Bændablaðið - 26.07.2012, Side 21

Bændablaðið - 26.07.2012, Side 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 26. júlí 2012 Hlýnandi loftslag og flutningur á plöntum og plöntuafurðum milli landa og heimshorna skapa hættu á að skaðvaldar berist til Íslands, ílengist hér og geti valdið ófyr- irsjáanlegum skaða. Halldór Sverrisson, plöntu- s júkdómaf ræð ingu r h j á Landbúnaðarháskóla Íslands og Skógrækt ríkisins, segir það geta verið ódýrara að framleiða garð- plöntur til dæmis í Kína og flytja þær til Evrópu og jafnvel Íslands, en að framleiða þær í landinu sem þær koma til með að festa rætur. „Þrátt fyrir að innflutningur af þessu tagi geti verið hagkvæmur er hætt við að plöntunum fylgi skaðvaldar sem geti valdið ófyrirsjáanlegu tjóni seinna meir.“ Skaðvöldum skipt í tvo hópa „Skaðvöldum á gróðri er oft skipt í tvo hópa eftir því hverskonar gróður þeir leggjast á. Í öðrum hópnum eru skaðvaldar sem leggjast á plöntur sem tilheyra náttúrulegu gróðurríki landsins, eins og birkiskógana, en hinum skaðvaldar sem leggjast á innfluttar ræktunarplöntur eins og til dæmis kartöflu, bygg eða alas- kaaspir. Tré í ræktuðum skógum eiga að vaxa þar lengi og jafnvel árhundr- uðum saman og því mikill skaði ef stálpað, gamalt tré drepst eða skemm- ist af völdum skaðvalda, hvort sem þeir eru þekktir í landinu eða nýir óboðnir gestir. Fjölmargar tegundir trjáa og jurta sem ræktaðar eru hér á landi eiga sér stutta ræktunarsögu og þar sem lítið hefur verið um alvarlega skaðvalda eru margar þeirra illa undir það búnar að mæta þeim. Þetta hefur þó verið að breytast, smám saman hefur skaðvöldunum fjölgað og hing- að borist gljávíði-, aspar- og greniryð auk asparglyttu og birkismugu, svo dæmi séu nefnd. Skaðvaldar í gróðurhúsum eru sér kapítuli út af fyrir sig og má segja að þeir séu alþjóðlegir vágestir sem virða engin náttúruleg landamæri. Þessir skaðvaldar eru þó oftast auð- veldari viðureignar en þeir sem lifa utandyra, þar sem útbreiðslusvæði er yfirleitt takmarkað við ákveðin gróðurhús og jafnvel ákveðna rækt- un,“ segir Halldór. Miklir hagsmunir í húfi Íslensk lög um innflutning á plöntum taka mið af hættunni sem getur skapast við óheftan innflutning á plöntum og plöntuafurðum. Blátt bann er lagt við innflutningi á mikil- vægustu ræktuðu trjátegundunum, til dæmis birki- og víðitegundum, auk þess sem óheimilt er að flytja inn margar tegundir barr- og lauftrjáa. Í reglugerðinni um inn- og útflutning plantna er líka langur listi yfir skað- valda sem ekki mega finnast á þeim plöntum sem leyfilegt er að flytja inn. Halldór segir að ef til landsins berist nýir skaðvaldar séu möguleik- arnir til þess að ráða við þá í rækt- unarplöntum mun betri en í villtri náttúru eða skógum. „Fjárhagslegir hagsmunir geta vegið svo þungt í ræktun að það getur borgað sig að leggja í töluverðan kostnað við varnir gegn sjúkdómum í matjurtaræktun.“ Hér á landi gildir mun strangari innflutningslöggjöf varðandi plöntu- skaðvalda en annarsstaðar í Evrópu. Innan Evrópusambandsins er hægt að flytja plöntur án eftirlits milli landa ef þær á annað borð finnast í löndum innan sambandsins. Á Íslandi er krafist heilbrigðisvottorðs þar sem vottast að plönturnar sem verið er að flytja inn séu lausar við ákveðna skaðvalda. Matvælastofnun sér um eftirlit og getur samkvæmt lögum skoðað allar sendingar sem koma til landsins. Sá hængur er þó á eftir- litinu að einungis einn starfsmaður sinnir því og möguleikinn á skoðum í höfnum og á flugvöllum á öllu landinu takmarkaður. Einnig getur reynst erfitt að greina marga skað- valda nema á rannsóknarstofu. Má þar til dæmis nefna rótarsjúkdóma af völdum Phytophthora-tegunda en sjúkdómar af þeirra völdum breiðast hratt út í Evrópu og víðar í heiminum um þessar mundir. Sumar þessara tegunda eru fylgifiskar lyngrósa, Rhododendron, sem margir þekkja sem blómviljugan garðrunna. Að mínu mati er full ástæða til að bæta þeirri ættkvísl á bannlistann yfir plöntur sem ekki má flytja inn. Sem stendur er verið að endur- skoða reglugerðina um innflutning á plöntum og plöntuafurðum og ekki seinna vænna, þar sem hún var sett árið 1990 og löngu orðin barn síns tíma. Hluti þeirrar endur- skoðunar felst í því að greina hvaða skaðvaldar eru líklegir til að valda tjóni, berist þeir til landsins, hvað er hægt að gera til að varna því að þeir berist hingað og til hvaða ráðstafana þarf að grípa vilji svo illa til,“ segir Halldór Sverrisson plöntusjúkdóma- fræðingur. /VH Garðyrkja & ræktun eftirlit um völundarhúsið á haustin og fylgjum fólki út sem hefur villst illilega yfir sumarið.“ Landnámshænur setja sterkan svip á svæðið í kringum markaðinn þar sem þær ganga frjálsar í kringum Hænsnahöllina, eins og hænsnakof- inn á Engi kallast. Á sumrin er líka hægt að skoða sýnishorn af íslensk- um og erlendum nytjajurtum, kryddi, lækninga- og ilmjurtum. Fólk er vant að nota margar af þessum jurtum en þekkir þær samt ekki í sjón, eins og til dæmis tóbaksplöntuna. Grúsk og gróðurnytjar Ingólfur er mikill áhugamaður um nytjajurtir og valdi gróðurinn í nyt- jajurtagarðinn í Skálholti, sem sýnir plöntur sem sannanlega voru rækt- aðar fyrr á öldum á biskupssetrinu samkvæmt gömlum heimildum. „Ég hef lengi haft gaman af að elta uppi vitneskju um rækt- un nytjaplantna á Íslandi og er Skálholtsgarðurinn einn hluti af því grúski. Þótt garðurinn sé ekki stór að flatarmáli liggur ótrúlega mikil heimildavinna að baki honum, enda ekkert gaman að búa svona garð til nema hann standist fræðilega og þar séu eingöngu plöntur sem nefndar eru í heimildum. Ræktun Íslendinga fyrr á öldum skiptist í tímabil þar sem nánast ekkert var ræktað og önnur þar sem menn gerðu ýmsar tilraunir. Við landnám hófst hér garðrækt og kornyrkja sem lagðist svo að mestu niður um fjórtánhundruð og var ekki tekin upp aftur fyrr en með endur- reisninni og upplýsingunni á sautj- ándu öld. Fyrsti vísirinn að eiginlegri garðrækt eftir það eru tilraunir Gísla Magnússonar sýslumanns, sem bjó m.a. á Hlíðarenda í Fljótshlíð og síðar í Skálholti. Eftir það má segja að hafi verið stunduð garðrækt á Íslandi óslitið, þótt hún hafi verið í smáum stíl til að byrja með. Eftir Gísla koma svo til sögunnar menn eins og Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal, sem oft er sagður vera faðir kartöfluræktunar hér á landi, auk þess sem danska kon- ungsvaldið reyndi að hvetja menn til ræktunar og treysta þannig til- vistarlegan grundvöll þjóðarinnar sem átti í sífelldu harðræði. Nytjajurtir á Íslandi voru lengi fáar og fyrir vikið væntanlega verið viðvarandi næringarskortur á land- inu framan af öldum. Íslendingar hafa nýtt hvönn, söl, fjallagrös og hugsanlega skarfakál frá fyrstu tíð en þetta eru tegundir sem vaxa víða og flestir höfðu aðgang að,“ segir Ingólfur. Gróðurhúsin nýtt til hins ýtrasta Aðspurð segja Ingólfur og Sigrún að alltaf séu að spretta upp nýjar hugmyndir um hvað væri gaman að rækta. „Í dag leggjum við áherslu á að vinna áfram með asísku teg- undirnar og síðan höfum við verið að sinna plöntum sem tengjast því sem kallast nýja norræna eldhúsið. Okkur berast reglulega fyrirspurnir frá veitingamönnum sem eru að biðja um gamlar norrænar landsortir af rófum, næpum og sólrót, eða jor- dskokker eins og plantan kallast á dönsku. Hugmyndin er að nota gaml- ar ræktunartegundir og villigróður í matreiðslu eftir því sem þær eru fáanlegar eftir árstíðum. Ef þetta nær einhverju flugi sjáum við fyrir okkur að fljótlega verði farið að nýta bragð- miklar, gamlar íslenskar nytjaplöntur eins og hvönn, súrur og skarfakál í umtalsverðum mæli. Þessi hreyfing er mjög öflug á Norðurlöndunum, virðist vera að sækja í sig veðrið hér og er skemmtileg að því leyti að hún gefur fólki tækifæri á að kynnast gömlum, íslenskum matjurtum sem margir hafa ekki smakkað. Við höfum gaman af fjölbreyti- leika í ræktun og viljum helst ekki sérhæfa okkur í einni eða tveimur tegundum. Vandamálið er aftur á móti að við erum að sprengja gróður- húsin utan af okkur og framleiðslu- getan er nýtt til hins ýtrasta. Okkur langar því að bæta við nýju ræktunar- húsi og aldrei að vita nema það rísi fyrr en seinna,“ segja Ingólfur og Sigrún garðyrkjubændur á Engi á lokum. /VH Innflutningur á plöntum og plöntuafurðum: Ströng lög en takmarkað eftirlit Asparryð kemur fram á neðra borði laufblaða alaskaaspar um mitt sumar. Gró sveppsins berast með vindi á næstu blöð eða blöð annarra trjáa og byrjar á lerkitrjám á vorin og verður ösp sem stendur nálægt þeim því oft vexti. Kalhætta er einnig meiri hjá ösp sem er smituð af ryði. Asparklónar eru misþolnir fyrir ryði. Asparglytta er bjöllutegund sem leggst á ösp og víði. Á vorin vakna fullorðin dýr af vetrardvala og leggj- ast á brum og nývöxt aspar og víðis. verpir kvendýrið á laufblöð. Þegar blöðin og geta valdið talsverðum skaða. Eftir tvær til þrjár vikur falla þær til jarðar og púpa sig. Ný kynslóð getur komið fram seinni part sumars og hafa fullorðnar bjöllur fundist á ferli langt fram eftir hausti áður en þær leggjast í dvala. - fræðingur. www.kemi.is • Sími: 544 5466 • Tunguhálsi 10 , 110 Reykjavík UMHVERFISVÆNT BÆTIEFNI FYRIR ELDSNEYTI ALLT AÐ 20% ELDSNEYTISSPARNAÐUR YFIR 50% MINNI MENGUN

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.