Bændablaðið - 26.07.2012, Síða 11

Bændablaðið - 26.07.2012, Síða 11
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. júlí 2012 11 Það er ekki á hverjum degi sem 83ja ára hagyrðingar gefa út sína fyrstu ljóðabók en það gerðist þó á dögunum þegar Ólafur Runólfsson gaf út ljóðabók sína Hug og hjarta. Ólafur gekk fyrir nokkrum árum gegnum miklar raunir sem þó nokkuð margir þekkja en hann fór í hjartauppskurð og tilheyrandi endurhæfingu. Brösuglega gekk honum að komast í aðgerðina á sínum tíma en henni var tvisvar frestað með tilheyrandi kvíða og sálarkvölum, líkams- hárarakstri og öðrum mis- þægilegum undirbúningi. Að lokinni aðgerð tók við tímabil uppbyggingar og endurhæf- ingar. Er Ólafi einkar lagið að sjá þar björtu hliðarnar og kímnigáfan er aldrei langt undan þótt hann leyni ekki því sem erfitt reyndist. Vísnasnillin er Ólafi í blóð borin og segja má að hann hugsi í hendingum. Telja má víst að mörgum þyki bókin happafengur, einkum þeim sem unna góðum og vönduðum kveðskap um málefni sem margir þekkja. Fæddur að Berustöðum í Rangárvallasýslu Ólafur er fæddur að Berustöðum í R a n g á r v a l l a s ý s l u , fimmti í röð sjö systkina, sonur hjónanna Önnu Stefánsdóttur og Runólfs Þorsteinssonar. Hann starfaði lengi við bifreiða- akstur, ökukennslu og bif- vélavirkjun en hann öðlaðist einmitt meistararéttindi í þeirri iðn. Kona Ólafs var Kristbjörg Stefánsdóttir frá Hallgilsstöðum í Fnjóskadal en hún lést 1992. Ólafur býr nú í Kópavogi og er heiðurs- félagi í Kvæðamannfélaginu Iðunni og Málfundafélaginu Hörpu. Bókin fæst hjá höf- undi en einnig í Bókakaffinu á Selfossi, Bókabúðinni Hamraborg í Kópavogi og verslun Eymundsson í Mjódd í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu til blaðsins. /MHH LÆKKAÐ VERÐ Á SUMARVÖRUM GERIÐ VERÐSAMANBURÐ! WWW.BYKO.IS Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is www.vfs.is Tilboð á toppasettum 78 hluta toppasett ¼ og ½ Toppar frá 10MM til 32MM. Framlengingar og bitajárn. Tilboðsverð Kr. 22.900.- 43 hluta toppasett ¼ með bitasetti. Toppar frá 4MM upp í 13MM Tilboðsverð kr. 8.900.- 54 hluta toppasett ½ með föstum lyklum. Ríkulega búið og gott að hafa í bílnum. Tilboðsverð kr. 27.900.- MANITOU MLT 625- 75 H Nett fjölnotatæki Lyftigeta: 2.500 kg Lyftihæð: 5.900 mm 4-hjóladrifinn 4-hjólastýrður 75 hö, Kubota, Hlaðinn aukabúnaði td., loftkælt ökumannshús, skófla, gafflar, útvarp. STAÐGREIÐSLUVERÐ KR. 7.900.000 + VSK Hugur og hjarta - Fyrsta ljóðabók 83 ára hagyrðings úr Ásahreppi

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.