Bændablaðið - 26.07.2012, Page 22

Bændablaðið - 26.07.2012, Page 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. júlí 2012 Algengustu aðferðirnar í barátt- unni við illgresið eru annaðhvort að reyta það eða eitra fyrir því. Fyrri aðferðin er seinleg og erfið og flestum þykir hún leiðinleg, hún er aftur á móti umhverfisvæn og henni fylgir holl útivera. Sú síðari er fljótvirk og auðveld en henni fylgir sú hætta að menn drepi fleiri plöntur en þær sem á að losna við. Margir eru einnig á móti því að nota eiturefni vegna þess hversu skaðleg þau eru vistkerfinu. Þó eru fleiri aðferðir til. Ein þeirra felst í því að setja þekju á beðin og kallast „mulching“ á mörgum erlendum tungumálum. Beðin eru hulin eða þakin með lífrænu efni og illgresið kæft um leið. Þekjan ver jarðvegsbygginguna, eykur magn næringarefna og kemur í veg fyrir útskolun þeirra. Hún heldur jarðveg- inum rökum í þurrkatíð og temprar hitabreytingar. Aukið magn lífrænna efna í jarðvegi bætir starfsemi lífvera í jarðvegi, ekki síst ánamaðka, bestu vina garðeigandans. Með því að þekja beð verða þau að einum stórum safnhaug, iðandi af lífi, þar sem umskipti næringarefna eru sífellt í gangi. Aðferðin sparar einnig ómælda vinnu og umstang með því að draga úr magni lífræns garðaúrgangs. Hægt er að nota nánast allan líf- rænan úrgang í þekju. Best er að velja efni sem auðvelt er að nálgast og einnig er skynsamlegt að velja efni sem gefur ekki frá sér sterka lykt eða fýkur burt. Nýslegið gras og laufblöð eru sú þekja sem hvað auðveldast er að ná í. Til sveita er gömul taða fyrirtaks þekja og upplagt að dreifa henni yfir beð og nýta þannig nær- ingarefnin í henni og kæfa illgresið um leið. Ræktendur ættu hiklaust að prófa þessa aðferð í stað þess að eyða sumrinu liggjandi á hnjánum að reyta arfa með rassinn upp í sólina. Garðyrkja & ræktun Sameldi fiska og gróðurs Sameldi er sjálfbær ræktunarað- ferð með mikla möguleika, þar sem úrgangur fiska er notaður sem áburður fyrir plöntur. Mörður Gunnarsson, nemandi á ylræktarbraut Landbúnaðarháskóla Íslands, vinnur að því hörðum höndum að koma á laggirnar sam- eldisframleiðslu fyrir sjálfboðaliða- samtökin Veraldarvini. Hann sótti á síðasta ári alþjóðlega ráðstefnu í Bandaríkjunum um sameldi. „Á ráðstefnunni héldu margir af helstu frumkvöðlum og fræðimönnum á þessu sviði fyrirlestur um fræðin og kynntu hugmyndir sínar, auk þess sem við skoðuðum ólík kerfi sem hægt er að nota við ræktunina. Tæknibúnaðurinn var allt frá því að vera afgangs pípulagningarefni og einfaldur tjarnardúkur yfir í fjölda- framleidd vatnsræktunarkerfi og allt þar á milli,“ segir Mörður. Sjálfbær ræktun Sameldi er ræktunaraðferð þar sem fiskar og plöntur eru ræktuð sam- hliða og er úrgangurinn frá fiskunum notaður sem áburður. Bakteríur í fiskkerunum breyta ammoníakinu í úrgangi fiskanna í nítrat og svo í nitur. Plönturnar nýta svo nitrið í vatninu sem næringu og koma um leið í veg fyrir að það safnist upp og drepi fiskana. Að sögn Marðar er ræktunarað- ferðin að mestu sjálfbær. „Eina sem þarf að bæta við er vatn, rafmagn og vinna. Sameldi er hagkvæmur kostur hér á landi þar sem það sparar inn- kaup á næringarefnum og getur gefið af sér tvenns konar afurðir, eldisfisk og matjurtir.“ Sameldi fyrr og nú Elsta staðfesta heimildin um sam- eldi er rúmlega 1700 ára gömul og segir frá því að fiskum og rækjum var hleypt á hrísgrjónaakra til að auka uppskeru plantnanna. Þjóðtrúin segir að guðirnir hafi reiðst illilega ef fiskurinn eða rækjan voru veidd á ökrunum og refsað eigendum þeirra með minni uppskeru, sem hefur þó líklega stafað af næringarskorti. Ástralir eru mjög áhugasamir um þessa ræktunaraðferð og leggja víða stund á hana í heimahúsum auk þess sem hún er algeng fyrir afskorin blóm. Í Evrópu eru sam- tökin Aquaponics UK í fararbroddi hvað varðar kynningu á sameldi og verkefnafjölda. Höfum allt sem þarf Mörður hefur ríka trú á möguleikum sameldis. „Við höfum í raun allt sem til þarf, ódýrt vatn, nóg af rafmagni og jarðvarma. Það er bæði hægt að nota þessa ræktunaraðferð til magn- framleiðslu og í heimahúsum. Til dæmis má rækta í bílskúrnum til að verða sjálfum sér nógur um græn- meti.“ /VH Nánari upplýsingar um sameldi: www.facebook.com/sameldi. ahugamannafelag www.aquaponicsassociation.org http://aquaponicscommunity.com/ Á æskuheimili Auðar I. Ottesen, garðyrkjufræðings og áhugakonu um ber til sultugerðar, var bókinni Ber allt árið flett þar til hún losn- aði úr bandinu og hrundi í sundur. Fjöldi berjarunna og trjáa hefur aukist til muna undanfarna áratugi frá því að stríðsárakynslóðin var að búa til sultur úr krækiberjum, bláberjum, rifs- og sólberjum og algengt að berjaáhugafólk bjóði gestum sultur úr hindberjum, hlíð- aramal, jarðarberjum, logalaufi og kirsuberjum. Ber eru vítamínrík og full af andoxunarefnum og hægt að búa til margt úr þeim auk sultu, til dæmis hlaup, saft og vín, auk þess sem þau eru tilvalin í líkjöra og sval- andi í drykki og salat, í bökur, ofan á kökur og með ís og eftirréttum. Rifsberjahlaupið hennar mömmu „Ég á eina góða uppskrift að rifs- berjahlaupi frá mömmu sem mig langar að deila með þér,“ segir Auður. „Í hlaupið þarf eitt kíló af rifsberjum sem eru soðin í hálfum lítra af vatni í hálftíma við vægan hita og það á ekki að hræra í berjunum á meðan þau sjóða. Eftir suðu er safinn síaður af berjunum yfir nótt. Daginn eftir er safinn settur í pott, suðan látin koma upp, sex til átta hundruð grömmum af sykri hrært saman við og látið malla í klukkustund. Að lokum er hlaupið sett í ílát.“ Ílát sem notuð eru undir sultur þurfa að vera hrein. Þau þarf að þvo vel og sjóða eða setja inn í bakara- ofn á 100°C hita til að tryggja að bakteríur og sveppagró séu ekki til staðar. Mygla í sultu er hvimleið og algerlega óþörf. Berjablöndur Auður segir gott að blanda saman berjum og jafnvel ávöxtum við sultugerð. „Mér finnst til dæmis gott að nota gráfíkjur með stikilsberjum og þar sem reyniber eru fremur römm er gott að nota tvö kíló af eplum á móti þremur kílóum af reyniberjum og sjóða í einn til tvo tíma með um sjöhundruð grömmum af sykri. Ég mæli líka með að fólk prófi að krydda sulturnar, hvannarblöð eru ágæt með rabarbara- og eplasultu,“ segir Auður. Ber allt árið Sulta úr bersarunna Óli Njálsson í Nátthaga hefur verið duglegar að prófa nýjar tegundir af trjám og runnum. Einn þessara runna er bersarunni (Viburnum edule) og að sögn Óla er hann bæði fallegur og harðgerður. Úr berjum bersarunna má búa til gómsæta sultu sem Óli segir að sé best lýst með að bragðið sé eins og að stunda ástarleiki í sólskini. 4 bollar eða einn lítri af bersa- runnaberjum. 4 epli skorin í smáa teninga. 1 matskeið sítrónusafi. 1 til 2 teskeiðar af ferskum engi- fer, fínt rifnum. 1 bolli hunang eða annað sætt að eigin vali. Berin eru sett í pott með rúmum bolla af vatni og suðan látin koma upp. Þegar berin mýkjast eru þau marin í sundur. Berjamassinn er kældur dálítið, settur í taubleyju og safinn pressaður úr. Safinn er settur í pott- inn aftur og soðinn þangað til magnið er orðið helmingi minna. Epli, engiferi og sítrónusafa er hrært saman í skál, síðan hrært út í berjamassann og hunangi bætt í. Sjóðið í 15 mínútur í viðbót og setjið beint á krukkur eða frystið í smáskömmtum. Bæta má alls konar líkjörum útí, til dæmis Grand Marnier, Cointreau eða Galliano, til að fá fullnægt öllum bragðhvötum og unaði. Fyrir marga er haustið skemmti- legasti tími ársins. Þá rennur upp tími berjanna sem hægt er að nýta á margvíslegan hátt, m.a. til sultugerðar. Möguleikarnir eru endalausir en hér eru uppskriftir af sultu úr rifs- og sólberjum, blá- berjum og krækiberjum. Rifs- og sólberjasulta 1 kíló rifs- eða sólber 750 grömm sykur 1/2 bolli vatn Stönglar teknir frá og soðnir með vatninu sem hleypiefni. Berin sett í pott og soðin, soðið af stönglunum sett saman við. Sykri bætt í þegar suðan kemur upp, soðið í fimm til fimmtán mín- útur. Bláberjasulta 1 kíló bláber 750 grömm sykur Sett í pott og soðið við vægan hita í einn og hálfan tíma. Nauðsynlegt er að hræra stöðugt í á meðan sultan er soðin. Krækiberjasulta 2 kíló krækiber 5 desilítrar vatn 1 kíló sykur 2 teskeið hleypiefni Krækiber og vatn sett í pott og látið sjóða í tuttugu mínútur. Sykurinn settur út í og soðið í 20 mínútur til viðbótar. Hleypiefnið sett út í og soðið í tvær til þrjár mínútur. Haustið er tími berjanna Þekjugróður gefur góða raun þegar halda á illgresi niðri. Nái þekjan að hylja beð heldur hún ill- gresinu að mestu niðri og minnkar vinnu við hreinsun beða. Góðar þekjuplöntur þurfa að fara snemma af stað á vorin, breiða hratt úr sér, vera skuggþolnar og vaxa langt fram eftir hausti. Gömul dagblöð eru vel nothæf til að kæfa illgresi. Blöðin eru opnuð um miðjuna og lögð yfir beðið þann- ig að þau skarist svo að illgresið vaxi ekki upp á milli samskeytanna. Setja skal 5 til 7 sentímetra lag af mold eða sandi yfir blöðin. Lífrænar varnir gegn illgresi Þekja á beðin og illgresið kæft

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.