Bændablaðið - 11.02.2010, Qupperneq 4

Bændablaðið - 11.02.2010, Qupperneq 4
4 Bændablaðið | fimmtudagur 11. febrúar 2010 Fréttir Fjórða starfsár Menningarráðs Eyþings er nýhafi og hefur ráðið auglýst lausa til umsóknar styrki, en tilgangur þeirra er að efla menningarstarfsemi og menn- ingartengda ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Menningarráð Eyþings starfar samkvæmt samn- ingi milli þess og ríkisins, þ.e. menntamála- og iðnaðarráðu- neyta. Samningurinn rann raun- ar út í lok síðastliðin árs en unn ið er að endurnýjun hans og mun nýr samningur verða undirrit- að ur á næstu vikum. „Með sanni má segja að menningar- samn ingarnir séu dæmi um vel hepppn aða stjórnvaldsaðgerð þar sem tekist hefur að draga úr miðstýringu, skapa ábyrgt svæðis bundið stjórnvald og efla um leið atvinnuuppbyggingu á sviði menningar, lista og menn- ingar tengdrar ferðaþjónustu á lands byggð inni,“ segir Björn Ingi mars son formaður Menn ing- ar ráðs Eyþings í pistli í nýjasta frétta bréfi ráðsins. Undanfarin þrjú ár hefur samn- ingurinn skilað ótvíræðum árangri á svæði Eyþings, sem er Eyjafjörður og Þingeyjarsýslur. Á þessu tíma- bili hefur verið úthlutað um 70 milljónum króna til 185 verkefna af ýmsu tagi, á sviði menningar og lista og eru þau af öllum stærðum og um allt starfssvæðið. Við úthlutun styrkja á tímabilinu 2009 til 2011 er lögð áhersla á verkefni sem vekja athygli á sér- stöðu einstakra svæða eða svæð- isins í heild, en jafnframt vill ráðið styrkja verkefni sem hvetja til sam- vinnu og samstarfs milli staða, ein- staklinga, stofnana eða listgreina. Sérstaða og samstarf eru því leið- arljós sem notuð eru sem viðmið fyrir starfsemina á tímabilinu. Menningarráð Eyþings leggur einnig áherslu á stór samstarfs- verkefni þar sem að minnsta kosti þrír aðilar starfa saman og eink- um á verkefni sem tengja saman Norðausturland og hvetja til sam- starfs og samvinnu þeirra sem að jafnaði vinna ekki saman. Til slíkra verkefna er heimilt að veita allt að tveggja milljóna króna styrk. Hönnuðu minjagripi sem draga fram sérstöðu svæðisins Dæmi um stórt verkefni af þessu tagi er samvinna fjögurra aðila á svæðinu, þ.e.Þingeyskt hand- verk á Kópaskeri, Svartárkot- menning-náttúra/Kiðagili , Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og Myndlistaskólinn á Akureyri en samstarf þeirra hófst á liðnu hausti eftir að styrkur fékkst frá ráðinu. Nú um liðna helgi var svo opnuð sýning á afrakstrinum í Safnahúsinu á Húsavík en hún stendur í tvær vikur og er opin frá kl. 13-16 alla dagana. Markmið þingeysku hópanna þriggja með því að stofna til sam- starfs við nemendur í Myndlista- skólanum á Akureyri var að afla fag- legrar þekkingar á sviði hönnunar og einnig að gefa nemendum skól- ans færi á að vinna að raunverulegu verkefni og auka þekkingu þeirra á menningu svæðisins þar sem félögin starfa. Brynja Baldursdóttir hönn- uður og myndlistamaður var fengin til að hafa umsjón með verkefninu fyrir hönd Myndlistaskólans, en hún er búsett á Siglufirði. Verkefnið snérist um að hanna minjagripi sem draga fram sérstöðu svæðanna með tilvísun í annars vegar gripi á Byggðasafni Norður- Þingeyinga að Snartastöðum og hins vegar í útilegumenn í Ódáðahrauni. Í Bárðardal en hug- myndin sú að framleiða minjagripi sem tengjast útilegumannasýn- ingu sem er á Kiðagili og þess er vænst að vel heppnaðir gripir af því tagi dragi athygli að sýningunni. Fyrirhugað er að efna til samstarfs við handverkshópa á svæðinu um framleiðsluna. Meðal hugmynda sem fæddust við verkefnavinn- unna má nefna loftkökur sem fram- leiðsluvöru og hönnun umbúða undir þær, regnhlífar, flísar, plástra og kökumót. Á Kópaskeri er svo ætlunin að hanna minjagripi sem eru ein- faldir í framleiðslu. Hjá Menn- ingarmiðstöð Þingeyinga/Byggða- safni Þingeyinga er ætlunin að selja munina sem hóparnir framleiða í safnabúð sem fyrirhugað er að setja á laggirnar. Framleiðsla á minja- gripum mun styðja við og efla þá atvinnustarfsemi handverkskvenna sem fyrir er á þessum stöðum. Samstarf þessara hópa hófst á liðnu sumri og þá voru línur lagðar fyrir verkefnið. Nemendur Myndlistaskólans komu svo í heim- sókn á Byggðasafn N-Þingeyinga , Byggðasafn S-Þingeyingja og að Kiðagili síðastliðið haust. Nú í vetur hafa nemendur svo unnið að hugmyndum sínum að minjagrip- um og sýna þeir afraksturinn sem fyrr segir í Safnahúsinu á Húsavík um þessar mundir. Mikil ánægja með samstarfið „Það eru allir mjög ánægð- ir með þetta samstarf og við hjá Myndlistaskólanum á Akureyri vonum að framhald verði á þessu verkefni. Fyrir liggur að vinna áfram með hugmyndirnar, þróa þær og velja þær sem fara í fram- leiðslu,“ segir Brynja Baldursdóttir hönnuður. Guðrún Tryggvadóttir í Bárðar- dal telur að samvinna af þessu tagi sé mikilvæg „hún kemur með nýja strauma inn á svæðin og eykur sköpunarkraftinn heima fyrir sem og að hafa góð áhrif á þróun hand- verks á svæðinu. Ég hef trú á að þegar fram líða stundir verði fleiri aðilar starfandi í handverki sem sjái sér hag í að vera með í svona verkefni. Þetta verkefni hefur verið skemmtileg nýbreytni og eitthvað sem ekki hefur verið gert hér á svæðinu áður og tengingin við Myndlistarskólann hefur verið verkefninu nauðsynleg.“ MÞÞ Menningarráð Eyþings hefur úthlutað um 70 milljónum til 185 verkefna Afrakstur samstarfs fjögurra aðila á sýningu á Húsavík Handverkskonur úr Öxarfirði. Karen Lind Árnadóttir nemandi í Myndlistarskólanum á Akureyri við verk sitt, en hún hannaði kökumót úr áttblaðarósinni. Þingeyskt og þjóðlegt Þingeyskar fingurbjargir og Svartárkot – menning, náttúra/Kiðagili eru aðilar að klasa sem kallast Þingeyskt og þjóðlegt, en verkefnið Þingeyskt og þjóðlegt snýst um að viðhalda þjóðlegum menningararfi í handverki, með áherslu á Þingeyjarsýslur, með það í huga að styðja við ferðaþjónustu á svæðinu. Í fyrsta lagi með framleiðslu á hand- verki, bæði nytjavörum og minjagripum, með tilvísun til safnmuna á Byggðasafni Norður-Þingeyinga, í öðru lagi með námskeiðshaldi í þjóðlegu handverki og í þriðja lagi með opnum vinnustofum þar sem hægt er að fylgjast með handverksfólki/listamönnum að störf- um. Verkefnið stuðlar að tengingu Þingeyjarsýslanna og er liður í að auka fjölbreytni í ferðaþjónustu og þeirri framtíðarsýn að heildarmynd svæðisins verði meira heillandi fyrir ferðamanninn. Myndlistaskólinn á Akureyri Myndlistaskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1974. Skólinn er sjálfstæð menntastofnun sem hefur það markmið að veita nemend- um þekkingu og þjálfun í hverskonar myndlistar- og hönnunargrein- um. Námið miðar að því að nemendur öðlist sérhæfingu og geti unnið sjálfstætt á sínu sérsviði að námi loknu. Spjallfundur sem verkefnið Þingeyskt og þjóðlegt ásamt Myndlista- skólanum á Akureyri boðaði til í tengslum við opnun sýningarinnar. Á fundinn var boðið handverksfólki úr Þingeyjarsýslum. Engir áburðarverðlistar hafa enn litið dagsins ljós en sölu- aðilar búast við að það gerist á næstu dögum. Eftir því sem næst verður komist verða fjórir aðilar um hituna í líkt og í fyrra. Það eru Fóðurblandan, SS með Yara áburð, Skeljungur sem selur undir nafninu Sprettur og svo Búvís sem að komu nýir inn á mark- aðinn í fyrra. Þrálátur orðrómur gekk reyndar um að Búvís myndi ekki flytja inn og selja áburð í ár en Einar Guðmundsson hjá Búvís staðfesti við Bændablaðið að fyr- irtækið muni verða með í leiknum í ár. Illa hafi gengið að fá verð að utan en von sé til að það gerist á næstunni, mögulega um miðja næstu viku. Búvís menn seldu eingöngu á norðausturhorninu í fyrra og Einar segir að stefnan sé að hafa sama háttinn á nú. Boðið verði upp á sambærilegar teg- undir og í fyrra en áburðurinn sem Búvís menn bjóða upp á er rússneskur og keyptur í gegn- um Finnland. „Það hefur verið talsvert haft samband við okkur til að grennslast fyrir um hvort við verðum ekki á markaðinum. Bændur eru að segja okkur að koma okkar inn á markaðinn í fyrra hafi haft áhrif til lækkunar á áburðarverði og það er auðvit- að gleðilegt að heyra það“ segir Einar. Pétur Pétursson sölu- og mark- aðsstjóri hjá Fóðurblöndunni segir að búið sé að kaupa megnið af hráefninu í þeirra áburð en hann er blandaður í Tallin í Eistlandi. „Við eigum eftir að fá verð á einni hrá- efnistegund til að þetta smelli allt saman. Við erum bara að reyna að ná sem bestum verðum. Ég veit ekki hvenær við lendum því en þetta er frekar erfitt umhverfi. Það er erfitt að segja til um hvað mun gerast hvað varðar verð á áburði í ár í þessu ljósi.“ Pétur segir að úrval á áburð- arblöndum verði aukið hjá Fóðurblöndunni í ár. „Við verðum með einar ellefu eða tólf blöndur. Í fyrra reyndum við að hafa þetta einfalt og ódýrt og vorum því með færri blöndur. Það gekk nú kannski ekki eins vel og við vild- um og það var í raun kallað eftir fleiri tegundum.“ Fóðurblandan tengdi áburðarverð í fyrra við gengi Bandaríkjadollars en Pétur segir eins líklegt að í ár verði tengt við gengi evru. Það sé þó ekki afráðið. Verðlistar væntanlegir á næstunni Hafdís Arna Sveinbjarnardóttir deildarstjóri áburðarsölu hjá SS segir að verð á áburði frá Yara séu ekki komin í hús. „Þær eru vænt- anlegar, það gæti jafnvel gerst í þessari viku. Við erum komin með lista yfir tegundirnar og þær eru að mestu leiti þær sömu og í fyrra.“ Hafdís segir að ekki sé ákveðið í hvort áburðarverð verði tengt við evru eins og var í fyrra. „Það er allt óákveðið, ég held að það væri reyndar betra fyrir bændur ef að við gætum bara sett fast verð í íslenskum krónum á þetta en eins og ég segi þá er þetta allt óákveðið, það fer allt eftir kjörum og öðru.“ Hafdís segir að bændur séu talsvert farnir að hafa samband og spyrj- ast fyrir um hvernig staðan sé. Því miður sé ekki hægt að svara því að svo stöddu. Lúðvík Bergmann hjá Spretti segir að stutt sé í að verðlistar verði klárir hjá þeim. „Við erum að von- ast til að það verði um helgina. Við verðum með svipað framboð og í fyrra af tegundum og jafnvel ein- hverjar nýjungar, t.a.m. avail fos- fórvirkniefni sem við höfum verið að kynna upp á síðkastið.“ Verð á áburði hjá Skeljungi var í fyrra gefið upp í breskum pundum og Lúðvík segir að það hafi gefist vel. „Ég veit þó ekki hvaða háttur verð- ur hafður á nú, það er óráðið. Það sem við leggjum áherslu á er að geta boðið áburðinn á góðum verð- um og boðið góða þjónustu.“ fr Fjórir aðilar sem kveður að á áburðarmarkaði Enn allt óljóst um áburðarverð Búvís verða með í slagnum annað árið í röð Vilja ekki að þjóðvegur 1 verði færður Á íbúafundi sem haldinn var á Blönduósi í liðinni viku kom fram að íbúar stað- arins eru alfarið á móti því að þjóðvegur 1 verði færður til eins og Vegagerðin hefur óskað eftir. Málið verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar í vikunni en líklegt má telja að andstaða bæjarbúa nái fram að ganga, enda samhljómur milli þeirra og bæjarfulltrúa. Bent hefur verið á að stytt- ing vegarins sé ein arðbærasta framkvæmd sem hægt er að fara í á þessi sviði en andstæðingar vegalagningarinnar hafa efast um að þeir útreikningar séu réttir. Íbúar Húnavatnshrepps héldu íbúafund í síðustu viku og var þar skorað á sveit- arstjórn Húnavatnshrepps að mótmæla fyrirhugaðri lagningu Vegagerðarinnar og Leiðar um Svínavatnsleið. Sjá bls. 10

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.