Bændablaðið - 26.07.2012, Síða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. júlí 201212
Fréttir
Öll efnistaka er nú háð
framkvæmdaleyfi
Öll efnistaka er nú framkvæmda-
leyfisskyld, en reglur um slíkt tóku
gildi um síðustu mánaðamót.
Eigendum eða umráðamönnum
eignarlands er þó heimil minni
háttar efnistaka til eigin nota,
nema um sé að ræða jarðmyndanir
og vistkerfi sem njóta sérstakrar
verndar.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar
vekur athygli á þessu á vefsíðu sinni
en þar segir ennfremur að þetta þýði
að sækja þurfi um framkvæmdaleyfi
til sveitarstjórnar fyrir allri efnistöku
annarri en til einkanota á viðkom-
andi eignarlandi. Þar með eru taldar
eldri námur, sem ekki eru með gilt
framkvæmdaleyfi. Jafnframt er bent
á það að efnistökusvæði skal ekki
standa ónotað og ófrágengið lengur
en þrjú ár.
Þrátt fyrir ákvæðið um efnistöku
til einkanota má enginn framkvæma
neitt í eða við veiðivatn, allt að 100
m frá bakka, sem áhrif getur haft á
fiskigengd þess, afkomu fiskstofna,
aðstæður til veiði eða lífríki vatnsins
að öðru leyti, án leyfis Fiskistofu.
Nýtt aðalskipulag um efnistöku-
svæði í Eyjafjarðarsveit tók gildi 25.
ágúst 2011 og eru íbúar hvattir til að
kynna sér það.
Norðurlandamótið í hestaíþrótt-
um verður haldið í Eskilstuna í
Svíþjóð dagana 2. – 5. ágúst næst-
komandi. Hafliði Halldórsson liðs-
stjóri hefur ásamt landsliðsnefnd
LH, Jóhanni R. Skúlasyni og
Hugrúnu Jóhannsdóttir þjálfara,
unnið hörðum höndum að undir-
búningi liðsins sem nú er orðið
fullmótað.
Skipan liðsins var tilkynnt í
Íþróttamiðstöðinni í Laugardal
mánudaginn 16. júlí. Liðið er
skipað 10 fullorðnum knöpum og 8
ungmennum. Þetta eru ýmist gríðar-
lega efnilegir knapar eða knapar í
fremstu röð í keppnisheiminum í
Íslandshestamennskunni.
Flestir liðsmenn landsliðsins eru
nú þegar haldnir utan til að þjálfa
sína hesta en aðrir fara á næstu
dögum.
Það eru skemmtilegir tímar fram-
undar og við hér heima munum fylgj-
ast vel með okkar fólki etja kappi við
sterka keppinauta okkar í Eskilstuna.
LH minnir á að hægt verður að
kaupa aðgang að beinni útsendingu
frá mótinu dagana 4. - 5. ágúst á
vefsíðunni www.nc2012.se.
Norðurlandameistaramótið í hestaíþróttum í Eskilstuna í Svíþjóð:
Landslið Íslands fullmótað
Agnar Snorri Stefánsson Fengur fra Staagerup F1, T2, P1, P2, PP1
Denni Hauksson Divar från Lindnäs T1, F1, P2, PP1
Eyjólfur Þorsteinsson Losti frá Strandarhjáleigu T1, V1
Guðlaug Marín Guðnadóttir Toppur frá Skarði P1, P2
Hinrik Þór Sigurðsson Andvari från Stenlia T1, F1, P2, PP1
Jón Bjarni Smárason Gaukur frá Kílhrauni V1, T2
Reynir Örn Pálmason Tór frá Auðholtshjáleigu V1, T2
Snorri Dal Viktorius frá Höfn T1, V1
Viðar Ingólfsson Skvísa vom Hrafnsholt V1, T2
Þórður Þorgeirsson Týr frá Auðholtshjáleigu T1, V1
TIL VARA:
Eyjólfur Þorsteinsson B-Moll frá Vindási T1, V1
Dagbjört Hjaltadóttir Reynir frá Hólshúsum T1, V1
Elín Rós Sverrisdóttir Hector från Sundsby T1, V1
Flosi Ólafsson Kveikur fra Lian T1, V1
Helena Kroghen Aðalsteinsdóttir Fiðla frá Þingeyrum F1, T2, P2, PP1
Kári Steinsson Spyrnir frá Grund 2 T1, V1
Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir Vordís frá Hofi 1 T1, V1
Stella Sólveig Pálmarsdóttir Svaði frá Reykhólum T1, V1
Teitur Árnason Pá fra Eyfjord T1, F1, P1, P2, PP1
TIL VARA:
Helena Kroghen Aðalsteinsdóttir Silfri frá Litlu-Sandvík T1, V1
Frá setningu Landsmóts hestamanna 2012 í Víðidal. Mynd / HKr.
Þóra Katrín Kolbeins kom
færandi hendi í hátíðarmessu í
Torfastaðakirkju í Biskupstungum
í Bláskógabyggð sunnudaginn 24.
júní og færði kirkjunni altarisdúk
sem hún hannaði og saumaði sjálf.
Blaðið hafði samband við Þóru
og spurði um aðdraganda málsins.
„Sirrý á Vatnleysu [Sigríður
Egilsdóttir] kom að máli við mig
hvort ég gæti saumað altarisdúk í
Torfastaðakirkju og auðvitað varð
ég við því. Ég byrjaði að sauma eftir
réttir í fyrra og kláraði dúkinn í lok
apríl. Hann átti hug minn allan og sat
ég löngum stundum við saumaskap.
Þegar ég byrjaði að sauma langaði
mig strax að sauma hann til minn-
ingar um tengdaforeldra mína og
hjónin í Fellskoti sem eru mér mjög
kær. Ég orðaði þetta við manninn
minn og honum fannst það alveg frá-
bært. Þá var tilgangurinn svo ljúfur
og kær með allar þessar minningar úr
sveitinni. Athöfnin var alveg frábær,
séra Egill gerði þetta svo flott og
eftirminnilegan dag og ekki spillti
gleðinni að Sigurður Erlendsson,
bóndi á Vatnsleysu, spilaði á org-
elið. Svo ákváðu barnabarnið mitt,
Magnús Gunnar Erlendsson, og
Fríða Hrönn Elmarsdóttir að láta
skíra yngstu dóttur sína þennan
dag og hún heitir Emilína Birna
Magnúsdóttir. Það var falleg stund
og ég hélt á henni undir skírn. Í lokin
talaði Brynjar Sigurðsson á Heiði,
formaður sóknarnefndar, falleg orð
til mín og sóknarnefndin færði mér
fallegan blómvönd, svo var öllum
kirkjugestum boðið í Aratungu í
súpu, brauð, kaffi og konfekt í boði
Kirkjunnar en kökur á borðum voru
frá Jónu Ólafsdóttur á Vatnsleysu.
Þetta var yndislegur dagur og sól og
gleði yfir öllu,“ sagði Þóra Katrín.
/MHH
Þóra Katrín Kolbeins við altarisdúkinn sem hún saumaði og gaf Torfastaða-
kirkju. Þóra er gift Magnúsi Gunnari Erlendssyni frá Vatnsleysu og dvaldi
mörg sumur í sveit í Fellskoti við gott atlæti. Tengdaforeldrar hennar voru
Erlendur Björnsson og Kristín Sigurðardóttir í Vatnsleysu I og fólkið sem
hún var í sveit hjá í Fellskoti voru þau Katrín Þorsteinsdóttir og Þórarinn
Guðlaugsson.
Hannaði og saumaði altarisdúk og gaf
Torfastaðakirkju í Biskupstungum
Í lok 2. ársfjórðungs í ár
bjuggu rúmlega 7000 manns á
Vestfjörðum, sem er fjölgun um
tæplega 0,43% frá sama tíma fyrir
ári. Þá fjölgaði íbúum fjórðungsins
um fjörutíu frá 1. ársfjórðungi.
Samkvæmt nýjustu tölum
Hagstofunnar var nokkuð jafnt
skipt milli kynja, konur voru 3.425
og karlmenn 3.595.
Erlendir ríkisborgarar voru 645
og fjölgaði um 35 frá sama tíma fyrir
ári. Þá fjölgaði íbúum í Bolungarvík,
Reykhólahreppi, Vesturbyggð,
Árneshreppi og Strandabyggð milli
ára samkvæmt Hagstofunni. Íbúum
fækkaði hins vegar í Ísafjarðarbæ og
Tálknafjarðarhreppi en íbúafjöldinn
stóð í stað milli ára í Súðavíkurhreppi
og Kaldrananeshreppi.
Í Bolungarvík bjuggu 910
manns í lok 2. ársfjórðungs, 3.760 í
Ísafjarðarbæ, 280 í Reykhólahreppi,
280 í Tálknafjarðarhreppi,
920 í Vesturbyggð, 190 í
Súðavíkurhreppi, 60 í Árneshreppi,
100 í Kaldrananeshreppi og 520 í
Strandabyggð.
Vestfirðingum fjölgar
Patreksfjörður Mynd / HKr.