Bændablaðið - 11.02.2010, Side 17

Bændablaðið - 11.02.2010, Side 17
17 Byggingar í landbúnaði BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS  11. FEBRÚAR 2010 Sæðingaraðstaðan þarf að vera þannig útbúin að gripi sé hægt að festa með auðveldum hætti og jafnframt tryggt að vinnustaða frjótækna sé góð. • Kvígur þarf að venja við um­ gengni manna og snertingu. • Kýr og kvígur þurfa að vera bundnar við sæðingu. • Aðrir gripir eiga ekki að vera lausir í kringum grip sem er verið að sæða. • Aðgengi inn í stíur verður að vera gott, gönguhlið eða mannop. • Kýr og sæðingamaður þurfa að vera í sömu gólfhæð. Þegar kýr eru sæddar í lausagön­ gufjósum er í flestum tilvikum búið að koma kúm fyrir í meðhöndl­ unarstíu þegar sæðingarmaður kemur. Nauðsynlegt er að auðvelt sé að festa kýrnar og er best að nota læsanlegar jötugrindur. Gripurinn er eingöngu læstur við grindina meðan hann er meðhöndlaður. Í sumum fjósum háttar þannig til að ekki er aðstaða til að loka kýr af í sérstökum meðhöndlunarstí­ um. Oft er því þörf á því að binda gripi upp á legubásum þegar þeir eru sæddir. Það er hins vegar ekki góður kostur þar sem vinnustaða sæðingarmanns er óviðunandi. Þegar kvígum er haldið í fyrsta skiptið er nokkuð algengt að notað sé heimanaut. Nautið er einfaldlega haft í stíunni og náttúran látin hafa sinn gang. Með þessu móti losn­ ar bóndinn við allt umstang við sæðingar og eftirlit með gangmáli gripa. Þetta hefur hins vegar fjöl­ marga ókosti. Fyrir það fyrsta þá er notkun heimanauta neikvæð hvað varðar kynbótastarfið og hægir á erfðaframför. Annar stór ókostur er sá að lítið er vitað um hvenær kvíg­ ur festa fang og því erfitt að tryggja þeim réttan aðbúnað og fóðrun í kringum burðinn. Ein af ástæðum þess að notkun heimanauta á kvígur er algeng er sú staðreynd að aðstaða til sæðinga í rimlastíum er oft léleg. Algengt er að ekki sé auðvelt að kom­ ast inn í stíurnar af fóðurgangi og enginn búnaður til að festa gripi. Nauðsynlegt er að hafa mannop eða gönguhlið þannig að auðvelt sé að komast inn í allar stíur af fóður­ gangi. Til þess að festa gripi er síðan nauðsynlegt að vera með læs­ anlegar jötugrindur. Þá má útbúa aðhald með því að þrengja að grip­ um með grindum þegar verið er að meðhöndla þá. Unnsteinn Snorri Snorrason bútækniráðunautur BÍ 1. mynd – Aðstaða til sæðinga á kvígum í rimlastíum (Unnsteinn Snorri Snorrason) Á myndinni má sjá hvernig koma má upp aðhaldi til þess að sæða kvígur í rimlastíum. Ekki er endilega nauðsynlegt að öll jötugrindin sé læsanleg. Eins og myndin sýnir er hægt að nota grindur til þess að skipta stíunni með einföld- um hætti. Grindurnar sem notaðar eru til þess að skipta stíunum falla að veggnum þegar þær eru ekki í notkun. Hentugt er að hafa þessar grindur þannig útbúnar að hægt sé að opna hluta af þeim. Með því er auðveldara að færa gripi á milli hólfa. 2. mynd – Aðstaða til sæðinga á kvígum í legubásaf­ jósum (Unnsteinn Snorri Snorrason) Á myndinni má sjá hvernig koma má upp aðhaldi til þess að sæða kvígur í legubásafjósi. Ekki er endilega nauðsyn- legt að öll jötugrindin sé læsanleg. Eins og myndin sýnir er hægt að nota grindur til þess að skipta stíunni með einföld- um hætti. Við mannopin er gott að gera ráð fyrir slöngu til stígvélaþvotta. Aðstaða til sæðinga 3. mynd – Mannop (Landbrugets Radgivningscenter) Á myndinni má sjá mannop af fóðurgangi inn í stíu. Hér er afar hentugt að koma fyrir þvottaslöngu. sem byggð voru á 6. og 7. áratug síðustu aldar. Ef vel á að vera þarf að skipta því út fyrir óbrenn­ anlega einangrun. Öryggi búfjárins – rýmingarleiðir Í öllum gripahúsum þurfa rýming­ arleiðir að vera greiðar og hindr­ unarlausar. Nauðsynlegt er að geta opnað útgöngudyrnar á auðveldan og fljótlegan hátt bæði innan og utan frá. Í nýlegum gripahúsum er algengt að nota hurðir sem rennt er upp í brautum. Mjög varasamt er að loka þessum hurðum með krækju að innanverðu og útiloka þar með möguleikann á að opna þær utan frá ef eldur verður laus í gripahúsinu. Einnig þarf að vera auðvelt og fljótlegt að opna við­ eigandi hlið á lausgöngustíum þannig að allir gripir, hvar sem þeir eru í húsinu, komist greiðlega að útgöngudyrum. Brunaviðvörunarkerfi Til að tryggja sem best öryggi búfjárins og fasteignanna er auðvitað best að hafa fullkomið brunaviðvörunarkerfi í húsinu. Venjulegir reykskynjarar henta ekki í gripahúsum en svokölluð reyksogskerfi duga vel. Þau eru þannig gerð að einföld röralögn er lögð um húsið. Göt eru boruð á rörin samkvæmt forsögn og þau tengd við dælu sem sogar loftsýni stöðugt inn í rörin, gegnum raka­ gildru og síu, að reykskynjara í stjórnstöð kerfisins. Verði vart við reyk í loftsýninu gerir stjórnstöðin viðvart, annað hvort með því að setja sírenu í gang eða með því að hringja í ákveðin símanúmer. Nokkur kerfi af þessari gerð hafa nýlega verið sett í fjós hér á landi. Það eru norsk kerfi, fram­ leidd af fyrirtækinu Drengen A/S. Söluaðili kerfanna er Öryggismiðstöðin. Að lokum vil ég benda á að á ráðgjafarhluta heimasíðu bænda­ samtakanna, http://www.bondi.is, má finna ítarlegri grein um bruna­ varnir í landbúnaðarbyggingum. Magnús Sigsteinsson forstöðumaður Byggingaþjónustu Bændasamtaka Íslands Eitt nýjasta gripahús lands­ ins er nú risið á Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi hinum forna og það ekki af verri end­ anum. Steinsteypt 550 fermetra hús fyrir sauðfé og nautkálfa. Sá sem þar hefur sinn aðalstarfa heitir Kristján Ágúst Magn ús­ son og býr þar með konu sinni Branddísi Hauksdóttur, þremur börnum þeirra hjóna og tengda­ foreldrum, Hauki Svein björns­ syni og Ingibjörgu Jónsdóttur. „Þetta gekk fljótt fyrir sig,“ seg ir Kristján þegar blaðamaður Bænda­ blaðsins er kominn til hans í nýja húsinu. „Smíði hússins hófst 6. maí í fyrra og verktakinn, BM Vallá, afhenti okkur húsið fullgert þann 1. október. Síðan hófst innrétting­ in en ég ákvað að vera ekki með gjafagrindur fyrir sauðféð heldur smíðaði hefðbundna garða og krær úr timbri. Hjá kálfunum eru hins vegar grindur frá Landstólpa.“ Í húsinu er pláss fyrir allt að 80 nautgripi og 250 fjár en féð í hús­ inu telur 205 höfuð þessa stundina, hefur fjölgað úr 150. Undir húsinu öllu er kjallari, haughús með 2,7 metra lofthæð. „Fjósið er annars staðar og verð­ ur eflaust endurnýjað einhvern tíma á næstu árum. Þá hugsa ég mér að það tengist þessu húsi svo hægt verði að samnýta haughúsið. Nú er gamla haughúsið að fyllast en ég get geymt skítinn hér fram á vor. Vinnuaðstaðan er náttúrlega allt önnur. Nú eru kálfarnir allir undir einu þaki en þeir voru á fjórum stöðum og það fer mun betur um féð hér en í gamla fjárhúsinu sem er orðið hálfsextugt. Ég hafði inn­ réttinguna þannig að það er hægt að ganga hringinn í kringum garðana sem auðveldar allt rag og eftirlit með kindunum. Heyið keyri ég inn í rúllum, tæti það niður í afrúllara og ek því á vagni eftir garðanum. Til hliðar eru svo nokkrar krær þar sem ég geymi hrúta en þar er einn­ ig hægt að vera með fé sem veik­ ist eða þarf sérmeðhöndlun af ein­ hverjum ástæðum.“ Vatnskerfið mikilvægt Eins og áður segir er húsið stein­ steypt, byggt úr einingum frá fyr­ irtækinu Smell­inn. Að utan er það meðhöndlað með Steni sem sparar allt viðhald. Þakglugginn er frá Vélavali og segir Kristján góða reynslu vera af gluggunum þeirra „hérna í rokinu“. Þakið er að öðru leyti frá Yleiningum í Biskups tung­ um. „Ég stal hugmyndum að inn­ réttingunum héðan og þaðan og er nokkuð ánægður með útkom­ una. Gólfið hjá kindunum er úr plastprófílum sem þeir flytja inn á Lambeyrum, en það hefur reynst vel. Það er ekki sleipt og hreinsar sig vel.“ Kristján segist hafa velt lengi fyrir sér hvernig vatnskerfi hann hefði hjá fénu og ákvað að hafa stúta en ekki skálar. Nú er hann að gera tilraun með nýja tegund stúta sem eru danskir að uppruna. Í stað þess að nóg sé að snerta stútinn til að koma vatnsrennslinu af stað þurfa kindurnar að stinga stútnum upp í sig. „Fyrir vikið er lítið sem ekkert vatnssull á gólfinu. Stútarnir og lóðrétt rörin tryggja líka að vatnið er alltaf ferskt þegar kind­ urnar drekka en það er talið ein af helstu ástæðum fyrir lambalát­ um þegar vatnið liggur í láréttum rörum og fúlnar.“ Kristján bætir því við að kind­ urnar hafi verið skotfljótar að læra á þennan nýja stút. „Það er helst að þær gömlu þurfi sinn tíma til að venjast nýja húsinu,“ segir hann. Það væri svo efni í aðra grein að segja frá öllu því sem ábúendur á Snorrastöðum fást við, auk hefð­ bundins kúa­ og sauðfjárbúskap­ ar, en þar er einnig umfangsmikil ferðaþjónusta. –ÞH Húsið reis á fimm mánuðum Gerbreytt vinnuaðstaða í 550 fermetra gripahúsi á Snorrastöðum Kálfarnir bíða rólegir eftir heimaræktuðu korninu sem Kristján gefur þeim. „Það eina sem ég myndi breyta í ljósi reynslunnar væri að hafa ganginn heldur breiðari,“ segir Kristján sem hér er að gefa fénu. Kristján í síðdegissólinni. Hann sit­ ur á einu af fjórum lokum á haug­ húsinu en þeim er lyft með bönd­ un um sem sjá má. Stúturinn danski sem um er rætt. Nýja gripahúsið á Snorrastöðum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.