Bændablaðið - 01.09.2011, Page 16

Bændablaðið - 01.09.2011, Page 16
Bændablaðið | fimmtudagur 1. september 201116 I          #!%+!  &  Mynd / Sigfús Ingi Sigfússon. Á annað þúsund gestir mættu á Sveitasælu í Skagafirði Skagfirskir bændur og Reiðhöllin Svaðastaðir við Sauðárkrók blésu til landbúnaðarsýningar og bændahátíðar í Skagafirði laugar- daginn 20. ágúst. Þar bar margt fróðlegt og skemmtilegt fyrir augu og fjölmenni mætti á svæðið. Sigfús Ingi Sigfússon, verkefna- stjóri í atvinnumálum Skagafjarðar segir að í fyrra hafi um 1.500 manns mætt á svæðið en nú hafi gestirnir verið enn fleiri. „Veðrið var fínt, logn, nokkuð hlýtt en sólarlítið.“ Meðal atriða sem á boðstólum voru má nefna sveitamarkað, kynn- ingu á fyrirtækjum tengdum land- búnaði, fróðleik um fornar vinnslu- aðferðir til sveita, smalahundasýn- ingu, hrútasýningu, kálfasýningu, vélasýningu skagfirskra bænda og vélasala, húsdýragarð, leiktæki fyrir börn, hæfileikakeppni gröfumanns- ins, keppni í dráttarvélaakstri, klauf- skurði og bændafitness svo eitthvað sé nefnt. Auk þess sem öllum gestum var boðið í grillveislu þar sem skag- firskir skemmtikraftar létu ljós sitt skína. Seinna um kvöldið gátu gestir skellt sér á dansleik á Mælifelli. Gröfumenn röktu bolta „Það var keppt í skagfirska ung- bóndanum eða bændafitness sem slegið var saman við bænda-fitness á skemmtivökunni. Hæfileikakeppni gröfumannsins var líka ansi skemmti- leg en þar glímdu menn við að rekja fótbolta á vélgröfum.“ Að sögn Sigfúsar gafst gestum jafnframt gullið tækifæri til að sækja skagfirska bændur heim. Ábúendur á Syðra-Skörðugili á Langholti voru með opið hrossaræktarbú, hesthús og fjárhús, Hamarsbúið í Hegranesi var með opið fjós og Syðra-Skörðugil á Langholti bauð gestum að skoða loðdýrabúið á staðnum. Geitafiðuverkefni kynnt Þarna var sýnt hefðbundið handverk af ýmsu tagi og einnig hvernig vefn- aður er ofinn úr bandi sem spunnið er úr hári geita. Anna María Lind Geirsdóttir, búfræðingur og MA í textílmynd- list kynnti þetta einmitt í síðasta Bændablaði. Þar kom fram að ullin á geitunum skiptist í strý og fiðu. Strýið er grófgert en fiðan afar fín- gerð og stundu kölluð kasmírull sem m.a. er notuð til að búa til fín sjöl og aðra slíka hluti. Anna María hefur einmitt verið með geitafiðuverkefni í gangi í sam- vinnu við Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur á Háafelli. Þá hefur Anna einnig kembt geitur í Keldudal í Skagafirði. Geitur eru rúnar með allt öðrum hætti en sauðfé, því þær eru kembdar á vorin og sumrin þegar þær ganga úr hárum. Af hverri geit koma um 80-100 grömm af hárum en reikna má með að um 50% af því sé nothæf geitafiða að því er fram kemur í grein Önnu Maríu. D  !%   !  %+! #! %  Mynd / SIS 9 $  "  )  #    + % +   Mynd / Hjalti Árnason 8  %#  !   $ Mynd / SIS

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.