Bændablaðið - 01.09.2011, Síða 39

Bændablaðið - 01.09.2011, Síða 39
15. tölublað 2011 Fimmtudagur 1. september Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 15. september Landssamband kúabænda heilgrillaði 227 kílóa naut í þúsund manna veislu á Akureyrarvöku: Framtakið hitti í mark og kjötið smakkaðist frábærlega „Ég er ekki í vafa um að fram- takið hitti beint í mark og kjötið smakkaðist frábærlega,“ segir Baldur Helgi Benjamínsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands kúabænda, en á Akureyrarvöku um liðna helgi bauð LK gestum og gangandi að bragða á heil- grilluðu nauti. Með steikinni var borið fram grænmeti frá garðyrkjustöðinni Brúnalaug í Eyjafjarðarsveit og piparsósa frá Norðlenska. Landssamband kúabænda fagnaði fyrr á árinu 25 ára afmæli sínu. 19 mánaða naut frá Búvöllum Nautið var frá Sveinbirni og Huldu á Búvöllum í Aðaldal, 19 mánaða gamalt af landnámskyninu. Því var slátrað hjá Norðlenska á Akureyri 16. ágúst síðastliðinn, fór í flokk UN 1 A og var 227 kíló. Baldur Helgi segir að nautið hafi um sína daga eingöngu verið fóðrað á heyi, eftir að mjólkurskeiði lauk. Þúsund diska veisla Framkvæmdastjórinn keypti eitt þúsund pappadiska og gaffla fyrir veisluna og segir 50 diska hafa gengið af, þannig að 950 manns að minnsta kosti hafi notið veitinganna, en eitthvað var um að börn deildu diskum með foreldrum sínum. „Það var kveikt undir bola kl.13.30 á föstudag og kynt til 23. Þá var tekin hvíld til kl. 6 á laugar- dagsmorgni þegar fýrað var undir að nýju, en á hvíldartímanum var skrokknum pakkað inn í álpappír sem svo var tekinn af um morguninn,“ segir Baldur Helgi. Skorið í þrjá og hálfan tíma Byrjað var að skera strax eftir hádegi á laugardag eða kl. 13. „Við vorum sleitulaust að til kl. 16.30, þegar allt var uppurið,“ segir Baldur, en með við fram- reiðsluna voru þau Anna Jónsdóttir bóndi á Svalbarði og stjórnarmaður í Félagi eyfirskra nautgripabænda og Sveinbjörn Tryggvason bak- ari, ættaður frá Mýri í Bárðardal. „Sveinbjörn er hokinn af reynslu í því að heilgrilla naut og að hans mati var þetta einhver besti og holdmesti skrokkur sem hann hefur komist í,“ segir Baldur Helgi. /MÞÞ † ‡    $+ C (! %  + !     Myndir / MÞÞ C (! ! #)   $ !   $ ! !    % &   Tæplega eitt þúsund gestir nutu veitinga í boði LK á Akureyrarvökunni, en sambandið lagði sitt af mörkum til að gera vökuna sem ánægjulegasta og   #!   

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.