Bændablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | fimmtudagur 11. febrúar 2010 Í SÍÐASTA Bændablaði birtist grein eftir Bjarna Þorkelsson hrossarækt- anda á Þóroddstöðum undir yfir- skriftinni „Landsmót í Reykjavík – nei takk“. Í upphafi greinar sinn- ar fer Bjarni yfir félagskerfi okkar hestamanna og nauðsyn þess að skerpa línur þar. Ég tel að það sé fullreynt á því sviði eins og löggjöfin er í kring- um íslenska hestinn í dag og ekki á valdi okkar hestamanna að gera miklar breytingar á því enda marg- reynt, heldur sé komið að þeim tímapunkti að stjórnvöld svari því hvernig þau vilji sjá umgjörðina um íslenska hestinn. Hann hefur frá upphafi verið sameign okkar allra og því réttlætismál að allir komi jafnt að ákvörðanatöku er varðar málefni tengd hestinum, þ.e. stuðn- ing frá ríki, skattlagningu sveitar- félaga og annað er snýr að umgjörð hestsins. Í landinu er svo félaga- frelsi varið í stjórnarskrá og þar geta menn starfað í eins mörgum félögum og þeir kjósa í kringum hestinn, en allir hljóta að vera sam- mála um að við viljum efla hestinn og virðingu hans sem mest bæði innanlands sem utanlands og jafnt í sveit sem borg. Ég ætla því ekki að svara grein Bjarna heldur fara yfir málið frá hlið Landssambands hestamannfélaga. Landsmót hafa verið haldin frá 1950, til skiptis á Norðurlandi og Suðurlandi. Á Suðurlandi hafa staðirnir verið: Skógarhólar, Hella og Reykjavík. Á Norðurlandi hafa staðirnir verið: Þveráreyrar, Hólar, Vindheimamelar og Mel gerðis- melar. Komið hafa upp vangaveltur hvers vegna stjórn Landsambands hestamannafélaga hafi einhliða tekið ákvarðanir um landsmótsstaði frá árinu 1950. Að vísu eru undan- tekningar á því þar sem þetta var um tíma í höndum landsþinga LH, en þá hófst mikil togstreita milli manna og var horfið frá því fyrirkomulagi og staðarvalið sett í hendur stjórnar LH aftur, af fenginni reynslu. Ástæðan fyrir því að staðarval landsmóta er í höndum stjórnar LH er söguleg og gott að rifja upp hér örstutt en eins og flestir vita eru sextíu ár liðin frá fyrsta lands- mótinu. Milli áranna 1940 og 1950 var allt starf í kringum hestinn að fjara út í sveitum landsins og ráðu- nautur Búnaðarfélagsins settur í hálft starf og kennslu á Hvanneyri. Það var á þeim tímapunkti sem framsýnir menn tóku höndum saman og ákváðu að stofna hesta- mannafélög hringinn í kringum landið með LH sem samnefnara, til að standa vörð um ræktun og sýn- ingar á íslenska gæðingnum. Þar fór fremstur í flokki Gunn- ar Bjarnason, ráðunautur Bún- aðar félagsins, hvattur áfram af mörg um mætum mönnum sem við hesta menn eigum mikið að þakka í dag. Eftir stofnun LH og fyrstu mótin höfðu verið haldin lagði Gunnar mikla áherslu á að hníf- urinn mætti ekki ganga á milli LH og Búnaðarfélagsins ef ekki ætti illa að fara. Gott væri fyrir marga að lesa yfir sögu Gunnars og hans miklu baráttu fyrir hestinn bæði hér heima og erlendis. Í framhaldi af þeirri ákvörðun Landsambands hestamannafélaga að halda landsmót annað hvert ár var ákveðið að stofna félag sem héldi utan um rekstur landsmóta, Landsmót ehf. Tilgangurinn með því var m.a. að flytja reynslu milli móta, minnka rekstrarlega áhættu, sækja styrktaraðila auk fjölmargra annarra þátta. Bændasamtökin eru eigendur að 1/3 Landsmóts ehf. og LH 2/3. Við stofnun félags- ins var ákveðið að breyta í engu hlutverkaskiptum LH og BÍ, þ.e. LH sæi áfram um allt er lög og reglur þess kveða á um og BÍ um það, er þeirra lög og reglur kveða á um. Menn voru sammála um að Landsmót ehf. ætti ekki að koma nálægt hinum félagslega þætti. Við ræddum það einu sinni við forsvarsmenn BÍ hvort þeir vildu koma að staðarvali, en þeir báðu okkur að halda BÍ algerlega fyrir utan þá pólitík enda ekki á þeirra könnu. Stjórn LH hefur reynt að gæta þess að fara að lögum og reglum þegar hún hefur valið landsmóts- staði og reynt að tryggja að þeir staðir stæðu sterkari eftir mót en fyrir. Þegar samið var við Rangár- bakka menn fyrir mótið 2008 var þetta haft að leiðarljósi og reynt að semja þannig að svæðið yrði sem næst skuldlaust eftir mót. Var margtekið fram að ekki þyrfti reið- höll til að halda landsmót á Gadd- staða flötum en að sjálfsögðu gætu heimamenn reist sína reiðhöll. LH eða Landsmót ehf. gerðu ekki kröf- ur um hana fyrir landsmót. Menn tóku hinsvegar aðra afstöðu og reistu reiðhöll af metnaði og bera á því ábyrgð. Ódrengilegt er að koma þeirri ábyrgð yfir á aðra. Sama aðferð hefur verið höfð að leiðarljósi við samninga um Vind- heimamela að svæðið verði skuld- laust eftir mót og því styrkur fyrir hestamennskuna á því svæði. Peningaleg sjónarmið Mikið er rætt um fjárfestingar á þessum stöðum og er rétt að þar verða hestamenn að gæta sín, þann- ig að fjárfestingar nýtist sem best. Það reynum við að hafa til hlið- sjónar. Ef markmiðið væri það eitt að fara vel með það fjármagn sem okkur er trúað fyrir og byggja ein- ungis upp þar sem fjárfestingin nýt- ist sem best, yrði aðeins einn staður byggður upp og þá helst í þéttbýli eða sem næst því. Sú stefna hefur ekki verið mótuð hjá LH en ýmsar hugmyndir eru í gangi eins og t.d. að a) hafa einn landsmótsstað b) vera með tvo landsmótsstaði fyrir sunnan og einn fyrir norðan c) eða þá að fara þá leið sem við höfum búið við, að vera til skiptis fyrir norðan og sunnan. Dreifa landsmótum um landið og reyna þannig að hjálpa til við uppbyggingu sem nýtist og er sjálfbær milli móta um leið og við vekjum athygli á íslenska hestinum. Hversvegna viðræður um landsmót í Reykjavík? Mikill taugatitringur hefur orðið í kringum þá ákvörðun stjórnar LH að ganga til samninga við hesta- mannafélagið Fák í Reykjavík. Ætla ég að reyna að færa rök fyrir því hvers vegna sú ákvörðun var tekin. Hvað þarf til að halda gott lands- mót og hvað þarf að vera til staðar? Í Víðidalnum er athafnasvæði stærsta hestamannafélags landsins og mikil mannvirki til staðar sem eru í stöðugri notkun allt árið um kring og því góð nýting á þeim. Hestamannafélagið Fákur er elsta hestamannafélag landsins og lagði mikið af mörkum þegar ís- lenski hesturinn var hafinn til vegs og virðingar á ný, með því að hafa forustu um stofnun og rekstur LH fyrir sextíu árum. Vellir í Víðidal eru jafngóðir og annarsstaðar á landinu og því ætti að staða til sýningar á okkar bestu hross um að vera mjög góð. Aðstaða til að hýsa hross er hvergi eins góð, mikið er af góðum húsum til staðar á öllu stór-Reykja- víkursvæðinu og reynt verður að sjá þeim fyrir beitarhólfum sem þess óska. Aðstaða fyrir eigendur og knapa á að vera jafngóð eða betri en á öðrum stöðum. Þjónusta við hestaeigendur sem mótsgesti ætti að geta verið jafngóð á þessu svæði og öðrum eða betri. Mörg stór félög eru á stór Reykja víkursvæðinu. Næg bílastæði eru fyrir kepp- endur og áhorfendur. Þegar við höfum notið þess sem íslenski hesturinn hefur upp á að bjóða með tilheyrandi dagskrá fram á kvöld þá eru miklir möguleikar á fjölbreyttri gistingu þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og mætt úthvíldir að morgni. Skipulagt hefur verið svæði í Víðidalnum ekki langt frá Elliða- ánum fyrir um 500 hjól- og tjald- hýsi ásamt venjulegum tjöldum. Allir sem til þekkja vita að Elliða- ÞAÐ ER yfirleitt hressandi og gaman þegar Bjarni Þorkelsson á Þóroddsstöðum skrifar greinar um hesta og hestamennsku almennt. Þess vegna kom ég mér vel fyrir í flug- vélinni sem flutti okkur stjórnarmenn LH norður til Akureyrar fyrir skömmu, en þang- að vorum við að fara til að hitta Léttismenn, Funamenn og Skagfirðinga vegna umsókna þeirra um landsmót 2014. Um margt er ég eins og oft áður innilega sammála Bjarna, en annað er algerlega úr lausu lofti gripið hjá honum sem er hvorki hressandi né gaman. Förum aðeins í gegnum greinina. Það er rétt að hestamennskan á Íslandi skiptist í einingar og er undir tveimur ráðu- neytum. Einnig erum við Íslendingar eitt landa með tvöfalda aðild að FEIF, alþjóða- sambandi Íslandshestaeigenda. Þetta er stað- an í dag og hefur valdið núningi aftur og aftur, en menn eru og verða að leysa úr þeim málum á einhvern skynsamlegan hátt eins og nokkur mjög nýleg dæmi sanna. Sem íþrótt erum við að afla okkur trausts og virð- ingar, en lítið má út af bregða til að skemma það orðspor sem hægt og bítandi hefur verið að skapast okkur í hag. Hvergi má slaka á í að kynna hestamennsku sem frábæran möguleika fyrir alla fjölskylduna óháð aldri. Frábær keppnisíþrótt, áhugamál og lífstíll. En stöndum við okkur öll í því? Vöxtur og viðgangur hestamennskunnar, hvort sem er ræktun, tamning, sala, ferðaþjónusta eða uppeldi, lifibrauð eða áhugamál hefur gíf- urlega þýðingu fyrir alla, ekki síst lands- byggðina. Rétt hjá þér Bjarni að Guðni Ágústsson lagði í sinni ráðherratíð hestamennskunni gott lið og gerir vonandi áfram. Hans orð um að hestamennskan væri stóriðja sveit- anna eru hárrétt og standast fyllilega. Þeir sem eru í ræktun hrossa eru ansi stór og fjölbreyttur hópur hestamanna, bæjarbúa og sveitafólks. Fólk er í þessu sér til ánægju eða til lífsviðurværis. Hrossin eru að stórum hluta í eigu fólks sem eftir atvikum er ein- göngu í LH eða Félagi hrossabænda og/ eða í fleirum af þessum samtökum sem um ræðir. Hrossin eru undantekningalaust sýnd og dæmd á svæðum hestamannafélaga víðs- vegar um landið, og ekki nema sjálfsagt að LH hafi aðkomu að fagráði, og kemur mér ekki á óvart að það gangi vel í alla staði, því það er nú einu sinni þannig að ef fólk talar saman þá eru allir með sama markmið í hestamennskunni í sinni víðustu mynd, að henni vegni sem allra best og án árekstra og togstreitu. Íslenski hesturinn, sú guðsgjöf, á það ekki skilið að verið sé að togast á um hans meistaramynd. Rétt er það að hending hefur ekki ráðið vali á landsmótsstöðum, áður frekar en nú, og aldrei á mínum tíma í stjórn höfum við haft jafn miklar upplýsingar, bæði í skýrslu- formi, frá rýnihópum knapa, áhorfenda og um vilja fólks. Flestir ef ekki allir sem sitja í stjórnum hestamannafélaga sátu á LH þingi á Klaustri á haustdögum 2008. Þar var til umræðu tillaga m.a frá Hestamannafélaginu Geysi um VAL á landsmótsstað. Þar var mér vitanlega aldrei rætt um málamiðlanir t.d. tvo staði, eða að málin væru í föstum skorð- um. Einfaldlega var sá texti sem hér fer að neðan og eru lög og reglur LH samþykktur samhljóða. „6. Reglur um undirbúning og fram- kvæmd landsmóta 6.1 Ákvörðun um landsmót Landsmót hestamanna skulu haldinn annað hvert ár. Stjórn LH velur og ákveður lands- mótsstað hverju sinni að höfðu samráði við rekstraraðila. Skal ákvörðun um mótsstað liggja fyrir a.m.k. fimm árum fyrir það mót sem um ræðir. Samningar skulu vera frá- gengnir og undirritaðir minnst þremur árum áður. Ef samningar nást ekki skal staðarval endurskoðað. Við staðarval skal stjórn LH hafa til hliðsjónar fjárhagslega hagkvæmni svo og yfirsýn á félagslegt réttlæti. Samhliða staðarákvörðun skal liggja fyrir samningur um eftirgjald (leigu) fyrir mótssvæðið. 6.2 Hlutverk stjórnar LH Stjórn LH skal hafa forgöngu og tilsjón með því að allur undirbúningur landsmóta sé vandaður. Stjórnin skal sjá um að traust- ur rekstraraðili standi að framkvæmd og rekstri mótanna og í samráði við þann aðila sjá um að mótssvæði séu undirbúin og upp- fylli kröfur um fyrirmyndar aðstöðu að mati mannvirkjanefndar LH. 6.3 Tímasetning Landsmóta Tímasetning landsmóta skal ákveðin af stjórn LH og BÍ í samráði við rekstraraðila mótsins. Stefnt skal að því að landsmót fari fram fyrstu viku júlímánaðar.“ Að framansögðu er það mjög dapurt að bera stjórnarmenn LH, bæði þá sem áður voru og þá sem enn eru í stjórn, þeim þungu sökum að þeir hafi teymt Rangárbakkamenn út í botnlaust skuldafen og skilji þá þar eftir vegna fyrri landsmóta. Þetta þarf Bjarni að kynna sér betur. Eða að þessir menn sitji að ráðabruggi og starfi af einhverjum óheilind- um. Þetta eru ásakanir sem ekki hæfa manni eins og Bjarna Þorkelssyni. Fullt samráð var haft við BÍ um tilhög- un á mótahaldi og staðarákvörðun LM við stofnun LM ehf. Stjórn LH hefur alls ekki þá framtíðarsýn að landsmót verði ávallt haldin í Reykjavík. Nefnt er að fjögur mót á árunum 1994-2002 hafi verið á fjórum stöð- um, sem er rétt, en tveir af þeim stöðum eru annarsvegar Rangárbakkar 1994 og hins vegar Vindheimamelar 2002, og enn verður landsmót á Vindheimamelum að sumri kom- andi. Þær aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu bitna á öllum þegnum þessa lands, þann- ig að stuðningur við hvert verkefni tekur væntanlega eitthvað frá öðrum, hvort sem er í Reykjavík eða annarsstaðar og er þetta tal um að ausa fé hér og þar og skera niður við aðra hópa eins og skólabörn, sjúka o.fl á svo lágu plani að ekki verður við brugðist. Landsmót hestamanna er og verður stórhátíð sem skapar fullt af tekjum og vonandi fullt af verkefnum, óháð staðarvali, ekki veitir af. Allir þeir staðir sem menn eru að ræða um hafa bæði kosti og galla. Það er rétt að við í stjórn LH erum á eftir miðað við þær reglur sem samþykktar voru á þingi LH haustið 2008 og þurfum við að herða okkur með það, en það er klárt mál að við sátum ekki auðum höndum og biðum, heldur voru unnin mörg góð verk í því að byggja grunn að staðarvali til framtíðar. Á komandi hausti verður haldið LH-þing á Akureyri og þar er rétti vettvangurinn til að breyta lögum og reglum. Það getur ekki gerst eftir á ef niðurstaðan er að einhverra mati óásættanleg. Mér datt í hug saga sem ég heyrði af Henry Ford bílafrömuði þegar hann var spurður um einhæfni í litum á Ford bílum á árdögum bílaframleiðslu í Bandaríkjunum: „Fólkið má velja lit ef það velur svartan“. Það er alveg klárt mál að rétt og heið- arlega er staðið að málum hjá LH og held ég að hestamenn eigi frekar að sameinast um að hafa hlutina í lagi og sjá jákvæðu hliðarnar á málunum, heldur en að vera að kasta púðurkerlingum blint út í loftið. Það blikar víða á egg og ekki á færi eins manns að bera klæði á öll þau vopn sem á lofti eru nú um stundir, og með ólíkindum hvað þessi ákvörðun um að ganga til samninga við Fáksmenn hefur ýft kamb margra manna, því að þetta ferli hefur alltaf verið opið og gagnsætt, auglýst hefur verið eftir umsókn- um um landsmótsstaði og aldrei dregin á það dul að allir staðir kæmu til greina. Allt annað væri óheiðarlegt af okkur í stjórn LH að halda fram. Hefðu þessi viðbrögð ekki átt að koma fyrr ef menn töldu að eitthvað í þessu ferli væri ekki eftir reglum? Ég vonast til að sjá sem allra flesta á landsmóti í sumar og ekki síður á LM 2012 og svona í restina vegna þess að við trúum því að allt sé uppávið, þá læt ég fylgja með smá vísukorn til að létta lund manna. Og vonast ég til að þegar Bjarni gengur í hag- ann til gegninga hjá ungviðinu og spekúler- ar hvert trippana sé líklegast til að slá í gegn á LM 2012, þá rauli hann með. Það liggur svo makalaust ljómandi á mér, mér líkar svo vel hvernig heimurinn er. Mér sýnist allt lífið svo ljómandi bjart og langar að segja svo dæmalaust margt. Siggi Ævarss stjórnarmaður í LH Landsmót íslenska hestsins Svar við rangfærslum í grein Bjarna Þorkelssonar Haraldur Þórarinsson Formaður Landssambands hestamanna Landsmót hestamanna

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.