Bændablaðið - 01.09.2011, Síða 4
Bændablaðið | fimmtudagur 1. september 20114
Fréttir
Eftir afnám útflutningsskyldu á kindakjöti fylgir útflutningur nokkuð gengissveiflum krónunnar:
Meðaltalssala íslensks kindakjöts erlendis
síðustu 11 ár er tæp 18% af heildarsölu
- Hefur mest farið í 25-30% þegar gengið hefur verið hvað hagstæðast fyrir útflutning
Samkvæmt tölum Landssamtaka
sauðfjárbænda dróst sala á
kindakjöti saman á fyrstu sjö
mánuðum þessa árs samanborið
við sama tímabil 2010. Á það bæði
við sölu á innanlandsmarkaði og
útflutt kindakjöt. Þegar skoðuð er
salan á kindakjöti fyrstu sjö mán-
uði áranna 2001 til og með 2011,
kemur í ljós að útflutningur hefur
verið mjög sveiflukenndur og hafa
tveir útflutningstoppar skorið sig
úr á þessu tímabili. Heildarsala
kindakjöts á öllu tímabilinu
nam 48.568 tonnum. Þar af nam
útflutningur 8.541 tonni. Meðaltals
útflutningurinn fyrstu sjö mán-
uðina á þessu árabili var því tæp-
lega 17,6%.
Gengi krónunnar lykilatriði
gagnvart útflutningi
Í kjölfar efnahagshrunsins 2008 féll
íslenska krónan verulega, sem gerði
útflutning á íslenskri framleiðslu
fýsilegri en áður. Það átti ekki bara
við iðnaðarvörur og fisk, heldur líka
kindakjöt. Afurðastöðvar gripu því
tækifærið og juku útflutning úr 305
tonnum fyrstu sjö mánuði ársins
2008 í 861 tonn á sama tímabili 2009
og 1.320 tonn 2010. Nú hefur heldur
verið dregið úr útflutningi á ný, eða
í 1.138 tonn.
Tvö tímabil mikils gengisfalls á
liðnum 11 árum
Allt fram á mitt ár 2009 voru íslensk-
ir bændur skyldaðir til að flytja út
ákveðinn hluta lambakjötsfram-
leiðslunnar og fengu þá minna greitt
fyrir þann hluta. Þessi útflutnings-
skylda hafði veruleg áhrif á umfang
útflutningsins þó að gengið hafi líka
ráðið miklu.
Eftir að útflutningsskyldan var
afnumin er gengið stærsti áhrifa-
þátturinn.
Nokkur ár skera sig úr hvað
útflutning varðar og fylgir hann-
greinilega sveiflum á gengi krón-
unnar. Þegar gengið hefur verið
hvað sterkast hefur verið dregið úr
útflutningi, enda lítið upp úr honum
að hafa. Þannig komu útflutnings-
toppar á árunum 2002 og 2003 en þá
var mikið offramboð og verðlækk-
anir á svínakjöti í landinu, sem ollu
samdrætti í lambakjötssölu innan-
lands. Samt virðast menn hafa verið
nokkuð seinir að kveikja á perunni
varðandi möguleika á auknum
útflutningi kindakjöts vegna gengis-
lækkunarinnar 2001.
Miðgengi bandaríkjadollars,
skráð hjá Seðlabanka Íslands 24. júlí
ár hvert, sýnir að gengi krónunnar
var mjög hátt skráð rétt fyrir netbólu-
hrunið um síðustu aldamót, eða á
79 krónur. Það hrundi í 102 krónur
á dollar 2001 og þá hefði verið
hagkvæmt að grípa til útflutnings
á kindakjöti, sem þó var ekki gert
fyrr en á árinu 2002.
Gengið steig svo á ný í 83 krónur
2002 og 78 krónur 2003. Þá var
greinilegt að botninn var dottinn úr
hagkvæmni útflutnings, sem hófst af
krafti á árinu 2002.
Gengi krónunnar hélst síðan mjög
hátt gagnvart dollar á árunum 2004
og fram á mitt ár 2008 þegar það
stóð í 79 krónum þann 24. júlí. Á
þessu tímabili urðu íslenskir útflytj-
endur fyrir mikilli tekjuskerðingu,
vegna ofmats á styrkleika krónunnar
að þeirra mati. Innflutningur óx þá
verulega, m.a. á matvælum á kostnað
innlendrar framleiðslu með tilheyr-
andi viðskiptahalla.
Útflutningur í takt við hagkvæmni
Um haustið 2008 hrundi spilaborgin
og þar með gengi krónunnar. Um
mitt ár 2009 stóð það í 126 krónum
á dollar. Útflutningur á kindakjöti
var þá orðinn mjög hagstæður, sem
sýnir sig í tölum LS um aukningu á
útflutningi. Gengi dollars var síðan
123 krónur í júlí 2010. Það hefur nú
lítillega styrkst á ný og er komið í
115 krónur enda er útflutningur á
kindakjöti farinn að dragast saman
að nýju.
Tveir útflutningstoppar á 11 árum
Fyrstu sjö mánuðina 2002 voru flutt
út 1.022 tonn, eða svipað og á sama
tíma á þessu ári. Útflutningurinn
2002 nam samt ekki nema um 21,5%
sem er talsvert minna hlutfall en nú.
Skýringin er að sala á kindakjöti
innanlands var þá um 24% meiri en
hún er í dag.
Á árinu 2003 var flutt meira út af
kindakjöti fyrstu sjö mánuðina en á
árinu á undan. Nam útflutningurinn
þá 1.166 tonnum, sem er 28 tonnum
meira en á sama tíma á þessu ári.
Voru þetta um 25% af heildarsölu
kindakjöts á árinu 2003 en innan-
landssalan dróst þá saman.
Heildarsalan á kindakjöti fyrstu
sjö mánuðina 2011 nam 3.997
tonnum á móti 4.425 tonnum á
sama tímabili árið 2010. Á innan-
landsmarkaði voru seld samtals
2.859 tonn af kindakjöti fyrstu sjö
mánuðina 2011. Þar af voru 2.611
tonn af lambakjöti og 248 tonn af
öðru kindakjöti. Á sama tíma voru
flutt út 1.138 tonn af kindakjöti, en
í því er ekki bara lambakjöt, heldur
líka ærkjöt, slög, innmatur og aðrar
afurðir. Þetta eru um 28% af heildar-
sölunni.
Til samanburðar voru seld 3.105
tonn af lamba- og kindakjöti á innan-
landsmarkaði fyrstu sjö mánuðina
2010, eða 246 tonnum meira en á
sama tíma á þessu ári. Munurinn er
ekki mikill milli ára og samsvarar
rúmlega einnar viku sölu á mark-
aðnum yfir sumartímann. Fyrstu sjö
mánuði ársins 2010 voru svo flutt
út 1.320 tonn, sem eru tæp 30% af
heildarsölunni, og 28% á þessu ári.
Þannig er ljóst að hlutfallslega minna
var flutt út af kindakjöti á þessu ári
en í fyrra. /HKr.
Í fyrri viku flutti Norðlenska á
Húsavík út þrjá gáma af lamba-
og kindaafurðum. Vakti fyrirtækið
athygli á þessu á vefsíðu sinni í ljósi
umræðunnar upp á síðkastið um
að einungis „bestu bitarnir“ séu
fluttir utan. Bendir fyrirtækið á
að megninu af því sem nú er á leið
út hefði verið fargað fyrir fáeinum
árum.
„Undanfarin ár hefur verið unnið
að því að koma ýmsum aukaafurðum
á markað erlendis og síðustu miss-
eri töluvert verið selt úr landi. Nú
verða send utan 12 tonn af lamba-
og kindafitu, 9 tonn af lamba- og
kindaslögum, 25 tonn af beinum
og 25 tonn af mör. Fyrir nokkrum
árum hefði öllu þessu þurft að farga
nema slögunum,“ segir í frétt frá
Norðlenska.
„Bestu bitarnir“
Sigmundur Hreiðarsson, vinnslu-
stjóri Norðlenska er ekki sáttur
við þá neikvæðu og ósanngjörnu
umræðu sem verið hafi um lamba-
kjöt, stöðu þess á markaði og bændur
í landinu að undanförnu og vonast
til að úr henni fari að draga. Hann
segir menn hafa vaðið fram með
upphrópanir um skort á lambakjöti
og heimtað innflutning og eins hafi
því verið slegið upp í umræðunni að
bestu bitarnir væru fluttir úr landi.
Málflutningur af því tagi lýsi van-
þekkingu, en Sigmundur segir að nú
að undanförnu hafi Norðlenska flutt
út um 70 tonn af lambafitu, -beinum
og -mör sem og úrbeinuðum slögum.
Alls hafi fyrirtækið flutt út af þessum
afurðum á þriðja hundrað tonna,
þ.e. af aukaafurðum sem sumir telji
greinilega til „bestu bitanna“.
Innanlandsmarkaður gengur fyrir
Sigmundur segir Norðlenska
flytja sáralítið út af t.d. lærum og
hryggjum, en fyrirtækið reyni að
sinna Færeyingum eins og kostur er.
„Okkar stefna og metnaður er skýr,
innanlandsmarkaðurinn gengur fyrir
og ætti að vera þannig hjá öllum,“
segir hann og bendir á að með öllu
óviðunandi sé ef sú staða kemur upp
að ekki sé til lambakjöt í verslunum
fyrir landsmenn, á veitingastaði og
fyrir ferðaþjónustuna.
„Með því móti skiljum við eftir
vinnuna og virðisaukann hér heima,
en skrokkar í plasti og grisju sem
settir eru beint í gáma og sendir úr
landi skila ekki miklum virðisauka,“
segir Sigmundur.
Mánuðina janúar til og með maí
2011 voru flutt út 1.178 tonn af
kindakjöti, 187 tonn af innmat og
sviðum, 185 tonn af gærum og 450
tonn af ull. Heildar útflutningsverð
þessara afurða nam 1,3 milljörðum
króna á FOB-verði að því er fram
kom á haustfundi Landssamtaka
sauðfjárbænda í Þingborg nú nýverið.
Þetta er samt verulega minni útflutn-
ingur en sömu mánuði árið áður þó
af umræðunni mætti ætla að stærsti
hluti kindakjötsframleiðslunnar og
bestu bitarnir séu seldir úr landi.
/MÞÞ/HKr.
Norðlenska selur tugi tonna af slögum
fitu, beinum og mör til útlanda
- „Skiljum vinnuna og virðisaukann eftir heima,“ segir Sigmundur Hreiðarsson vinnslustjóri
Allar tölur í tonnum
2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011
Lambakjöt selt innanlands 3.302 3.322 3.159 3.568 3.523 3.465 3.511 3.587 2.670 2.801 2.611
Annað kindakjöt selt innanlands 394 420 332 437 427 500 549 515 382 304 248
Útflutt kindakjöt 635 1.022 1.166 850 506 397 341 305 861 1.320 1.138
Heimild: Landssamtök sauðfjárbænda
!
! "
#!
$%!
!
% &
%% %!
$
!
Hestamenn funda:
Landsmót fram-
tíðarinnar
- Fundaherferð framundan
Ekki eru allir á eitt sáttir um mál-
efni landsmóts hestamanna og
skemmst er að minnast umræðna
um staðarval. Landsmótsnefnd
er nú að hefja fundaherferð um
landið til kynningar á skýrslu
sem byggir á niðurstöðum nefnd-
armanna um málefni landsmóta
hestamanna.
Fyrsti fundurinn verður á
Stekkhól á Höfn í Hornafirði
föstudagskvöldið 2. september kl.
20:00. Annar fundurinn verður á
Gistihúsinu á Egilsstöðum kl. 11:00
laugardaginn 3. september og þriðji
fundurinn í Top Reiter höllinni á
Akureyri kl. 16:00 sama dag, 3.
september.
Í tilkynningu frá Landsmótsnefnd
og stjórn LH eru hestamenn hvattir
til að sækja fundina, koma sjónar-
miðum sínum á framfæri og taka
þátt í skemmtilegum umræðum um
landsmót framtíðarinnar.
Stjórn Samstöðusjóðs sem
stofnaður var með stuðningi
fyrirtækja og almennings vegna
Grímsvatnagossins, ákvað á
fundi sínum hinn 30 ágúst s.l.
að styrkja eftirfarandi verkefni
í Skaftárhreppi.
1. Koma að samstarfi með
Skaftárhreppi og Vinnumálastofnun
um verkefnið sem fengið
hefur vinnuheitið Bros, til að
hreinsa og mála Grunnskólann á
Kirkjubæjarklaustri. Leikskólann
og Dvalarheimili aldraðra.
2. Styrkja ásamt fleirum að
bændafólk á svæðinu fái stuðning
til að taka sér leyfi frá störfum í
nokkra daga.
3. Styrkja samtökin „Friður og
Frumkraftar" sem eru samtök aðila
starfandi í ferðaþjónustu.
4. Styrkja Björgunarsveitir í
Vestur –Skaftafellssýslu.
5. Styrkja Skaftárstofu, Upplýs-
ingamiðstöð á Kirkjubæjarklaustri.
6. Styrkja hausthátíð
Skaftfellinga, uppskeruhátíðina í
okt. n.k.
Guðni Ágústsson formaður
stjórnar Samstöðusjóðs segir að
stjórnarmenn verkefnisins vilji
þakka góðan vilja fyrirtækjanna
til að styðja Skaftfellinga í þeim
miklu hremmingum sem gosið olli
á vormánuðum.
Hann segir að framundir þetta
hafa verið að koma loforð frá fyrir-
tækjum um stuðning og ennfremur
hafa einstaklingar og félagasamtök
hafi lagt fram peninga til verk-
efnisins. Áætla megi að loforðin
um stuðning nálgist nú 25 til 30
milljónir samtals.
„Mest um vert var þó hið mikla
sjálfboðastarf og aðstoð sem björg-
unarsveitir, almannasamtök og
almenningur veitti heima mönnum
í gosinu."
Stjórn Samstöðusjóðsins á eftir
að fara yfir fleiri hugmyndir og
beiðnir um stuðning sem borist hafa
til sjóðsins og eru að berast.
Grímsvatnagos:
Samstöðusjóður
styrkir 6 verkefni