Stærra-Árskógi í Dalvíkurbyggð „Hefðum nagað okkur í handarbökin ef við hefðum ekki reynt!“ 17 » Nautaeldiá Leirulæk18» Gripahúsá Snorrastöðum

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.