Bændablaðið - 01.09.2011, Síða 26

Bændablaðið - 01.09.2011, Síða 26
27Bændablaðið | fimmtudagur 1. september 2011 Búist er við 50 prósent aukningu á kornuppskeru í Rússlandi í haust ef miðað er við síðasta ár. Haustið lofar góðu um uppskeru alls staðar nema í Síberíu en þar hafa lang- varandi þurrkar valdið skaða. Talið er að uppskeran verði um 90 milljónir tonna, þ.a. rétt tæplega 60 milljónir tonna af hveiti. Ef svo fer sem horfir mun Rússland skipta verulegu máli á heimsmarkaði með kornvöru á nýjan leik. Vegna þessara góðu horfa hafa rússnesk stjórnvöld engar áætlanir um að setja á útflutningstolla eða útflutningsbann á korni eins og verið hefur síðasta ár. Því má gera ráð fyrir að fluttar verði út 20 milljónir tonna af korni frá Rússlandi á komandi ári. Þá má jafnframt gera ráð fyrir að kornbirgðir sem nú eru til staðar, um 16 milljónir tonna, verði seldar á niðursettu verði. Þá bendir flest til þess að korn- uppskera í Úkraínu verði verulega mikið meiri í haust en síðasta haust. Talið er að uppskeran þar verði á milli 43 og 51 milljón tonna. Kornuppskera eykst verulega í Rússlandi Hvað er það sem veldur því að heimsmarkaðsverð á matvælum er hátt um þessar mundir? „Það eru nokkrar samverkandi ástæður sem valda því og sumar hinar sömu og leiddu til hins háa verðs árin 2007-8. Þar má nefna að breytingar á veðurfari hafa dregið úr uppskeru, þ.e. bæði vegna þurrka og flóða. Þá hefur hátt verð á olíu aukið áhuga á framleiðslu lífrænna orkugjafa, sem ella hefðu verið not- aðir til matvælaframleiðslu. Einnig má nefna að jarðarbúum fjölgar um u.þ.b. 75 milljón manns á ári og að kjötneysla eykst meðal efnaðra þjóða. - Frakkland hefur lagt til að spá- kaupmennska í viðskiptum með mat- væli verði bönnuð, önnur lönd, svo sem Bretland og Argentína, eru mót- fallin slíku banni. Hver er afstaða þín í þeim efnum? Ég tel brýnt að koma alþjóðlega á slíku banni vegna þess að matur er grunnþörf hvers manns. Ég vil líka minna á að Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, birti skýrslu fyrir 2-3 árum um það hvernig koma eigi í veg fyrir spá- kaupmennsku með mat. Núna er staðan sú að samningar um kaup á korni voru seldir allt upp í 40 sinnum á markaðnum í Chicago árið 2008, en þar fara fram mestöll alþjóðleg viðskipti með korn. Sem dæmi mætti nefna að ég keypti samning um 100.000 tonna við- skipti með hveiti. Við verðhækkun á korninu gæti ég selt hann aftur með 24% hagnaði. Enda hvað á ég að gera annað við 100 þúsund tonn af hveiti?“ - Er það skortur á matvælum sem er aðalvandamálið eða dreifing þeirra? „Það er framleiddur nægur matur á jörðinni handa tvöfalt fleira fólki en nú byggir hana, þ.e. 400 kílóka- lóríur á mann á dag. Hins vegar rýrnar framleiðslan um á bilinu 15-40% eftir uppskeru; í flutningi og við slæm geymsluskilyrði. Þá er sífellt meira af korni og sojabaunum notað í fóður búfjár til að framleiða kjöt Álitið er að til ráðstöfunar á markaðnum séu um 2.800 kílóka- lóríur á hvern jarðarbúa, þ.e. það magn sem fullorðinn einstaklingur þarf sér til viðurværis. Þarna er hins vegar spurning um dreifingu matvælanna. Á sama tíma og dreif- ing matvæla er ófullkomin þá er mat sóað í ríku löndunum. Því er haldið fram að matur, sem er fleygt á veitingastöðum í Bretlandi og Bandaríkjunum, dygði til að seðja um milljarð manns.“ - Þetta hljómar illa, hvernig sérðu fyrir þér að þetta þróist? „Já, þetta er ekki gott, en samtím- is gerist ýmislegt jákvætt. Fyrir ára- tug var það stefna voldugustu ríkja heims, G-20 og G-8 hópanna, að leggja áherslu á stórræktun einstakra tegunda matjurta, sem kalla mætti iðnvædda ræktun. Slík ræktun er ekki lengur í tísku, heldur er stefnan nú sjálfbær, lífræn og umhverfisvæn framleiðsla. Gerð var rannsókn í Michigan sem leiddi í ljós að lífrænn landbúnaður, án tilbúins áburðar en með fjölbreytt tegundaval og eigin fræræktun, stóð sig betur.“ - Er full sátt um þetta? „Nei, það er hægt að vitna til skoðana vísindamanna um hvaða sjónarmið sem er. Heimild mín er hins vegar stór alþjóðleg skýrsla um þróun landbúnaðarins, svokölluð IAASTD-skýrsla, sem var afrakstur 400 vísindamanna sem unnu að henni í fjögur ár og sem 58 lönd hafa viðurkennt. Meginniðurstaða hennar var sú að landbúnað eigi að reka í litlum einingum, (fjölskyldubú- skap). Sameinuðu þjóðirnar styðja einnig þessa stefnu. Aðalatriðið er að hvert land nýti náttúruauð- lindir sínar með sjálfbærum hætti. Í Bandaríkjunum hefur á síðustu árum verið komið á fót 200 þúsund nýjum býlum þar sem leitast er við að takmarka sem mest aðkeyptar rekstrarvörur en nýta gögn og gæði bújarðanna. Afurðirnar eru svo seldar á nálægum mörkuðum. Hið sama er að gerast í Noregi, á sama tíma og fjármagnið togar í aðra átt.“ - Alþjóðleg viðskipti eru mikilvæg en aðeins 10 -12% af framleiddum mat- vælum eru flutt milli landa. Getur hærra verð á matvælum hvatt til aukinna fjárfestinga í landbúnaði, t.d. í Afríku? „Það hafa átt sér stað mikil við- skipti með jarðnæði í Afríku en þær fjárfestingar hafa verið afar ógeð- felldar. Lönd eins og Sádí-Arabía, Indland og Kína hafa keypt jarðnæði í stórum stíl í Afríku eða öðrum fátækum löndum til að framleiða þar matvæli og eldsneyti á vélar. Það er óbragð af þeim viðskiptum. FAO hefur látið sig þessi mál varða og ætlar að birta skýrslu um málið í október nk.“ - Noregur hefur fellt niður alla tolla á innflutningi matvæla frá 50 fátækum löndum án þess að það hafi skilað neinum teljandi árangri. Hvað veldur því? „Ástæðan er sú að rík lönd niður- greiða útflutning sinn. Við kaupum sykur frá Danmörku og greiðum fyrir aðeins 75% af framleiðsluverði hans. Ég hef lagt til að Noregur leggi refsitolla á þennan innflutning til þess að unnt sé að flytja inn sykur frá Mosambik. Þá segja stjórnvöld í Noregi að það sé bannað samkvæmt fyrirmælum frá Alþjóða viðskipta- stofnuninni, WTO.“ - Matvælaframleiðsla er hverfandi lítil í Noregi á heimsvísu. „Já, og þótt við legðum niður allan landbúnað okkar þá breytti það engu fyrir heiminn. En pólitískt skiptir það miklu máli að stunda alhliða landbúnað. Mörg þróunar- lönd líta á Noreg sem fyrirmynd um sjálfstæða bændur sem búa á eigin jörðum, með sterk samtök bænda og samvinnufélög sem bændur stjórna, í samstarfi við ríkið. Öll lönd eiga að nýta náttúruauðlindir sínar og áhersla á fjölskyldubú er mjög af hinu góða.“ (Nationen 20. ágúst, 2011). Einungis sjálfbær landbúnaður stenst til lengdar - segir Aksel Nærstad, ráðunautur hjá Norska þróunarsjóðnum (Utviklingsfondet) www.pitstop.is Láttu skynsemina ráða ferð, verslaðu ódýrt hjá PITSTOP Rauðhellu 11, Hfj - Dugguvogi 10, Rvík - Hjallahrauni 4, Hfj. - Þjónustubíll Sími : 568 2035 Sími : 568 2020 Sími : 565 2121 Sími : 568 2035 & 842 5715 Við eigum eða útvegum dekk undir allar gerðir vinnuvéla, traktora og traktorsgröfur. Smádekk undir allskyns vélar og tæki á góðum verðum. Hafðu samband og við finnum réttu dekkin fyrir þig. Pöntunarsímar og upplýsingar : 755 3355 - 568 2045 - 568 2035 Email - pitstop@pitstop.is Láttu skynsemina ráða ferðinni - Verslaðu ódýrari dekk hjá PITSTOP MAÍ TILBOÐ HITAKÚTAR RYÐFRÍIR Bændablaðið Smáauglýsingar. 5630300

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.