Bændablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 13
13 Bændablaðið | fimmtudagur 11. febrúar 2010 ÍSLAND ER nú í aðildarferli að ESB í boði Samfylkingarinnar en lítið hefur farið fyrir málinu í umræðunni undanfarnar vikur. Því er tilefni til að minna á að gríðarleg vinna á sér nú stað innan stjórn- sýslunnar sem hefur það markmið að straumlínulaga íslenska stjórn- sýslu að kröfum ESB. Landbúnaður er mikilvæg at- vinnugrein í íslensku samfélagi og eigum við mikil sóknarfæri á því sviði, sérstaklega í ljósi þeirra gæða og þess hreinleika sem ís- lensk matvælaframleiðsla státar af. Ljóst er að hart verður sótt að íslenskum landbúnaði ef af aðild verður, það sýnir reynsla annarra þjóða. Bændur munu því skipa sér í fylkingarbrjóst þeirrar baráttu sem framundan er þegar að þjóðarat- kvæðagreiðslu kemur vegna aðild- arsamnings. Fullyrðingar um undanþágur frá regluverki ESB breyta ekki skoðun minni enda ljóst að allir aðlögunar- samningar í sögu ESB hafa verið tímabundnir. Hinir margumræddu norðurslóðastyrkir til landbúnaðar sem m.a. eru til staðar í Finnlandi eru greiddir úr ríkissjóði Finnlands en ekki af ESB og ekki er ljóst hversu lengi þeir verða leyfðir. Slíkir styrkir eru til þrátt fyrir ESB, ekki vegna ESB. Ég er algerlega sannfærð um það að hagsmunum Íslands er betur borgið utan sambandsins en innan og hvet þá sem eru mér sammála að halda vöku sinni því að málið er á fullri siglingu bak við tjöldin. Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Evrópumál Höldum vöku okkar Nocria Arctic Öfl ug varmadæla - beint frá Japan! Heldur jöfnum hita allt niður í -30°C Sjálfvirk rakavörn, endurræsing og loftsíuhreinsun Fujitsu er allt að 30% ódýrari í rekstri en flestar aðrar tegundir varmadæla Söluaðili á Íslandi: Stekkjarlundur ehf. S í m a r : 6 9 5 2 0 9 1 / 8 9 4 4 3 0 2 V a r m a d æ l u r f r á F u j i t s u , P a n a s o n i c , M i t s u b i s h i o g T o s h i b a B j ó ð u m u p p á V I S A o g M a s t e r c a r d r a ð g r e i ð s l u r A u g l. S ta p a p re n t Pottþéttar Héðinshurðir Aðalfundur Félags íslenskra búfræðikandídata verður haldinn á bókasafni Bændasamtaka Íslands, miðvikudaginn 17. febrúar kl. 18.00. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn FÍBK. Þórarinn Pétursson, bóndi í Laufási í Eyjafirði og fjölskylda hans hafa skrifað undir samning um leigu á jörðinni Grýtubakka 1 og gildir hann í fjögur ár. Stjórn prestsetra hafði gert fjölskyld- unni að fjarlæga íbúðarhús sitt af jörðinni við Laufás og á Þórarinn von á að það verði flutt burt næsta sumar. Hann hefur þegar fengið nokkur tilboð í húsið til flutnings og á allt eins von á að þau mál skýrist í vikunni. „Við erum mjög ánægð með þetta, mér líst vel á jörðina og ef ég hefði átt þess kost að velja úr hvaða jörð sem er í Höfðahverfi þá hefði Grýtubakki 1 verið efstur á óskalist- anum,“ segir Þórarinn. Nefnir hann m.a. afar góðan húsakost,bæði íbúð- ar- og útihús séu mjög góð, jörð- in liggi við heiðina og landið allt umhverfis sé mjög gott. Núverandi ábúendur, Jónas Baldursson og Guðrún Eyvindardóttir hyggjast flytja til Akureyrar næsta haust, en Þórarinn mun kaupa af þeim um 150 kindur. Þórarinn ætlar ekki nýta land í Laufási fyrir búskap, hann leigir bæði tún og útihús að Lómatjörn og tún í Skarði. Hann gerir ráð fyrir að vera allt að 1100 ær í húsi næsta vetur, „það er bara það sem þarf, menn verða að hafa sæmilega innkomu til að standa undir þessu,“ segir hann. Samningurinn um Grýtubakka er með þeim hætti að fjölskyld- an hefur forkaupsrétt að jörðinni og hefur því möguleika á áfram- haldandi búsetu þar. „Við erum afskaplega fengin að þessu máli er lokið og það hlakka allir til að hefja nýtt líf að Grýtubakka,“ segir Þórarinn. Þau taka við jörð- inni 1. júní, en íbúðarhúsinu 1. ágúst, „við fáum örugglega að lúra á gólfinu hjá mömmu í milli- tíðinni,“ segir hann en foreldrar Hólmfríðar Björnsdóttur eiginkonu hans búa einnig á Grenivík þannig að Þórarinn taldi lítil vandræði í því fólgin að vera húsnæðislaus í nokkrar vikur. MÞÞ Z&   [     * #     ' að Grýtubakka 1 Jörðin var efst á óskalistanum Þórarinn Pétursson dregur fé í Gljúfurárrétt síðastliðið haust.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.