Bændablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | fimmtudagur 11. febrúar 2010 Salka forlag gaf á dögunum út bókina Velkominn Þorri og fékk Bændablaðið góðfúslegt leyfi til að birta kafla úr henni um konu sem verkar sína eigin punga. Björk Leifsdóttir er búsett í Reykjavík en fædd og uppalin á Patreksfirði á sjöunda áratug síð- ustu aldar. Hún er sjálfsagt í hópi fárra jafnaldra sinna sem súrsar hrútspunga á haustin. Aðferðin sem hún beitir er sú sama og hefur gengið mann fram af manni fyrir vestan en þó segist hún hafa þróað hana að vissu leyti sjálf þar sem erfitt sé að fá venjulega punga í höfuðborginni, „með skinninu og öllu.“ Hún setur líka kjöt í súr og slög sem hún rúllar upp og pressar eins og pungana. Björk vandist því í æsku að tekið væri slátur, svið, pungar og lappir. Einnig var alltaf tekið hross með og skorið og saltað ofan í tunnu. Hún segir að amma sín hafi líka súrsað kindajúgur og selshreifa. „Á haustin var allt undirlagt af þessu, bílskúrinn og stéttin kringum húsið þar sem verið var að pressa pung- ana.“ Björk lýsir verklaginu við súrs- un hrútspunga á eftirfarandi hátt: Ef maður er með ekta punga, þá saumar maður fyrir með sláturg- arni, klippir þá til og tekur mesta hárið af. Svo eru þeir sviðnir, burst- aðir og að því loknu sýð ég þá í svona einn og hálfan tíma. Það er best að sjóða kjötið vel því að ann- ars verður það rautt í miðjunni og þá verður maturinn ekki súr, það er alla vega mín reynsla. Björk segist setja pungana í ofnskúffur að suðu lokinni og plötu yfir. Því næst ferg- ir hún þá með grjóti og segir að á þessum tíma árs séu bæði stéttin og svalirnar undirlagðar hjá henni. Pungarnir skreppa saman við suðuna og pressunina en því næst eru þeir látnir kólna áður en hún setur þá í súr í súrsunarmysu. Björk segist hafa vanist því að setja alltaf eins og einn blóðmörskepp með í tunnuna en það fari eftir því hvað mikið sé í henni. „Ég lærði þetta af pabba, hann sagði að það héldi við sýrunni.“ Eftir að farið var að setja blóðmörinn í nýju vambirnar þá segir Björk að það þurfi að taka þær af áður en keppurinn er sett- ur út í. Svo skiptir hún um það bil þrisvar til fjórum sinnum um mysu á súrtímanum því að hún segist vilja hafa þetta „rosalega súrt.“ Hátæknisúrkútur Svo má ekkert frjósa í þessu. Þá verður mysan alveg ónýt. Ég geymi þetta úti á svölum hjá mér. Maðurinn minn útbjó kút fyrir mig sem er svolítið tæknilegur. Hann er með einangrunarplasti og smíðað utan um hann. Í einangrunarplast- inu er svo rauf og þar leidd hita- snúra sem er tengd við útiljósið og svo get ég fylgst með hitastiginu í eldhúsglugganum, en þegar kveikt er á ljósinu fer hitamælirinn í gang og ég get séð til þess að ekki frjósi í kútnum. Pungasmakk á aðfangadagskvöld Ég súrsa þetta í lok september eða byrjun október og svo á aðfanga- dagskvöld koma allir til mín um tíu leytið, þegar fólk er búið að opna pakkana heima hjá sér. Ég á stóra fjölskyldu, við erum sex systkinin og það koma svona 30 manns. Þá er ég bara svona eins og amman. Við borðum fyrst tertur og fínirí en svo fara allir að bíða því að þá er pungasmakk, fyrsta smökkunin. Þá er ég að vísu búin að fara í kútinn og athuga hvort þetta sé ekki í lagi. Bjó til punga Þegar ég var nýflutt í bæinn gat ég náttúrlega ekki fengið punga en þá keypti ég eistu, um það bil 20 kg, og dó ekki ráðalaus þannig að ég keypti vambir líka og sauð eistun í vömbunum og bjó þannig til punga. Ég vil ekki hafa þetta í formum eins og maður fær út úr búð. Þegar maður er búinn að pressa punginn og sker hann svo, þá koma svona gleraugu, eins og við kölluðum þetta þegar við vorum krakkar, því að það eru að sjálfsögðu tvö eistu í pungnum þegar hann er heill. Svo er bragðið náttúrlega öðruvísi þegar þetta er soðið í pungnum og sviðið líka. Þetta er bara okkar konfekt. Svo sneiði ég þetta niður í gleraugu og ber fram eins og hvert annað sælgæti. Ertu búin að bíta í pung? Þegar þorrinn byrjar er oft hringt í mig – eitthvað af frændfólkinu – og þá er ég spurð: „Ertu búin að bíta í pung?“ Þorrinn er mikill gleðitími hjá mér og minni fjölskyldu. Ég fer alltaf á þorrablót og þá koma allir fyrst heim til mín og fá smakk. Við erum milli þrjátíu og fjörutíu manns. Svo panta ég rútu og við förum öll í saman á þorrablótið. Ég gæti alveg lifað á þessum mat allan janúar. Kæri lesandi. Á meðgöngu erum við konur sem betur fer margar hressar og hraustar. Flestar þurfum við þó að gá örlítið betur að hlutunum, hlusta nánar á okkur sjálfar, fara eitthvað varlegar, ekki síst í byrjun og undir lok með- göngu. Sumar jurtir eru sérstaklega góðar fyrir barnshafandi konur, styrkja og virka á einhvern ákveð- inn hátt sem getur verið hjálplegt að nýta sér á meðgöngunni. Svo eru aðrar jurtir sem ber að varast og nota alls ekki, því að í jurtum geta auðvit- að verið efni sem eru ekki alltaf góð fyrir okkur. Best er að leita sér alltaf ráðgjafar hjá reyndu eða lærðu fólki, áður en jurta er neytt til ákveðinna lækninga og á það sérstaklega við á meðgöngu. Listinn yfir þær jurt- ir sem verða teknar fyrir hér er alls ekki tæmandi. Flestar þeirra er hægt að nálgast í næstu heilsuvöruversl- un, jurtaapóteki eða jafnvel stór- markaði, því að við búum nú ekki alltaf svo vel að eiga þær heima við. Styrkjandi jurtir Hindberjalauf eru talin sérstaklega góð fyrir barnshafandi konur og mælt er með því að te af þeim sé drukkið daglega á seinni hluta með- göngu og vikurnar eftir fæðingu, til þess að styrkja legið, undirbúa það undir fæðingu og aðstoða við að jafna sig eftir fæðinguna. Talið er að brenninetla virki líka styrkjandi á legið og þá sagt gott að drekka te af laufum hennar daglega á með- göngunni. Brenninetla er samt fyrst og fremst „hreinsunarjurt“, þ.e. styrkir starfsemi nýrnanna og hjálpar því til við að útskilja bæði vatn og þau efni sem við þurfum að losna við – er því góð fyrir þær sem safna miklu vatni á sig. Birkite ýtir líka undir starfsemi nýrnanna og hvetur því til vatnslosunar. Fleiri innkirtlar eru undir meira álagi á meðgöngunni en nýrun, þar á meðal lifrin, eitt af okkar kjarna- líffærum sem við hugsum sjálfsagt allt of lítið um. Helsta lifrarstyrkj- andi jurtin er túnfífillinn, reyndar frekar rótin af honum, en samt líka blöðin. Ef kvef og pestir herja á barns- hafandi konu er ljómandi að grípa til jurta eins og blóðbergs, vallhum- als og beitilyngs. Sólhatturinn er eftir sem áður góður til forvarnar, en það er líka mjög gott að vera daglega með jurtatesblöndu á boð- stólum, því að í henni er fjöldi efna sem nýtast okkur vel í að byggja upp varnir gegn sjúkdómum. Kamilla er ein þeirra jurta sem er sérstaklega mild, góð og styrkj- andi fyrir konur á meðgöngu. Hún virkar róandi og getur verið fín í öllum þeim tilfinningahræringum sem sumar konur upplifa. Kamillan verkar líka jákvætt á meltingar- ólgur sem vilja segja til sín þessa mánuði sem um ræðir. Það er gott að gera úr henni te og blanda þá saman við morgunfrú (kalendúllu) og fenníkufræjum en þá fæst milt en bragðmikið, róandi og melting- arbætandi te. Þessi sama teblanda er reyndar líka góð eftir fæðingu og má prófa að gefa barninu hana ef það er með innantökur. Fenníkan virkar líka örvandi á mjólkurfram- leiðslu og því gott að hafa hana í huga í brjóstagjöfinni. Ef mjólk- in er of mikil er auðvitað best að sleppa fenníkunni og ef ætlunin er að hætta með barnið á brjósti, þá er gott að tyggja ferska steinselju, en hún minnkar mjólkina í brjóstun- um. Ef stálmi í brjóstum er vanda- mál fyrstu dagana eftir fæðinguna er gott að leggja fersk hvítkálsblöð við brjóstin, en hvítkálið virkar bólgueyðandi! Jurtir sem ber að varast Rósmarín er ekki sérlega æskileg jurt á meðgöngu, þar sem hún hefur töluverð áhrif á blóðþrýstinginn og er gjarnan notuð til þess að jafna út of háan eða of lágan þrýsting og góð til þess brúks ef kona gengur ekki með barn. Rósmarínjurtin er til dæmis algeng í mörgum bað- og nuddolíum sem nú eru seldar og því er betra að velja sér olíur með lofnarblómi (lavendel) eða kalen- dúllu (morgunfrú). Til að lækka eða hækka blóðþrýstinginn á með- göngu er talið betra að grípa til hvítþyrnis. Ætihvannar ættu barnshafandi konur alls ekki að neyta og mér skilst að það sama gildi um geita- hvönnina, þótt áhrif hennar teljist heldur mildari. Þær hafa mjög los- andi áhrif og því sérstaklega vara- samar fyrir konur sem eiga hættu á fósturláti fyrstu mánuði meðgöng- unnar. Salvía er líka jurt sem barns- hafandi konur ættu að forðast, bæði sem krydd, te og reykjurt. Þess ber að geta í lokin að jurtir eins og kaffi og þau telauf sem seld eru sem svart te eru ekki æskileg í miklu magni á meðgöngu. Sérstaklega er kaffi talið geta haft áhrif á vöxt og þroska barnsins í móðurkviði. Örvandi efnin í þessum drykkjum geta líka leitt til verri svefns hjá hinni verðandi móður og ýtt undir kvíða og óróleika ef viðkvæmni er fyrir slíku. Þessi sömu efni eru líka talin hindra upptöku járns í þörm- unum og á því þurfa konur jú sér- staklega að halda á þessu tímabili. Það er því betra að stilla neyslu á kaffi og svörtu tei í hóf á meðgöng- unni og finna sér góðar jurtablönd- ur sem virka styrkjandi og nærandi og geta stuðlað að heilbrigðari meðgöngu og fæðingu. Vegni ykkur vel á meðgöng- unni! Nú er góður tími til þess að huga að trjá- og runnaklipping- um í garðinum. Það er einmitt á þessum árstíma sem gott er að klippa margar tegundir, sér- staklega þar sem ekki er mikill snjór í vegi og gott að komast að plöntunum. Klippingarnar eru líka gott tækifæri til þess að gera eitthvað úti undir berum himni, njóta þannig hækkandi sólar og ferska loftsins um leið. Te af laufum hindberjarunnans þykir sérlega gott fyrir konur á meðgöngu. Fleiri jurtir geta verið hjálplegar á með- göngu en aðrar ber þó að varast! Birna Mjöll Atladóttir, bóndi og hótelstýra Breiðuvík, Vestfjörðum http://birnamjoll.blog.is/ 04.02.2010 – Lobbýið, anddyrið Undanfarin ár þá höfum við ekki verið með almennilega gestamót- töku, við höfum bara fengið fólk beint inn í anddyri og þar höfum við tekið á móti fólki. Bak við hús er steypt stétt og þar mótar fyrir tvöfaldri hurð. Þegar var farið að mæla stéttina þá sáum við að þetta var bara þokkalega stórt og ef brotið yrði inn þar sem hurð- in er þá kæmum við inn í lobbýið. Þarna var þá kominn staður fyrir gestamóttökuna. Nú ef það gengur ekki að hafa hana þarna þá er þetta einnig upplagt sem tölvuver. Á veggjunum eru plattar þar sem á stendur „VELKOMIN“. Þegar ég byrjaði að brenna þessa platta þá bjóst ég ekki við að það yrðu svo margar þjóðir sem kæmu en … annað kom í ljós. Ég er með FULLT af „VELKOMIN“ á ótal tungu- málum sem ég á eftir að brenna. Ég hef það þannig að þegar ein- hver kemur frá einhverju landi sem ég á ekki til velkomin-platta þá fær viðkomandi bjór. Ég þarf að setja þetta á minni platta svo ég komi öllu fyrir. Bændur blogga Ritstjórn þiggur með þökkum ábendingar um bændur sem notast við blogg til dagbókarskrifa. Þeir sem bent geta á slíkar síður eru vinsamlega beðnir um að senda línu í netfangið ehg@bondi.is Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur og garðyrkjunemi kristinkj@gmx.net Gróður og garðmenning Jurtir á meðgöngu Björk Leifsdóttir bítur alltaf í pung á þorranum Nútímakona sem heldur í hefðirnar >' ! Z &#     Z  &   š" | & 

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.