Bændablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | fimmtudagur 11. febrúar 2010 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.200 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.100. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 – Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is – Sími: 563 0375 – Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Þorrinn bítur ekki, hann nartar blítt Það gerir ekki endasleppt við okkur blíðviðrið þessar vikurn- ar. Við Eiríkur auglýsingastjóri vorum að spjalla saman úti fyrir Bændahöllinni og rákum þá aug- un í að litlir runnar sem þar eru undir norðurveggnum voru farnir að bruma. Þetta er vitaskuld nóg til að æra óstöðuga af áhyggjum    !    - gróður ef við fáum almennilegt vetrarveður á næstu vikum. Enginn skortur er á kenn- ingum um hvað valdi þessum undarlegheitum í veðrinu. Sú vinsælasta liggur að sjálfsögðu beint við: Þarna eru gróðurhúsa- "    #$ %    &     léttan aulahroll þegar þeir heyra þessu haldið fram. Veður mun   " '&#      en svo að hægt sé að slá því *       " uninni með svo afgerandi hætti. En hvað sem veðurfræð- ingum líður þá er það óneit- anlega umhugsunarefni að hinar klassísku vetrarlægðir eru farnar að forðast okkur. Í stað þess að ráðast á okkur með offorsi og halda uppi hefðbundnum um- hleypingum hér á landi hafa þær valið sér suðlægari brautir á leið   +  "$ ;     ! #    vön er að falla hér á landi og við erum skilin eftir í veðurfræðilegu einskismannslandi þar sem janúar er orðinn þurr og hlýr og veður blíð eins og í Víðihlíð að sögn skáldsins. Það þarf greinilega að endur- skrifa Þorraþrælinn sem hefð er fyrir því að syngja á þessum árs- tíma ef þessu linnir ekki. Vonandi lifa trén veturinn. –ÞH NÚ ER að berast félagsmönnum Bændasamtaka Íslands sending sem inniheldur kort. Kortið er fyrst og fremst tákn um að handhafi er félags- maður í Bændasamtökunum. Vafalaust eru ein- hverjar misfellur við gerð kortanna og útsend- ingu sem verða leiðréttar. Um það er óskað eftir góðu samstarfi. Hins vegar er kortið hluti af þeirri vinnu BÍ að fara yfir félagaskrá sína og efla félagsvitund. Um 6000 aðilar eru þar skráðir. Viðtökur nú og í framtíðinni munu síðan ráða hvernig slík útgáfa gengur. Systursamtök Bændasamtakanna á Norðurlöndum hafa til að mynda byggt upp öflug vildarkort sem veita umtalsverð fríðindi. En mestu máli skiptir samt fyrir hvað Bændasamtökin standa og hvernig félagsmenn þeirra vilja að þau starfi. Á bændafundum í haust urðu mjög góðar umræður um forgangsröðun bænda á hvað beri að leggja áherslu þegar kreppir að. Sýn bænda er mjög skýr. Þeir leggja áherslu á öflug hags- munasamtök, sýnileg með sterka og öfluga hags munabaráttu, útgáfu og kynningarstarf. Í öðru lagi félagslegt starf og samstöðu um kyn- bóta- og búfjárræktarstarf. Í þriðja lagi ráðgjöf og þróun og nýtingu gagnagrunna. Með tilheyr- andi hjálpartækjum sem eru nauðsynleg nútíma búskap, búskap sem stöðugt verður flókn- ari í kröfuhörðu umhverfi. Þessi sýn bænda er mjög dýrmæt þegar bregðast þarf við breyttum aðstæðum í umhverfi okkar bænda. Bæði félags- lega og faglega. Helsta flaggskip BÍ, búfjárræktarstarfið, býr vel að mörgu leyti. Ræktunarstarfið er unnið með einstakri þátttöku bænda. Ræktun búfjár- kynja okkar er örugglega eitt merkasta framlag þjóð arinnar til eflingar og varðveislu á líf fræði- legri fjölbreytni. Nýlega uppbyggð kerfi skýrslu- halds í sauðfjár-, nautgripa- og hrossarækt eru mjög nútímaleg, en þróun slíkra tækja ljúki aldrei og vafalaust koma áfram upp einhverjar misfellur sem stöðugt þarf að lagfæra. Þegar rætt er um upplýsingasamfélagið á hefur land- búnaður ávallt verið í fararbroddi. Innleiðing á notkun tölvu og tölvukerfa hefur þar verið eftirtektarverð. Ný skýrsluhaldskerfi eru vitn-      #  &$ + "     # skýrsluhaldsgagna yfir netið, er mikil. Reyndar svo mikil að athygli vekur víða um lönd hversu sterk staða landbúnaðurinn er á því sviði. Ekki síst þessvegna hefur brunnið á samtökum bænda að fá alvöru úrbætur í uppbyggingu á góðum háhraðanettengingum. Hagsmunagæsla er aldrei einföld og um hana verður seint sagt að allir verði ánægðir. Það er hennar eðli. Hins vegar mega félagsmenn Bændasamtakanna aldrei gleyma hvert hlutverk hver og einn félagsmaður hefur. Það er þeirra að láta til sín taka í allri almennri umræðu, láta rödd landbúnaðarins heyrast. Of oft er landbún- aði sleppt þegar taldar eru upp undirstöður sam- félagsins. Sumir gera það reyndar af ásettu ráði því það þjónar ekki hagsmunum þeirra að rödd hans sé sterk. En landbúnaðurinn hefur sterka stöðu meðal almennings. Því er samtakamáttur okkar og samstaða dýrmætasti félagsauðurinn. Samtök bænda eiga sér langa sögu. Það vill gleymast hvar og hvernig stórar og öflug- ar greinar landbúnaðar hafa vaxið fram. Innan vébanda samtakanna hafa stigið fyrstu skrefin fjölmargir vaxtarsprotar landbúnaðarins, vegna þess að bændur áttu sér félagslega heild. Eins og rifjað var upp í síðasta Bændablaði hafa samtök- in hlúð að íslenska hestinum, besta sendiherra Íslands. Í þeirra ranni dafnaði ferðaþjónusta. Þar hefur undanfarið verið stutt við þróun á Beint frá býli. Hjá Bændasamtökunum hafa líka verið verkefni sem ekki hafa náð flugi – eins og geng- ur. En þegar félagsmenn halda á félagskorti sínu bærast vafalaust með þeim aðrar hugsanir en þær sem að framan er lýst. En fyrst og fremst er mikilvægt fyrir félagsmenn BÍ að standa með sjálfum sér til eflingar á atvinnugrein okkar. Hún er undirstaða mikillar verðmætasköpunar og mannlífs í sveit og borg. HB LEIÐARINN Bændasamtök Íslands Í SUMAR  ##  +<  naumum meirihluta, að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu. Nú er hafið langt og kostnaðar- samt umsóknarferli sem mun að öllum líkindum enda með þjóð- aratkvæðagreiðslu þar sem tekin verður afstaða til þess hvort Ísland gangi í ESB. Heimssýn eru þver- pólitísk samtök sem taka afstöðu gegn aðild Íslands að ESB og telja hagsmunum Íslendinga best borgið utan sambandsins. Við, sem sitjum  +      stjórnmálaflokka, munum starfa náið með Heimssýn í þeirri baráttu sem framundan er. Norska fordæmið Norðmenn hafa tvisvar hafnað ESB aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu og eru í dag ein ríkasta þjóð í heimi. Fyrir áramót sóttu undirrituð aðal- fund Norsku samtakanna Nei til EU sem fögnuðu því að 15 ár eru liðin frá því aðild Noregs að sam- bandinu var síðast hafnað. Nei til EU eru gríðarlega öflug samtök með um 30.000 félagsmenn og á þriðja hundrað þeirra sóttu lands- þingið. Samtökin búa yfir yfirgrips- mikilli þekkingu á Evrópumálum og alþjóðasamskiptum, sem átti sinn þátt í því að Norðmenn höfn- uðu aðild að ESB og kusu að vera sjálfstæð rödd á alþjóðavettvangi. Landsfundarfulltrúar Nei til EU voru fullir eldmóðs og baráttuanda og lýstu yfir miklum vilja til að deila þekkingu með Íslendingum. Á fundinum var lagður grunnur að víðtæku samstarfi Nei til EU og Heimssýnar á Íslandi. Ný heimssýn Íslendingar eru auðug þjóð, rík af náttúruauðlindum auk þess sem mikil tækifæri felast í legu landsins m.a. með tilliti til nýrr- ar siglingaleiðar um Norðurhöf. Heimssýn okkar er víðari en svo að hún nái aðeins til landa í Evrópusambandinu þar sem einungis búa 6% jarðarbúa. Framundan er barátta fyrir fullveldi þjóðarinnar. Með samtakamætti á þverpólitískum grunni næst besti mögulegi árangur í þeirri baráttu. Við hvetjum þá sem eru sam- mála okkur að skrá sig í Heimssýn (www.heimssyn.is) og taka virkan þátt í baráttunni. Stöndum saman – Segjum NEI við ESB Ásmundur Einar Daðason alþingismaður Evrópumál Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður Vigdís Hauksdóttir alþingismaður Hópur sendiherra og starfs- manna sendiráða sem starfa á Íslandi komu til fundar við bændur í Bændahöllinni á dögunum. Það voru Bænda- samtökin sem boðuðu til fund- arins en tilgangurinn var að kynna íslenskan landbúnað fyrir sendifulltrúunum og af- stöðu Bændasamtakanna í ESB-málunum. Vel var mætt á fundinn en á honum voru m.a. sendiherrar Bretlands, Svíþjóðar, Danmerkur og ESB ásamt starfsfólki sínu. Full- trúar frá sendiskrifstofum Fær eyja, Noregs, Frakklands auk Bandaríkjanna komu einn- ig til fundarins. Dr. Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ, hélt erindi um íslenskan landbúnað þar sem hann m.a. fjallaði um rannsóknir og það sem efst er á baugi í atvinnuveg- inum. Á eftir honum hélt Erna Bjarnadóttir hagfræðingur BÍ tölu um afstöðu Bændasamtakanna í ESB-málunum þar sem hún fór yfir röksemdafærslu bænda gegn aðild að sambandinu. Á eftir voru umræður þar sem skipst var á skoðunum um landbúnaðarmálin og ESB. Í heild sinni tókst fundurinn vel en breski sendiherrann, hr. Ian Whitting, hafði á orði að á 18 mánaða ferli sem sendiherra á Íslandi væri þetta í fyrsta skipti sem honum væri boðið til viðlíka fundar við forsvarsmenn atvinnu- vega. Ekki bar á öðru en að sendi- fulltrúarnir væru áhugasamir um íslenskan landbúnað og ræddu m.a. um áhrif hugsanlegra WTO- samninga á bændur, möguleika í útflutningi á landbúnaðarvörum, matvælalöggjöf ESB og samstarf íslenskra bænda og landbúnaðar- stofnana við aðrar þjóðir. Fundinum lauk síðan á léttu nótunum þar sem fundargestum var boðið að bragða á ýmsum íslenskum landbúnaðarvörum og ræða málin frekar. Sendiherrar funduðu um ESB og landbúnað í Bændahöllinni Timo Summa sendiherra ESB á Íslandi og Gunvör Balle sendifull- trúi Færeyinga.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.