Bændablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | fimmtudagur 11. febrúar 2010 Utan úr heimi Ný framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins tók við völdum í Brussel í gær, miðvikudag, eftir að Evrópuþingið hafði yfirheyrt allan hópinn. Þingmenn gengu hart fram í yfirheyrslum og eitt ríki, Búlgaría, varð að draga til- nefndan fulltrúa sinn til baka og skipa nýjan. Fréttaskýrendur hafa rýnt í ummæli nýju fram- kvæmdastjóranna og reynt að ráða af þeim hvort von sé á stefnu breytingu í málaflokkum þeirra. Það á ekki síður við um landbúnaðarmál en aðra mála- flokka. Eins og oft hefur komið fram hér í blaðinu skiptast þjóðir Evr- ópu sambandsins nokkuð í tvö horn hvað snertir afstöðu þeirra til land búnaðarmála. Þeir erfiðleikar sem evrópskir bændur hafa glímt við að undanförnu þar sem aðföng hafa orðið mun dýrari en verðið á afurðum ekki fylgt með hafa orðið til þess að skerpa afstöðu manna til þess hvort rétt sé að veita bændum stuðning. Frjálshyggjuarmurinn ef svo má kalla hann hefur heldur þurft að láta undan upp á síðkastið en þeir sem vilja efla stuðningskerfi landbúnaðarins sótt í sig veðrið. Dregið úr stuðningi Danir hafa farið einna fremst í flokki þeirra þjóða sem vilja draga úr stuðningi við bændur. Undan- far in ár hefur Danmörk átt fram- kvæmdastjóra landbúnaðarmála í ESB, Mariann Fischer Boel, og hún hefur gengið hart fram í því að breyta sameiginlegu landbúnaðar- stefnunni (CAP) í þá átt að draga úr framleiðslutengdum stuðningi og beingreiðslum til bænda yfir í það að tengja greiðslur við land. Jafnframt hefur aukin áhersla verið lögð á umhverfismál og byggðast- uðning. Á undanförnum árum hefur hlut deild landbúnaðarmála í heild- arfjárlögum ESB farið lækkandi. Lengi vel rann drjúgur helmingur tekna sambandsins til landbúnaðar- mála en nú er það hlutfall komið niður í 42% og stefnt er að því að það verði komið niður í 39% árið 2013 þegar næsta endurskoðun land búnaðarstefnunnar er á dag- skrá. Það er með öðrum orðum stefnt að því að einfalda stuðn- ingskerfið og draga úr framlögum til landbúnaðarmála. Fischer Boel hefur beitt sér fyrir þessu og notið til þess mikils stuðnings meðal Dana. Andstæðingar þessarar stefnu hafa eins og áður segir sótt í sig veðrið að undanförnu og í haust tókst Frökkum sem leitt hafa þann hóp að safna saman 22 af 27 ríkj- um sambandsins að baki kröfu um að horfið verði af þeirri braut sem nú er fetuð. Dönum var því heldur brugðið þegar nýr framkvæmda- stjóri tók við landbúnaðar málum Evrópusambandsins af Fischer Boel því breskir og danskir blaða menn kölluðu hann gæludýr Frakka. Jafnrétti og samstaða Hinn nýi framkvæmdastjóri sem tók við yfirstjórn landbúnaðarmála ESB í gær heitir Dacian Ciolos og er frá Rúmeníu þar sem hann hefur meðal annars gegnt emb- ætti landbúnaðarráðherra. Hann er hins vegar menntaður í Frakklandi og hefur mikil tengsl við það land. Fyrir vikið hefur hann verið nefnd- ur „annar kommissar Frakka“, enda fagnaði Sarkozy Frakklandsforseti tilnefningu hans ákaft. Í danska blaðinu Informatíon segir að þótt Ciolos hafi sýnt mikla stjórnvisku í svörum sínum þegar Evrópuþingmenn yfirheyrðu hann hafi ekki farið hjá því að í þeim hafi kveðið við nýjan tón. Ciolos þvertók alls ekki fyrir það að áfram yrði haldið við að þróa landbúnað- arstefnuna, en stefna þeirrar þróun- ar gæti orðið allt önnur en sú sem verið hefur. Danir hjuggu eftir því að nýi framkvæmdastjórinn notaði mikið orð eins og „jafnrétti“ og „sam- stöðu“ þegar hann lýsti því sem hann sér fyrir sér að taki við eftir 2013. Þetta hafa menn ekki síst túlkað í þá veru að nú eigi að brúa það bil sem er á milli stuðnings við bændur í nýju aðildarríkjunum í austanverðri álfunni og þá sem búa í eldri ríkjunum 15. Nú fær rúm- enskur bóndi að meðaltali 39 evrur (um 6.900 ísl. kr.) á hektara í stuðn- ing frá ESB en meðaltalið í öllu Evrópusambandinu er 219 evrur (um 39.000 kr.) á hektara. Þetta túlka danskir stjórnmála- menn þannig að annað hvort eigi að breyta hlutföllunum í stuðnings- kerfinu þannig að peningar verði fluttir frá vestri til austurs – eða þá að kakan verði einfaldlega stækk- uð, stuðningurinn aukinn og þar með fjárframlög til landbúnaðar. Hvorugt hugnast þeim því þeir telja að fyrrnefndi kosturinn ýti undir óarðbæran og umhverfisskæðan landbúnað í austanverðri álfunni. Auknar fjárveitingar til landbún- aðar eru þeim heldur ekki hugnan- legar. Jafnaðarmenn hafa skipt um skoðun Það er ekki bara í orðum hins nýja framkvæmdastjóra sem Danir telja sig finna að breytingar séu í vænd- um. Blaðið vitnar í tvo danska Evrópuþingmenn, fulltrúa tveggja ólíkra flokka, Jafnaðarmanna og Danska þjóðarflokksins, sem báðir eru fylgjandi niðurskurði á fram- lögum til landbúnaðarmála. Þeir segjast báðir finna fyrir því að mál- flutningur þeirra eigi minni hljóm- grunn í nefndum Evrópuþingsins en verið hefur að undanförnu. Fulltrúi Jafnaðarmanna, Christel Schaldemose, situr í landbún- aðarnefnd Evrópuþingsins og hún segir að flestir nefndarmenn vilji að landbúnaðurinn fái meira fé sam- hliða því að dregið verði úr kröfum um arðsemi og umhverfisvernd. Og það sem meira er, hún segist tala fyrir daufum eyrum í þingflokki jafnaðarmanna á Evrópuþinginu þegar hún berst fyrir því að ekki verði hvikað frá þeirri stefnu sem fylgt hefur verið. Tveir stærstu þingflokkarnir á Evrópuþinginu, jafnaðarmenn og mið- og hægri menn (EPP), virðast ætla að tryggja Ciolos meirihluta í landbúnaðarnefndinni svo hann geti í það minnsta varið þau fjár- framlög sem nú renna til landbún- aðarmála, ef ekki aukið þau. Ciolos þarf hins vegar að tryggja sér stuðning innan fram- kvæmdastjórnarinnar til þess að auka fjárframlögin og það gæti reynst honum erfitt. Eins og stað- an er í efnahagsmálunum er ekki mikil stemmning fyrir því að auka útgjöld Evrópusambandsins. Ný framkvæmdastjórn ESB tók við í gær Verður landbúnaðarstefnunni breytt? Þótt menn gráti takmarkaðan árangur af loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn sér þess víða stað að stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar leggja sig fram um að þróa tækni til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í nýlegri grein í vísindaritinu New Scientist er greint frá yfir 30 þróunarverkefnum sem talið er að muni á næstu misserum skila nýjum og árangursríkum aðferðum við orkuvinnslu eða grænni tækni eins og fyrirbærið er oft kallað. Áburðarframleiðsla er orku- krefjandi iðnaður sem eyðir um 1% af samanlagðri orkufram- leiðslu heims á ári hverju. Þetta á ekki hvað síst við um fram- leiðslu á köfnunarefnisáburði. Um hverfisstofnun Stokkhólms hef ur nú þróað tækni til að vinna slík an áburð úr mannaþvagi sem er ríkt af gerilsneyddu köfnunar- efni. Tæknin hefur verið reynd í Kína þar sem allt þvag úr 800 íbúðum rennur í þar til gerða tanka og er síðan flutt út í sveit og dreift yfir akra. Talið er að með því að beita þessari tækni á heims- vísu megi draga úr kolefnislosun sem nemur 180 milljónum tonna á ári. Metangas er sú lofttegund sem kemst næst kolefni hvað skaðsemi við loftslagið varðar, enda er víða um lönd unnið að því að safna metangasi saman og nýta það á umhverfisvænan hátt. Í Penkun í Þýskalandi er nú risið fyrsta orku- ver heims sem eingöngu vinnur lífrænt gas úr húsdýraáburði. Með því að láta metangasið gerjast er hægt að framleiða 20 megavött af raforku og 22 megavött af hita- orku sem nægir íbúum bæjarins sem eru um 50.000 talsins. Grænþörungar vaxa hratt ef þeim er tryggður aðgangur að koltvísýringi. Á þann hátt er hægt að framleiða 100 sinnum meira af lífeldsneyti á hvern hekt- ara en hægt er með því að vinna eldsneyti úr maís eða sykurreyr. Bandaríska fyrirtækið Petroalgae hyggur nú á ræktun grænþörunga á 2.000 hektara spildu í Kína, en koltvísýringurinn kemur frá nær- liggjandi orkuverum. Reiknað hefur verið út að með því að beita þessari aðferð við öll orkuver heims mætti draga úr losun kol- efnis um níu milljarða tonna á ári en það jafngildir 30% samdrætti i losun. Það er þó kannski fullmikil bjartsýni, tíminn sker úr um það en tæknin verður komin í notkun á þessu ári. Vindmyllur skapa töluvert rafmagn en gætu afkastað mun meiru ef þær væru úti á hafi þar sem vindur nær miklu meiri styrk. Fyrirtæki sem nefnist Hyvind fékk þá hugmynd að setja upp vind- myllur á bátum eða baujum sem festar eru við hafsbotn með keðj- um. Nú hefur fyrirtækið sett upp fyrstu vindmylluna 10 km utan við Noregsstrendur þar sem dýpið er 200 metrar. Reynslan á eftir að skera úr um hvort slíkt borgar sig. Sólarrafhlöður eru plássfrek- ar og eingöngu nýtanlegar þar sem þakpláss er mikið. Nú er hins vegar verið að reyna nýja tegund rafhlaðna sem eru þunnar plast- himnur, gegnsæjar, sem hægt er að leggja utan á glugga, til dæmis í háreistum skrifstofubyggingum. Með slíkum rafhlöðum í öllum gluggum gætu skrifstofubygging- ar framleitt allt að helmingi þeirr- ar orku sem þær þurfa og sparað með því umtalsverða losun kol- efnis við orkuframleiðslu á hefð- bundinn hátt. Gerviefni eru mörg hver fram- leidd úr olíu eða öðrum afurðum olíuiðnaðarins og nemur árs- framleiðslan um 38 milljónum tonna. Hluta þeirra mætti fram- leiða með þeim fimm milljónum tonna af fiðri sem fellur til við kjúklingaframleiðslu heimsins. Rannsóknaráð ríkisins í Ástralíu vinnur nú að tilraunum með að vinna gerviefni, svo sem fyrir fataiðnað, úr próteininu keratíni sem fjaðrir eru auðugar af. Sjór til vökvunar. Breska fyrirtækið Seawater Greenhouse gerir nú tilraunir með notkun á sjó til vökvunar í gróðurhúsum. Hugmyndin er sú að sjó er veitt inn í annan enda gróðurhúsa þar sem hann er hitaður upp með hjálp sólarrafhlaðna svo hann gufar upp, en salt og önnur auka- efni sitja eftir. Gufan fer síðan í skuggsælli hluta gróðurhússins þar sem hún þéttist og þar er hægt að vökva plöntur með vatninu. Gagnaver hafa farið stækk- andi, ekki síst vegna þróunar int- ernetsins sem byggir á geymslu óendanlega mikils gagnamagns. Þessi gagnaver eru orkufrek en stór hluti orkunnar fer í að kæla tölvubúnaðinn sem geymir gögn- in. Nú hafa menn látið sér detta í hug að koma þessum gagnaverum fyrir í skipum úti á sjó þar sem hægt er að nýta kuldann í sjónum til að kæla búnaðinn. Með þessu mætti spara helming þeirrar orku sem gagnaverin þurfa. Landsbygdens Folk/U.B.Lindström Græn tækni sækir fram Rúmeninn Dacian Ciolos er nýr framkvæmdastjóri landbúnaðar og byggðamála hjá Evrópusambandinu. Þýskir, franskir og belgískir kúa- bændur vönduðu Mariann Fischer Boel ekki kveðjurnar þegar hún lét af störfum í gær heldur brenndu brúðu í hennar líki. Obama forseti vill draga úr stuðningi við efnameiri bændur Það er víðar en í Evrópu sem tek- ist er á um stuðning við bændur. Nú berast af því fréttir að Barack Obama Bandaríkjaforseti hafi farið þess á leit við þingið að dregið verði úr stuðningi við bændur sem hafa meira en hálfa milljón dollara (64 milljónir króna) í árstekjur. Jafnframt þessu vill forsetinn skera niður framlög til afurðatrygg- inga en samtals hyggst hann spara með þessu 10 milljarða dollara næsta áratuginn. Obama reyndi að leika þennan sama leik í fyrra en án árangurs. Nú nýtur hann hins vegar stuðn- ings landbúnaðarráðherrans, Tom Vilsack, við tillögu sem gerir ráð fyrir að skerðingu á stuðningi við efnameiri bændur verði dreift á næstu þrjú ár. Þegar eru í gildi lög sem kveða á um að þeir sem hafa 100 milljónir eða meira í árstekjur njóti skerts stuðnings en með þessari tillögu fjölgar þeim bændum sem lenda í skerðingu um 30.000. Það svarar til tveggja hundruðustu af bændastétt sem telur 1,4 milljónir bænda. Um er að ræða heildartekjur búsins en ekki launatekjur bónda og fjöl- skyldu hans. Ekki er þó víst að Obama hafi erindi sem erfiði að þessu sinni, jafnvel þótt hann hafi stuðning ráðherrans. Í haust verður kosið til þings í Bandaríkjunum og líkurnar á því að frambjóðendur fáist til að beita sér fyrir breytingu sem þess- ari eru takmarkaðar. LandbrugsAvisen.dk

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.