Bændablaðið - 26.07.2012, Qupperneq 20

Bændablaðið - 26.07.2012, Qupperneq 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. júlí 2012Garðyrkja & ræktun Hjónin Ingólfur Guðnason og Sigrún Elva Reynisdóttir reka garðyrkjustöðina Engi. Þau keyptu einn hektara af landi í Laugarási í Bláskógabyggð árið 1985 en hafa aukið landið í fimm og hálfan hekt- ara. Árið 2010 hlaut Engi hvatn- ingarverðlaun garðyrkjunnar fyrir frumkvöðlastarf í lífrænni ræktun og ræktun kryddjurta. Ingólfur segir að þrátt fyrir að rækta aðallega kryddjurtir séu þau einnig með lítilsháttar útiræktun á káljurtum til heimasölu og til sölu í sérverslunum með lífrænt ræktaðar matjurtir. „Fyrstu árin ræktuðum við talsvert af garðplöntum, en erum hætt því í dag og erum eingöngu í grænmeti og kryddjurtum. Við erum með um 1300 fermetra undir gleri og talsvert af óupphituðum plasthúsum. Kryddið er allt ræktað í glerhúsunum en svo erum við að þreifa okkur áfram með ræktun jarðar-, hind- og kirsuberja í plasthúsunum.“ Hindberjaræktin er í samvinnu við ræktendur á Íslandi, Grænlandi, í Færeyjum og Noregi og er spenn- andi að sjá hvernig sú ræktun kemur til með að ganga. Ferskt krydd var óþekkt „Við höfum ræktað kryddjurtir frá því fyrir 1990,“ segir Sigrún. „Í fyrstu gekk hægt að koma fersku kryddjurtunum að sem neysluvöru en smám saman hefur fólk lært að nota þær og í dag gengur salan vel. Þegar við byrjuðum á þessu þekkt- ust ekki nema nokkrar tegundir af kryddi og það var flutt inn þurrkað. Steinselja og graslaukur voru að vísu þekkt en fæstir vissu hvað estragon, basilíka og rósmarín voru. Það tók okkur talsverðan tíma og vinnu að kynna vöruna. Eftirspurnin hefur því aukist úr engu í að verða talsverð og undirstaðan í okkar ræktun. Í dag ræktum við tíu tegundir af kryddi í fimmhundruð fermetra gróðurhúsi, til dæmis myntu, basil- íku, garðablóðberg og salvíu, auk þess sem við erum að prófa okkur áfram með austurlenskar matjurtir og salat. Pak choi og mizuna-kál eru líklegast þekktust í dag en við höfum reynt margar aðrar tegundir undanfarin þrjú ár. Sumar lofa góðu en aðrar ekki, eins og gengur. Næsta skref er svo að kynna þær fyrir land- anum og byggja upp markað. Á sumrin, frá föstudegi til sunnu- dags, rekum við lífrænan grænmetis- markað þar sem við seljum vörur úr eigin ræktun. Fólk kemur víða að til að kaupa sér lífrænt ræktaðar mat- jurtir. Þar er boðið upp á tugi tegunda grænmetis úr lífrænni ræktun á staðn- um, auk þess sem við seljum valdar tegundir frá öðrum framleiðendum í lífrænni framleiðslu.“ Jarðvegurinn fóstraður Eins og fram hefur komið stunda Ingólfur og Sigrún lífræna ræktun. Ingólfur segir að grundvallarmunur- inn á lífrænni ræktum og ræktun með notkun kemískra efna liggi í jarðveg- inum. „Til einföldunar má segja að lífrænir framleiðendur leggi áherslu á að byggja upp góðan jarðveg og fóstra hann, frekar en beinlínis að gefa plöntunum áburð. Í lífrænni ræktun er sköpuð hringrás sem bygg- ir á heilbrigðum og góðum jarðvegi. Plönturnar taka því ekki næringuna upp úr áburðarvatni heldur vinna hana úr jarðveginum fyrir tilstilli jarðvegslífvera. Við forðumst að nota kemísk efni og þurfum ekki að nota tilbúinn áburð þar sem grunnurinn, jarðvegurinn, er góður. Til að þetta geti tekist tökum við stöku sinnum jarðvegssýni, svo lærir maður smám saman á jarðveginn og reynslan kennir manni hvenær á að bregðast við með jarðvinnslu eða viðbót af t.d. húsdýraáburði eða fiskimjöli. Lífræn ræktun byggir því að miklu leyti á reynslu og þekk- ingunni sem henni fylgir. Skiptiræktun, sem felst í því að rækta ekki sömu tegundir lengi á sama stað, er einnig hluti af þessu þannig að við erum ekki að þaul- nýta jarðveginn og leyfum honum að jafna sig á milli. Skiptiræktun byggir reyndar á aldagamalli þekkingu og hefur löngu sannað gildi sitt.“ Líkt og í annarri ræktun eiga líf- rænir ræktendur í vandræðum með meindýr sem sækja á ræktunar- plönturnar. Í staðinn fyrir skordýra- eitur beita bændurnir á Engi líf- rænum vörnum, eins og skordýrum sem lifa á meindýrunum eða úða með lífrænt vottuðum sápum sem eru ekki ólíkar grænsápu. „Lífræn ræktun er ekkert annað en venjuleg garðyrkja, en þeir sem fara sömu leið og við velja að nota lífrænar ræktunaraðferðir í staðinn fyrir tilbúinn áburð og eiturefni,“ segir Ingólfur. Völundarhús og landnámshænur Auk mat- og kryddjurtaræktunar er vísir að fræðslu- og skemmti- garði að Engi. „Á sumrin kemur mikið af fólki hingað til að versla og skoða ræktunina. Við ákváðum því fyrir nokkrum árum að búa til völundarhús, sem er gróðursett úr íslenskum gulvíði,“ segir Sigrún. „Völundarhúsið er um eitt þúsund fermetrar að stærð, víðirinn orðið vel mannhæðar hár og gestum þykir ótrúlega gaman að týnast í völundar- húsinu í stutta stund. Leikurinn felst í því að komast að turni sem er í miðju völundarhússins og út aftur, sem satt best að segja er erfiðara en margur heldur og stundum hefur fólk gefist upp og ruðst í gegnum limgerðin til að komast út. Þó þarf enginn að örvænta, því við förum í reglubundið Sigrún Elva Reynisdóttir og Ingólfur Guðnason á Engi í Laugarási. Myndir / VH Gómsætir og lífrænt ræktaðir tómatar. Sölusvæði lífræns markaðar og hænsnahöllin. Litríkar landnámshænur ganga frjálsar um á Engi. „Sérhæfum okkur í fjölbreytni“

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.