Bændablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 16
16 Byggingar í landbúnaði BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 11. FEBRÚAR 2010 Mikil áhersla hefur á undanförn- um árum verið á endurbætur og byggingu legubása í fjósum fyrir mjólkurkýr. Hins vegar hefur oft ekki verið gengið endanlega frá aðstöðu fyrir geldneyti og því ljóst að margir bændur þurfa að huga að slíkum framkvæmd- um á næstu árum. Líklega má fullyrða að algengasta stíugerð- in fyrir geldneyti hér á landi sé rimlastíur. Líka þekkist að geld- neyti séu höfð á legubásum og í einhverjum tilvikum eru gripir hafiar á hálmi, þá yfirleitt yngri gripir. Í þessari grein verða born- ar saman mismunandi stíugerðir með tilliti til rýmis. Rimlastíur Megin kosturinn við rimlastíur er einfaldleikinn og hversu lítið rými fer undir þær. Þær hafa hins vegar verulega ókosti er varðar aðbúnað gripana. Það er kalt og óvistlegt að liggja á rimlum og hætta á að gripir traðki hver á öðrum. Verulega má bæta aðbúnað gripa í rimlastíum með því að vera með gúmmíklætt rimlagólf. Rétt er að geta þess að víða erlendis er bannað að hafa gripi á rimlastíum þar sem leg- usvæðið er einnig rimlar. Hér á landi er bannað að hafa mjólkurkýr í slíkum stíum. Hálmstíur Hálmstíur hafa ekki náð mikilli útbreiðslu hér á landi. Það er helst að gripir séu hafðir á hálmi yfir mjókurgjafarskeiðið. Með aukinni kornrækt má gera ráð fyrir því að aðgengi að hálm verði tryggara og þessi stíugerð verði raunhæf- ari kostur. En það er fyrst og fremst hálmkostnaður og óvissa um aðgang að góðum hálmi sem takmarkar útbreiðslu hálmstía. Hálmstíur geta t.d. verið hentugar við breytingu á eldri hlöðum. Þá er nauðsynlegt að hafa vel rúmt á gripum og bera jafnt undir þannig að ekki blotni upp í hálmdýnunni. Ef það gerist hefst gerjun í hálmin- um og erfitt verður að halda hálm- dýnunni þurri. Allra mikilvægasti þátturinn við góð hálmfjós er að tryggja viðunandi loftræstingu. Legubásastíur Sú stíugerð sem hentar einna best fyrir uppeldisgripi er legubásastíur. Kvígur sem eru aldar upp á legubás- um eiga auðveldara með að aðlagast þegar þær eru færðar yfir í mjólk- urkúa hópinn. Hér eru sýndar tvær útgáfur af legubásastíum. Annars vegar þar sem er ein röð af legubás- um og hins vegar þar sem er um að ræða tvær raðir af legubásum. Ein röð af legubásum hefur þann megin ókost að átpláss verða fleiri en þörf er á og þar með verður rými á fóður- gang deilt niður á hvern grip meira en ella. Þar sem eru tvær raðir af legubásum nýtast átplássin betur. Hér er sýnd lausn þar sem er einn þvergangur á milli legubásaraða, en æskilegt er að hafa slíkan gang við báða enda. Samanburður Eins og sjá má í samantekt í 1. töflu er mikill munur á því rými sem þarf fyrir hverja stíugerð. En munur á aðbúnaði gripa er einnig veruleg- ur. Þá er einnig verulegur munur á kostnaði á hvern m2 milli stíugerða. Þannig er minnsti kostnaðurinn við hálmstíu (2. mynd) og mesti kostnaðurinn við legubásastíu með tveimur legubásaröðum (6. mynd). Áhrif burðaraldurs á byggingarþörf Við uppeldi á kvígum er mikilvægt að fá jafnan og góðan þroska í kvígurnar og stefna að því að kvíg- ur geti borið 24 mánaða gamlar. Með því sparast bæði fóðurkostn- aður, vinna og ekki síður þarf minni byggingar eftir því sem kvíg- urnar bera fyrr. Að jafnaði þarf um 15-20 % meira rými fyrir uppeldi ef kvíg- ur bera 28 mánaða í staðinn fyrir 24 mánaða og um 30-35 % meira rými ef kvígurnar bera 32 mánaða í staðinn fyrir 24 mánaða. Með góðu skipulagi við uppeldi á kvígum má því spara verulega fjárhæðir, bara í byggingarkostnaði. Unnsteinn Snorri Snorrason bútækniráðunautur BÍ 1. tafla. Stærðarmál á geldneytastíum fyrir kvígur 150-200 kg. Nr. Gerð stíu Stærð, m2 m2/grip 1 Rimlastía 27,3 1,7 2 Hálmstía 41,8 2,6 3 Hálmstía með átstall við fóðurgang 46,8 2,9 4 Hálmstía með rimlagólfi við fóðurgang 52,0 3,3 5 Legubásar, ein röð 53,0 3,3 6 Legubásar, tvær raðir 56,9 3,6 2. tafla. Samanburður á heildarstærð uppeldisaðstöðu fyrir kvígur. Miðað er við 60 árskýr og jafnan burðartíma. Aðeins er um að ræða rými fyrir gripi. Fóðurgangur og annað vinnusvæði er ekki hluti af þessum tölum. Nr. Gerð stíu Stærð, m2 24 mán* 28 mán 32 mán 1 Rimlastía 106,2 125,4 144,7 2 Hálmstía 180,4 212,9 245,3 3 Hálmstía með átstall við fóðurgang 218,7 255,8 292,8 4 Hálmstía með rimlagólfi við fóðurgang 228,8 269,9 311,0 5 Legubásar, ein röð 231,9 271,6 311,2 6 Legubásar, tvær raðir 260,2 297,5 334,8 * Burðaraldur kvígna. Aðstaða fyrir kvígur 2. mynd – Hálmstía fyrir 16 kvígur á aldrinum 6-12 mánaða (150-200 kg). Heildarflatarmál stíunnar er 41,6 m2 og á hvern grip 2,6 m2. 3. mynd – Hálmstía með stuttum átstalli við fóðurgang fyrir 16 kvíg- ur á aldrinum 6-12 mánaða (150- 200 kg). Heildarflatarmál stíunnar er 46,9 m2 og á hvern grip 2,9 m2. 4. mynd – Hálmstía með rimlagólfi við fóðurgang fyrir 16 kvígur á aldrinum 6-12 mánaða (150-200 kg). Heildarflatarmál stíunnar er 52,0 m2 og á hvern grip 3,3 m2. 5. mynd – Legubásastía með einni legubásaröð fyrir 16 kvígur á aldr- inum 6-12 mánaða (150-200 kg). Heildarflatarmál stíunnar er 53 m2 og á hvern grip 3,3 m2. 6. mynd – Legubásastía með tveimur legubásaröðum fyrir 16 kvígur á aldrinum 6-12 mánaða (150-200 kg). Heildarflatarmál stíunnar er 56,9 m2 og á hvern grip 3,6 m2. 1. mynd – Rimlastía fyrir 16 kvígur á aldrinum 6-12 mánaða (150-200 kg). Heildarflatarmál stíunnar er 27,2 m2 og á hvern grip 1,7 m2. Brunamálastofnun hefur nýver- ið látið taka saman leiðbeining- ar um brunavarnir í landbún- aðarbyggingum. Þetta leiðbein- ingarit má nálgast á heimasíðu Brunamálastofnunar, http:// www.brunamal.is. Þar er einnig að finna tvær skýrslur sem unnar voru fyrir nokkrum árum síðan um ástand raflagna á sveitabýl- um og ástand raflagna í hesthús- um. Í þeim báðum er dregin upp nokkuð dökk mynd af ástandinu og þess vegna er full ástæða til þess að hvetja alla bændur til að huga vel að ástandi raflagna og rafbúnaðar á sínu búi. Hver er mesta íkveikjuhættan í landbúnaðarbyggingum? Í langflestum tilfellum er það rafmagn og rafmagnsbúnaður sem hefur valdið íkveikju. Þess vegna er mjög mikilvægt að allur frágangur rafmagnsbúnaðar sé óaðfinnanlegur, búnaðurinn allur ryk- og rakaþéttur og allt efni sem notað er skal uppfylla viðeig- andi gæðastaðla. Rafmagnstöflur eiga að vera í stálskápum og stað- settar í eða á vegg úr óbrenn- anlegum efnum. Gæta þarf þess að laustengd vinnuljós (ljósahundar) séu aldrei nálægt heyi eða öðru auðbrennanlegu efni. Einnig þarf að fylgjast vel með ástandi á raf- magnssnúrum og tenglum. Það er full ástæða til að hvetja bændur til þess að láta löggilt- an rafvirkja yfirfara raflagnir og rafbúnað reglulega, sérstaklega í gripahúsum, til þess að koma í veg fyrir brunatjón og stuðla að bættu öryggi manna og búfjár. Brunahólfun landbúnaðarbygginga Reglur um brunahólfun gripahúsa er að finna í grein 116.6 í bygging- arreglugerð. Þar stendur: Gripahús skal vera sérstakt brunahólf EI60 með EI-CS30 hurð að öðrum rýmum. Sé gripahús stærra en 200 m2 skal það aðskilið frá hlöðu með eldvarnarvegg REI- M120. Hurð skal vera EI-C60. Þetta þýðir einfaldlega að það rými byggingarinnar, sem búfénu er ætlað, skal vera sérstakt brunahólf með a.m.k. 60 mínútna bruna- þoli og sjálflokandi, reykþéttum hurðum með a.m.k. 30 mínútna brunamótstöðu. Með þessari kröfu er reynt að tryggja að nokkur tími gefist til þess að bjarga gripunum út ef eldur kemur upp í nærliggj- andi rými byggingarinnar. Þetta ákvæði á t.d. við um skilveggi milli fjóss og mjólkurhúss og fjóss og fóðuraðstöðu. Byggingarefni gripahúsa Samkvæmt ákvæðum í 135. grein byggingareglugerðarinnar er bann- að að nota óvarið plastefni sem einangrun. Þetta gildir að sjálf- sögðu líka um gripahús. Plastefnin uppfylla ekki kröfur um takmark- aða reykmyndun og eldútbreiðslu. Þau bráðna við bruna og séu þau notuð í þaki geta logandi flygs- ur fallið eða lekið niður á allt það sem fyrir neðan er, bæði búfé og björgunarmenn. Þetta á ekki bara við um hvíta einangrunarplastið, sem algengt var að nota óvarið neðan í þök gripahúsa í „gamla daga“, heldur líka um svokallað loftbóluplast, þunna einangrun sem hefur verið á markaði hér undan- farin ár. Samkvæmt upplýsingum Brunamálastofnunar er bannað að nota það óvarið neðan í þök og innan á veggi gripahúsa. Hvítt, óvarið einangrunarplast er einkum að finna neðan í þökum gripahúsa Brunavarnir í landbúnaðarbyggingum Dæmi um reyksogskerfi í gripahúsi og fóðuraðstöðu. Rör frá báðum hlut- um byggingarinnar tengjast stjórnstöðinni.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.