Bændablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 11
11 Bændablaðið | fimmtudagur 11. febrúar 2010 Bændur! Hugið tímanlega að vorverkunum HiSpec haugsugur á flotmiklum hjólbörðum Stærðir 10.000 til 12.000 lítra Taðdreifarar, 2 stærðir Öflug vacuumdæla Fjöðrun á beisli Vökvaopnun á topplúgu Hraðtengi á barka Sjálffyllibúnaður Regnbyssa * * * Aukabúnaður Vel heppnað námskeið um lífræna sauðfjárrækt Svo sem greint var frá hér í Bændablaðinu 14. janúar sl. buðu Land bún- aðarháskóli Íslands og Vottunarstofan Tún ehf. upp á námskeið í aðlögun að lífrænni sauðfjárrækt og var það haldið að Stóra Ármóti í Flóa föstu- daginn 29. janúar sl. Námskeiðið sóttu 12 manns, mest starfandi bændur úr ýmsum héruðum, sumir með bú sín í aðlögun eða með áform um að gera það. Helstu efnisþættir á dagskránni voru yfirlit um aðlögunarferlið í samræmi við lög og reglur; uppruni, aðlögun og aðbúnaður sauðfjár- stofns; beit, fóðuröflun, fóðrun og heilbrigði, þá reynsla bónda af lífræn- um sauðfjárbúskap og að síðustu yfirlit um eftirlit, vottun, markaðssetn- ingu og kostnað við þessa þætti. Kennslu á námskeiðinu önnuðust dr. Gunnar Á. Gunnarsson, Vott un ar- stofunni Tún ehf., dr. Ólafur R. Dýrmundsson, Bændasamtökum Íslands og Guðni Einarsson bóndi í Þórisholti í Mýrdal (sitjandi á mynd). Mikið var um fyrirspurnir og umræður þar sem m.a. kom fram að undirstaðan er lífræn ræktun þar sem notkun tilbúins áburðar er ekki leyfð, að aðstæður á jörðum eru mjög breytilegar, að smærri bú og blönduð bú eiga meiri möguleika en þau stóru og sérhæfðu, og síðast en ekki síst þurfi bóndinn að tileinka sér breytta búskaparhætti – fara sjálfur í aðlögun með búinu. Reynslan af þessu fyrsta námskeiði í lífrænni sauðfjárrækt hér á landi var það góð að áformuð eru fleiri námskeið um lífrænan landbúnað. Þar eru greinilega vannýtt sóknarfæri. Mynd: Áslaug Helga Bjarnadóttir. Styrktarsjóður Tunguréttar Þórarins Jónssonar og Kristínar Þórsdóttur, bænda á Bakka í Svarfaðardal í um 40 ára skeið, hafa ásamt fjölskyldum sínum stofnað styrktarsjóð Tunguréttar í minningu foreldra sinna. Þór- arinn var fjallskilastjóri í Svarf- aðardal í 13 ár og réttarstjóri í Tungurétt jafn lengi. Tilgangur sjóðsins er að styrkja og stuðla að uppbyggingu Tungu- réttar og hvers konar menningar- starfsemi sem henni tengist. Ástand réttarinnar er með þeim hætti í dag að hún telst vart fjárheld og því mikil þörf á skjótum úrbót- um. Að sögn Jóns Þórarinssonar er sjóðurinn öllum opinn og kjör- inn vettvangur fyrir þá sem vilja leggja góðu málefni lið hvort heldur í minningu látinna ástvina eða að öðru tilefni. Jón segir það von þeirra systkina að sjóðurinn geti stuðlað að gagngerri endur- byggingu þessa merka mannvirkis sem Tungurétt er. „Draumurinn er að hægt verði að halda upp á 90 ára afmæli Tunguréttar í henni nýupp- byggðri árið 2012“. Styrktarsjóður Tunguréttar er í Sparisjóði Svarfdæla nr. 1177-05- 404580 Kt: 411209-1560 Nánari upplýsingar veitir Jón Þórarinsson í síma 466 1526 / 6609617 eða netfangi: irk@mi.is. Stofnfundur tengslanets kvenna á Norðausturlandi var hald inn nýlega. Tæplega 50 konur mættu á fundinn þar sem m.a. voru samþykkt lög félagsins sem hlaut nafnið „Urð ur, tengslanet kvenna á Norðausturlandi“. Gréta Bergrún Jóhannesdóttir flutti fyrirlestur „Á vígvellinum eða í skúringunum, kynjaðar myndir í íslenskum fjölmiðlum“ og sérstakir gestir fundarins, Auður Anna Ingólfsdóttir, Björk Sigurgeirsdóttir og Jóhanna Guðmundsdóttir frá TAK, tengsla neti kvenna á Austurlandi, fluttu ávarp. Fyrstu stjórn Urðar skipa eft- irtaldar konur; Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir Húsavík formaður, Elísa Elmarsdóttir Húsavík, Svan hildur Kristjánsdóttir Þing eyjar sveit, Kristjana Erna Helga dóttir Kópaskeri og Jóna Matthías dóttir, Húsavík. Á næst- unni verður dagskrá og starfsemi tengslanetsins kynnt frekar. Tengslanet kvenna á Norðausturlandi

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.