Bændablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | fimmtudagur 11. febrúar 2010
Í byrjun árs flutti Matís ohf.
starfsemi sína í Reykjavík á
einn stað í glæsileg húsakynni að
Vínlandsleið en áður hafði fyr-
irtækið haldið úti þremur starfs-
stöðvum í höfuðborginni. Mikið
hagræði er að flutningnum þar
sem sérfræðingar og rannsókn-
arstofur eru nú á einum og sama
staðnum og allt starf verður því
markvissara fyrir vikið.
Guðjón Þorkelsson, sviðsstjóri
nýsköpunar og neytenda, og Óli
Þór Hilmarsson, sérfræðingur hjá
Matís, tóku á móti blaðamanni
Bændablaðsins á dögunum í nýju
húsakynnunum þar sem mismun-
andi starfsemi sviðanna sex sem
fyrirtækinu er skipt í fer fram á
þremur hæðum.
„Starfsemin skiptist í þessi sex
svið sem eru öryggi og umhverfi,
vinnsla og virðisaukning, nýsköp-
un og neytendur, mælingar og
miðlun, líftækni og lífefni og erfð-
ir og eldi. Um 80 starfsmenn eru
hér í Reykjavík og 20 starfsmenn
eru dreifðir um landið á ýmsar
starfsstöðvar. Flutningurinn styrk-
ir okkur mikið þar sem mismun-
andi fagsvið eru nú undir sama
þaki. Vinnan verður öll markviss-
ari og aðstaðan hefur batnað til
muna. Nú getur maður farið niður
á næstu hæð og rætt beint við sér-
fræðing sem maður þurfti kannski
að hringja í áður þannig að nálægð-
in og skilvirknin er mun meiri nú,“
segir Guðjón.
Sex starfsstöðvar úti á landi
Helstu markmið Matís eru að efla
nýsköpun og auka verðmæti mat-
væla, stuðla að öryggi matvæla og
heilsu, stunda öflugt rannsóknar-
og þróunarstarf og efla samkeppn-
ishæfni íslenskrar matvælafram-
leiðslu á alþjóðlegum vettvangi.
„Hjá Matís rannsökum við öll
matvæli og erum með sex starfs-
stöðvar úti á landi sem þjóna mik-
ilvægu hlutverki í starfseminni. Á
Akureyri erum við í samstarfi við
Háskólann á Akureyri og aðrar
stofnanir og fyrirtæki á Norðurlandi
en þar fara meðal annars fram fisk-
eldisrannsóknir og rannsóknir á
varnarefnum í grænmeti. Á Höfn
í Hornafirði er búið að koma upp
Matarsmiðjunni þar sem frum-
kvöðlar í smáframleiðslu geta
fengið aðstöðu til þróunarvinnu og
framleiðslu. Þar er einnig unnið að
verkefnum sem tengjast útflutn-
ingi á lifandi og ferskum afurðum,
humarveiðum og humarvinnslu og
fullvinnslu afurða og vinnslu á líf-
virkum efnum. Nú stendur til að
koma á laggirnar álíka frumkvöðla-
aðstöðu á Egilsstöðum og á Höfn
þar sem fólk getur fengið aðstöðu
tímabundið, en við höfum séð
mikla vakningu meðal fólks að nýta
hráefni sem best og ekki hvað síst í
landbúnaði eftir að kreppan skall á.
Það eru margir smáframleiðendur
um allt land sem eru samstarfsaðil-
ar okkar og matarsmiðjurnar heima
í héraði hafa miklu og góðu hlut-
verki að gegna,“ útskýrir Guðjón
og segir jafnframt:
„Á Ísafirði er mikil áhersla
lögð á fiskeldi, einkum þorskeldi
í sjó en þar fer einnig fram öfl-
ugt rannsóknar- og þróunarstarf
í samstarfi við fyrirtæki á svæð-
inu. Í Neskaupstað eru stundaðar
þjónustumælingar meðal annars
mælingar fyrir fiskimjölsiðnaðinn
á Austurlandi, þar eru þrír starfs-
menn í örveru- og efnamælingum
á uppsjávarfiski og fiskimjöli. Á
Sauðárkróki rekum við dótturfyr-
irtæki okkar, Iceprotein ehf., sem
þróar og framleiðir blautprótein
fyrir fiskiðnað hér á landi ásamt
þurrkuðu próteini fyrir heilsu- og
fæðubótarmarkaðinn.
Í Vestmannaeyjum vinna starfs-
menn Matís að því að rannsaka
hvernig nýta megi aukaafurðir í
sjávarútvegi til dæmis til prótein-
vinnslu og vinnslu lífvirkra efna.
Við erum með starfsmann í
Vestmannaeyjum og vinnum þar
með fyrirtækjum að vinnslu- og
vöruþróunarverkefnum.
Þannig að starfsemin er mikil og
fjölbreytt um allt land sem samein-
ast í eina stóra rannsóknarstofnun á
sviði matvæla.“
Niðurbrotin fiskiprótein og
örverumælingar
Sem fyrr segir er starfsemi fyr-
irtækisins skipt upp í sex svið sem
hafa ólíkum hlutverkum að gegna.
Blaðamaður fékk að skyggnast
eilítið inn á hvert þeirra og varð
margs vísari um það starf og þekk-
ingu sem þar er búið yfir á degi
hverjum.
X Á matvælaöryggissviði ræður
Franklín Georgsson ríkjum og
lýsir hann hlutverki sviðsins
svo:
„Hér stundum við mæliþjón-
ustu, aðallega á örverum sem geta
verið góðar en einnig sjúkdóms-
valdandi. Hér störfum við náið
með matvæla- og lyfjafyrirtækjum
og heilbrigðiseftirlitinu en einn-
ig erum við í góðu samstarfi við
erlendar rannsóknarstofur.
Við fáum send til okkar sýni og
tilgangur mælinganna er að kanna
öryggi, geymsluþol, gæði og hag-
kvæmni vörunnar.“
X Á erfða- og eldissviði er
Ragnar Jóhannsson sviðsstjóri
en Sig ríður Hjörleifsdóttir er
fagstjóri yfir erfðatækni:
„Hér stundum við erfðagrein-
ingu á dýrum eða foreldragrein-
ingar á hestum, kúm og hundum
en einnig á fiski og eldisdýrum.
Þetta eru oft á tíðum stroksýni
sem við vinnum með þar sem við
einangrum dna-sýni. Við störfum
náið með Hafrannsóknarstofnun
og höfum til dæmis tekið þátt í
stofnerfðafræðiverkefni þar sem
við greinum allar helstu laxveiðiár
á landinu til að sjá hversu skyldir
laxarnir eru,“ segir Sigríður.
X Á öryggis- og umhverfissviði
stjórnar Helga Gunnlaugsdóttir
efnarannsóknum og áhættu-
mati:
„Hér stundum við almennar
efnamælingar þar sem við söfnum
upplýsingum um næringarefni og
gerum snefilefnagreiningar. Oft
á tíðum eru það útflytjendur sem
vantar gögn en við birtum niður-
stöður úr mælingum okkar á vefn-
um. Við erum meira í sjávarfangi
hér á þessu sviði en mælum efnin
einnig í landbúnaðarvörum.“
X Á líftækni- og lífefnasviði ræð-
ur Hörður G. Kristinsson ríkj-
um:
„Við erum í nánu samstarfi við
starfsstöðina á Sauðárkróki um líf-
efnarannsóknir. Hlutverk okkar er
að auka verðmæti hliðarafurða og
hefur fiskiprótein verið ítarlega
rannsakað hjá okkur. Nú er til
dæmis kílóverðið á niðurbrotnu
fiskipróteini 132 þúsund krónur í
Bandaríkjunum svo það er heldur
betur arðbært að koma því á mark-
að.“
X Á nýsköpunar og neytenda-
vinnslu- og vöruþróunarsviði
er Guðjón Þorkelsson sviðs-
stjóri:
Við vinnum að því að nýta
sérstöðu og möguleika íslenskra
hráefna til vöruþróunar og mark-
aðssetningar á matvælum á Íslandi
og í öðrum löndum. Þannig sköp-
um við meiri verðmæti og stuðl-
um að atvinnu. Við vinnum bæði
með smáframleiðendum og stór-
framleiðendum. Við erum bæði
með mannskap og aðstöðu á
Hornafirði og Egilsstöðum og
verið er að undirbúa samvinnu
við garðyrkjubændur, sveitarfélög
og atvinnuþróunarfélag Suður-
lands og loks erum við á einum
stað í Reykjavík með litla tilrauna-
vinnslu og tilraunaeldhús í tengsl-
um við fullkomna fundar- og rann-
sóknaaðstöðu. Við rannsökum líka
viðhorf og væntingar neytenda,
gæði og geymsluþol matvælanna.“
X Á sviði vinnslu- og virðisaukn-
ingar er Sveinn Margeirsson
yfirmaður.
Þar er mest áhersla á verk-
efni fyrir íslenskan sjávarútveg en
einnig landbúnað. Leitað er leiða
til að bæta meðhöndlun hráefnis
og finna bestu geymslu- og flutn-
ingaleiðir fyrir hráefni og afurðir
og rannsakað hvaða áhrif einstak-
ir þættir við vinnslu og verkun
hafa á nýtingu, eiginleika, gæði
og geymsluþol afurða. Þróaðir eru
ferlar og tækni til að auka sjálf-
virkni, afköst og nýtingu við fram-
leiðslu matvæla.
ehg
Rannsóknar- og nýsköpunarstarf í matvælaiðnaði
Undir sama þaki í höfuðborginni
Óli Þór sker hér niður sýni af lostalengju sem er tilraunaverkefni með loftþurrkað lambakjöt
sem fimm bæir víðsvegar að af landinu taka þátt í.
Halldóra Viðarsdóttir á matvælaöryggissviði vinnur við að mæla örverur í
matvælum.
Óli Þór Hilm arsson, sérfræðingur hjá Matís og Guðjón Þorkelsson, sviðs-
stjóri nýsköpunar og neytenda, tóku á móti blaðamanni Bænda blaðs ins á
dögunum í nýju húsnæði fyrirtækisins að Vínlandsleið í Reykjavík.
Svanhildur Hauksdóttir rannsakar rækjur á öryggis- og umhverfissviði.
Stofnfundir á Suðurlandi
Fullvalda Ísland utan ESB
Stofnfundir aðildarfélaga Heimssýnar í Rangárvallasýslu og
Vestur-Skaftafellssýslu verða fimmtudaginn 18. febrúar nk.
Stofnfundur Heimssýnar í Vestur-Skaftafellssýslu
Vík í Mýrdal – Á Ströndinni í Víkurskála, kl. 20:00
Gestir fundarins verða alþingismennirnir Unnur Brá Konnráðs-
dóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason
Stofnfundur Heimssýnar í Rangárvallasýslu
Hella - Árhúsum kl. 20:00
Gestir fundarins verða alþingismennirnir Atli Gíslason, Eygló
Harðardóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir
Heimssýn eru þverpólitísk samtök sem berjast gegn aðild Íslands að ESB.
Hefur þá áhuga á því að taka sæti í stjórn, skrá þig í Heimssýn eða koma að
starfi þessara samtaka með öðrum hætti? Ef svo er hafið samband við Pál
Vilhjálmsson í heimssyn@heimssyn.is eða síma 551 9800 e.h. mánu-
daga og þriðjudag og f.h. fimmtudaga og föstudaga.