Bændablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 3

Bændablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 3
3 Bændablaðið | fimmtudagur 11. febrúar 2010 Fréttir Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og iðnaðarhurðir eftir málum. Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum, með eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi. Bílskúra- og iðnaðarhurðir Vagnar & þjónusta ehf Tunguháls 10, 110 Reykjavík Sími: 567-3440, Fax: 587-9192 Dagana 13.-14. janúar heimsóttu fulltrúar frá Sænska Íslandshestafélaginu (SIF) Bændasamtökin. Það er orðinn árlegur viðburður, að sögn Jóns Baldurs Lorange, forstöðumanns tölvudeildar, að ræktunarleiðtogi SIF ásamt skrásetjurum WorldFengs í Svíþjóð komi hingað í 2ja daga vinnu- ferð til að fara yfir þau mál sem eru uppi hverju sinni varðandi þróun á WorldFeng. Yfirleitt koma flestir úr ræktunarnefnd SIF með í þessar ferðir. Jafnframt nota þau ferðina til að heimsækja hestabú í nágrenninu ef svo ber undir, en að þessu sinni buðu hrossaræktendurnir og útflytj- endurnir Gunnar og Kristbjörg á Auðholtshjáleigu þeim í heimsókn. Arne Rulander, ræktunarleiðtogi SIF, sagði í viðtali við Bændablaðið að tilgangur heimsóknarinnar hefði m.a. verið að hitta Jón Baldur, verk- efnisstjóra WorldFengs, til að ræða aukið samstarf. Auk þess hitti sendi- nefndin Hallveigu Fróðadóttir, aðalskrásetjara WorldFengs, og Þorberg Þ. Þorbergsson, forritara WorldFengs. „SIF notar WorldFeng til að gefa út hestavegabréf og einnig til að halda utan um stóðhestaskýrslur. Þannig er WorldFengur að verða mjög gagnlegt verkfæri fyrir ræktunarsambandið. Þá ræddum við um nýjar hugmyndir til að nota kerfið. Í ferðinni gafst okkur einnig tækifæri til að hitta útflytjendur íslenska hestsins til að koma á betri samskiptum og samstarfi. Ferðin var mjög árangursrík,“ sagði Arne Rulander að lokum. Á myndinni má sjá sendinefnd Svíanna með Þorbergi Þ. Þorbergssyni, forritara WorldFengs. Sænskir Íslandshestamenn kynna sér WorldFeng

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.